Fréttablaðið - 03.02.2018, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 03.02.2018, Blaðsíða 10
stjórnsýsla Ekkert hefur gengið að fá gögn frá kirkjuráði varðandi margvísleg mál þrátt fyrir marg­ ítrekaðar óskir Fréttablaðsins síð­ ustu þrjá og hálfan mánuð. Engar skýringar hafa fengist frá þjóð­ kirkjunni vegna þessa. Upphaflegt erindi var sent 19. október síðastliðinn á póstfang þjóðkirkjunnar og til Odds Einars­ sonar, framkvæmdastjóra kirkju­ ráðs. Þar var óskað eftir afriti ýmissa gagna sem lögð höfðu verið fram á fundi kirkjuráðs rúmum mánuði fyrr, þann 12. september. Meðal skjalanna sem óskað var eftir aðgangi að var erindi frá félagi sem heitir AS Hótel og er í fundar­ gerð kirkjuráðs sagt varða kaup á lóðum úr landi kirkjujarðarinnar Heydala á Austurlandi. Kemur fram að kirkjuráð fól framkvæmdastjór­ anum að svara erindinu. Einnig var um að ræða erindi frá ónefndum aðila um ósk um viðræður um kaup á landspildu á Valþjófstað. Sömu­ leiðis var bréf frá Lögmönnum Höfðabakka sem óskuðu liðveislu í dómsmáli varðandi Kálfafellsstað. Þá óskaði Fréttablaðið eftir ýmsum erindum sem varða veiði­ réttarmál í Affallinu annars vegar og Miðfjarðará hins vegar. Eitt málið snýst um kunnuglegt atriði úr nútíma fasteignasögu þjóðkirkj­ unnar og er um niðurstöðu myglu­ rannsóknar Náttúrufræðistofnunar Íslands í prestbústaðnum á Reyk­ hólum. Þegar þessari beiðni hafði ekki verið svarað 1. nóvember var hún ítrekuð og í leiðinni óskað eftir gögnum af næsta fundi kirkjuráðs þar á eftir sem fram hafði farið 10. október. Þar var til dæmis um að ræða greinargerð framkvæmda­ stjóra vegna stöðu Skálholts og erindi sóknarnefndar í Breiðholts­ sókn og Fella­ og Hólasókn um sam­ einingu sóknanna. Skjalastjóri biskupsstofu, Ragn­ hildur Bragadóttir, afsakaði tafir á afgreiðslu málsins með tölvupósti 9. nóvember. Skýringin væri meðal annars miklar annir vegna kirkju­ þings sem þá var fram undan. „Skal pressa á viðkomandi og fylgja mál­ inu fast eftir,“ sagði í skeyti skjala­ stjórans. Annað skeyti barst 14. nóvember. „Hef sent biskupsritara orðsendingu um að hann svari þér hið snarasta.“ Síðast heyrðist frá þjóðkirkjunni varðandi þessi mál 8. desember síð­ astliðinn. „Það er á mínu borði að svara þér en vandamál mitt er að fljótlega hættir að sjást í borðið mitt fyrir málum. Síðasti kirkju­ ráðsfundur ársins verður á þriðju­ daginn og ég lofa að eftir hann skuli ég sinna þér,“ segir í tölvuskeyti sem barst þann dag frá Oddi Einars­ syni, framkvæmdastjóra kirkjuráðs. Ítrekuðum óskum um afgreiðslu málsins, síðast fyrir átta dögum, hefur síðan í engu verið svarað. Beiðnum um afrit af gögnum sem lögð hafa verið fyrir kirkjuráð hefur fram að þessu jafnan verið svarað. Oft hafa umbeðin gögn verið afhent en stundum ekki á þeim grundvelli að um trúnaðar­ gögn sé að ræða. Agnes M. Sigurðar­ dóttir biskup er forseti kirkjuráðs. gar@frettabladid.is Hvorki fást svör né gögn frá kirkjuráði Fréttablaðið hefur nú beðið í fimmtán vikur eftir gögnum af fundum kirkjuráðs í haust sem leið. Í fyrstu var sagt að erindin yrðu af- greidd en í tæpa tvo mánuði hafa engin svör fengist frá biskupi og framkvæmdastjóra kirkjuráðs þrátt fyrir margítrekaðar beiðnir. Oddur Einarsson, framkvæmdastjóri kirkjuráðs, í miðið og Agnes M. Sigurðardóttir, biskup og forseti kirkjuráðs, á göngum biskupsstofu ásamt Magnúsi E. Kristjánssyni, forseta kirkjuþings sem velur í kirkjuráð. Undir kirkjuráð heyra kirkjustaðir og ýmsar stofnanir. FréttAblAðið/VilhElM Staða kirkjuráðs Kirkjuráð starfar á grundvelli laga um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997, auk fyrirmæla í öðrum lögum. Þá starfar ráðið einnig samkvæmt starfsreglum settum af kirkju- þingi. Kirkjuráð er kosið af kirkjuþingi og heyrir undir þingið. Kirkjuráð hefur tiltölulega sjálfstæða stöðu í stjórnkerfi kirkjunnar og telst til æðstu framkvæmdarvaldshafa þar, með kirkjuþingi, biskupi Íslands og dóms- og kirkjumálaráðherra. Undir kirkjuráð heyra kirkju- staðir og ýmsar stofnanir kirkjunnar, auk þess sem ráðið tekur þátt í samstarfi við embætti biskups Íslands og fleiri aðila og veitir fé til margvíslegra verkefna á sviði kirkjumála. heimild: kirkjan.is Síðasti kirkjuráðs- fundur ársins verður á þriðjudaginn og ég lofa að eftir hann skuli ég sinna þér. Oddur Einarsson, framkvæmdastjóri kirkjuráðs, í tölvupósti 8. desember Leitað er eftir dagforeldrum til starfa í Reykjavík. Nánari upplýsingar fást hjá daggæsluráðgjöfum í þjónustumiðstöðvum borgarinnar í síma 411 1111. Réttindanámskeið fyrir verðandi dagforeldra verður haldið hjá Námsflokkum Hafnarfjarðar 10. mars — 11. apríl n.k. Nánari upplýsingar í síma 664-5510/ 585-5860. Reykjavíkurborg niðurgreiðir hluta af námsgjaldi. Til að stuðla að nýliðun meðal dagforeldra áformar Reykjavíkurborg að auka framboð á leiguhúsnæði fyrir starfsemi þar sem tveir dagforeldrar vinna saman. Viltu vinna með börnum? stjórnmál „Ekki er búið að skipa nefndina en annars vegar verða þetta fulltrúar ráðuneyta og hins vegar aðilar sem þekkja vel til málefna tjáningarfrelsis og upp­ lýsingarfrelsis,“ segir Katrín Jakobs­ dóttir forsætisráðherra í samtali við Fréttablaðið en hún greindi frá því á ríkisstjórnarfundi í gær að skipuð yrði sjö manna nefnd vegna endur­ bóta löggjafar á sviði tjáningar­, fjöl­ miðla­ og upplýsingafrelsis. Hún segir verkefnið tvískipt. Leitast verði við að halda áfram með vinnu sem hófst árið 2010 um að fara yfir löggjöf á sviði upplýsinga­ mála og tjáningarfrelsis. Þá verði farið yfir gildandi upplýsingalög í ljósi þróunar á alþjóðavettvangi og það metið hvort þörf sé á breyt­ ingum. – dfb Ný nefnd fer yfir upplýsingalögin nýsköpun Hafnarstjórn Hafnar­ fjarðar mun ekki ráðstafa lóð sem sprotafyrirtækið Spretta hefur óskað eftir við Strandgötu 86, undir gáma­ þorp fyrir ræktun spretta (e. micro­ greens) og salats, fyrr en frekari ákvörðun liggur fyrir um framtíðar­ skipan á svæðinu. Telur stjórnin að um áhugavert verkefni sé að ræða en bendir á að samkeppni standi nú yfir um skipulag Flensborgarhafnar/ Óseyrarsvæðisins. Fréttablaðið greindi um miðjan nóvember frá bréfi forsvarsmanna Sprettu, þeirra Stefáns Karls Stefáns­ sonar leikara og Soffíu Steingríms­ dóttur, til bæjaryfirvalda þar sem þau óskuðu eftir samstarfi vegna tímabundins tilraunaverkefnis. – hg Bíða með lóðina sem Spretta vill Sjö manna nefnd mun endurskoða upplýsingalög- gjöfina. Stefán Karl Stefánsson 3 . f e b r ú a r 2 0 1 8 l a u G a r D a G u r10 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 0 3 -0 2 -2 0 1 8 0 4 :3 2 F B 1 1 2 s _ P 1 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 1 0 3 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E E 4 -B F 2 8 1 E E 4 -B D E C 1 E E 4 -B C B 0 1 E E 4 -B B 7 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 1 1 2 s _ 2 _ 2 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.