Fréttablaðið - 01.05.2018, Side 32

Fréttablaðið - 01.05.2018, Side 32
Útgefandi: 365 miðlar Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Elmar Hallgríms Hallgrímsson Sölumaður auglýsinga: Ólafur H. Hákonarson, olafurh@frettabladid.is, s. 512 5433 SFR – stéttarfélag í almanna-þjónustu er að berjast fyrir ýmsum mikilvægum málefnum um þessar mundir og vonast til að sjá árangur erfiðis síns í næstu kjarasamningum. Meðal þess sem félagið vill gera er að minnka ójöfnuð í landinu, stytta vinnuvikuna, hækka lágmarks- laun og eyða launamun kynjanna. Það er því á brattann að sækja, en Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, telur að það verði hægt að ná ýmiss konar árangri. Þarf að taka á ójöfnuði „Það er ójöfnuður á landinu og það sem veldur okkur mestum áhyggjum er að okkur sýnist hann vera að aukast,“ segir Árni. „Þessi ofurlaun sem þeir sem eru í efsta lagi þjóðfélagsins taka sér með bónusum og fleiru er mein sem býr til mikla óeiningu í þjóðfélaginu hvað varðar launamál. Það þarf að vinna gegn þessu með einhvers konar upplýsingum og áróðri, en ég held að það eigi líka að skoða möguleikann á að setja lög sem takmarka þetta. Við vorum mjög á móti fækkun skattþrepa og vildum halda áfram hátekjuskatti. Okkar finnst að það eigi að nýta skattkerfið mun betur til jöfnunar en nú er gert. Það hefur frekar snúist á hinn veginn, að hinir lægra launuðu borgi meira í skatt en áður,“ segir Árni. „Verka- lýðshreyfingin gerir nú kröfu um að menn taki á þessu og bendir á það ætti að jafna lægstu launin að hluta til í gegnum skattkerfið. Annaðhvort með því að fjölga skattþrepum aftur eða hafa stig- hækkandi persónuafslátt. Ég er bjartsýnn á að það takist að hreyfa við skattkerfinu og það verði hluti af þeim pakka sem verður ræddur í kjarasamningum næstu áramót,“ segir Árni. „En það er erfitt að eiga við þessi ofurlaun og það þarf sterkan pólitískan vilja til að takast á við þau.“ Vilja jafna laun milli markaða „Árum saman höfum við talað um að jafna laun á milli opinberra starfsmanna og starfsmanna á almennum markaði í sambærileg- um störfum, en það er allt frá 10 til 16 prósenta munur þarna á milli,“ segir Árni. „Fyrir ári, þegar menn gengu frá jöfnun lífeyrisréttinda, var sett inn í það samkomulag að þessi launamunur yrði jafnaður. Munurinn á lífeyrisréttindum hafði verið notaður sem réttlæting á því að opinberir starfsmenn væru á lægri launum, en þau rök bíta ekki lengur, því jöfnuðurinn næst núna 1. júní. Fjármálaráðherra ætlar að skipa starfshóp með okkur til að laga þetta og líklega verður þessi launa- munur jafnaður á sex árum,“ segir Árni. „Þetta er mjög mikilvægt mál og það er algjörlega á hreinu að við förum ekki út úr næstu kjarasamn- ingum án þess að hafa eitthvert skipulag um hvernig á að standa að þessu.“ Stytting vinnuvikunnar gagnast öllum „Opinberir starfsmenn og við hér hjá BSRB höfum haft svolítið frum- kvæði að styttingu vinnuvikunnar í nokkur ár, við litlar undirtektir. En fyrir 2-3 árum var ákveðið, í samstarfi við Reykjavíkurborg, að setja á laggirnar tilraun og stytta vinnuvikuna í nokkrum stofnunum niður í 36 stundir,“ segir Árni. „Sú tilraun gaf góða raun. Það voru minni veikindi og tíminn var betur nýttur, svo að bæði atvinnurekendur og laun- þegar á þessum stöðum voru mjög sáttir við tilraunina. Hún hefur því haldið áfram hjá Reykjavíkurborg og núna er ríkið líka að gera þessa tilraun á fjórum stöðum. Fyrsta stigi þeirrar tilraunar lýkur núna í apríl og við höfum mikinn áhuga á að hún haldi áfram. Boltinn er farinn að rúlla af stað og ég get ekki séð fyrir mér að hann verði stoppaður héðan í frá,“ segir Árni. „Í næstu kjarasamning- um setjum við mikla áherslu á að ganga frá styttingu vinnuvikunnar. Allar vísbendingar benda til að þetta sé hagkvæmt fyrir alla.“ Ýmislegt á dagskrá „Í næstu kjarasamningum leggjum við áherslu á breytingar á skatt- kerfinu, jöfnun launa á milli markaða, styttingu vinnuvikunnar og almenna launahækkun sem ég tel að verði að koma til okkar félagsmanna,“ segir Árni. „En við höfum ekki enn mótað kröfurnar okkar formlega. Við þurfum líka að horfa sér- staklega til lægstu launanna, sem eru alltof lág, og ég held líka að það þurfi að taka einhver skref til að minnka enn frekar launamun kynjanna. Þar hefur náðst árangur, en það verður að taka fastar á því, ekki síst á milli þessara týpísku karla- og kvennahópa, sem eru með svipaða menntun, hæfni og álag og annað slíkt. Þar er mikill munur hér á Íslandi,“ segir Árni. „Samningarnir byrja um áramót á almennum markaði og við tökum þátt í þeim að vissu marki, en svo verða opinberir starfsmenn með lausa samninga í mars.“ Kannanir og hugsanleg sameining En það er fleira á könnu SFR en bara kjarasamningar. „Undanfarin ár höfum við gert könnun á mann- auðsmálum meðal félagsmanna okkar í samstarfi við fjármálaráðu- neytið, Starfsmannafélag Reykja- víkurborgar og VR. Við verð- launum svo þær þrjár stofnanir sem koma best út úr samanburð- inum í þremur stærðarflokkum, stórum, miðstórum og litlum stofnunum. Niðurstaðan verður kynnt 9. maí næstkomandi,“ segir Árni. „Við gerðum líka launa- könnun meðal félagsmanna okkar og Starfsmannafélags Reykjavíkur sem verður birt með haustinu. Sú launakönnun, ásamt könnun VR, er ein af tveimur stærstu vinnu- markaðskönnunum landsins. Á þessu ári höfum við svo rætt þá hugmynd að sameina SFR og Starfsmannafélag Reykjavíkur. Þetta eru tvö stærstu félög innan BSRB og ef þetta gengur eftir verður þetta 10 þúsund manna stéttarfélag, langstærsta stéttar- félag opinberra starfsmanna,“ segir Árni. „Við erum að kynna þessa hugmynd núna og gerum ráð fyrir atkvæðagreiðslu um þetta í nóvember.“ Árni er vongóður um ýmiss konar árangur í samningum, en er sérstaklega bjartsýnn á að vinnuvikan verði stytt. MYND/STEFÁN Boltinn er farinn að rúlla af stað og ég get ekki séð fyrir mér að hann verði stoppaður héðan í frá. Í næstu kjara- samningum setjum við mikla áherslu á að ganga frá styttingu vinnuvik- unnar. Allar vísbending- ar benda til að þetta sé hagkvæmt fyrir alla. Framhald af forsíðu ➛ 2 KYNNINGARBLAÐ 1 . M A í 2 0 1 8 Þ R I ÐJ U DAG U R1. MAí 0 1 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 2 F B 0 6 4 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F A 3 -5 2 9 8 1 F A 3 -5 1 5 C 1 F A 3 -5 0 2 0 1 F A 3 -4 E E 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 6 4 s _ 3 0 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.