Fréttablaðið - 03.02.2018, Blaðsíða 4
Ísold Uggadóttir
kvikmyndaleikstjóri
var valin besti
leikstjórinn í
flokki alþjóð-
legra kvikmynda
á lokahátíð
Sundance-kvik-
myndahátíðar-
innar um liðna helgi.
Verðlaunin hlaut hún fyrir kvik-
mynd sína Andið eðlilega. Ísold
sagði það hafa verið svo mikla
upphefð að komast á kvikmynda-
hátíðina að það hefði ekki hvarflað
að henni að hún yrði valin besti
leikstjórinn.
Hilmar Malmquist
líffræðingur
greindi frá því að
efstu lög Þing-
vallavatns hefðu
hlýnað vegna
veðurfarsbreyt-
inga. Fordæmalaus
breyting hefði orðið
2016 þegar stofnar tveggja helstu
kísilþörunga í vatninu hurfu. Ef
þeir hryndu og aðrir tækju við
mætti búast við að það gæti haft
áhrif upp í gegn um fæðukeðjuna.
Fiskistofnar gætu hrunið.
Þorgerður Ingólfsdóttir
tónlistarkennari og kórstjóri
var sæmd heiðurs-
borgaratitli
Reykjavíkur-
borgar. Þorgerð-
ur stofnaði Kór
Menntaskólans
við Hamrahlíð
1967 og framhalds-
kór hans, Hamrahlíðarkórinn,
1982. Hún kvaðst snortin yfir
því að öguðu uppeldisstarfi með
listrænu ívafi væri gefinn gaumur.
Jafnframt væri hún þakklát þeim
sem unnið hefðu með henni í
fimmtíu ár.
Þrjú í fréttum
Verðlaun,
ógn og
heiðursborgari
24.895
KINDLE
PAPERWHITE
LESBRETTI
KINDLEPW15
14.990BEURERDAGSBIRTULJÓSBEURWL75
baklýstur
skjár
LÍKIR EFTIR
SÓLARUPPRÁS
12.995
NESPRESSO
ESSENZA MINI
KAFFIVÉL
D30GREEN
14.895PHILIPS HUEGO LJÓSHUEGO
Dómsmál Magnús Ólafur Garðars-
son, fyrrverandi forstjóri United
Silicon, var í gær dæmdur í fjögurra
mánaða fangelsi, skilorðsbundið
til tveggja ára. Hann var jafnframt
sviptur ökuréttindum í tólf mánuði
fyrir umferðalagabrot og að hafa
stofnað lífi annarra í umferðinni í
hættu. Hann var ákærður fyrir að
hafa ekið á allt að 183 kílómetra
hraða á Tesla-bifreið sinni á Reykja-
nesbraut í ágúst 2016 en hámarks-
hraði þar er 90 kílómetrar. Dómur-
inn hafnaði kröfu ákæruvaldsins
um að bifreiðin yrði gerð upptæk.
Á meðan á hraðakstrinum stóð
keyrði Magnús á vinstra afturhorn
bíls sem ekið var í sömu aksturs-
stefnu, með þeim afleiðingum að
bíllinn kastaðist út í vegkant og
ökumaðurinn slasaðist. Ökumaður-
inn fór fram á eina milljón króna í
skaðabætur en Magnúsi var gert að
greiða honum 600 þúsund krónur.
Magnús þvertók fyrir að hafa ekið
á rúmlega 180 kílómetra hraða, en
þær upplýsingar komu fram í gögn-
um Tesla. Sagði hann í skýrslutöku
að hann hefði hnerrað skömmu
áður og bifreiðin því tekið við sér.
Magnús játaði hins vegar vægari
hraðakstur. Haukur Örn Birgisson,
verjandi Magnúsar, segist telja dóm-
inn full þungan þó það sé vissulega
fagnaðarefni að Tesla-bifreiðin, sem
metin er á um 20 milljónir, skuli
ekki hafa verið gerð upptæk.
„Ég held að dómari finni ákærða
ranglega sekan um brot gegn 219.
grein almennra hegningarlaga því
afleiðingar fyrir þann sem var í
hinni bifreiðinni voru ekki með
þeim hætti að það réttlæti þessa
heimfærslu. Ökumaðurinn hlaut
engan varanlegan skaða og engin
beinbrot, eins og gert er að skil-
yrði fyrir beitingu þessa ákvæðis,“
segir Haukur. Ekki sé búið að taka
ákvörðun um hvort málinu verði
áfrýjað. danielfreyr@frettabladid.is
Fjögurra mánaða
fangelsi í Tesla-málinu
Stofnandi og fyrrverandi forstjóri United Silicon hefur verið dæmdur í skilorðs-
bundið fangelsi til tveggja ára fyrir að hafa ekið á rúmlega 183 kílómetra hraða á
Reykjanesbraut í ágúst 2016. Hann var sviptur ökuréttindum í tólf mánuði.
lögreglumál Ríkisstjórnin hefur
samþykkt að verja 237 milljónum
til eflingar löggæslunnar á næstu
árum. Við ráðstöfun fjárins verður
höfuðáhersla lögð á kynferðisbrota-
mál og kynnti dómsmálaráðherra
aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í
málaflokknum á blaðamannafundi
í gær.
Mestu af fjármununum verður
varið til aukins mannafla og verður
fjórum stöðugildum bætt við hjá
lögreglunni á höfuðborgarsvæð-
inu, auk eins stöðugildis ákæranda.
Þá verður einnig fjölgað í lögreglu-
liðum um allt land.
Ráðherra lagði áherslu á að það
dygði ekki að fjölga bara hjá lögregl-
unni enda viðbúið að málafjöldinn
aukist og verður 50 milljónum varið
til fjölgunar stöðugilda hjá héraðs-
saksóknara.
Ekki er hins vegar gert ráð fyrir
auknu fé til fangelsismála í fjár-
lögum þessa árs. „Með því að leggja
aukna vigt í málaflokkinn og fjölga
hjá lögreglunni og hjá héraðs-
saksóknara þá væntanlega skilar
það sér í fleiri dómþolum,“ segir
Páll Winkel, forstjóri Fangelsis-
málastofnunar, og undirstrikar að
dómþolar sem dæmdir eru fyrir
kynferðisbrot þurfi nauðsynlega
öfluga meðferð sálfræðinga til þess
að draga úr líkum á endurteknum
brotum að lokinni afplánun.
Eins og Fréttablaðið hefur áður
greint frá vantar fjögur stöðugildi
til að unnt sé að taka fangelsið á
Hólmsheiði í fulla notkun. Tæplega
600 manns eru á boðunarlista Fang-
elsismálastofnunar og bíða eftir að
geta hafið afplánun. – aá
Fleiri ráðnir í
löggæslustörf
Magnús Ólafur Garðarsson segir hnerra hafa valdið hraðakstrinum. Fréttablaðið/EyþÓr
Ég held að dómari
finni ákærða
ranglega sekan um brot gegn
219. grein laga.
Haukur Örn Birgis-
son, Hæstarétt-
arlögmaður á
Íslensku lögfræði-
stofunni
Ekki er gert ráð fyrir
auknu fé til fangelsismála í
fjárlögum þessa árs. Fjögur
stöðugildi vantar til að unnt
sé að taka fangelsið að
Hólmsheiði í fulla notkun.
Tölur vikunnar 28.01.2018 – 03.02.2018
43 km
af malbiki
verða lagðir í
Reykjavík næsta
sumar. Malbiks-
framkvæmdir á
þessu ári hljóða
upp á tæpa tvo
milljarða króna.
570
einstaklingar
eru á biðlista
fyrir innlögn
í meðferð á
sjúkrahúsinu
Vogi núna og
hefur bið-
listinn aldrei
áður verið svo
fjölmennur
í sögu meðferðar SÁÁ. Í ágúst í
fyrra biðu 445 eftir því að komast í
meðferð á Vogi.
70 ný skip
hafa bæst við fiskveiðiflotann á
síðstu fimm árum. Átta skuttogarar,
37 vélskip og 25 opnir bátar. Alls
voru 53 þessara skipa smíðuð á
Íslandi og eru þau öll úr trefjaplasti
og undir 30 brúttótonnum. Alls var
1.621 fiskiskip á skrá hjá Samgöngu-
stofu í lok árs 2017 og hafði þeim
fækkað um 26 frá árinu áður.
42%
af heildarkostnaðinum við frí á Íslandi
verja ferðamenn í samgöngur og gistingu.
Verslun nemur 12,5% af útgjöldum ferða-
manna á Íslandi. Neysla á börum, veitinga-
húsum og skyndibitastöðum nam um
10,6% af verslun erlendra ferðamanna.
nýjar íbúðir þarf að
byggja á ári að meðal-
tali til ársins 2040
miðað við uppsafn-
aðan skort síðan 2012.
2.200
38
þúsund erlend-
ir ríkisborgarar
bjuggu á Íslandi
á síðasta árs-
fjórðungi.
Hafði
þeim
fjölgað
um 16
þúsund
á fjórum
árum.
3 . f e b r ú a r 2 0 1 8 l a u g a r D a g u r4 f r é T T i r ∙ f r é T T a b l a ð i ð
0
3
-0
2
-2
0
1
8
0
4
:3
2
F
B
1
1
2
s
_
P
1
0
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
1
0
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
E
4
-9
C
9
8
1
E
E
4
-9
B
5
C
1
E
E
4
-9
A
2
0
1
E
E
4
-9
8
E
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
1
1
2
s
_
2
_
2
_
2
0
1
8
C
M
Y
K