Fréttablaðið - 28.03.2018, Page 18

Fréttablaðið - 28.03.2018, Page 18
MMA Gunnar Nelson, fremsti bar- dagakappi Íslands, snýr aftur í búrið í lok maí og berst gegn Bandaríkja- manninum Neil Magny. MMA- blaðamaðurinn Farah Hannoun greindi frá þessu í gær. Bardaginn fer fram í Echo Arena í Liverpool, 27.  maí næstkomandi, sama kvöld og heimamaðurinn Darren Till keppir þar í titilbardaga. Gunnar hefur ekkert barist undan farna mánuði eftir að hafa tapað fyrir Santiago Ponzinibbio í Glasgow í júlí í fyrra. Magny, sem er þrítugur, er í 9. sæti á styrkleikalistanum í velti- vigt. Hann hefur unnið 20 af 26 bar- dögum sínum á ferlinum, þar af sex með rothöggi. – kpt Berst líklega í Liverpool Gunnar hefur ekki barist síðan hann tapaði fyrir Santiago Ponzinibbio í júlí á síðasta ári. NordicPhotoS/Getty Spánverjar tóku Messi-lausa Argentínumenn í karphúsið Kossi smellt á gullfótinn Spánn vann 6-1 sigur á Argentínu í vináttulandsleik í Madríd í gær. Isco skoraði þrennu og á myndinni hér að ofan smellir Sergio Ramos, sem lék sinn 150. landsleik í gær, kossi á gullfót Iscos. Diego Costa, Thiago og Iago Aspas skoruðu einnig fyrir Spánverja sem hafa ekki tapað leik í tæp tvö ár. Argentínumenn, fyrstu mótherjar Íslendinga á HM, hafa hins vegar um nóg að hugsa eftir þessa útreið. NordicPhotS/Getty Körfubolti „Taflan segir að Haukar séu með miklu betra lið en Keflavík. En Keflvíkingar hafa spilað miklu betur í þessu einvígi; eru að spila betri vörn og það er meira hjarta í þeirra leik,“ segir Ágúst Björgvins- son, þjálfari Vals, um einvígi Hauka og Keflavíkur í 8-liða úrslitum Dom- ino’s-deildar karla sem lýkur með oddaleik á Ásvöllum í kvöld. Haukar unnu tvo fyrstu leikina og komu sér í kjörstöðu. En Keflavík sýndi styrk, vann tvo næstu leiki og jafnaði einvígið, 2-2. Leikir liðanna, sérstaklega síðustu þrír, hafa verið gríðarlega jafnir og úrslitin hafa ráðist á lokasekúndunum. „Keflavík var betra liðið í leik tvö, þrjú og fjögur þar sem maður var hissa að þeir væru ekki með meiri forystu. Og í fyrsta leiknum voru þeir betri í seinni hálfleik. Það er bara fyrri hálfleikurinn í fyrsta leiknum þar sem Haukar hafa verið betri,“ segir Ágúst. En hvað hefur Keflavík gert rétt í einvíginu? „Þetta hljómar eins og klisja en þú þarft að njóta þess að vera þarna. Keflvíkingar hafa fundið hvað virkar fyrir þá og skynjað hræðslu hjá Haukunum sem espar þá upp og gefur þeim aukna trú. Það er úrslitakeppnisstemning hjá Kefla- vík,“ segir Ágúst. Varnarleikur Keflavíkur var ekki góður í deildakeppninni og þá sér- staklega ekki á heimavelli. En vörn Keflvíkinga hefur verið öflug í ein- víginu við Hauka og þeir hafa tekið fast á Hafnfirðingum. „Keflvíkingar hafa spilað á lín- unni. Það hefur ekkert hallað á annað liðið í dómgæsluna. Keflvíkingar gera bara það sem þeir kom- ast upp með,“ segir Ágúst. Christian Dion Jones, annar af tveimur banda- rískum leikmönnum í herbúðum Keflavíkur, spilaði vel í fjórða leiknum þar sem hann skoraði 20 stig, tók níu fráköst, gaf fimm stoðsendingar og fiskaði níu villur á l e i k m e n n Hauka. „ Þ e t t a e r hörkuleikmaður. Haukarnir eiga í miklum erfiðleikum með að dekka hann einn á einn. Þeir þurfa alltaf að tví- dekka hann. Ég myndi vilja sjá Keflvíkinga nota hann meira. Það gerist nánast alltaf eitt- hvað gott þegar hann fær boltann,“ segir Ágúst. „Það er helst Kristján Leifur [Sverrisson] sem ræður eitt- hvað við hann en hann hefur lent í villuvandræðum þegar hann hefur dekkað Jones.“ Bandarískur leikmaður Hauka, Paul Anthony Jones hinn þriðji, lét lítið að sér kveða í fjórða leiknum og skoraði aðeins 15 stig. „Hann er mikill liðsspilari en hann vantar kannski að geta tekið af skarið. Hann hefur sig ekki mikið í frammi. Kári [Jónsson] er sá sem tekur af skarið í liði Hauka. Kefl- víkingarnir virðast vera búnir að átta sig á því að Jones er ekki hrifinn af mikilli snertingu. Guðmundur [Jónsson] er byrjaður að fara í taugarnar á honum eins og öllum, nema Kára sem hefur bara gaman af þessu,“ segir Ágúst. Þrátt fyrir góða frammistöðu í síð- ustu tveimur leikjum vann Keflavík þá með aðeins samtals sex stigum og Haukar áttu alla möguleika á sigri í þeim báðum. Ágúst segir að frákastabaráttan skipti miklu máli í því samhengi. Þar hafa Haukar yfir- höndina. Í síðasta leik tóku Haukar 41 frákast, þar af 12 í sókn, á móti 32 fráköstum Keflavíkur. „Ef Keflvíkingar ætla sér að vinna oddaleikinn þurfa þeir að jafna frá- kastabaráttuna út. Haukarnir eru sterkari þar og eitt sterkasta frá- kastalið deildarinnar. Fyrir vikið eru þessir leikir jafnari en þeir væru ef Keflavík myndi frákasta betur,“ segir Ágúst að endingu. ingvithor@frettabladid.is Sögulegt hvernig sem fer í kvöld Það ræðst í kvöld hvort Haukar eða Keflavík verður síðasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Domino’s-deildar karla. Möguleiki er á fyrstu undanúrslitunum án liðs frá Suðurnesjum frá upphafi. Geta endurtekið leik Skagamanna frá 1998 Síðan liðum í úrslitakeppni karla var fjölgað í átta árið 1995 hefur það aðeins einu sinni gerst að liðið sem endar í 8. sæti slær út deildarmeistara. Það gerðist fyrir 20 árum þegar ÍA sló Grindavík út, 1-2. Skagamenn tryggðu sér sæti í undanúrslitunum með eins stigs sigri, 81-82, í framlengdum oddaleik í Grindavík. Alexander Ermolinskij, spilandi þjálfari ÍA, skoraði sigurkörfuna. Hann skoraði 17 stig í leiknum en Dam on Johnson var stigahæstur Skagamanna með 42 stig. Heiður Suðurnesjanna er í húfi í kvöld Síðan úrslitakeppnin var sett á laggirnar 1984 hafa Suðurnesja- liðin þrjú, Njarðvík, Keflavík og Grindavík, ráðið ríkjum og unnið 23 af 34 Íslandsmeistaratitlum sem í boði hafa verið. Þá hefur aðeins þrisvar sinnum gerst að Suðurnesin hafa ekki átt lið í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn (2011, 2015 og 2016). Og í 34 ára sögu úrslita- keppni karla hafa Suður- nesin alltaf átt a.m.k. eitt lið í undanúrslitum. Það vígi fellur ef Kefla- vík tapar fyrir Haukum í kvöld. Körfubolti Stjórn körfuknatt- leiksdeildar Stjörnunnar sendi í gær frá sér yfirlýsingu þess efnis að samningur Hrafns Kristjánssonar, þjálfara karlaliðs félagsins, verði ekki framlengdur. Hrafn tók við Stjörnunni af Teiti Örlygssyni 2014. Á sínu fyrsta tíma- bili við stjórnvölinn gerði Hrafn Stjörnuna að bikarmeisturum. Stjarnan endaði í 5. sæti Domino’s- deildarinnar og féll úr leik fyrir Njarðvík í 8-liða úrslitum 2015. Tímabilið 2015-16 enduðu Stjörnumenn í 2. sæti sem var, og er enn, besti árangur liðsins í efstu deild. Garðbæingar féllu hins vegar aftur úr leik fyrir Njarðvíkingum í 8-liða úrslitum. Á síðasta tímabili endaði Stjarnan aftur í 2. sæti deildarinnar, vann ÍR í 8-liða úrslitunum en féll að lokum út fyrir Grindavík í undanúrslitum. Í vetur endaði Stjarnan í 7. sæti deildarinnar og féll úr leik fyrir ÍR í 8-liða úrslitum. Hrafn stýrði Stjörnunni í 88 leikj- um í Domino’s-deildinni; 55 þeirra unnust og 33 töpuðust. – iþs Hrafn flýgur úr Garðabænum hrafn stýrði Stjörnunni í síðasta sinn á sunnudaginn. Fréttablaðið/erNir 2 8 . M A r s 2 0 1 8 M i Ð V i K u D A G u r18 s p o r t ∙ f r É t t A b l A Ð i Ð sport 2 8 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :3 6 F B 0 6 4 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 5 5 -0 1 E 0 1 F 5 5 -0 0 A 4 1 F 5 4 -F F 6 8 1 F 5 4 -F E 2 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 6 4 s _ 2 7 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.