Fréttablaðið - 03.02.2018, Blaðsíða 12
á tímabilinu 3. ágúst 2018 til 27. júlí 2019
Kjarvalsstofa er stúdíóíbúð/vinnuaðstaða, sem ætluð er til dvalar fyrir
listamenn í miðborg Parísar, skammt frá Notre Dame dómkirkjunni.
Þeir sem í stofunni dvelja greiða dvalargjöld sem ákveðin eru af stjórn
Cité Internationale des Arts sem rekur stofuna. Á árinu 2018 verða þau
1.104 evrur fyrir tveggja mánaða dvöl fyrir einstakling. Úthlutað er að
lágmarki í tvo mánuði í senn, en vegna fjölda umsókna undanfarin ár
hefur dvalartími að jafnaði ekki verið lengri en 2 mánuðir. Dvalargestir
skuldbinda sig til að hlíta reglum Cité Internationale des Arts varð
andi afnot af húsnæði og vinnuaðstöðu, þ.á.m. er ætlast til að þeir nýti
stofuna allan úthlutunartíma sinn. Stjórn Cité Internationale des Arts
leggur áherslu á að dvalartíminn sé vel nýttur í vinnu umsækjanda að
list sinni. Nánari upplýsingar um Kjarvalsstofu er að finna á heimasíðu
Reykjavíkurborgar.
Umsóknarfrestur er til og með 5. mars 2018 kl. 16.00.
Sækja skal um á Rafrænni Reykjavík, rafraen.reykjavik.is.
Frekari upplýsingar veitir skrifstofa Menningar og ferðamálasviðs í
s. 4116020 eða á netfanginu menning@reykjavik.is.
Stjórn Kjarvalsstofu í París
AFNOT AF KJARVALSSTOFU Í PARÍS
CMYKPantone 287
Tyrkland Yfirvöld í Tyrklandi fyrir-
skipuðu í gær handtöku þrettán ein-
staklinga sem lýstu yfir stuðningi
við málstað samtaka tyrkneskra
lækna (TTB) en samtökin birtu fyrr
um daginn grein þar sem aðgerðir
Tyrkjahers í Afrin-héraði Sýrlands
voru harðlega gagnrýndar.
Dagblaðið Hurriyet greindi frá
handtökunum en þær koma í kjöl-
far fyrirskipunar ríkissaksóknara
um að handtaka skyldi ellefu hátt-
setta meðlimi TTB, meðal annars
formanninn. „Nei við stríði, friður
strax!“ var heróp samtakanna sem
birtist í greininni. Recep Tayyip
Erdogan, forseti Tyrklands, var
harðorður í garð þeirra sem stóðu
að yfirlýsingunni og sakaði viðkom-
andi um landráð.
Þau þrettán sem handtekin voru
í gær lýstu yfir stuðningi við TTB á
samfélagsmiðlum. „Stríð er dauði,
eyðilegging, blóð og tár. Nei við
stríði,“ sagði í einu tístinu sem Reu-
ters vísaði í.
Fyrrnefnd 24 eru þó langt frá því
að vera ein á báti. Alls hafa rúmlega
300 verið handtekin vegna færslna á
samfélagsmiðlum sem „gagnrýndu,
voru í andstöðu við eða rangtúlk-
uðu“ aðgerðir hersins í Afrin, að því
er ríkisstjórnin greindi frá.
Aðgerðirnar í Afrin snúast um að
reka YPG, hersveitir Kúrda, í burtu
frá héraðinu sem á landamæri að
Tyrklandi. Telja Tyrkir YPG vera
hernaðararm Verkamannaflokks
Kúrda (PKK) en flokkurinn er álit-
inn hryðjuverkasamtök af Atlants-
hafsbandalaginu og Evrópusam-
bandinu.
Þessu mati Tyrkja eru flestir
aðilar hernaðarbandalagsins gegn
Íslamska ríkinu, sem Bandaríkja-
menn eru í forsvari fyrir og YPG og
Tyrkir tilheyra, ósammála.
Óháð félagasamtök hafa gagn-
rýnt handtökur forsprakka TTB
harðlega. Til að mynda hafa bæði
Amnesty International og Alþjóða-
læknasamtökin kallað eftir því að
réttindi lækna séu virt og öll mál
gegn þeim verði felld niður.
„Þessar handtökur eru varhuga-
verð þróun sem grefur undan lögum
og reglu sem og sjálfstæði og hlut-
leysi tyrkneskra dómstóla,“ sagði í
sameiginlegri yfirlýsingu Johann-
esar Hahn, stækkunarstjóra ESB, og
Federicu Mogherini, utanríkismála-
stjóra ESB.
Þá greinir Reuters frá því að
bandamenn Tyrkja í vestri óttist
nú mjög að Erdogan sé að nýta sér
aðgerðir hersins til þess að kæfa
raddir stjórnarandstæðinga.
Þetta er þó ekki í fyrsta skipti
sem Erdogan-stjórnin fyrirskipar
fjöldahandtökur. Eftir misheppnaða
valdaránstilraun árið 2016 voru um
fimmtíu þúsund handtekin fyrir
meintan stuðning við útlæga klerk-
inn Fethullah Gulen og um 150.000
opinberir starfsmenn misstu
vinnuna. thorgnyr@frettabladid.is
Fleiri handtekin fyrir andstöðu
við aðgerðir Tyrkjahers í Afrin
MjanMar Mannréttindastofnun
Sameinuðu þjóðanna kallaði í gær
eftir því að Wa Lone og Kyaw Soe
Oo, blaðamenn Reuters, yrðu leystir
úr haldi. Þeir Lone og Oo hafa verið í
fangelsi í Mjanmar frá því þeir voru
handteknir þann 12. desember,
grunaðir um að hafa brotið upp-
lýsingalög ríkisins þegar þeir
leituðu að upplýsingum um þjóð-
ernishreinsanir ríkisstjórnarinnar
á Róhingjum í Rakhine-héraði.
„Við köllum eftir því að þeir
verði tafarlaust leystir úr haldi og
að ákærurnar á hendur þeim verði
felldar niður. Alvarleg aðför ríkis-
stjórnar Mjanmar að tjáningarfrels-
inu er okkur mikið áhyggjuefni,“
sagði Rupert Colville, talsmaður
stofnunarinnar, á blaðamannafundi
í Genf í gær.
Beiðni þeirra Oo og Lone um
lausn gegn tryggingu var hafnað
á fimmtudaginn. Ye Lwin dómari
sagði að brotið sem um ræðir væri
þess eðlis að lausn gegn tryggingu
væri ekki í boði.
Stephen J. Adler, ritstjóri Reu-
ters, lýsti vonbrigðum sínum með
ákvörðunina. „Þeir hafa nú verið í
fangelsi í fimmtíu daga. Þeir ættu að
fá að vera með fjölskyldum sínum
á meðan réttarhöldin standa yfir.“
Than Zaw Aung, lögmaður blaða-
mannanna, sagði eftir höfnun dóm-
ara að upplýsingarnar sem málið
snerist um hefðu nú þegar verið
aðgengilegar almenningi. Lögreglu-
maður hafi greint frá því er hann bar
vitni að þær hefðu þá þegar birst í
dagblöðum.
Alls hefur meira en hálf milljón
fólks af þjóðflokki Róhingja flúið
heimkynni sín í Rakhine-héraði
og haldið til Bangladess eftir að
ofbeldi braust þar út í ágúst í fyrra.
Þáverandi mannréttindastjóri Sam-
einuðu þjóðanna lýsti því yfir að um
þjóðernishreinsanir væri að ræða
og síðar sagði hann möguleika á að
framið væri þjóðarmorð á Róhingj-
um. Sagðist hann hafa heyrt sögur
af því að Róhingjar væru skotnir til
bana án dóms og laga og að bæir
þeirra væru brenndir.
Nú stendur til að flytja flótta-
mennina heim aftur og á þeim flutn-
ingum að vera lokið árið 2019. Óháð
félagasamtök hafa lýst áhyggjum af
flutningunum og telja óvíst að Róh-
ingjum verði vel tekið. – þea
Sameinuðu þjóðirnar vilja blaðamenn
Reuters í Mjanmar tafarlaust úr fangelsi
Aðgerðum lögreglunnar í Mjanmar hefur verið mótmælt. Nordicphotos/AFp
sýrlenskur uppreisnarmaður og tyrkneskur hermaður, samherjar gegn Kúrdum, veifa fánum sínum. Nordicphotos/AFp
líbía Talið er að níutíu flóttamenn á
leið frá Líbíu til Evrópu hafi drukkn-
að þegar bát þeirra hvolfdi í gær. Frá
þessu greindi Flóttamannastofnun
Sameinuðu þjóðanna.
Þrír lifðu slysið af og sögðu þeir
frá því að stærstur hluti þeirra sem
er saknað hafi verið Pakistanar auk
nokkurra Líbíumanna. Tíu líkum
skolaði á land í Líbíu í gær. – þea
Níutíu fórust á
leið frá Líbíu
bandaríkin Faðir tveggja af þol-
endum Larrys Nassar, kynferðis-
brotamannsins og fyrrverandi læknis
fimleikaliðs Bandaríkjanna á Ólymp-
íuleikunum, reyndi í gær að ráðast á
Nassar í dómsal í Michigan þar sem
kveða átti upp úrskurð um refsingu
Nassars.
Faðirinn, Randall Margraves, var
stöðvaður af þremur öryggisvörðum
en áður en hann stökk að borðinu
sem Nassar sat við bað hann um
„fimm mínútur í klefa með þessum
djöfli“. Þeirri bón hafnaði Janice
Cunningham dómari.
Dætur Margraves, þær Madison og
Lauren, höfðu skömmu áður greint
frá ofbeldinu sem Nassar beitti þær.
Þær eru í fjölmennum hópi 265 þol-
enda Nassars sem var í síðustu viku
dæmdur í fjörutíu til 175 ára fangelsi
eftir að dómari heyrði vitnisburð 160
þolenda. – þea
Faðir reyndi að
ráðast á Nassar
Larry
Nassar
Bannað er að tala gegn
aðgerðum Tyrkja í Afrin-
héraði Sýrlands. Forysta
tyrknesku læknasamtak-
anna handtekin sem og
andstæðingar Erdogan-
stjórnarinnar sem lýstu
vanþóknun sinni á
samfélagsmiðlum. Alls
hafa rúmlega 300 verið
handtekin frá því að að-
gerðirnar í Afrin hófust.
13
voru handtekin í gær fyrir að
lýsa andstöðu sinni á sam-
félagsmiðlum.Í Fréttablaðinu í gær kom fram
að pólska þingið hefði samþykkt
frumvarp sem gerir refsivert að
segja pólska einstaklinga gerendur
í helförinni. Hið rétta er að enginn
verður sóttur til saka fyrir að tala
um glæpi einstaklinga, eingöngu
fyrir að segja pólsku þjóðina
meðseka. Beðist er velvirðingar á
mistökunum.
leiðréTTing
3 . f e b r ú a r 2 0 1 8 l a U g a r d a g U r12 f r é T T i r ∙ f r é T T a b l a ð i ð
0
3
-0
2
-2
0
1
8
0
4
:3
2
F
B
1
1
2
s
_
P
1
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
1
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
E
4
-A
B
6
8
1
E
E
4
-A
A
2
C
1
E
E
4
-A
8
F
0
1
E
E
4
-A
7
B
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
1
1
2
s
_
2
_
2
_
2
0
1
8
C
M
Y
K