Fréttablaðið - 28.03.2018, Page 36
GÓÐAR OG
GAGNLEGAR
Lífgaðu upp á heimilið
með plöntum sem gefa
af sér allan ársins hring.
Allt um hefðbundna og
lífræna ræktun, hvað
unnt er að rækta, hvar,
hvenær og hvernig.
Fróðleikur um gerjun
grænmetis ásamt fjölda
gómsætra uppskrifta.
Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | www.forlagid.is
Opið alla virka daga 10–19 | Laugardaga 11–16
LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA
Ragnheiður
Tryggvadóttir
heida@frettabladid.is
8 KYNNINGARBLAÐ 2 8 . m A R s 2 0 1 8 M I ÐV I KU DAG U R
Hópur fólks ræktar grænmeti í seljagarði í Breiðholti. Í sumar verður hægt að vera í áskrift, fá fræðslu og uppskeru.
Guðný segir
það jafnast á
við góða hug-
leiðslu að hlúa
að plöntunum.
mYNDIR/sELJA
GARDUR.Is
Guðný með blómlega uppskeru síðasta árs.
Það þarf að kunna að rækta ofan í sig matinn. Ef það kemur heimsendir og fer
að flæða hér um allt, þá stendur
Breiðholtið upp úr, það er svo hátt
yfir sjávarmáli. Við verðum við öllu
búin í Seljagarðinum,“ segir Guðný
Rúnarsdóttir myndlistarkennari á
léttu nótunum en hún er ein þeirra
sem rækta matjurtir í samyrkju-
garði í Breiðholti, Seljagarði.
Hún segir afar gefandi að yrkja
jörðina í stað þess að kaupa allt út
úr búð. Seljagarðurinn sé vaxandi
verkefni.
„Þetta byrjaði fyrir fjórum árum
þegar vinkona mín, Þórey Mjall-
hvít, teiknari og hreyfimynda-
gerðarkona, fékk hugmyndina að
félagslegum matjurtagarði.
Úr varð samfélagslegt verkefni
og hópur fólks fór að rækta saman,
halda viðburði og læra hvert af
öðru um matjurtarækt. Ég fór með
í þetta en ég hef alltaf haft mikinn
áhuga á að rækta sjálf það sem ég
borða. Við förum yfirleitt bara
beint út í búð að kaupa okkur
grænmeti, oftast innflutt og vand-
lega pakkað í plast. Það er frekar
dapurlegt,“ segir Guðný.
Félagslandbúnaður
„Að fylgjast með plöntum vaxa,
hlúa að þeim og læra að sjá um þær
er mikilvægt og mögulega deyjandi
kunnátta. Kannski er það vegna
samfélagsgerðarinnar hér á Íslandi.
Hér er mikið stress og miklar
kröfur um að eiga mikið af dýrum
hlutum. Allir keppast því við að
vinna meira til að geta borgað
meira! Þó er vitundarvakning í
gangi núna, finnst mér.
Einn úr hópnum í Seljagarði
stefnir á að verða borgarbóndi
og mun taka að sér að rækta fyrir
fólk sem hefur ekki tíma til þess
sjálft. Fólk er þá bara í áskrift, hann
heldur fræðsludaga fyrir áskrif-
endur og sér um ræktunina en fólk
tekur þátt eftir getu og tíma.“
Guðný er borgarbarn en kann
afar vel við sig í náttúrunni. Rækt-
unarferlið sé eins og hugleiðsla.
„Ég er alin upp í Reykjavík og
finnst því afar gott að tengjast nátt-
úrunni með því að róta í moldinni
og tína upp í mig það sem ég rækta
sjálf. Maður fréttir oft af fólki
sem á við erfiðleika að stríða eða
veikindi, sem fer að rækta eitt-
hvað til að láta sér líða betur og
seljagarðurinn
vaxandi verkefni
Guðný Rúnarsdóttir myndlistarkennari vill vita hvaðan
maturinn sem hún borðar kemur. Matjurtarækt megi ekki
lognast út af og kunnáttunni verði að halda við.
það virkar. Ræktun hefur mjög góð
áhrif á andlega líðan og það getur
verið eins og hugleiðsla að fylgjast
með ferlinu. Þetta tekur nefni-
lega tíma og krefst þolinmæði.
Stundum mistekst ræktunin og
ekkert kemur upp, þá þarf maður
að vera æðrulaus gagnvart því og
reyna annaðhvort aftur að ári eða
prófa eitthvað nýtt. Ferlið sjálft er
svo mikilvægt, ekki síður en loka-
uppskeran,“ segir Guðný.
Nánar má forvitnast um sam-
yrkjuverkefnið í Seljagarði á www.
seljagardur.is á Facebook undir
2
8
-0
3
-2
0
1
8
0
4
:3
6
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
F
5
5
-1
5
A
0
1
F
5
5
-1
4
6
4
1
F
5
5
-1
3
2
8
1
F
5
5
-1
1
E
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
6
4
s
_
2
7
_
3
_
2
0
1
8
C
M
Y
K