Fréttablaðið - 01.05.2018, Side 15

Fréttablaðið - 01.05.2018, Side 15
Það er nöturlegt að fólk í fullri vinnu geti tæpast framfleytt sér og fjölskyldum sínum. Barna- fjölskyldur hafa margar hverjar ekk- ert svigrúm til að veita sér og börnum sínum þátttöku í tómstundum og félagslífi sem telst sjálfsagt og nauð- synlegt öllum. Bág kjör öryrkja og aldraðra eru því miður vel þekkt hér- lendis og framfærsla námsmanna dugir ekki til þess að lifa á. Þótt þrotlaus barátta fyrir betri kjörum almennings hafi skilað miklu síðustu 120 árin, er enn langt í land. Hluti vandans er húsnæðismark- aður sem er í algjöru öngstræti. Þörfin fyrir tryggt húsnæði er ekki bara ein af grunnþörfum mannsins, heldur er heimilið mikilvægur þáttur í að búa fólki það öryggi og umhverfi sem er líklegt til að skapa heilbrigða ein- staklinga og gott samfélag. Óvissa og óboðlegar aðstæður Raunverð húsnæðis á höfuðborgar- svæðinu er hærra en nokkru sinni fyrr. Margir geta því hvorki keypt né leigt og búa við óvissu og óboðlegar aðstæður. Óprúttnir aðilar hafa séð sér leik á borði; gróðavædd leigu- félög dafna sem aldrei fyrr og nýta sér erfiða stöðu fólks. Afleiðingarnar eru grafalvarlegar. Leigjendur eiga oftar í fjárhagsvandræðum en aðrir og börn leigjenda líklegri til að búa við skort. Í dreifbýlinu blasir svo við annars Öryggi eða öngstræti konar vandamál. Þar vantar einnig húsnæði en framleiðsluverð er langt yfir markaðsverði, enginn drifkraftur til að byggja og möguleikar byggð- anna til að dafna minnka. Það eru einfaldlega ekki nógu sann- gjarnar lausnir í boði. Uppbygging og aðgerðir Fyrir tilstuðlan verkalýðshreyfingar- innar náðist mikilvægur árangur við gerð kjarasamninga árið 2015 þegar samið var um stofnstyrki til upp- byggingar á almennum leigumarkaði. Reykjavík og fleiri sveitarfélög hafa staðið í mikilli uppbyggingu en þörf er á frekari samhæfðum aðgerðum. Samfylkingin hefur lagt fram þingsályktunartillögu sem gerir ráð fyrir byggingu 5.000 leiguíbúða svo fljótt sem auðið er. Íbúðirnar eiga að nýtast til þess að koma fótunum undir leigumarkað sem er rekinn án hagn- aðarsjónarmiða. Þá þurfa fleiri sveitarfélög að fylgja fordæmi Reykjavíkur og Akureyrar og axla ábyrgð með uppbyggingu félags- legs húsnæðis. Sameinumst um stórátak Mikilvægt er að stuðningur hins opinbera auki öryggi þar sem þörfin er mest. Fyrsta skrefið er að hækka barna- og vaxtabætur til muna, enda nýtast þau úrræði vel til að tryggja fólki húsnæðisöryggi og koma í veg fyrir að börn séu á hrakhólum. Í dag byrja barnabætur að skerðast undir lágmarkslaunum og vaxtabætur eru sögulega lágar. Um leið og ég óska ykkur gleðilegs baráttudags verkalýðsins, óska ég þess að þjóðin sameinist um stórátak í húsnæðismálum, sem miðar að því að tryggja öllum öruggt húsnæði á viðráðanlegum kjörum. Það væri mikilvægt skref í þá átt að ráðast gegn fátækt í einu ríkasta landi jarðar. Árið 1931 var Laugavegurinn gerður að einstefnu í vestur-átt og samtímis varð Hverfis- gata að einstefnu í austurátt. Þetta var fullkomlega rökrétt í vinstri umferð og fyrirkomulagið hélst óbreytt þegar skipt var yfir í hægri umferð fyrir um hálfri öld. Þetta veldur því reyndar að umferðin í kringum Hlemm er enn dálítið ankannaleg, enda í raun blanda af hægri- og vinstri umferð. Rekstur verslana sem gripu fólk á leið í bæinn reyndist ganga betur en rekstur verslana sem blöstu við fólki á leið úr honum og því varð Lauga- vegurinn blómlegri verslunargata en Hverfisgatan, þrátt fyrir að Hverfis- gatan ætti í raun að hafa betri burði til þess að bera gott götulíf, hún er jafnan bjartari og liggur í minni halla en Laugavegurinn. Hverfisgatan hefur batnað mikið frá því að hún var tvíbreið einstefnu- hraðbraut á seinustu öld. Ég gríp mig í því að fara nú oft Hverfisgötuna frekar en Laugarveginn þegar ég geng eða hjóla niður í bæ. Ég er ekki einn. En þar sem Hverfisgatan er ekki lengur einstefna er ekki lengur þörf fyrir að hafa umferð niður Laugaveg- inn. Laugavegurinn ætti einfaldlega að vera eins og Strikið í Kaupmanna- höfn: göngugata allt árið. Við höfum ekki margar götur á Íslandi sem geta auðveldlega búið til þetta andrúms- loft, en Laugavegurinn er ein þeirra. Við eigum að opna Laugaveginn fyrir gangandi fólki, allt árið um kring. Göngugötur allt árið Logi Einarsson formaður Sam- fylkingarinnar Pawel Bartoszek skipar 2. sæti Viðreisnar í Reykjavík HVALIRNIR SKJÓTA EÐA NJÓTA? VILJUM VIÐ TAKA ÁHÆTTU ÞEGAR FERÐAÞJÓNUSTAN OG ÚTFLUTNINGSATVINNUVEGIRNIR ERU Í HÚFI? Segjum NEI við hvalveiðum! Segðu NEI með okkur!Undirskriftalisti á is.petitions24.com Jarðarvinir eru á Facebook! Þinn stuðningur skiptir mál! Hörð viðbrögð um allan heim Ferðamenn og aðrir neytendur taka stefnu í náttúru- verndarmálum æ oftar með í reikninginn þegar þeir ákveða hvert þeir fara og hvert þeir beina viðskiptum sínum auk þess sem þeir eru duglegir að við að deila skoðunum sínum. Alþjóðasamþykktir Alþjóðahvalveiðiráðið bannaði hvalveiðar með öllu árið 1986. Nú eiga 190 þjóðir aðild að CITES samningnum sem kveður á um algert bann við kaupum, sölu og flutningi allra hvalaafurða innan lögsögu þjóðanna. 7% af kvóta náðist - takmörkuð verðmæti Aðeins náðist að veiða 7% af kvótanum árið 2017 eða 17 hrefnur af 269 dýra kvóta. Hrefnan virðist nú forðast veiðilendur hvalveiðiskipa við Ísland. Verðmæti aflans var aðeins 17 milljónir. Háþróuð spendýr Nú standa fyrir dyrum veiðar á allt að 209 langreyðum. Langreyðurin er háþróað spendýr sem líkja má við fíl á landi. Næst stærst allra núlifandi dýra og lifir í 90-100 ár. Brota-brot af tekjum af hvalaskoðun 15 fyrirtæki hafa tekjur af hvalaskoðun, samtals um 5 milljarða. „Verðmæti“ aflans eru því aðeins um 0.3% af tekjum af hvalaskoðun. Þá eru ótaldar aðrar tekjur af komu útlendinganna. 5% minnkun þýðir 25 milljarða tap Ef aðeins 5% af ferðamönnum settu hvalveiðar fyrir sig við val á ákvörðunarstað yrðu landsmenn af 25 milljörðum. Er þetta áhættunnar virði? 0.003% af ferðamannaiðnaðinum Í samanburði við 500 milljarða tekjur ferðaman- naiðnaðarins eru „tekjur“ af hvalveiðum aðeins um 0,003%. Er hægt að réttlæta þessar veiðar árið 2018 á tímum samfélagsmiðla? Íslenskar vörur úr hillum verslana Íslenskar voru fjarlægðar úr hillum í verslana Whole Food í Bandaríkjunum og fleiri stórmarkaða vegna hvalveiða íslendinga. Þe ss i a ug lýs ing er ko stu ð a f J ar ða rvi nu m. S k o ð u n ∙ F R É T T A B L A ð i ð 13Þ R i ð J u D A G u R 1 . m A í 2 0 1 8 0 1 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 2 F B 0 6 4 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F A 3 -4 D A 8 1 F A 3 -4 C 6 C 1 F A 3 -4 B 3 0 1 F A 3 -4 9 F 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 6 4 s _ 3 0 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.