Fréttablaðið - 28.03.2018, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 28.03.2018, Blaðsíða 54
www.husgagnahollin.is 558 1100 PÁSKA TAX FREE Allar vörur á taxfree tilboði* LÝKUR Á LAUGARDAG * Taxfree tilboðið gildir af öllum vörum nema sérpöntunum og vörum frá IITTALA og jafngildir 19,35% afslætti. Gildir ekki ofan á önnur tilboð. Að sjálfsögðu fær ríkissjóður virðisaukaskatt af söluverði. Afslátturinn er alfarið á kostnað Húsgagnahallarinnar. OPIÐ MIÐVIKUD. 1000–1800 OG LAUGARD. 1100–1700 EKKI MISSA AF ÞESSU www.husgagnahollin.is N Ý OG BE TRI VEFVERSLU N A LLTAF OP IN Opnunartími yfir páskana: Opið miðvikudag 10–18, laugard. 31. mars 11–17. Lokað páskadag og 2. í páskum. Hefðbundin opnunartími frá og með þriðjud. 3. apríl Það er eiginlega allt á suðupunkti ,“ segir Greta Salóme Stefáns­dóttir fiðluleikari glað­lega í þann mund sem hún stígur upp í flugvél á leið til Akureyrar að spila í Matt­ heusarpassíu Bachs í Hofi á morgun, skírdag. Eins og nærri má geta hefur hún verið á fullu við æfingar að undanförnu. „Það eru tvær hljóm­ sveitir sem spila mismunandi sóló í verkinu og ég leiði aðra þeirra. Svo eru dálítið stór fiðlusóló hjá mér sem ég er aðeins að svitna yfir!“ Mattheusarpassían hefur verið nefnd drottning allra tónverka. Tekur Greta Salóme undir það mat? „Þetta verk er náttúrlega risastórt og algerlega magnað og í því eru sóló fyrir alls konar raddir. Það koma um hundrað manns að flutningnum, þar á meðal frábærir einsöngvarar, bæði íslenskir og erlendir. Aríurnar þeirra eru margar hverjar einstakar og yndislegar. Við byrjum fyrir norðan á morgun og verðum svo á föstudag­ inn langa í Hallgrímskirkju. Ég hvet fólk til að mæta. Maður kemst alveg í hátíðaskapið.“ Þetta verður í fyrsta sinn sem Mattheusarpassían er flutt á Akur­ eyri. Verkefnið er samstarfsverkefni Menningarfélags Akureyrar og List­ vinafélags Hallgrímskirkju. Greta Salóme segir dymbilvikuna auðvitað rétta tímann fyrir passíuna enda sé Bach að túlka atburði þeirr­ ar viku, samkvæmt frásögn Matt­ heusarguðspjalls, síðustu kvöldmál­ tíðina, svik Júdasar, handtöku Jesú, yfirheyrslur og krossfestingu. Það er hin skosk­íslenska Hannah Morrison, ein af virtum barokksöng­ konum samtímans, sem syngur sópranhlutverkið að þessu sinni, hlutverk Jesú er í höndum Krist­ ins Sigmundssonar en guðspjalla­ maðurinn er túlkaður af danska tenórnum Valdemar Villadsen sem er rísandi stjarna í óperuheiminum. Aðrir einsöngvarar eru þau Elmar Gilbertsson, Oddur Arnþór Jónsson og Hildigunnur Einarsdóttir. Um undirleik og kórtónlist sjá Sinfóníu­ hljómsveit Norðurlands, Kammer­ kór Norðurlands, Hymnodia og Stúlknakór Akureyrarkirkju ásamt Barna­ og unglingakór Hallgríms­ kirkju. Stjórnandi tónleikanna er Hörður Áskelsson, organisti og kór­ stjóri. Spurð hvort þetta verkefni sé ólíkt öðru sem hún hefur fengist við, svarar Greta Salóme: „Nei, alls ekki. Ég er alltaf í klassíkinni en líka í poppinu, rokkinu og djassinum jöfnum höndum. Upp úr tvítugu fór ég að sérhæfa mig í því að geta spilað allt og það er auðvitað gríðarlega krefjandi. En tónlistarlandslagið er svo vítt svo sérhæfing á einu sviði getur verið heftandi.“ Greta Salóme er oft hálft árið erlendis en hún lék með í Sinfóníu­ hljómsveit Íslands í átta ár og er búin að vera konsertmeistari í Sin­ fóníu/Nord í nokkur ár. „Svo er ég að spila sóló á hverjum degi í hvaða mynd sem er. Þetta er lífið mitt.“ Kemst alveg í hátíðaskapið Mattheusarpassía Bachs verður flutt í Hofi á Akureyri á skír- dag og Hallgrímskirkju á föstudaginn langa. Einsöngvarar í fremstu röð, kórar og sinfóníuhljómsveit sameinast um það. „Það eru fiðlusóló sem ég er að svitna yfir,“ segir Greta. Fréttablaðið/SteFán Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is Stendur undir nafni Fimm leikkonur flytja Passíu­sálma Hallgríms Péturssonar í Saurbæjarkirkju á Hvalfjarðar­ strönd á föstudaginn langa. Steinunn Jóhannesdóttir hefur umsjón með flutningnum. „Við viljum vekja athygli á þeirri stað­ reynd að Hallgrímur Pétursson leit­ aði á sínum tíma til mætra kvenna til þess að koma þessu skáldverki sínu á framfæri við lesendur og hlustendur. Hann sendi þeim öllum eiginhandarrit að sálmunum með ósk um að þær gerðust kynningar­ fulltrúar hans,“ segir hún. Tónlistarflutningur milli þátta er í höndum Zsuzsönnu Budai, organista kirkjunnar í Saurbæ. Lesturinn hefst klukkan 13.30 og stendur til 18.30. Allir eru hjartan­ lega velkomnir í kirkjuna til að hlýða á hann að hluta eða allan. – gun Sálmalestur og tónar í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd lesararnir Margrét Guðmundsdóttir, Halla Guðmundsdóttir, Steinunn Jóhannesdóttir, Kristbjörg Kjeld og edda Þórarinsdóttir. Mynd/HilMar ÞorSteinn 2 8 . m a r s 2 0 1 8 m I Ð V I K U D a G U r26 m e n n I n G ∙ F r É T T a B L a Ð I Ð menning 2 8 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :3 6 F B 0 6 4 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F 5 5 -1 F 8 0 1 F 5 5 -1 E 4 4 1 F 5 5 -1 D 0 8 1 F 5 5 -1 B C C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 6 4 s _ 2 7 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.