Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2018, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2018, Page 8
8 4. maí 2018fréttir Þ ó svo að hvalveiðar séu mikilvæg- ur hluti af sögu okkar íslendinga þá eru að mínu mati hvalveiðar árið 2018 tímaskekkja. Skilningur á hvalveiðum er lítill í alþjóðasamfélaginu og áhugi á hvalaafurðum nánast enginn. Hrefnuveiðar munu aldrei ganga í ná- lægð hvalaskoðunarsvæðanna þar sem hrefnan er sá hvalur sem hvalaskoðun á Íslandi er byggð á. Því hafa hrefnuveiðar haft bein áhrif á gæði og ímynd hvalaskoðunarferða á Íslandi. Langreyðaveiðar hafa áhrif á ímynd landsins og valda útflutnings- greinunum vand- ræðum í sölu á íslenskum af- urðum. Það verð- ur seint eða aldrei skilningur á veiðum á langreyð í alþjóðasamfélaginu þar sem sá hvalur er ennþá talinn í út- rýmingarhættu. Við ættum ekki að láta þjóðarstoltið flækjast fyrir okkur þegar kemur að því að taka skynsamlegar ákvarðanir um að hætta hvalveiðum fyrir fullt og allt. H valir eru hluti af vistkerfi hafsins sem við mennirnir reynum að nýta af skynsemi. Jafnvægi ríkir í kerfunum meðan nýting er skynsamleg, að tekið sé tillit til endurnýjunar stofna, tegundir sem lifa á öðrum stofnum fái sitt og fjölbreytileiki sé tryggður. Þetta höfum við náð að gera hér á landi eftir tilkomu kvótakerfisins og erum að fóðra milljónir manna með fisk úr okkar vistkerfi. Hvalir veiða af okkar veiðistofnum og taka meira en við Íslendingar veiðum. Hvalirnir fjölga sér ört við Ísland enda hafa flestir stofnar stækkað við Ísland vegna skynsamlegrar nýtingar og of lítið er veitt af sumum tegunda hvala. Nóg hafa þeir ætið. Öfgasamtök hafa barist gegn sölu á kjöti og þannig skaðað markaðsstarf á hvalkjöti. Vissulega eru einhverjar hvaltegundir á einhverjum svæð- um í hættu í heiminum en þær hvaltegundir sem við veiðum og nýtum eru langt frá því að vera í útrýmingarhættu og eru vannýttar. Offjölgun þeirra leið- ir til skekkju í vistkerfinu sem skaðar alla skynsamlega nýtingu fiskistofna sem við Ís- lendingar byggjum okkar afkomu á. Svanur Guðmundsson kosningastjóri Rannveig Grétarsdóttir, forstjóri Eldingar með á móti Með og á Móti Hvalveiðum m iklar breytingar hafa átt sér stað undanfar- in misseri á eignarhaldi Hamborgarafabrikkunn- ar og Keiluhallarinnar í Egilshöll. Jóhannes Stefánsson, gjarnan kenndur við Múlakaffi, er orðinn meirihlutaeigandi félaganna en athafnamaðurinn Sigmar Vil- hjálmsson hefur selt öll hlutabréf sín í félögunum. Óhætt er að segja að um kafla- skil sé að ræða en Simmi og Jói (Jó- hannes Ásbjörnsson), viðskiptafé- lagi hans og vinur, hafa verið andlit Fabrikkunnar frá því að fyrsti stað- urinn var opnaður árið 2010. Sig- mar mun þó ekki hverfa strax af vettvangi en samkvæmt heim- ildum DV mun hann gegna starfi framkvæmdastjóra Keiluhallar- innar og veitingastaðarins Shake & Pizza út þetta ár. Rekstur Hamborgarafa- brikkunnar hefur frá upphafi ver- ið í gegnum fyrirtækið Nautafé- lagið ehf. Þar til í árslok 2017 áttu Sigmar og Jóhannes 35% hlut hvor í félaginu. Aðrir eigendur voru Skúli Gunnar Sigfússon, gjarn- an kenndur við Subway, með 25% eignarhlut og Snorri Mart- einsson, sem starfað hefur sem framkvæmdastjóri Fabrikkunnar undanfarin ár, með 5% hlut. Þess má geta að talsvert hefur verið fjallað um deilur Sigmars og Skúla vegna lóða á Hvolsvelli og ljóst var að það var grunnt á því góða milli viðskiptafélaganna. Rétt fyrir áramót seldu Sig- mar, Jóhannes og Skúli hluti sína, alls 75%, til félagsins Gleðipinnar ehf., sem á og rekur Keiluhöllina, en eftir sat Skúli í Subway í minni- hluta með sinn 25% hlut. Úr borgurum í pólitík Þremenningarnir áttu einnig hlut í Gleðipinnum ehf. Simmi og Jói áttu 26,67% hlut hvor, Jóhannes í Múla- kaffi 15,83% hlut sem og hjónin Guðmundur Auðunn Auðunsson og Guðríður María Jóhannsdóttir. Að lokum átti áðurnefndur Snorri Marteinsson 5% hlut. Á dögunum seldu síðan Sigmar og Snorri sinn hlut í Gleðipinn- um ehf. til Jóhannesar í Múla- kaffi. „Ég get staðfest að ég hef selt minn hlut. Það kom skyndi- lega upp en var gert í mesta bróð- erni og vinsemd. Ég kveð sáttur,“ segir Snorri Marteinsson í samtali við DV. Snorri hefur heldur betur söðlað um en hann skipar 2. sæti á lista Höfuðborgarlistans fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í Reykjavík. „Ég var með strákunum í Fabrikku-ævintýrinu frá upphafi og aðstoðaði þá með fjármögn- un og gerð rekstraráætlana,“ seg- ir Snorri, sem á og rekur ráðgjaf- arfyrirtækið SMART ráðgjöf ehf. Hann segir að það hafi aldrei ver- ið ætlunin að hann tæki að sér framkvæmdastjórn veitingastað- anna, hlutirnir hafi einfaldlega æxlast þannig. „Þetta er búinn að vera frábær tími en núna er tíma- bært að snúa sér að öðrum verkefn- um,“ segir Snorri. Hann kveðst bjartsýnn á góð- an árangur Höf- uðborgarlist- ans í komandi kosningum enda hafi við- tökurnar ver- ið afar góðar. Ekki náð- ist í Sigmar Vilhjálms- son við vinnslu fréttar- innar. n kveður Fabrikkuna og keiluHöllina n Sigmar hefur selt alla hluti sína n Framkvæmdastjóri til áramóta Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Snorri Marteinsson og Jóhannes Ásbjörnsson Myndina birti Snorri, sem nú er í framboði til borgarstjórnar Reykjavíkur, á Facebook-síðu sinni þegar hann tilkynnti um að hann væri að hverfa úr hluthafahópi félaganna. Sigmar Vilhjálmsson Athafnamaður- inn hefur selt öll hlutabréf sín í Ham- borgarafabrikkunni og Keiluhöllinni. Nýjar áskoranir taka við.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.