Fréttablaðið - 01.05.2018, Page 16

Fréttablaðið - 01.05.2018, Page 16
Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík 414 84 00 www.martex.is Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík 414 84 00 www.martex.is Góð þjónusta byrjar með flottu útliti. Fatnaður fyrir fagfólk Flísabúðin Stórhöfða 21 | s: 545 5500 | flis.is Finndu okkur á facebook Gæði og g læsileiki e ndalaust ú rval af há gæða flísu m 30 ára 2018 Sá fjórði hjá Haukum körfubolti Haukar urðu í gær Íslandsmeistarar í kvennaflokki eftir sigur á Val í oddaleik, 74-70. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2009 og í fjórða sinn alls sem Haukar verða Íslandsmeistarar í kvennaflokki. Haukar urðu líka Íslandsmeistarar 2006 og 2007. Haukar urðu einn- ig deildarmeistarar í vetur og eru því handhafar tveggja af þremur stærstu titlunum. Haukar eru nú orðnir fjórða sigursælasta félagið í kvennaflokki. Keflavík hefur oftast orðið Íslands- meistari, eða 16 sinnum. KR á 14 titla og ÍR 11. – iþs 1 . m a í 2 0 1 8 Þ r i Ð J u D a G u r14 S p o r t ∙ f r É t t a b l a Ð i Ð sport Haukar - Valur 74-70 Haukar: Helena Sverrisdóttir 21/19 frá- köst/10 stoðsendingar, Whitney Michelle Frazier 20/9 fráköst, Sigrún Björg Ólafs- dóttir 11/5 stolnir, Dýrfinna Arnardóttir 8, Þóra Kristín Jónsdóttir 7/6 fráköst/5 stolnir, Anna Lóa Óskarsdóttir 5, Fanney Ragnars- dóttir 2. Valur: Aalyah Whiteside 26/10 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 16/6 fráköst, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 13/10 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 6, Dagbjört Dögg Karls- dóttir 5, Dagbjört Samúelsdóttir 2, Ragn- heiður Benónísdóttir 2. Haukar unnu einvígið 3-2 og eru Íslands- meistarar. Nýjast Domino’s-deild kvenna, úrslit körfubolti Haukar eru Íslands- meistarar í körfubolta kvenna eftir 74-70 sigur liðsins gegn Val í oddaleik í úrslitum Domino’s- deildarinnar í Schenker-höllinni í gærkvöldi. Þetta er í fjórða skipti sem Haukar verða Íslandsmeistarar í körfubolta kvenna, en liðið varð síðast Íslandsmeistari árið 2009. Allir leikmenn Hauka fyrir utan Helenu, sem varð Íslandsmeistari með Haukum árin 2006 og 2007, voru að verða Íslandsmeistarar í fyrsta skipti í meistaraflokki. Haukar eru þar af leiðandi hand- hafar tveggja af þremur stóru titlunum sem í boði eru í körfu- bolta kvenna, en liðið varð einn- ig deildar meistari á yfirstandandi leiktíð. Mikil breyting varð á gengi Hauka á milli ára, en liðið var í fall- baráttu á síðustu leiktíð. Haukar léku án Helenu á síðasta keppnis- tímabili, en hún eignaðist barn í fyrravor. Leikmenn Hauka fengu dýrmæta reynslu þegar þeir fengu aukna ábyrgð á sínar herðar í fjar- veru Helenu. Mikil liðsheild ein- kennir lið Hauka þar sem Helena fer fyrir sínu liði. Jafnt var á öllum tölum í leik lið- anna í gær allt fram í upphaf þriðja leikhluta, en þá skoruðu Haukar 14 stig í röð og komust 12 stigum yfir. Valskonur voru hins vegar ekki af baki dottnar og komu sér aftur inn í leikinn með góðum kafla undir lok þriðja leikhluta. Haukar fengu fínt framlag frá mörgum leikmönnum. Sigrún Björg Ólafsdóttir skoraði til að mynda þrjár þriggja stiga körfur með stuttu millibili í upp- hafi þriðja leikhluta. Þá sneri Dýr- finna Arnardóttir til baka eftir að hafa verið fjarri góðu gamni vegna höfuðmeiðsla í rúma tvo mánuði. Dýrfinna kom inn með miklum krafti bæði í vörn og sókn. Haukar höfðu þriggja stiga for- skot fyrir fjórða og síðasta leikhlut- ann. Haukar með Helenu í broddi fylkingar voru sterkari aðilinn á lokakaflanum og fóru að lokum með fjögurra stiga sigur af hólmi. Helena var að leik loknum valin verðmætasti leikmaður úrslita- keppninnar. „Það er yndisleg tilfinning að verða Íslandsmeistari eftir ansi langa bið. Það er svo langt síðan ég varð Íslandsmeistari síðast að ég var búin að gleyma því hvernig tilfinn- ingin er. Það er hins vegar öðruvísi núna að ég er elst í liðinu og er búin að þjálfa flesta leikmenn liðsins. Ég er ofboðslega stolt af liðinu og mér finnst félagið eiga þetta skilið eftir mikla vinnu sem lögð hefur verið í liðið,“ sagði Helena sem var stiga- hæsti leikmaður Hauka með 21 stig í leiknum í gær. Til þess að tryggja sér Íslands- meistaratitilinn var Helena í þeim sérstöku sporum að þurfa að leggja systur sína, Guðbjörgu, að velli. Helena viðurkenndi að það væri súrsæt tilfinning að þurfa að ryðja systur sinni úr vegi til þess að ná markmiði sínu. „Það er vissulega blendnar til- finningar sem bærast með mér þegar ég sé að Guðbjörg þarf að sætta sig við að tapa. Við erum bestu vinkonur og viljum hvor annarri allt hið besta. Þrátt fyrir að hafa tapað finnst mér Guðbjörg hafa spilað einkar vel síðustu vikur sem og Valsliðið allt. Mig langar að hrósa Guðbjörgu og liðsfélög- um hennar fyrir glæsilega spila- mennsku í einvíginu,“ sagði Helena um systraslaginn. Haukar meistarar eftir níu ára langa bið Enginn leikmaður Hauka orðið Íslandsmeistari áður fyrir utan Helenu Sverris- dóttur. Margir leikmenn lögðu lóð á vogarskálarnar hjá Haukaliðinu og mikil liðsheild lagði grunninn að sigrinum á Val í oddaleik á Ásvöllum í gær, 74-70. Helena sú fyrsta með þrefalda tvennu í leik Helena Sverrisdóttir var valin besti leikmaður úrslitaeinvígisins. Hún skrifaði nafn sitt í sögubæk- urnar en hún er fyrsti leikmaður- inn sem er með þrefalda tvennu að meðaltali í leik í úrslitaeinvígi. Helena var með 20,2 stig, 12,2 fráköst og 10,8 stoðsendingar að meðaltali í leikjunum fimm í úrslitunum. Helena var einnig valin besti leikmaður úrslitaeinvígisins þegar Haukar urðu Íslandsmeist- arar 2007, þegar hún var aðeins 19 ára gömul. Þá var Helena með 22,3 stig, 11,0 fráköst og 9,5 stoðsendingar að meðaltali í leik. Helena varð einnig Íslands- meistari með Haukum 2006. Dýrfinna Arnardóttir og Þóra Kristín Jónsdóttir smella kossi á bikarinn góða eftir sigurinn á Val, 74-70, í oddaleik á Ásvöllum í gær. FréttAblAðið/SteFÁn Liðin skiptust ellefu sinnum á forystunni í oddaleiknum í gær. 0 1 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 2 F B 0 6 4 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F A 3 -4 8 B 8 1 F A 3 -4 7 7 C 1 F A 3 -4 6 4 0 1 F A 3 -4 5 0 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 6 4 s _ 3 0 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.