Fréttablaðið - 03.02.2018, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 03.02.2018, Blaðsíða 82
Þegar best lætur er Facebook eins og risa-stór sjálfs-hjálparhóp-ur. Minnir svolítið á fjölmennasta og lengsta AA-fund í heimi þar sem fólk úr öllum áttum kemur saman og samhæfir reynslu sína, styrk og vonir og leysir sam- eiginleg vandamál sín sem eru þó alls ekki bundin við áfengi og önnur fíkniefni heldur til dæmis allt frá erfiðleikum í kanínu- haldi til þess hvað geti best komið í stað rjóma fyrir vegan-vöfflur. Fréttablaðið laumaði sér á fundi nokkurra ólíkra hópa og lagði við hlustir og varð margs vísari. Samfélagsmiðlar, með Facebook í farar- broddi, heyja nú varnarbaráttu þar sem þeir eru meðal annars sagðir brengla veru- leikaskyn fólks, spæna upp dýrmætan tíma sem áður var varið í samverustundir með maka, börnum, ættingjum og vinum. Vissulega má margt slæmt segja um þenn- an mikla vágest vorra tíma en fólk kemur líka saman á Facebook, stofnar hópa um áhugamál sín og hugðarefni, styður hvert annað með ráðum og dáð, deilir reynslu og hugmyndum og er bara oft voða krúttlegt. sjálfshjálpargrúppa stærsta Heimsins Kanínur á Íslandi Lokaður hópur 1.832 meðlimir Iceland Carnivore Tribe – Kjötætur Lokaður hópur 762 meðlimir Fólk sem kýs að neyta aðeins fæðu úr dýraríkinu, að hætti frummanna, hefur látið töluvert í sér heyra undanfarið. Facebook-hópur þeirra er frekar nýr og ljóst á vangaveltum þar að ómengað kjötát telst til nokkurra nýmæla og fólk er að feta sig áfram. Vegan Ísland Lokaður hópur 20.844 meðlimir Fólk sem ólíkt kjötætunum kýs að hafna dýraafurðum er rótgrónara. Meðlimir í þeirra grúppu eru miklu fleiri en ljóst að veganisminn er vandratað einstigi og gildrur gamallar neysluhefðar leynast við hvert fótmál. Og þá er nú gott að leita til félaganna. n Er einhver hér sem eldar sér „hefðbundinn“ grjónagraut? Hvaða mjólk finnst ykkur virka best til að gera grautinn þykkan og bragð- góðan? n Tengist tímasetninga veganúar því á einhvern hátt að stór hluti kristinna manna heldur sig frá kjöti í janúar. Eða bara til- viljun? Praktískt eða? Skutlarar! Lokaður hópur 39.986 meðlimir Skutlarar er hópur fólks sem tekur að sér „leigubílaakst- ur“ í leyfisleysi í trássi við reglur og lög og vitaskuld þeirra sem kjósa að nýta sér þjónustuna. Mikill djammbragur er yfir þessum mannskap enda nánast stanslaust partí í gangi. Þetta skilar sér í því að um- ræðuþræðirnir verða oft ansi skrautlegir, hið besta bíó, þar sem við sögu koma svik og svínarí, áfengi, stinningarlyf og fleira hressandi. Hraðamælinga Tips Opinn hópur 8.211 meðlimir Óneitanlega nokkuð sérkennnilegur hópur ökuþóra sem deila upp- lýsingum um hvar og hvenær lögreglan er að hraðamæla. Þótt markmiðið hljóti að vera frelsi til hraðaksturs er þó áréttað á síðunni að hvernig „þið notið upplýsingarnar sem finna má á þessari síðu er undir ykkur komið og á ykkar ábyrgð.“ Um gagnsemi þessa fyrirbæris má svo lengi deila. Lokaður hópur 20.687 meðlimir Sérkennilegt samsafn fólks sem keppist ýmist við að reyna að vera sniðugt, fyndið og gáfulegt eða beinlínis hundleiðinlegt og stælótt. Játningarnar eru þó margar hverjar afar áhugaverðar í þessum rafræna skriftastól. Hvað ert þú ánægð/ur með í dag Opinn hópur 4.837 meðlimir Fólkið á Facebook er ekki allt að kafna úr fordómum, frekju, leiðindum eða áhyggjum. Í þessum fallega hópi er fólk sem á sjálfsagt lítið erindi á til dæmis Stjórnmálaspjallið, þar sem eitrið flæðir. Hér eru allir bara voða glaðir, þakklátir og senda frá sér góða strauma. Ekki þarf að staldra lengi við hér til þess að átta sig á að kanínur eru ekki kettir og ekki með 10.000 ára reynslu af sambýli við mannfólkið. Þær virðast frekar óheppileg gæludýr en greinilega í tísku og fólk lætur ekki bugast enda ráð og stuðningur þeirra sem reyndari eru ómetanlegur. n Kanínan mín er alltaf að fara undir sófa... hún sefur stundum þarna undir í einhverja klukku- tíma. Hvernig get ég fengið hana til þess að hætta þessu? Eða þarf ég kannski bar að loka milli sófans og gólfsins. n Kanínan mín vill ekki nota kanínuklósettið fyrir kló- sett, hún sefur í því. Er einhver leið að kenna henni að hún eigi að gera þarfir sínar þar og sofa í húsinu sem ég gaf henni? Er kannski eitthvað sprey sem hægt er að nota? n Mega þær fá hýðið utan af melónum? n Hvaða verslun er með besta heyið í dag? n Hún býr í eldhúsinu og heimtar græn- meti úr ísskápnum verður hún feitabolla á því ??? n Hæ. Er einhver hér með ein- hver ráð til þess að venja kanínur af slæmum vana. Eins og að naga snúrur (ég veit kanínur eru nagdýr) og pissa á allt mjúkt??? n Var að kaupa kanínu í gær, og hún getur ómögulega labbað á parketinu. Geta ykkar það? Ætli það venjust bara? KanÍnan mÍn VIll eKKI noTa KanÍnuKlóSeTTIð fyrIr KlóSeTT Hún Sefur Í þVÍ. Hey... HVernIg geTIð þIð Sannað að það Sé bara Í lagI að Vera Vegan? er eInHVer að Selja VodKa/STerKT? erum STaðSeTT á SelTjarnarneSI. ómerKTur að mæla á gullInbrú Í áTT að árbæ. Þórarinn Þórarinsson thorarinn@frettabladid.is n Ég er á degi 2 og er að drepast úr hausverk....er búin að troða salti í allt og drekk mikið vatn. Eitt sem ég tek eftir og þykir skrýtið er að ég hef enga lyst á kaffi, bara kem því ekki niður. Kannast einhver við það? n Hádegismaturinn 2stk 250 gr sirloin steikur. n Gerði tilraun þegar ég sá sparn- aðarhakk í Bónus. Er á að vísu skil- greint sem 80% kjöt, hrossa, svína og nauta. Það sem kom næst í nær- ingagildi var vatn svo soja eitthvað. En langaði að prufa sparnaðartips. Slatti garam marsala, dash cayenne chilli og salt. Herramannsmatur n Ég er að byrja prufa og langar að spyrja er ekki bara í lagi að éta eins mikið og maður vill og oft svo lengi sem það er kjöt eða þarf þetta að vera bara 2svar á dag finnst það alls ekki nóg? n Sleppur ekki bernaise-sósa með kjöti? Smjör, egg, nautakraftur og bernaisedropar. n B-3, B-6, B-7, B-12... er eitthvað af þessum vítamínum ekki vegan? n Af einskærri forvitni vildi ég spyrja ykkur hvað álit ykkar er af íslensku tóbaki, er það vegan? Og eru einhverjir vegan sem nota það. n Hvað eruði að nota í staðinn fyrir egg? helst einhvern vökva? eða ss. banani og eplamauk get ég ekki notað. Einhverjar hugmyndir :D n Hey... Hvernig getið þið sannað að það sé bara í lagi að vera vegan? n Mig langar svo að gera vöfflur fljótlega. Hver er ykkar uppáhalds vegan vöfflu uppskrift ? Og er hægt að þeyta einhvern rjóma sem er ekki úr höfrum eða soja? n Ég segi pulsa frekar en pylsa. n Akrafjall er fallegasta fjallið á landinu. n Fólk sem borðar ekki kjöt og fisk er heimskt. n Akureyri ætti að vera bær í Fær- eyjum. Punktur. það sem enginn viðurkennir n Ómerktur að mæla á Gullinbrú í átt að Árbæ. n Forester undir Höfðabakkabrú að mæla í átt að Mosó. n Myndavélabíllinn við enda tvö- földunar í átt að HF. n Löggukall á SantaFe að keyra út brautina frá Keflavík. Akið varlega. n Ég er ánægður með að geta gengist við tilfinningum mínum. Sárvondum eða góðum. Takk fyrir og gleðilegt ár :) n Ég er ánægð að ég á fjölskyldu sem elskar mig eins og ég er. n Ég er ánægð með að getað rólað mér út í garði þegar mér sýnist. n Ég er ánægður með að eiga góðan kött! n Ánægður að hafa Jesú með mér alla daga. n Þyrst(ur)? Ég redda því. Kamagra. Ýmsir drykkir. Nóg af sætum. n XXXXXXX er sú sem ég var að tala um ekki bara borgaði hún ekki en einnig stal hún símanum mínum er á leiðinni niður á stöð að kæra. Vill vara alla hér inni á henni. n Mæli með að setja barna- læsinguna á aftur hurðarnar ef þið eruð að skutla random liði um allar trissur. n Er einhver að selja vodka/sterkt? n Hæ skutlarar mig vantar hjálp. Fyrr í kvöld setti stúlka inn að hana vantaði far frá Bríetargötu niðri í bæ og út í Hfj. hún fór til að ná í pening til að borga mér og lét sig svo hverfa man ekki hvað hún heitir. n Hver nennir að sækja pítsu í Skeifuna og skutla í Garðabæinn? 3 . f e b r ú a r 2 0 1 8 L a U G a r D a G U r34 H e L G i n ∙ f r É T T a b L a ð i ð 0 3 -0 2 -2 0 1 8 0 4 :3 2 F B 1 1 2 s _ P 0 9 5 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E E 4 -9 2 B 8 1 E E 4 -9 1 7 C 1 E E 4 -9 0 4 0 1 E E 4 -8 F 0 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 1 1 2 s _ 2 _ 2 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.