Fréttablaðið - 01.05.2018, Síða 54

Fréttablaðið - 01.05.2018, Síða 54
1. maí 2018 Tónlist Hvað? Blueskvöld í Ölhúsinu Hvenær? 21.00 Hvar? Ölhúsið, Hafnarfirði Hvað? Hvenær? Hvar? Þriðjudagur Hvar@frettabladid.is Teitur Magnússon verður í baráttustuði á Dillon í tilefni dagsins. fréTTablaðið/gva Í dag, á baráttudegi verkalýðsins, verður haldið blúskvöld í Ölhús- inu í Hafnarfirði og verður „þema“ kvöldsins Delta blús sem heitir eftir landsvæði í Mississippi sem var vagga blúsins eftir aldamótin 1900. Blúsinn var leið svarta mannsins til þess að tjá tilfinningar sínar og tjá sig um misskiptingu í samfélaginu eins og t.d. Maístjarnan okkar gerir sem er baráttusöngur verkalýðsins. Hvað? Mads Mouritz & Teitur Magnús- son Band Hvenær? 19.00 Hvar? Dillon, Laugavegi Mads Mouritz, Teitur Magnússon & Æðisgengið leiða saman hesta sína að kvöldi baráttudags verka- lýðsins á viskíbarnum Dilloni! Tvö þúsund krónur inn og 50 prósent afsláttur fyrir verkafólk. Dagskráin hefst kl. 20 Hvað? Megas & Kristinn H. Árnason / Tónleikar & sölusýning Hvenær? 21.00 Hvar? Mengi, Óðinsgötu Megas og Kristinn H. Árnason flytja óútgefið efni í Mengi þann 1. maí kl. 21. Sölusýning á grafík- verkum Megasar stendur yfir í búðarrými Mengis í tilefni tón- leikanna en hann sýndi verk sín í Alþjóðlegu graf ík miðstöðinni í Chel sea-hverf inu í New York vorið 2017. Hvað? R6013: IDK IDA, Rex Pistols, Þerapía Hvenær? 18.00 Hvar? Ingólfsstræti 20 R6013 er DIY tónleikarými í Þing- holtunum í miðbæ Reykjavíkur. Hvað? KexJazz // Tríó Tómasar Jóns- sonar Hvenær? 20.30 Hvar? Kex hostel, Skúlagötu Á næsta jazzkvöldi Kex hos- tels, þriðjudaginn 1. maí, kemur fram tríó Tómasar Jónssonar. Tómas leikur á Fender Rhodes píanó og hljóðgervla, Rögnvaldur Borgþórsson á gítar og Magnús Trygvason Elíassen á trommur. Tríóið spilar tónlist eftir Tómas í opnum útsetningum. Tónlistin á Kex hostel hefst kl. 20.30 og er aðgangur ókeypis. Hvað? Nobilidömur syngja inn vorið Hvenær? 17.00 Hvar? Langholtskirkja Við í Graduale Nobili viljum bjóða ykkur á tónleika á degi verkalýðsins þann 1. maí kl. 17.00. Aðgangur er ókeypis og vonumst við til að sjá sem flesta. Efnisskráin saman- stendur af tónlist sem við höfum verið að vinna í vetur eftir íslensk og erlend tónskáld, meðal annars eftir Poulenc, Veljo Tormis, Hreiðar Inga, Svanfríði Hlín og Þorvald Örn. Einn- ig verður örlítill verkalýðsblær yfir tónleikunum í tilefni dagsins. Hvað? Prins Póló á Hvanneyri Hvenær? 21.00 Hvar? Hvanneyri Pub, Hvanneyrar- braut Á vordögum ætlar Prins Póló að setjast undir stýri og leggja í nokk- urra daga hringferð með gítarinn meðferðis. Heimsóttir verða nokkrir vel valdir staðir, tekið í spaða og slegið á strengi. Tilefnið er útgáfa á þriðju breiðskífu Prins Póló en hún ber heitið Þriðja kryddið og verður vonandi komin út á þessum tíma. Hvað? 15 ára afmælistónleikar Hvenær? 17.00 Hvar? Guðríðarkirkja 5 ára afmælistónleikar kvennakórs- ins Heklurnar. Á efnisskránni eru lög sem kórinn hefur tekið ástfóstri við á undanförnum árum, íslensk þjóðlög og dægurlög ásamt nýju efni. For- sala aðgöngumiða er hjá kórkonum en einnig verður miðasala við inn- ganginn. Miðaverð 2.000 kr. Sýningar Hvað? Tímamót – Elliglöp Hvenær? 15.00 Hvar? Listhús Ófeigs, Skólavörðustíg Þrír gamalreyndir listamenn leiða saman hesta sína á sýningu í List- húsi Ófeigs, Skólavörðustíg 5, þeir Örn Þorsteinsson, Ófeigur Björns- son og Magnús Tómasson. Þetta er þó langt í frá í fyrsta sinn sem þeir sýna saman. Magnús og Ófeigur voru fyrst saman á sýningu á átt- unda áratugnum og allir þrír voru í hópnum sem rak Gallerí Grjót við Skólavörðustíg 1983–89 en þar var öflugt sýningarstarf og gall- eríið áberandi í miðbæjarlífinu. Megas og Kristinn H. Árnason verða í Mengi í kvöld. fréTTablaðið/anTon 10% AFSLÁTTUR AF BARNASKÓM 20% AFSLÁTTUR AF DÖMUSKÓM KLAPPARSTÍG 44OPIÐ Í DAG 13-18 Í TILEFNI AF VERKALÝÐSDEGINUM /fransi_skoverslun/flobarnaskor 4BLS BÆKLINGUR Í FRÉTTABLAÐINU Í DAG Reykjavík • Hallarmúla 2 | Akureyri • Undirhlíð 2 1 . m a í 2 0 1 8 Þ R I Ð J U D a G U R28 m e n n I n G ∙ F R É T T a B L a Ð I Ð 0 1 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 2 F B 0 6 4 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F A 3 -7 5 2 8 1 F A 3 -7 3 E C 1 F A 3 -7 2 B 0 1 F A 3 -7 1 7 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 6 4 s _ 3 0 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.