Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2018, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2018, Page 6
6 4. maí 2018fréttir Þ ann 13. febrúar síðast- liðinn tók Styrmir Haukdal Kristinsson þá afdrifaríku ávörðun að enda líf sitt. Styrmir afplánaði fangelsisdóm á Kvíabryggju en fráfall hans var annað sjálfsvíg fanga á innan við ári. Starfsfólk og aðrir fangar voru harmi slegnir vegna atburðar- ins. Styrmir hafði sárlega þurft á sálrænni aðstoð að halda en fékk einungis viðtal við sálfræðing í gegnum samskiptaforritið Skype. Í kjölfarið kviknaði umræða í samfélaginu um skelfilegt ástand í geðheilbrigðismálum fanga. Afar mikilvægt er að fangar fái sál- fræðiþjónustu en í rannsókn Boga Ragnarssonar, nema í félagsfræði við HÍ, sem var birt 2013, kom fram að 54–69 prósent fanga glímdu við þunglyndi. Þá hefur um þriðjung- ur fanga reynt sjálfsvíg. Þetta ástand kemur Ragnheiði Hilmarsdóttur ekki á óvart. Sonur hennar, Hilmar Már Gíslason, var 21 árs gamall þegar hann svipti sig lífi í fangelsi í ágúst 2007. Hilmar Már fékk aldrei að hitta sálfræðing eða geðlækni á meðan hann sat á bak við lás og slá þótt hann hafi verið í brýnni þörf. Til þess að tak- ast á við sorgina opnaði Ragn- heiður bloggsíðu og skrifaði sögu sonar síns og hvað betur mætti fara varðandi sálgæslu fanga. Á þessum ellefu árum hefur ekkert breyst og það ber yfirvöldum ekki fagurt vitni. „Son minn hef ég aldrei skammast mín fyrir og sér í lagi ekki nú þegar hann er látinn. Elsku hjartans strákurinn minn fyrirfór sér í klefa sínum á Litla-Hrauni síðastliðna nótt,“ skrifaði Ragn- heiður þann 19. ágúst 2007. Hilmar Már var 21 árs gamall þegar hann svipti sig lífi í fangelsi. Í annarri færslu skrifaði hún: „Hann var það sem fólk kallar óalandi. Hann braust inn í bíla. Hann stal bílum. Hann braust tvisvar inn í hús. Hann ók próflaus. Hann ók of hratt. Hann prufaði dóp. Hann prufaði líka vín. En hann var strák- urinn minn og ég missti aldrei vonina um að hann myndi sjá að sér og hætta óþægðinni.“ Með hjarta úr gulli Saga Hilmars er að mörgu leyti dæmigerð fyrir ungan pilt sem leiðist út í afbrot: hann var greind- ur með ofvirkni og athyglisbrest og átti erfitt uppdráttar í skóla. Hann var misþroska, en að sögn Ragnheiðar var lítið um úrræði fyrir hann. Hann passaði hvergi inn í kerfinu. Hann kunni illa við áhrifin af ofvirknilyfjum og þurfti að finna leið til að fá útrás. „Hilmar minn var þannig að hann kunni ekki að stjórna of- virkninni sinni. Það hefði hann þurft að læra betur á. Í dag veit fólk mun meira um ofvirkni en það gerði. Hann var settur á lyf en það eitt er ekki nóg þegar ungir mann neita svo lyfjagjöf. Þegar hann hætti á lyfjunum þá var hann eins og blaðra, full blaðra sem maður sleppir áður en maður er búinn að binda hnútinn á hann. Blaðran fer um allt þar til loftið er búið.“ Hilmar var að hennar sögn ráð- villtur ungur maður, með hjarta úr gulli. „Hann var krútt. Hann hr- ingdi í mig flesta mæðradaga og sagði: „Til hamingju með daginn!“ Stundum vissi ég ekkert hvað hann var að tala um og þá flissaði hann og sagði: Mamma! Það er mæðra- dagurinn! Þetta tókst honum að muna, blessuðum. Hann kom oft við hjá mér í vinnunni og ég fékk knús. Enn horfi ég á ókunnuga bíla fyrir utan og sakna Himma.“ Hilmar var á tímabili vistaður á Stuðlum, en ekki vegna neyslu heldur vegna hegðunarvanda- mála. Fíkniefnaneysla var að sögn Ragnheiðar ekki vandamál hjá honum. „Hann var aldrei í neinni stór- vægilegri neyslu, hann var svo of- virkur og það gekk svo mikið á hjá honum. Hann var að stela úr bílum, hann var mikill bíla- og græjukall. Hann braut oft af sér, en hann var ekki hættulegur. Hann var aldrei dæmdur fyrir ofbeldis- brot eða dópsölu. Hún tekur fram að hún hafi aldrei reynt að hylma yfir brot Hilmars. Hann hafi átt allt sem hann var dæmdur fyrir, enda gekkst hann nær alltaf við brotun- um. „Ég hef hvergi stutt það að fangar taki ekki út dóm fyrir sín af- brot. Ég vil hins vegar að lögð sé áhersla á að það sé hægt að skila þeim betri út í þjóðfélagið, þá með betri og skilvirkari geðlæknaþjón- ustu og öðru slíku sem má betur fara.“ Vistaður með ofbeldismönnum Hilmar hlaut fyrst fangelsisdóm 19 ára gamall þegar hann fékk 45 daga skilorð fyrir nytjastuld. Þegar hann var 21 árs hafði hann hlotið alls 15 dóma fyrir ýmis brot, oftast var um að ræða smávægileg brot á borð við umferðarlagabrot eða „Elsku hjartans strákurinn minn fyrirfór sér í klefa sínum á Litla Hrauni“ n Hilmar Már svipti sig lífi í fangelsi árið 2007 n Geðheilbrigðismál fanga voru slæm þá en ekkert hefur breyst Auður Ösp Guðmundsdóttir audur@dv.is „Ég hef hvergi stutt það að fangar taki ekki út dóm fyrir sín afbrot. Ég vil hins vegar að lögð sé áhersla á að það sé hægt að skila þeim betri út í þjóð- félagið, þá með betri og skilvirkari geðlæknaþjón- ustu og öðru slíku sem má betur fara.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.