Fréttablaðið - 01.05.2018, Síða 36

Fréttablaðið - 01.05.2018, Síða 36
Nú fer hver að verða síðastur að taka þátt í HM-leik Hyundai á íslensku vefsíðunni sem fyrirtækið lét setja upp fyrir fótboltaaðdáendur hér á landi sem vilja ólmir vinna ferð á HM í Rússlandi. Á slóðinni https:// worldcup.hyundai.com/is/ er hægt að taka þátt og eiga þess kost að vinna ferð á úrslitaleikinn í HM sem fram fer 15. júlí. Þessi leikur Hyundai fer fram í fjölmörgum Evrópu- löndum og lýkur 13. maí þegar dregin verða nöfn 32 þátttakenda sem Hyundai býður utan til Rúss- lands til að sjá úrslitaleikinn. Hinir heppnu fá flugmiða báðar leiðir, hótelgistingu og miða á lokaleikinn, ásamt því sem þátttakendum verður boðið í heimsókn til aðalstöðva Hyundai í Moskvu. HM-leik Hyundai lýkur 13. maí Breski bílaframleiðandinn MG hefur frá árinu 2008 verið í eigu kínverska bílaframleiðandans SAIC. Fyrsti bíllinn með merki MG í 16 ár varð svo að veruleika árið 2011 í Bretlandi og síðan þá hefur verið unnið að fleiri bílum undir merkjum MG og eru nú einar þrjár bílgerðir í boði í Bretlandi undir merkjum MG. Á bílasýningunni í Peking sem nú stendur yfir er nýjasti MG-bíllinn til sýnis og er þessi tilraunabíll með vinnuheitið X-Motion og stendur til að hann verði flaggskip MG-merkisins. Bíllinn mun fá rafmagnsdrifrás frá SAIC, en hugsanlega líka 2,0 lítra forþjöppudrifna 221 hestafls bensínvél sem annan valkost. MG endurreisn í Peking Forstjóri Lamborghini, Stefano Domenicali, hefur greint frá því að næstu kynslóðir bæði Aventador og Huracán fái rafmótora til stuðnings öflugum brunavélum í bílunum. Lamborgh- ini er í eigu Volkswagen Group og því er þetta skref alveg í takt við öll önnur bílamerki sem eru undir hatti þeirra. Rafmótorarnir sem bætast munu í Aventador og Huracán verða líklega þeir sömu og finna má í Porsche Panamera Turbo og þar bæta þeir við 134 hestöflum. Það þýðir að Avent- ador S færi úr 730 hestöflum í 863 hestöfl, en samt yrði uppgefin eyðsla miklu minni en í núverandi gerð. Á móti kemur að vigt bílsins myndi líklega aukast þrátt fyrir að Lamborghini muni eftir fremsta megni reyna að létta bílinn milli kynslóða. Næsta kynslóð Huracán er væntanleg árið 2022, en Avent- ador mun fá rafmótora strax árið 2020. Domenicali greindi einnig frá því að Lamborghini væri að skoða möguleikann á að nota vetni í framtíðarbílum sínum. Aventador og Huracán fá rafmótora af næstu kynslóð VÖNDUÐ JEPPADEKK Á FRÁBÆRU VERÐI STÆRÐ 315/70R17 49.600,- kr. STÆRÐ 285/70R17 46.900,- kr. ARCTIC TRUCKS | KLETTHÁLSI 3 | 110 REYKJAVÍK | 540 4900 WWW.ARCTICTRUCKS.IS ÞÚ FÆRÐ JEPPADEKKIN HJÁ OKKUR! Í Kína seldust 24,72 milljónir fólksbíla og 4,16 milljónir atvinnubíla. Er Kína lang- stærsti bílamarkaður heims með um fjórðung heimssölunnar. Ökumönnum í Kína hefur farið gríðarlega fjölgandi á undan- förnum árum og fer enn fjölgandi. Í landinu er helmingi fleira fólk með ökuskírteini en bílar og því einsýnt að bílum þar muni enn fjölga með bættum efnahag landsins. En hvaða bílaframleiðendur eru þeir stærstu í þessu fjölmennasta ríki heims? Langstærsti bílasalinn í Kína er Volkswagen með 3,14 milljónir bíla sölu í fyrra og er Volkswagen með 13% markaðarins. Lítil sala er í dísilbílum Volkswagen og hefur dísilvélahneyksli fyrirtækisins haft lítil áhrif í Kína. Í öðru sæti er Honda með 1,42 milljóna bíla sölu og jókst sala Honda-bíla um 18,5% á síðasta ári. Ennþá eru Bandaríkin stærsti bílamarkaður Honda en þar seldust í fyrra 1,49 milljónir Honda-bíla, en ekki mun líða á löngu með þessu áframhaldi þar til Kína verður stærsti bílamarkaður Honda í heiminum. Stærsti heimaframleiðandinn í þriðja sæti Kínverski bílaframleiðandinn Geely kemur svo í þriðja sætinu með 1,25 milljónir bíla, en Geely er eigandi Volvo og Lotus og á stærsta einstaka hlutinn í Daimler, móðurfyrirtæki Mercedes Benz. Í fyrra jókst sala Geely-bíla í Kína um hvorki meira né minna en 61%. Fjórða sætið vermir Buick með 1,22 milljónir bíla og gætir þar enn þeirrar ákvörðunar General Motors upp úr 1990 að leggja mikla áherslu á Kínamarkað. Þessir bílar Buick eru í raun Opel- bílar og gætu fullt eins borið merki Opel en ákvörðun GM um að mark- aðssetja þá undir merkjum Buick í Kína skýrir þennan einkennilega árangur Buick í landinu. Toyota með þriðjung af sölu Volkswagen Toyota er í fimmta sætinu með 1,14 milljónir seldra bíla í fyrra og jók söluna um 7%. Í sjötta sæti er annar japanskur bílaframleiðandi, Nissan með 1,12 milljónir bíla og fram- leiðir Nissan bíla sína í samstarfi við Dongfeng og á það líka við flesta hina erlendu bílaframleiðendurna. Í sjöunda sæti er kínverski fram- leiðandinn Changan með 1,06 milljónir bíla, en hjá Changan minnkaði salan um 6% í fyrra. Annar kínverskur bílaframleiðandi er í áttunda sætinu, þ.e. Bajoun, með 1,02 milljónir bíla og þar jókst salan um 34% í fyrra. Haval, sem er SUV-merki kínverska fram- leiðandans Great Wall, er í 9. sæti með 849.554 bíla selda og í tíunda sætinu er svo Ford með 839.815 bíla selda, en sala Ford féll um 12% í fyrra í Kína. Tíu stærstu bílaframleiðendurnir í Kína Volkswagen er söluhæstur allra bílaframleið- enda í Kína, seldi 3,14 milljónir bíla í fyrra og er með 13% markaðarins. Aventador S fer úr 730 hestöflum í 863 hestöfl, en samt yrði upp gefin eyðsla miklu minni en í núverandi gerð. 1 . M A Í 2 0 1 8 Þ R I Ð J U D A G U R8 B Í l A R ∙ F R É T T A B l A Ð I Ð Bílar 0 1 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 2 F B 0 6 4 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F A 3 -6 B 4 8 1 F A 3 -6 A 0 C 1 F A 3 -6 8 D 0 1 F A 3 -6 7 9 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 6 4 s _ 3 0 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.