Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.03.2018, Qupperneq 44

Fréttablaðið - 28.03.2018, Qupperneq 44
Versta vikan í yfir tvö árSkotsilfur Ekki blés byrlega á hlutabréfamörkuðum vestanhafs í síðustu viku en bandarískar hlutabréfavísitölur lækkuðu þá meira en í nokkurri annarri viku frá byrjun árs 2016. Ýmislegt er talið skýra lækkanirnar, svo sem auknar líkur á viðskiptastríði á milli Bandaríkjanna og Kína, hærri stýrivextir í Bandaríkjun- um, enn frekari mannabreytingar í starfsliði Bandaríkjaforseta og ekki síst hneykslið í kringum gagnanotkun Facebook og Cambridge Analytica. Hlutabréf tóku hins vegar við sér á nýjan leik á mánudag þegar fregnir bárust af sáttaviðræðum bandarískra og kínverskra stjórnvalda. NORDICPHOTOS/GETTY Skerðingar á greiðslum Trygg-ingastofnunar (TR) eru með eldfimari umræðuefnum. Sitt sýnist hverjum um hlutverk stofn- unarinnar og hvað teljist sanngjarnt þegar kemur að samspili tekna og greiðslna en lítið er þó rætt um hálfan lífeyri, nokkuð undarlega nýjung sem kynnt var til leiks um áramótin. Greiðslur lífeyris TR skerðast vegna tekna. Hlutfallið er 45% hjá sambúðarfólki og 56,9% hjá þeim sem búa einir. Á þessu eru þó undantekningar. Almennt frí- tekjumark er 25.000 kr. á mánuði og að auki er sérstakt 100.000 kr. frítekjumark vegna launatekna. Þá hefur séreignarsparnaður engin áhrif á greiðslur ellilífeyris. Þetta á við um hefðbundna töku greiðslna frá stofnuninni en hálfur lífeyrir skerðist hins vegar ekki um krónu vegna tekna, hvernig svo sem stend- ur á því. Hálfan lífeyri er hægt að sækja um að því gefnu að við höfum náð 65 ára aldri og sótt um slíkar greiðslur samtímis hjá TR og líf- eyrissjóðum. Samanlagður hálfur lífeyrir frá stofnunni og lífeyris- sjóðum verður að lágmarki að jafngilda fullum lífeyri hjá TR. Séu lífeyrisréttindi mjög lítil er því ekki hægt að sækja um þessa útfærslu. Hugmyndin er ágæt. Það getur verið freistandi að minnka við sig starfshlutfall en ekki víst að fjárhag- ur fólks leyfi að tekjurnar minnki. Því er brugðið á það ráð að heimila okkur að sækja hálfar greiðslur frá lífeyrissjóðum og TR til að minnka tekjutapið. Það er þó eilítið sérstakt að þeir sem kjósi þessa leið sleppi alfarið við skerðingar. Sá sem safn- að hefur góðum lífeyrisréttindum, segjum 600.000 kr. á mánuði, veit að hann mun ekki fá neinar greiðsl- ur frá Tryggingastofnun þegar hann hættir að vinna. Sé sótt um hálfan lífeyri mynd- ast allt í einu réttindi, yfir 100.000 krónum á mánuði. Er nema von að fjármál við starfslok flækist fyrir mörgum? Hálfur lífeyrir Björn Berg Gunnarsson fræðslustjóri Íslandsbanka Takist það verkefni að rækta orðspor Íslands enn frekar mun það skila sér í aukinni eftir-spurn eftir íslenskri náttúru, vörum og þjónustu. Þar með verða til aukin verðmæti sem skila sér í auknum lífsgæðum landsmanna. Orðspor má meðal annars rækta með því að fram- leiða gæði og þar ættu Íslendingar að standa vel að vígi. Það er ekki nóg að aðrir hafi áhuga á þessum íslensku gæðum heldur þurfa heimamenn að sækjast eftir þeim líka. Hið opinbera ræður miklu um hvernig til tekst og hljóta ráða- menn að vinna að þessu. Ræktum orðspor Ráðherrar voru nýverið spurðir að því hversu hátt hlutfall íslenskra matvæla væri í innkaupum ráðu- neytisins. Þessi fyrirspurn þing- manns er áhugaverð því að grunni til snýst hún um vitund ráðamanna um að velja íslenskar vörur. Svörin komu ekki á óvart en heilt yfir leitast ráðuneytin við að velja íslensk matvæli. Þetta er jákvætt því þannig er orðspor landsins ræktað og verðmætasköpun aukin með jákvæðum áhrifum á lífsgæði landsmanna. Hljóð og mynd Kanslari Þýskalands myndi ekki aka um á bandarískum bíl heldur kæmu þýskir bílar aðeins til greina. Í Danmörku prýðir dönsk hönnun opinberar byggingar. Mörg fleiri dæmi mætti taka en myndin er skýr. Þetta val er hluti af sjálfsmynd viðkomandi þjóða. Húsgögn prýða allar byggingar og það á að vera sjálfsagt mál að íslensk húsgögn sjáist í öllum opin- berum byggingum, ekki síst þeim sem almenningur á erindi um í einhverjum mæli. Ráðuneytin eru dæmi um það. Á fyrstu þremur mánuðum nýrrar ríkisstjórnar greiddu ráðuneyti um 12 milljónir fyrir húsgögn ef marka má upp- lýsingar á vefnum opnirreikningar. is. Þar af voru 10 milljónir greiddar fyrir innflutt húsgögn eða 84% af innkaupunum á umræddu tíma- bili. Á það hefur verið bent að skandinavísk hönnun er áberandi í opinberum byggingum og þannig fara tækifæri til að rækta orðspor Íslands forgörðum. Það er miður og tefur þessa mikilvægu uppbygg- ingu. Hönnun er samtal Hönnun er að grunni til samtal milli þriggja aðila: hönnuðar, framleiðanda og notanda. Hönn- uðir höfða til síbreytilegra þarfa notenda og þurfa að taka mið af hinu mögulega við framleiðslu. Með vali sínu hafa notendur mikil áhrif á hönnun. Framfarir í tækni og framleiðslu auka möguleika á því að láta hönnun verða að veru- leika. Það samtal sem hönnun er á að sjálfsögðu að eiga sér stað hér á landi ekki síður en annars staðar. Þetta þurfum við öll að hafa í huga, ekki síst hið opinbera. Kaupum gæði Hið opinbera eyðir 45 krónum af hverjum 100 krónum sem eytt er í hagkerfinu. Með réttu vali má því hafa jákvæð áhrif á uppbyggingu atvinnugreina með tilheyrandi störfum og verðmætasköpun hér- lendis. Það skiptir því talsverðu máli hvernig opinberum innkaupum er hagað því þannig má hafa jákvæð áhrif á þróun á markaði. Hið opinbera getur einnig verið drifkraftur nýsköpunar og lagt mikið af mörkum til sjálfbærrar þróunar eins og segir í svari for- sætisráðherra við fyrrgreindri fyrirspurn. Einnig er bent á það í svari ráðherrans að með lögum um opinber innkaup sem tóku gildi haustið 2016 sé aukin áhersla á „vistvæn“ innkaup. Þannig er í auknum mæli horft til gæða, umhverfisverndar, t.d. loftslagmála og kolefnisfótspors vöru, félagslegra markmiða og nýsköpunar. Þar standa íslenskir framleiðendur sterkt auk þess að bjóða samkeppnishæf verð. Nýta þarf hvert tækifæri til þess að auka veg íslenskrar framleiðslu og hönnunar og rækta þannig orðspor landsins með tilheyrandi verðmætasköpun. Val endurspeglar sjálfsmynd Sigurður Hannesson framkvæmda- stjóri Samtaka iðnaðarins Kanslari Þýskalands myndi ekki aka um á bandarískum bíl heldur kæmu þýskir bílar aðeins til greina. Auðvelt val Tilkynnt var í síðustu viku að tólf um- sækjendur væru um embætti aðstoðarseðla- bankastjóra. Flestir sem til þekkja telja augljóst að Jón Þ. Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri alþjóðasamskipta og skrifstofu seðlabankastjóra, eigi þar að verða fyrir valinu. Jón hefur verið á meðal æðstu stjórnenda Seðlabankans um áralangt skeið, þar sem hann hefur einkum séð um samskipti bankans við AGS og lánshæfismatsfyrirtækin, auk þess að hafa leikið stórt hlut- verk í framkvæmdahópi stjórnvalda sem útbjó áætlun um afnám hafta 2015. Færri vita hins vegar að hann hefur síðustu ár einnig verið í stjórn gríska Fjármálastöðugleikaráðsins. Þar hefur Jón unnið að því risavaxna verkefni, ásamt öðrum evrópskum seðlabankamönnum, að endurreisa gríska fjármálakerfið. Það ætti því að reynast Katrínu Jakobsdóttur auðvelt að velja eftirmann Arnórs Sighvats- sonar í embættið, standi vilji hennar á annað borð til þess að ráða hæfasta umsækjandann. Yfirskuldsett Í tilkynningu RÚV vegna ársuppgjörs félagsins fyrir síðasta ár er mikið gert úr skuldalækkun félags- ins í fyrra sem er sögð hafa verið sú mesta í sögu þess. Þegar litið er á sjálfan ársreikninginn blasir hins vegar önnur mynd við. Ríkisútvarpið, sem er stýrt af Magnúsi Geir Þórðar- syni, er skuldsett upp fyrir haus en skuldirnar voru alls 6,2 milljarðar í lok ársins borið saman við 6,0 milljarða í árslok 2016. Er sérstaklega tekið fram í reikningnum að þegar fram líða stundir muni RÚV ekki geta – vegna skuldastöðunnar – staðið undir greiðslum afborgana af láni Lífeyris- sjóðs starfsmanna ríkisins. Til Íslenskra fjárfesta Tómas Karl Aðalsteinsson, sem starfaði áður sem sjóðstjóri hjá Stefni, hefur gengið til liðs við verðbréfafyrir- tækið Íslenska fjárfesta þar sem hann mun stýra erlendum sjóðum fyrirtækisins. Fyrirtækið hefur auk þess ákveðið að færa sig um set en það hefur tryggt sér húsnæði á Skólavörðustíg. Bætist hann þar í hóp þeirra Hannesar Árdals og Sigurðar Hreiðars Jónssonar, 2 8 . M A r S 2 0 1 8 M I Ð V I K U D A G U r10 marKaðurinn 2 8 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :3 6 F B 0 6 4 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F 5 5 -2 4 7 0 1 F 5 5 -2 3 3 4 1 F 5 5 -2 1 F 8 1 F 5 5 -2 0 B C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 6 4 s _ 2 7 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.