Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2018, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2018, Síða 12
12 4. maí 2018fréttir Andri Snær Magnason „Vonda“ fólkið myndi kalla hann holdgerv- ing „góða“ fólksins. Hann virðist varla segja orð eða skrifa staf án þess að meina eitt- hvað með því, eitthvað djúpt, mikilvægt og gott. Margir hlusta, en ekki nógu margir til að gera hann að forseta. Andrés Magnússon og Friðjón R. Friðjónsson Af hverju kýs fjórðungur þjóðarinnar Sjálfstæð- isflokkinn? Hvern- ig ná þeir alltaf að fá fleiri atkvæði en þeir mælast með í könnunum fyrir kosningar? Það má þakka Andrési og Frið- jóni, sem eru mennirnir á bak við tjöldin í Valhöll. Þegar Sjálf- stæðisflokkurinn er í vörn, enginn í þeirra röðum svarar símum og Facebook-síð- ur vinstrimanna loga af reiði þá veistu að Andrés og Friðjón eru ekki að fara snemma að sofa. Ari Eldjárn hefur sett ný viðmið í íslensku uppistandi, allir þeir sem stíga á svið héðan í frá verða bornir saman við Ara. Og munu líklega flestir líta illa út. Útlönd vita að við erum fallegust, listræn og góð í fótbolta. Ari hefur sannað að við erum líka fyndin. Við erum allur pakkinn. Arnþrúður Karlsdóttir á greiða leið að einmana og bitrum hjörtum, sem hlusta spennt á hana og Pétur tæklar helstu mál samfélagsins. Að öllu gríni slepptu gera fáir sér grein fyrir miklu valdi stöðvarinnar. Arnþrúður stýrir útvarpsstöð sem nær alltaf einum inn í borgar- stjórn. Baltasar Kormákur Allir sammála um að allt sem hann gerir sé frábært. Jafnvel þó það sé ekki einu sinni byrjað að skjóta það. Ótví- ræður konung- ur íslenska kvikmynda- heimsins. Bjarni Benediktsson Sjarmi og huggulegheit Bjarna er það eina sem landinn „heyrir“ þegar hann svarar erfiðum spurningum. Bjarni á marga aðdáendur en margir blindast og þá sérstaklega þegar hann er með köku eða barn í fanginu. Þegar það tekst er það eins og að taka rauðu pilluna eða fylgja Lísu niður holuna. Enginn vill vita sannleikann á meðan það er góðæri. Hringdu eftir hrun. Bragi Valdimar Skúlason Ímyndaðu þér nýlegt vinsælt, íslenskt dæg- urlag með hnyttnum texta. Bragi samdi textann. Ímyndaðu þér ömurlegt lag sem átti að vera fyndið. Bragi samdi það ekki. Biggi lögga Samviska þjóðarinnar og sameiningartákn þeirra sem vilja öllum vel. Fer í taugarnar á öllum hinum. Broddi Broddason Ímyndaðu þér útvarpsfréttir og þú heyr- ir í Brodda. Röddin og talandinn er þannig að þú trúir hverju orði. Broddi tal- ar og þú hlustar. Gissur er þannig líka. Innihaldslaus löggufrétt verður eins og æsispennandi Hollywood-mynd í upplestri þessara manna. Bubbi Morthens Langstærsti karakter Íslands, með bestu lögin, bestu textana, bestu röddina og bestu sögurnar. Og nú líka bestu tístin, hann getur tíst um þornandi málningu þess vegna, það verður lesið. Dagur B. Eggertsson Glaðbeitt og brosmilt andlit kerfisins. Skip- ar starfshópa, heimsækir leikskóla, kynnir glærur, knúsar grunnskólakrakka, er ekki á plánetunni Jörð þegar allt fer til fjandans og klippir á borða þegar eitthvað á að byggja. Nútímastjórnmálamaðurinn holdi klædd- ur. Davíð Oddsson er óþreytandi við að rifja fortíðina upp með sínum hætti. Hægri menn lepja boðskap- inn upp en vinstri vængur- inn lýgur því að hann lesi ekki Moggann. Dropinn holar steininn, kannski fara fleiri en Hannes Hólmsteinn að átta sig á því hvað „raun- verulega“ gerðist í hruninu. Egill Helgason Er honum eitthvað óviðkomandi? Einn valdamesti fjölmiðlamaður landsins og sá viðkunnanlegasti. Miðlar af reynslu sinni og gerir okkur fróðari. Erpur Eyvindarson Alþýðuskáld og rappfrumkvöðull sem unga rappsenan lítur upp til í dag og hlustar á. Síðasta von kommúnista á Íslandi. Fanney Birna Jónsdóttir Umræðustjóri á RÚV sem lætur á sér kveða í Kjarnanum. Sýnir að ungar konur geta komist til áhrifa. Mikilvægt? Heldur betur. Gísli Marteinn Baldursson Þessi á hjólinu í 101 og 107 sem talar í sjón- varpinu við aðra sem eru líka á hjóli í 101 eða 107. Guð fyrir þeim sem eru á hjóli í 101 eða 107. Það er aldrei of seint að læra að hjóla og ef við dettum af baki höldum við áfram, eins og Gísli. Gunnar Smári Egilsson Foringi fátæklinganna, sem eins og Karl Th. Birgisson sagði að þegar hann hefur selt sjálfum sér hugmynd er hann óstöðv- andi. Ef hann hefði verið uppi fyrir þúsund árum þá hefði hann sennilega stofnað ný trúarbrögð og farið létt með það. Guðni Th. Jóhannesson forseti sem er bókstaflega allstaðar. Ekki láta þér bregða ef hann birtist fyrir aftan þig þegar þú ert að tann- bursta þig fyrir svefninn og hendir í eina „sjálfu“ með þér. Kennir okkur að vera góð við hvert annað og verður tek- inn í dýrlingatölu eins og Vigdís. Guðmundur Benediktsson Fyrst var það Siggi Sig, svo Bjarni Fel og nú Gummi Ben. Ef hann er ekki að lýsa leikn- um nennir fólk varla að horfa á hann. Þau stjórna því hvernig þú hugsar Þegar þau segja eitthvað, þá hlustum við, þegar þau skrifa eitthvað, þá lesum við, þegar þau gera eitthvað þá hermum við eftir. Þau móta samfélagið, af gjörðum þeirra drögum við lærdóm, góðan og slæman. Þau eru fólkið sem segir þér hvernig þú átt að hugsa!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.