Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2018, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2018, Qupperneq 10
10 4. maí 2018skrýtið www.volkswagen.is HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · sími 590 5000 · hekla.is · umboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ Við látum framtíðina rætast. Komdu við hjá sérfræðingum okkar að Laugavegi 174 og kynntu þér úrval Volkswagen atvinnubíla í einni fjölhæfustu fjölskyldu landsins. FJÖLHÆFASTA FJÖLSKYLDA LANDSINS? Glæsilegur og vel út búinn pallbíll með 3.0 lítra, 225 hestafla, V6 dísilvél, 550 Nm togi, læst afturdrif, dráttarbeisli, heithúðun á palli, stigbretti, vetrardekk og nú á einstöku tilboðsverði. Volkswagen Amarok verð frá 7.890.000 kr. Hannaður með þarfir iðnaðar- manna að leiðarljósi og með átta þrepa sjálfskiptingu fyrir allar útgáfur. Fjöldi útfærslna á hleðslurými, farþegarými og aðstoðarkerfi. Volkswagen Crafter verð frá 5.610.000 kr. Einn vinsælasti atvinnubíll á Íslandi undanfarin ár. Áreiðanlegur, öruggur og fæst í tveimur lengdum, fjórhjóladrifinn og í fjölda útfærslna. Volkswagen Caddy verð frá 2.590.000 kr. Transporter hefur fylgt kynslóðum af fólki sem hefur þurft á traustum og áreiðan- legum vinnuþjarki. Fulkomin stöðugleikastýring, spólvörn og sjö þrepa sjálfskipting. Volkswagen Transporter verð frá 4.180.000 kr. A nnan dag jóla árið 1979 fæddist simpansinn Júlíus, frægasti api Noregs, í dýra- garðinum í Kristiansand. Skömmu eftir fæðinguna fundu dýragarðsverðirnir hann á gólfinu þar sem móðir hans, Sanne, hafði hafnað honum. Hann var þá með mikil meiðsli á öðrum handleggn- um og fingri. Í sjónvarpi og barnabók Forstjóri dýragarðsins, Edvard Moseid, tók þá ákvörðun að leyfa Júlíusi að dveljast hjá fjölskyldu sinni um tíma en einnig fékk Júlíus að búa hjá dýralækninum William Glad. Uppvöxturinn gekk vel og Júlíusi kom vel saman við börn Moseid og Glad. Hann klæddist mannafötum, tannburstaði sig, drakk safa úr pela og hélt upp á af- mælið sitt með köku. Að Júlíus byggi hjá mönn- um spurðist fljótt út og brátt varð hann að stórstjörnu í Noregi. Árið 1981 voru gefnir út sjónvarpsþætt- ir um líf hans og einnig barnabók sem var þýdd á íslensku og margir þekkja. Þá var einnig samin barna- vísa um apann krúttlega. Fyrir flesta lýkur sögunni þarna, að minnsta kosti þá Íslendinga sem áttu bókina. Júlíus óx nú samt úr grasi eins og aðrir apar og þegar það átti að láta hann aftur til hinna simpansanna gekk sú aðlögun mjög hægt og illa. Júlíus átti nefni- lega við mikil hegðunarvandamál að stríða og lengi vel vildu hinir aparnir ekkert með hann hafa. Júl- íus var öðruvísi og einangraður. Hegðunarvandamál og sonarmissir Árið 1996 var reynt að koma hon- um saman við apynjuna Miff, sem var þá ófrísk eftir annan apa. Það gekk hins vegar mjög illa og Júlíus barði bæði Miff og nýfæddan ung- ann. Þetta harðræði orsakaði það að þau voru skilin að. Tvö skamm- líf sambönd með Dixí og Jósefínu fylgdu í kjölfarið uns hann festi loks ráð sitt með Bíní árið 2005. Þetta sama ár dó leiðtogi apahóps- ins í Kristiansand og Júlíus steig þá upp og varð leiðtoginn. Loksins virtist lífið ætla að ganga upp fyrir Júlíus. Hann eign- aðist tvö afkvæmi með Bíní, son- inn Línus og dótturina Ýr. En einn vordag árið 2012 hvarf hinn fimm ára gamli Línus. Dýragarðsvörð- urinn fór inn á stórt svæði sem aparnir höfðu til umráða og fann hann drukknaðan í díki. Sorgin var augljós í apahópnum enda hafði Línus verið hugljúfi allra. Júlíus er nú orðinn 38 ára gam- all og leiðir enn þá apaflokkinn í Kristiansand. Edvard Moseid og börnin heimsækja hann stund- um og hann þekkir þau ávallt. En hann hefur einnig átt við hegð- unarvandamál að stríða undanfar- ið, til dæmis með því að kasta sér á gluggann sem dýragarðsgestirnir horfa í gegnum. Hann er sólginn í gosdrykki, kökur og annað sætmeti og kann því að halda upp á lífið rétt eins og þegar hann var ungi og all- ur Noregur fylgdist með honum. n Frægasti api Noregs Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is Apinn Júlíus heillaði íslensk börn - Glímdi við hegðunarvandamál og aðlagaðist ekki öðrum öpum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.