Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2018, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2018, Side 14
14 4. maí 2018fréttir H ákon Hildibrand, hótel- eigandi og athafnamaður í Neskaupstað, var á ferða- lagi ásamt unnusta sín- um, Hafsteini Hafsteinssyni rit- höfundi, í Napolí á Ítalíu þegar blóðbankabíll frá Barnaspítal- anum í Napolí stoppaði hann og vildi að hann myndi gefa blóð þar sem neyðarástand hefði myndast vegna blóðskorts á spítalanum. „Þau sögðu við mig að ég væri svo feitur og rauður, svona rosa- lega blóðlegur,“ segir Hákon. Hann segist hafa verið snöggur að tilkynna þeim að hann væri samkynhneigður og mætti því ekki gefa blóð. Hákoni datt ekki í hug að hann mætti gefa blóð á Ítalíu vegna kynhneigðar sinnar. „Ég fékk bara furðusvip á mig og fylgdi spurning í framhaldi af hverju það skipti máli þótt ég væri samkynhneigður.“ Hann útskýrði fyrir læknunum og hjúkrunar- fræðingunum að á Íslandi mættu samkynhneigðir ekki gefa blóð. „Læknirinn var ekki alveg að skilja mig þar sem hann sagði að allt blóð væri skimað og skipti því kynhneigð engu máli varðandi blóðgjöf, við erum öll með sama blóðið, bara mismunandi flokka.“ Sjálfur segir Hákon að hon- um finnist fráleitt að hann megi ekki gefa blóð á Íslandi: „Ég er al- veg jafn heilbrigður og hver ann- ar Íslendingur og að það eina sem stoppi mig í að vera „gæðablóð“, eins og blóðgjafar Blóðbankans eru kallaðir, er að ég sé samkyn- hneigður. Þessu þarf að breyta strax.“ Réttur samkynhneigðra til að gefa blóð hefur margoft ver- ið ræddur á Alþingi undanfarin ár. Hildur Sverrisdóttir, varaþing- maður Sjálfstæðisflokksins og aðstoðarmaður nýsköpunarráð- herra, spurði þáverandi heil- brigðisráðherra, Óttar Proppé, árið 2017 hvort ráðherra hygðist beita sér fyrir því að þessar regl- ur yrðu rýmkaðar svo samkyn- hneigðir karlmenn gætu notið þeirra réttinda að gefa blóð. Ráð- herra svaraði þremur mánuðum síðar að honum þætti ástæða til að skoða þessar reglur, taka mið af því hvernig þær hefðu þróast og hvernig breyttar og mildari reglur hefðu reynst undanfarin ár í öðrum löndum. Um leið væri nauðsynlegt að tryggja áfram ör- yggi blóðþega. Ætlaði ráðherra að fela ráðgjafarnefnd um fagleg málefni blóðbankaþjónustu að skoða þetta mál. DV hafði sam- band við Óttar Proppé og gat hann ekki með fullri vissu svar- að því hvort að sú vinna hafi ha- fist innan nefndarinnar, þar sem stjórnarslit urðu stuttu seinna. Svipuð fyrirspurn kom einnig frá Brynhildi Pétursdóttur, þáver- andi þingmanni Bjartrar framtíð- ar, árið 2015 til þáverandi heil- briðisráðherra, Kristjáns Þórs Júlíussonar, þegar hún spurði ráðherra hver afstaða ráðherra væri til þess að veita samkyn- hneigðum körlum heimild til að gefa blóð. Ráðherra sagði að afstaða hans væri að leitað yrði leiða til að breyta gildandi regluverki svo að samkynhneigðum karlmönnum yrði heimilt að gefa blóð. Svo virðist sem ekki vanti póli- tískan vilja til að breyta þessari reglu og á síðasta landsþingi Sjálfstæðismanna í mars var sam- þykkt landsfundarályktun þar sem Sjálfstæðisflokkurinn vilji að blóðgjafar séu metnir á grund- velli heilsufars óháð kynhneigð. Ekki náðist í Svandísi Svav- arsdóttur heilbrigðisráðherra við vinnslu fréttarinnar. n Hákon fær að gefa blóð á Ítalíu en ekki á Íslandi n „Við erum öll með sama blóðið“ n Sjálfstæðismenn vilja breytingar Ari Brynjólfsson ari@dv.is Hákon Hildibrand og Hafsteinn Hafsteinsson, unnusti hans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.