Fréttablaðið - 03.02.2018, Page 4

Fréttablaðið - 03.02.2018, Page 4
Ísold Uggadóttir kvikmyndaleikstjóri var valin besti leikstjórinn í flokki alþjóð- legra kvikmynda á lokahátíð Sundance-kvik- myndahátíðar- innar um liðna helgi. Verðlaunin hlaut hún fyrir kvik- mynd sína Andið eðlilega. Ísold sagði það hafa verið svo mikla upphefð að komast á kvikmynda- hátíðina að það hefði ekki hvarflað að henni að hún yrði valin besti leikstjórinn. Hilmar Malmquist líffræðingur greindi frá því að efstu lög Þing- vallavatns hefðu hlýnað vegna veðurfarsbreyt- inga. Fordæmalaus breyting hefði orðið 2016 þegar stofnar tveggja helstu kísilþörunga í vatninu hurfu. Ef þeir hryndu og aðrir tækju við mætti búast við að það gæti haft áhrif upp í gegn um fæðukeðjuna. Fiskistofnar gætu hrunið. Þorgerður Ingólfsdóttir tónlistarkennari og kórstjóri var sæmd heiðurs- borgaratitli Reykjavíkur- borgar. Þorgerð- ur stofnaði Kór Menntaskólans við Hamrahlíð 1967 og framhalds- kór hans, Hamrahlíðarkórinn, 1982. Hún kvaðst snortin yfir því að öguðu uppeldisstarfi með listrænu ívafi væri gefinn gaumur. Jafnframt væri hún þakklát þeim sem unnið hefðu með henni í fimmtíu ár. Þrjú í fréttum Verðlaun, ógn og heiðursborgari 24.895 KINDLE PAPERWHITE LESBRETTI KINDLEPW15 14.990BEURERDAGSBIRTULJÓSBEURWL75 baklýstur skjár LÍKIR EFTIR SÓLARUPPRÁS 12.995 NESPRESSO ESSENZA MINI KAFFIVÉL D30GREEN 14.895PHILIPS HUEGO LJÓSHUEGO Dómsmál Magnús Ólafur Garðars- son, fyrrverandi forstjóri United Silicon, var í gær dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Hann var jafnframt sviptur ökuréttindum í tólf mánuði fyrir umferðalagabrot og að hafa stofnað lífi annarra í umferðinni í hættu. Hann var ákærður fyrir að hafa ekið á allt að 183 kílómetra hraða á Tesla-bifreið sinni á Reykja- nesbraut í ágúst 2016 en hámarks- hraði þar er 90 kílómetrar. Dómur- inn hafnaði kröfu ákæruvaldsins um að bifreiðin yrði gerð upptæk. Á meðan á hraðakstrinum stóð keyrði Magnús á vinstra afturhorn bíls sem ekið var í sömu aksturs- stefnu, með þeim afleiðingum að bíllinn kastaðist út í vegkant og ökumaðurinn slasaðist. Ökumaður- inn fór fram á eina milljón króna í skaðabætur en Magnúsi var gert að greiða honum 600 þúsund krónur. Magnús þvertók fyrir að hafa ekið á rúmlega 180 kílómetra hraða, en þær upplýsingar komu fram í gögn- um Tesla. Sagði hann í skýrslutöku að hann hefði hnerrað skömmu áður og bifreiðin því tekið við sér. Magnús játaði hins vegar vægari hraðakstur. Haukur Örn Birgisson, verjandi Magnúsar, segist telja dóm- inn full þungan þó það sé vissulega fagnaðarefni að Tesla-bifreiðin, sem metin er á um 20 milljónir, skuli ekki hafa verið gerð upptæk. „Ég held að dómari finni ákærða ranglega sekan um brot gegn 219. grein almennra hegningarlaga því afleiðingar fyrir þann sem var í hinni bifreiðinni voru ekki með þeim hætti að það réttlæti þessa heimfærslu. Ökumaðurinn hlaut engan varanlegan skaða og engin beinbrot, eins og gert er að skil- yrði fyrir beitingu þessa ákvæðis,“ segir Haukur. Ekki sé búið að taka ákvörðun um hvort málinu verði áfrýjað. danielfreyr@frettabladid.is Fjögurra mánaða fangelsi í Tesla-málinu Stofnandi og fyrrverandi forstjóri United Silicon hefur verið dæmdur í skilorðs- bundið fangelsi til tveggja ára fyrir að hafa ekið á rúmlega 183 kílómetra hraða á Reykjanesbraut í ágúst 2016. Hann var sviptur ökuréttindum í tólf mánuði. lögreglumál Ríkisstjórnin hefur samþykkt að verja 237 milljónum til eflingar löggæslunnar á næstu árum. Við ráðstöfun fjárins verður höfuðáhersla lögð á kynferðisbrota- mál og kynnti dómsmálaráðherra aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í málaflokknum á blaðamannafundi í gær. Mestu af fjármununum verður varið til aukins mannafla og verður fjórum stöðugildum bætt við hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæð- inu, auk eins stöðugildis ákæranda. Þá verður einnig fjölgað í lögreglu- liðum um allt land. Ráðherra lagði áherslu á að það dygði ekki að fjölga bara hjá lögregl- unni enda viðbúið að málafjöldinn aukist og verður 50 milljónum varið til fjölgunar stöðugilda hjá héraðs- saksóknara. Ekki er hins vegar gert ráð fyrir auknu fé til fangelsismála í fjár- lögum þessa árs. „Með því að leggja aukna vigt í málaflokkinn og fjölga hjá lögreglunni og hjá héraðs- saksóknara þá væntanlega skilar það sér í fleiri dómþolum,“ segir Páll Winkel, forstjóri Fangelsis- málastofnunar, og undirstrikar að dómþolar sem dæmdir eru fyrir kynferðisbrot þurfi nauðsynlega öfluga meðferð sálfræðinga til þess að draga úr líkum á endurteknum brotum að lokinni afplánun. Eins og Fréttablaðið hefur áður greint frá vantar fjögur stöðugildi til að unnt sé að taka fangelsið á Hólmsheiði í fulla notkun. Tæplega 600 manns eru á boðunarlista Fang- elsismálastofnunar og bíða eftir að geta hafið afplánun. – aá Fleiri ráðnir í löggæslustörf Magnús Ólafur Garðarsson segir hnerra hafa valdið hraðakstrinum. Fréttablaðið/EyþÓr Ég held að dómari finni ákærða ranglega sekan um brot gegn 219. grein laga. Haukur Örn Birgis- son, Hæstarétt- arlögmaður á Íslensku lögfræði- stofunni Ekki er gert ráð fyrir auknu fé til fangelsismála í fjárlögum þessa árs. Fjögur stöðugildi vantar til að unnt sé að taka fangelsið að Hólmsheiði í fulla notkun. Tölur vikunnar 28.01.2018 – 03.02.2018 43 km af malbiki verða lagðir í Reykjavík næsta sumar. Malbiks- framkvæmdir á þessu ári hljóða upp á tæpa tvo milljarða króna. 570 einstaklingar eru á biðlista fyrir innlögn í meðferð á sjúkrahúsinu Vogi núna og hefur bið- listinn aldrei áður verið svo fjölmennur í sögu meðferðar SÁÁ. Í ágúst í fyrra biðu 445 eftir því að komast í meðferð á Vogi. 70 ný skip hafa bæst við fiskveiðiflotann á síðstu fimm árum. Átta skuttogarar, 37 vélskip og 25 opnir bátar. Alls voru 53 þessara skipa smíðuð á Íslandi og eru þau öll úr trefjaplasti og undir 30 brúttótonnum. Alls var 1.621 fiskiskip á skrá hjá Samgöngu- stofu í lok árs 2017 og hafði þeim fækkað um 26 frá árinu áður. 42% af heildarkostnaðinum við frí á Íslandi verja ferðamenn í samgöngur og gistingu. Verslun nemur 12,5% af útgjöldum ferða- manna á Íslandi. Neysla á börum, veitinga- húsum og skyndibitastöðum nam um 10,6% af verslun erlendra ferðamanna. nýjar íbúðir þarf að byggja á ári að meðal- tali til ársins 2040 miðað við uppsafn- aðan skort síðan 2012. 2.200 38 þúsund erlend- ir ríkisborgarar bjuggu á Íslandi á síðasta árs- fjórðungi. Hafði þeim fjölgað um 16 þúsund á fjórum árum. 3 . f e b r ú a r 2 0 1 8 l a u g a r D a g u r4 f r é T T i r ∙ f r é T T a b l a ð i ð 0 3 -0 2 -2 0 1 8 0 4 :3 2 F B 1 1 2 s _ P 1 0 9 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 1 0 0 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E E 4 -9 C 9 8 1 E E 4 -9 B 5 C 1 E E 4 -9 A 2 0 1 E E 4 -9 8 E 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 1 2 s _ 2 _ 2 _ 2 0 1 8 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.