Fréttablaðið - 03.02.2018, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 03.02.2018, Blaðsíða 34
„Allir okkar starfsmenn eru í stéttarfélögum og starfa samkvæmt þeim lögum og kjarasamningum sem eru í gildi á hverjum tíma,“ segir Arthúr Vilhelm Jóhannesson. Arthúr Vilhelm Jóhannesson, framkvæmdastjóri Elju starfsmannaþjónustu, rekur aukin umsvif til vaxtar í efnahags- lífinu og að í sumum faggreinum sé ekki nægileg nýliðun hér á landi til að mæta aukinni eftirspurn eftir starfskröftum. Fjölmörg fyrirtæki nýta þjónustu Elju til þess að mæta aukinni eftirspurn með fjölgun starfsmanna. Gott orðspor meðal stjórn- enda í atvinnulífinu „Árangur okkar má rekja til góðs orðspors meðal stjórnenda í atvinnulífinu en fyrirtæki leita til okkar af því að stjórnendur mæla með okkur og treysta okkur,“ segir Arthúr Vilhelm. „Við mætum þörf fyrirtækja sem þurfa að ráða til sín starfsfólk, hvort sem er tímabundið eða til lengri tíma og við lítum á okkur sem mikilvægt hreyfiafl fram- kvæmda, þjónustu og uppbygg- ingar á innviðum samfélagsins. Ef ekki væri fyrir okkar þjónustu myndu fyrirtæki neyðast til að draga úr þjónustu við viðskipta- vini eða biðja núverandi starfsfólk að vinna mikla yfirvinnu sem felur í sér mikinn kostnað og dregur úr starfsánægju til lengri tíma.“ Arthúr Vilhelm segir að starfs- fólk Elju sinni fjölbreyttum störfum. „Við höfum ráðið í fjöl- breytt störf hjá mörgum aðilum. Má þar nefna rútu- og strætóbíl- stjóra, tækjastjórnendur, bifvéla- virkja, rafvirkja, pípara, málara, almenna verkamenn, starfsmenn í vöruhús ásamt starfsmönnum í afgreiðslu og sölustörf svo dæmi séu tekin.“ Vandað ráðningarferli Arthúr Vilhelm segir ráðningar- ferli Elju afar vandað og að starfs- mannaþjónustan afli allra þeirra gagna sem nauðsynleg eru. „Við tökum viðtal við alla starfsmenn til að ganga úr skugga um að við- komandi sé rétti aðilinn í starfið. Gangi það eftir sjáum við um alla skjalagerð, skráum starfsmann inn í landið, sækjum um kennitölu og aðstoðum við stofnun banka- reikninga. Við erum í samstarfi við erlendar ráðningarstofur en auk þess sækja margir einstaklingar beint um hjá okkur þar sem starfs- menn okkar mæla með okkur við vini og ættingja.“ Ánægðir starfsmenn Íslensk fyrirtæki eiga í samkeppni við önnur lönd um gott vinnuafl og starfsmenn gera miklar kröfur. Því skiptir móttaka og þjónusta við starfsfólk miklu máli að mati Arthúrs Vilhelms. „Allir okkar starfsmenn eru í stéttarfélögum og starfa samkvæmt þeim lögum og kjarasamningum sem eru í gildi á hverjum tíma,“ segir Arthúr Vilhelm. „Starfsmönnum eru kynnt vel réttindi sín. Þá er rétt að taka fram að starfsmennirnir greiða skatta og gjöld hér á landi. Skattspor Elju, sem eru skattar og gjöld sem greidd eru í tengslum við umsvif fyrirtækisins, er í dag rúmar 1.650 milljónir króna.“ Elja útvegar starfsmönnum einn- ig húsnæði en félagið er með hús- næði í Reykjanesbæ og á höfuð- borgarsvæðinu. „Það þarf að hlúa vel að starfsfólki í nýju landi og sem fyrr segir aðstoðum við þá við alla praktíska hluti við að koma sér fyrir í landinu,“ segir Arthúr Vilhelm en þar leika starfsmenn á skrifstofu Elju lykilhlutverk í þjónustu við starfsfólk. Framhald af forsíðu ➛ Við mætum þörf fyrirtækja sem þurfa að ráða til sín starfsfólk, hvort sem er tímabundið eða til lengri tíma og við lítum á okkur sem mikilvægt hreyfiafl framkvæmda, þjónustu og uppbyggingar á inn- viðum samfélagsins. Þá er rétt að taka fram að starfs- mennirnir greiða skatta og gjöld hér á landi. Skattspor Elju, sem eru skattar og gjöld sem greidd eru í tengslum við umsvif fyrirtækisins, er í dag rúmar 1.650 milljónir króna. Á skrifstofu Elju starfa um 20 starfsmenn, þar af átta starfsmenn af erlendum uppruna sem sumir hafa starfað hjá Elju frá upphafi. Þeir tala móðurmál starfsmanna og eru þeim til halds og trausts. „Við metum starfsmenn okkar mikils. Til að viðhalda sem bestum starfsanda og ánægju leigjum við m.a. íþróttasali í Reykjanesbæ og á höfuðborgarsvæðinu þeim að kostnaðarlausu og höldum reglu- lega skemmtikvöld fyrir starfs- fólk,“ segir Arthúr að lokum Elja starfsmannaþjónusta er til húsa að Hátúni 2B og er opið alla virka daga frá kl. 9-17. Hægt er að hafa samband við Elju í síma 4 150 140 og á heimasíðu Elju, elja.is. Elja starfs- mannaþjónusta er til húsa í rúm- góðu húsnæði að Hátúni 2B í Reykjavík. 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 3 . F E B R úA R 2 0 1 8 L AU G A R DAG U R 0 3 -0 2 -2 0 1 8 0 4 :3 3 F B 1 1 2 s _ P 0 7 9 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 7 0 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E E 4 -D 7 D 8 1 E E 4 -D 6 9 C 1 E E 4 -D 5 6 0 1 E E 4 -D 4 2 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 1 2 s _ 2 _ 2 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.