Fréttablaðið - 01.05.2018, Síða 8

Fréttablaðið - 01.05.2018, Síða 8
Írland - eyjan græna sp ör e hf . Sumar 6 Eire, eyjan græna Írland, býður upp á svo ótalmargt sem gleður; fallegt landslag, áhugaverða sögu, söngva, sagnir og skemmtilegt kráarlíf. Frá Dublin verður farið m.a. til Connemara skagans, skoðum Moherklettana, tökum ferju yfir Shannonfljótið og komum við í borginni Cork. 5. - 12. júní Fararstjóri: Jón Baldvin Halldórsson Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Verð: 182.400 kr. á mann í tvíbýli. ÖRFÁ SÆTI LAUS Mjög mikið innifalið! Aðalfundur Seljasóknar Aðalfundur Seljasóknar verður að lokinni guðsþjónustu sem hefst kl. 14, sunnudaginn 6. maí. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Kosning í trúnaðarstörf. Safnaðarfólk er hvatt til þátttöku á fundinum. Sóknarnefnd Seljasóknar Konunglegt afmæli Karl Gústaf Svíakonungur fagnaði 72 ára afmæli í gær. Hér má sjá hann heilsa Svíum af svölum konungshallar- innar í Stokkhólmi. Karl Gústaf fagnar 45 árum á konungsstóli í september næstkomandi en 26. apríl síðast- liðinn varð hann þaulsætnasti konungur Svía. Áður átti Magnús Eiríksson smek metið en hann var konungur frá 1319 til 1364. Sá var einnig konungur Noregs, og því líka Íslands, frá 1319 til 1343. Nordicphotos/AFp Dómsmál Skattsvikamál gegn Sigurður Ragnari Kristinssyni og tveimur öðrum var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Öll spjót standa nú á Sigurði Ragnari Kristinssyni en hann var nýverið ákærður fyrir tugmilljóna skattsvik á þeim tíma sem hann stýrði fyrir- tækinu SS verk ehf. Sigurður hafði þar til í síðustu viku setið í gæsluvarðhaldi frá því í lok janúar vegna gruns um aðild að umfangsmiklu fíkniefnasmygli frá Spáni. Þá greindi Fréttablaðið nýverið frá því að lögregluyfirvöld hér á landi hefðu tekið við rannsókn- inni á slysi eiginkonu hans, Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, sem féll fram af svölum á heimili þeirra í janúar, og að Sigurður Ragnar hefði stöðu grunaðs manns í málinu. – aá Sigurður Ragnar mætti við þingfestingu í gær sigurður r. Kristinsson í héraðsdómi í gær. FréttAblAðið/sigtryggur Ari Fjármál Breytingunni sem verður þegar ný tilskipun Evrópusambands- ins, PSD2, tekur gildi og bankamark- aðurinn opnast hefur verið líkt við breytinguna sem varð á fjarskipta- markaði fyrir um tveimur áratugum. Með nýjum reglugerðum komu fleiri aðilar inn á markaðinn. Fréttablaðið fjallaði í gær um PSD2-tilskipunina sem er í gildi í ríkjum Evrópusambandsins og inn- leiða á hér á næsta ári. Samkvæmt henn verður bönkum skylt að veita öðrum fyrirtækjum aðgang að greiðslumiðlum sínum, að fengnu samþykki frá viðskiptavinum. Meniga hefur í næstum áratug nýtt sér upplýsingar frá bönkunum um viðskiptavini þeirra til þess að taka saman upplýsingar um heimilisbók- hald. Upplýsingarnar eru fengnar á grundvelli samninga Meniga við bankana og að fengnu samþykki frá viðskiptavinunum sjálfum. Það sem breytist þegar tilskipunin tekur gildi er að bönkunum verður skylt að láta upplýsingarnar af hendi um leið og viðskiptavinurinn er búinn að sam- þykkja það. „Þetta er allt mjög eðlilegt fyrir okkur af því að við erum búin að vera í þessu í mörg ár og fögnum þessum reglum,“ segir Georg Lúð- víksson, forstjóri Meniga. Georg segir að Facebook geti hjálpað til við að skilja opna bankakerfið. Í dag geta notendur Facebook samþykkt að tiltekin öpp geti nálgast Facebook-gögn á borð við netföng, myndir og annað slíkt. Hugmyndin um opna banka- kerfið feli í sér að tiltekið app eða þjónusta geti beðið notanda um að samþykkja að fá gögn af banka- reikningum og greiðslukortum. Þessi aðili getur verið fyrirtæki á borð við Meniga sem heldur utan um heimilisbókhaldið, Facebook gæti birt reikningsupplýsingar notenda á Facebook-síðunni eða fyrirtæki sem sérhæfa sig í því að leita hagstæðustu tilboða fyrir fólk, svo sem tilboða í húsnæðislán eða annað slíkt. Bankar gætu líka ákveðið að birta upplýsingar af reikningum annarra banka og jafnvel millifært af þeim. „Þetta er allt að opnast og mjög óljóst, en spennandi hvað mun gerast. Það sem er þó öruggt er að neytendur munu hagnast, verð örugglega lækka og þjónusta batna. Fyrir bankana sjálfa er þetta bæði tækifæri og ógnun,“ segir Georg. Því hefur verið spáð að PSD2-til- skipunin kunni að hafa í för með sér þær breytingar að tekjur við- skiptabanka í Evrópu, þar á meðal hér á landi, dragist saman um allt að fjórðung. jonhakon@frettabladid.is Spáir betri kjörum og spennandi bankakerfi Breytingum sem eru að verða í bankakerfinu hefur verið líkt við breytingar sem urðu á fjarskiptamarkaði fyrir 20 árum. Forstjóri Meniga spáir því að neytendur muni hagnast; verð muni lækka og þjónustan batna með nýrri tilskipun frá ESB. georg lúðvíksson. NOrEGUr Skírdagur og annar í hvítasunnu eiga ekki að vera helgi- dagar þjóðkirkjunnar. Þetta segir Per Anders Nordengen, norskur prestur og fyrirlesari. Fáir tengi við helgi þessara daga. Fólki viti ekki hvers vegna sé haldið upp á páska og hvítasunnu. Presturinn segir að frídagar eigi samt sem áður að vera jafnmargir og nú. Hins vegar eigi að kalla þá vorfrídaga eða eitthvað annað. Það er mat hans að nóg sé að halda jóla- dag og föstudaginn langa hátíðlega. Annar fulltrúi norsku kirkjunnar bendir á að annar í jólum og annar í hvítasunnu hafi enn praktíska þýðingu. Fjarlægð milli staða sé sums staðar mikil úti á landi. Með tveimur samliggjandi helgidögum sé hægt að halda guðsþjónustu fyrir alla sem vilja. – ibs Vill fækka helgidögum 1 . m a í 2 0 1 8 Þ r I Ð j U D a G U r6 F r é t t I r ∙ F r é t t a B l a Ð I Ð 0 1 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 2 F B 0 6 4 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F A 3 -8 8 E 8 1 F A 3 -8 7 A C 1 F A 3 -8 6 7 0 1 F A 3 -8 5 3 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 6 4 s _ 3 0 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.