Fréttablaðið - 28.03.2018, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 28.03.2018, Blaðsíða 32
Brynhildur Björnsdóttir brynhildur@frettabladid.is Sigurður Þórðar- son og Sigrún Andrésdóttir hafa hlúð að garðinum sínum í hartnær fimm- tíu ár. MYND/ StefáN Hér má líta græðlinga sem brátt fá að skjóta rótum úti í garði. Ég stend nú úti í gróðurhúsi og er að potta hérna, svo maður er farinn að huga að vorverk- unum,“ segir Sigurður Þórðarson, garðáhugamaður í Garðabæ, þegar blaðamaður hringir. Sigurður og kona hans, Sigrún Andrésdóttir, hafa ræktað garðinn sinn í hartnær fimmtíu ár og eru með gróðurhús þar sem þau koma upp græðlingum sem bíða þess að fara út í garð. „Ég er núna að potta græðlinga frá í fyrra sem hafa verið að ræta sig í vetur í vikri eða vatni.“ Hvað önnur vorverk varðar segist Sigurður vera að taka til og snyrta. „Ég er í miðjum klippingum, er að klippa trén í garðinum, hreinsa ofan af beðum og klippa af runnum. Það þarf að hemja þá til að þeir vaxi ekki allt út um allt. Svo verða runnar oft mjög þéttir og þá þarf að klippa innan úr þeim svo það lofti betur um þá. Ég klippi líka trén því maður klippir tré eins og maður vill hafa þau laufguð í sumar. Ég sé tréð fyrir mér og sé svo, nei, þessi grein passar ekki og þá klippi ég hana burt.“ Sigurður segist hreinsa gamlar gróðurleifar burt þó sumir vilji láta þær liggja. „Það er allt í lagi, þá myndast bara jarðvegur en ég vil frekar setja garðúrganginn í safn- haug þar sem verður til mold sem ég nota eftir tvö ár. Beðin líta betur út þegar þau eru hrein.“ Sigurður segir þau Sigrúnu kaupa lítið af nýjum plöntum heldur halda sig við fjölæringana sem þegar eru í garðinum. Og hann ótt- ast ekki páskahretið. „Fjölæringar eru mjög frostþolnir og þola flestir að það sé allt tekið ofan af þeim. Ég hef séð páskaliljur sem voru orðnar 20 cm háar og svo kom hörkufrost og stönglarnir lögðust á hliðina eins og frosið grænmeti og ég hugsaði, nei, nú er þetta allt dautt. En svo þegar fór að hlýna þá réttu þær sig við. Það er eins konar frostlögur í þessum plöntum svo þó frostið nái inn í þá eyðileggjast ekki frum- urnar. Flestir þessir vorlauka sem blómstra svona snemma á vorin þola frostið. Þangað til þeir fara að blómstra, þá eyðileggur frostið blómin.“ Sigurður segir þau hjónin vera safnara þegar kemur að garðinum. „Við fyllum garðinn af alls konar Græni liturinn hefur góð áhrif á sálina Sigurður Þórðar- son og Sigrún Andrésdóttir hafa ræktað garðinn sinn í fimmtíu ár og eru nú að undirbúa hann fyrir sumarið. Þau leggja mikla áherslu á sígræn- ar plöntur en vilja hafa sem fjöl- breyttasta flóru. tegundum. Það má segja að þetta sé skrautgarður með fjölæringum. Við erum búin að búa hér í bráðum fimmtíu ár og fengum mjög fljót- lega garðáhuga svo við erum búin að breyta garðinum, erum með gróðurhús, gróðurskála með vínberjaplöntum og eplatré úti í garði með litlum eplum sem hægt er að borða,“ segir Sigurður. „Svo erum við með hindber en það þarf að passa að þau dreifi sér ekki of mikið því þau eru gjörn á það. Og við erum líka með sólber en höfum ekki verið í káli eða kartöflum undanfarin ár.“ Hann segir þau leggja mikla áherslu á að hafa sígrænar plöntur í garðinum. „Þá dettur flestum í hug greni, en við erum ekki með neitt grenitré. Þetta eru sýprusar og lyng- rósir með stórum blöðum sem þola mjög vel frost en illa rok svo það er betra að hafa þær í góðu skjóli. Svo eru þintegundir svokallaðar, svona mjúkt greni, einir og fleiri plöntur. Það er gríðarlega fjölbreytt úrval af sígrænum plöntum fáanlegt og það hefur svo góð áhrif á sálina að líta út í garð í skammdeginu og sjá allt grænt,“ segir Sigurður að lokum og snýr sér aftur að vorverkunum. VANTAR GARÐHÚSGÖGN? Taktu þér greiðslufrí með Kortaláni og láttu drauminn rætast. Kynntu þér málið. 525 5055 | sala @valitor.is | valitor.is 4 KYNNINGARBLAÐ 2 8 . M A R S 2 0 1 8 M I ÐV I KU DAG U RGARÐuRINN 2 8 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :3 6 F B 0 6 4 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 5 4 -F C F 0 1 F 5 4 -F B B 4 1 F 5 4 -F A 7 8 1 F 5 4 -F 9 3 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 6 4 s _ 2 7 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.