Fréttablaðið - 28.03.2018, Page 8
BNA kúgi
bandamenn
sína til að reka
Rússa á dyr
Rússar eru óhressir með að rúmlega hundrað erind-
rekar þurfi að snúa aftur til síns heima. Lavrov segir
Bandaríkjamenn hafa þvingað bandamenn sína til
þess að vísa Rússum úr landi en þessir sömu banda-
menn séu hins vegar að biðja Rússa afsökunar í
laumi. Fjölmiðlar Rússa taka undir með yfirvöldum.
Sergei Skrípal í dómsal í Moskvu árið 2006. NordicphotoS/AFp
Rússland Umfangsmestu brott-
vísanir rússneskra erindreka í sög-
unni hafa ekki farið vel í yfirvöld
í Rússlandi. Alls var tilkynnt um
að rúmlega hundrað erindrekum,
sem margir hverjir eru taldir njósn-
arar, yrði vísað úr rúmlega tuttugu
ríkjum. Voru þær ákvarðanir teknar
vegna árásarinnar á fyrrverandi
gagnnjósnarann Sergei Skrípal og
dóttur hans Júlíu í Salisbury á Bret-
landi fyrr í mars.
Bretar og bandamenn þeirra
halda því fram að Rússar beri ábyrgð
á árásinni en Skrípal var dæmdur í
fangelsi í heimalandinu árið 2006
fyrir njósnir. Þessu hafa Rússar þó
neitað staðfastlega.
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra
Rússa, sagði í gær að Bandaríkin
hefðu kúgað bandamenn sína til
þess að taka þátt í brottvísununum.
Fá sjálfstæð ríki væru eftir í Evrópu.
„Þegar ríki vísar einum eða tveim-
ur erindrekum úr landi, og biður
okkur afsökunar í laumi á meðan,
vitum við fyrir víst að ákvörðunin
var tekin vegna gríðarlegs þrýstings,
gríðarlegrar kúgunar. Það eru því
miður helstu verkfæri bandarískra
stjórnvalda,“ sagði Lavrov.
Utanríkisráðherrann sagði aukin-
heldur óumflýjanlegt að Rússar
myndu svara fyrir sig. Hefur Lavrov
verið sagður sitja við teikniborðið
til þess að teikna upp mögulegar
mótvægisaðgerðir fyrir Vladímír
Pútín forseta að samþykkja.
Ekki er víst hverjar þær mótvægis-
aðgerðir verða. Vladímír Dzhabarov
öldungadeildarþingmaður sagði þó
í gær að Rússar myndu svara Banda-
Fyrrverandi stjórnandi
rússnesku alríkislögreglunn-
ar, sagði að Úkraína bæri
ábyrgð
„Það er ekki hægt að draga neina
aðra ályktun en að rússnesk yfir-
völd beri ábyrgð á tilræðinu við
Sergei Skrípal og dóttur hans.“ Þetta
sagði Theresa May, forsætisráð-
herra Bretlands, fyrr í mánuðinum.
Það fyrsta sem bendir til sektar
Rússa er það að Skrípal var rúss-
neskur gagnnjósnari. Það myndi
flokkast sem föðurlandssvik þar í
landi líkt og víðar. „Föðurlands-
svikarar munu deyja, treystið
mér. Þetta fólk sveik vini
sína og bræður,“ sagði
Pútín í viðtali árið 2010.
Fleiri rússneskir „föður-
landssvikarar“ hafa dáið
fyrir aldur fram undanfarin
ár. Ber þar helst að nefna
Alexander Lítvínenko sem dó
úr pólóníumeitrun í Lund-
únum árið 2006.
Annað sem þykir
benda til sektar
Rússa er eitrið
sjálft. Bretar
halda því fram
að svokallað
Novichok-
taugaeitur hafi
verið notað en
það var þróað í
Sovétríkjunum.
Sýni hafa verið
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna kosninga til sveitarstjórna sem
fram fara 26. maí 2018, hefst við embætti Sýslumannsins á höfuðborgar
svæðinu laugardaginn 31. mars 2018 kl. 12:00 til 14:00.
Atkvæðagreiðslan fer í fyrstu fram á skrifstofu embættisins að
Hlíðasmára 1 í Kópavogi á opnunartíma embættisins, frá kl. 8:30 til 15:00
á virkum dögum. Einnig er opið á laugardögum og sunnudögum frá
kl. 12:00 til kl. 14:00.
Lokað er páskadag 1. apríl, annan í páskum 2. apríl, sumardaginn
fyrsta 19. apríl, 1. maí, uppstigningardag 10. maí og hvítasunnudag
20. maí.
Um breytingar sem kunna að verða á opnunartímum má sjá heimasíðu
embættisins á www.syslumenn.is
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu
Þórólfur Halldórsson
ríkjamönnum í sömu mynt. Banda-
ríkin ákváðu að vísa samtals sextíu
Rússum úr landi. Sé horft til þess að
Bretar vísuðu 23 Rússum úr landi
og þess að Rússar vísuðu 23 Bretum
úr landi á móti má búast við því að
Rússar svari öllum ríkjunum í sömu
mynt.
Þá vakti tíst rússneska sendiráðs-
ins í Bandaríkjunum mikla athygli.
Spurði þar sendiráðið, í ljósi þess að
Bandaríkin hafa fyrirskipað lokun
ræðisskrifstofu Rússa í Seattle,
hvaða ræðisskrifstofu Bandaríkja-
manna Rússar ættu að loka. Valið
stóð á milli Vladívostok, Katrínar-
borgar og Sankti Pétursborgar og
fékk síðastnefnda borgin flest
atkvæði, eða 47 prósent.
Rússneskir stjórnmálamenn
eru þó ekki þeir einu sem reiddust
bandamönnum Breta. Stærstu rúss-
nesku fjölmiðlarnir tóku, líkt og
venjulega, undir með stjórnvöldum
að öllu leyti. „Þau segja að þetta sé
vegna Skrípal-málsins jafnvel þótt
Moskva sé enn að bíða eftir því að
aðkoma Rússa sé sönnuð,“ kom
fram á NTV.
„Þetta lítur ekki út eins og stríð
heldur krossför gegn Rússlandi,“
sagði einn viðmælenda Stöðvar 1.
Þar voru viðmælendur sammála
um að Bandaríkjamenn og Bretar
færu fyrir skipulagðri herferð gegn
Rússum.
Á sjónvarpsstöðinni Rossiya 1
heyrðist einn viðmælenda segja:
„Þetta minnir mig á málverk eftir
Breughel. Blindur leiðir blindan.
Eitt ríki í Evrópu dregur hin niður
í svaðið með sér.“
✿ Hvers vegna er Rússum kennt um?
Breski miðillinn Business insider
tók í vikunni saman fjórtán kenn-
ingar sem mismunandi rússar
hafa sett fram um málið. Frétta-
blaðið dró saman fimm áhuga-
verðar.
1. Vladímír Tsjízhov, sendiherra
Rússa hjá ESB, sagði að eitrið gæti
hafa verið framleitt á rannsókna-
stofu breska hersins í Porton
Down. „Við vitum öll að þar er
stærsta breska herrannsókna-
stofan sem fæst við efnavopna-
rannsóknir. Svo er hún bara
átta mílur frá Salisbury,“ sagði
Tsjízhov, sem bætti því þó við að
hann hefði engin sönnunargögn
undir höndum sem styddu mál
sitt. Breska utanríkisráðuneytið
hafnaði tilgátunni og sagði hana
„þvætting“.
2. Níkolaj Kovalev, fyrrverandi
stjórnandi rússnesku alríkislög-
reglunnar, sagði að Úkraína bæri
ábyrgð. Úkraínumenn hefðu
getað sankað að sér eitri úr efna-
vopnabúri Sovétríkjanna.
3. Kovalev sagði einnig að Bretar
hlytu að hafa staðið að árásinni.
Þeir einir hafi vitað hvar Skrípal
væri niður kominn og þess vegna
hafi breska leyniþjónustan getað
ráðist á hann í Salisbury.
4. María Zakharova, talsmaður
utanríkisráðuneytis Rússa, sagði
að eitrið gæti hafa komið frá
ríkjum sem hefðu rannsakað
Novichok-taugaeitur. Nefndi hún
sérstaklega Svíþjóð, Slóvakíu og
Tékkland. Því hafa utanríkisráð-
herrar ríkjanna þriggja hafnað.
5. Zakharova sagði einnig að bein
tengsl væru á milli Skrípal-máls-
ins og þess að Rússar væru að ná
„óumdeilanlegum árangri í Sýr-
landi“. Sagði Zakharova að með
árásinni reyndu Vesturlönd að
koma óorði á Rússa.
✿ Hvað segja Rússar að
hafi gerst?
✿ Ríkin sem reka Rússa úr landi
Pólland 4 Kanada 4 Tékkland 3 Litháen 3 Danmörk 2
Holland 2 Ítalía 2 Spánn 2 Albanía 2 Ástralía 2
Eistland 1 Króatía 1 Finnland 1 Ungverjaland 1 Lettland 1
Rúmenía 1 Svíþjóð 1 Noregur 1 Makedónía 1 Írland 1
Bandaríkin 60 Bretland 23 Úkraína 13 Frakkland 4 Þýskaland 4
Sömu sögu var að segja af stærstu
miðlum Rússa á enskri tungu. Tóku
bæði RT og Sputnik, miðlar sem
hafa verið kallaðir hluti áróðursvél-
ar Pútíns, undir með stjórnvöldum.
Fjallaði RT um ákvörðun Banda-
ríkjamanna um að vísa erindrekum
Rússa í höfuðstöðvum SÞ í New
York úr landi. Var það gert undir
fyrirsögninni „Reyndu Bandaríkja-
menn yfirhöfuð eitthvað að rétt-
læta brottvísun Rússa hjá SÞ? „Of
viðkvæmt“ til að tjá sig, segja SÞ“.
thorgnyr@frettabladid.is
send til Efnavopnastofnunarinnar
til staðfestingar.
Bretar báðu um útskýringar, og
spurðu meðal annars hvort Rússar
hefðu misst stjórn á Novichok-
vopnabúri sínu. Rússar fengu sólar-
hring til svara en höfnuðu þessum
afarkostum og sögðu um óásættan-
lega ögrun að ræða.
Jonathan Allen, sendiherra Breta
hjá SÞ, sagði fyrr í mars
að glæpasamtök gætu
ekki framleitt eitrið.
Framleiðslan krefðist
mikillar sérfræðiþekk-
ingar og öryggisbún-
aðar.
Bretar virðast því líta
svo á að þar sem Rússar
hafi þróað eitrið, þeir
hafi ekki svarað því hvort
þeir hafi misst stjórn
á vopnabúrinu og
glæpasamtök geti
ekki framleitt það,
hljóti Rússar að
bera ábyrgð.
Almenningur
hefur hins vegar
ekki fengið að sjá
gögn úr rannsókn
Breta á málinu og
því ekki hægt að fá
heildarmyndina.
2 8 . m a R s 2 0 1 8 m I Ð V I K U d a G U R8 f R é t t I R ∙ f R é t t a B l a Ð I Ð
2
8
-0
3
-2
0
1
8
0
4
:3
6
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
5
5
-3
3
4
0
1
F
5
5
-3
2
0
4
1
F
5
5
-3
0
C
8
1
F
5
5
-2
F
8
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
B
F
B
0
6
4
s
_
2
7
_
3
_
2
0
1
8
C
M
Y
K