Fréttablaðið - 01.05.2018, Side 35

Fréttablaðið - 01.05.2018, Side 35
Útlit og út- búnaður að innan er enginn eftirbátur í L200 við venjulega fólksbíla. 2,4 lítra vélin er 184 hestöfl og mjög öflug fyrir ekki þyngri bíl og hann virðist aldrei skorta afl. skáka L200 hvað slíkt varðar, en allir líta þeir reyndar prýðilega út. L200 virkar einhvern veginn minni á mann, enda mjórri en hinir tveir og er einhvern veginn ekki eins kraftalegur. Sú sýn rennur þó hratt af þeim sem bílnum ekur því þarna fer heilmikill töffari með krafta í kögglum. Ferlega góður í akstri Akstur L200 er hreint út sagt afskaplega ánægjulegur. Öflug vélin gleður alltaf, en bíllinn er að auki verulega fágaður í akstri. Þó skemmdi það dálítið fyrir akstri hans á malbiki að undir hann höfðu verið sett mjög gróf torfæru- dekk og söng því vel í dekkj- unum þegar nálgast var leyfilegan hámarkshraða á malbikinu. Auðvitað snerist dæmið við þegar á möl og ófærð var komið og þá naut hann sín á þessum dekkjum. Það fylgja alltaf kostir og ókostir við að vopna svona bíl torfærudekkjum og ættu slík skipti að fara eftir notkun bílsins hjá hverjum og einum. Aksturshæfni L200 kom veru- lega á óvart og hegðaði bíllinn sér betur en búast mætti við af pallbíl, en þeir eru fæstir mjög þægilegir og fremur grófir bílar sem njóta sín best í torfærum og jaski, en aksturinn á venjulegum vegum var óvenju fágaður og þægilegur sem um fólksbíl væri að ræða. Hliðar- halli í beygjum var minni en vænta mátti. Það sem kom líka skemmti- lega á óvart var hve sterk dísilvélin malaði eins og köttur á rétt ríflega 1.500 snúningum þó svo dansað væri við hámarkshraðann og er það til vitnis um styrk vélarinnar og eyðslan var hófleg fyrir vikið. Heilmikið rými Að innan er bíllinn smekklegur en efnisnotkun mun seint teljast ríkuleg og talsverð plastnotkun þar á ferð. En svona bílar eiga að þola mikið og oft á tíðum sóðaleg umgengni um þá krefst þess að innréttingin sé sterk og þannig virðist hún í L200 og smíðin virðist vönduð. Miklu máli skiptir að gott rými er í bílnum og vel fer um far- þega og fullorðnir komast vel fyrir í aftursætunum. Í bílnum eru akstursstillingar sem nýtast vel við mismunandi aðstæður og þar er L200 því enginn eftir- bátur keppinautanna. Nokkuð stór aðgerðaskjár er fyrir miðju mælaborðsins en einhvern veginn fékk greinarritari á tilfinninguna að honum hefði verið bætt við eftir að hönnun bílsins var lokið, en enginn er bíll meðal bíla nú nema skarta aðgerðaskjá þar sem stjórna má afþreyingarkerfi og fleiru. Ekki má gleyma því að L200 er mikill vinnuþjarkur og því gott að vita til þess að hann getur borið 1 tonn á pallinum og dregið aftanívagn upp að 3,1 tonni. Þeir sem eru í pallbílahugleið- ingum ættu að skoða þennan bíl áður en ákvörðun er tekin, hann kom að minnsta kosti greinarritara verulega á óvart á mörgum sviðum og svo er hann á frábæru verði. landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn Ekkert lántökugjald við fjármögnun rafbíla Betri kjör við kaup á vistvænum bílum 50% afsláttur af lántökugjaldi við fjármögnun vistvænna bíla Aksturshæfni L200 kom verulega á óvart og hegðaði bíllinn sér betur en búast mætti við af pallbíl. Bílar B í l a r ∙ F r É T T a B l a ð i ð 7Þ r i ð J U D a G U r 1 . m a í 2 0 1 8 0 1 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 2 F B 0 6 4 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F A 3 -6 6 5 8 1 F A 3 -6 5 1 C 1 F A 3 -6 3 E 0 1 F A 3 -6 2 A 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 6 4 s _ 3 0 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.