Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2018, Blaðsíða 19
bleikt 194. maí 2018
E
llefu mánuðir eru liðnir
síðan Ester Eva Gunnars-
dóttir lést langt fyrir aldur
fram eftir að hafa greinst
með magakrabbamein á fjórða
stigi. Einungis þremur mánuð-
um eftir sviplegt andlát Ester-
ar, lést Gunnar Gunnarsson fað-
ir hennar úr hjartaáfalli. Óhætt
er að segja að ástvinir feðgin-
anna hafi setið eftir í sárum eft-
ir þessi stóru áföll. Á dögunum
birti Sara Dís, dóttir Gunnars og
systir Esterar, hjartnæmt mynd-
band af brúðkaupi systur sinn-
ar skömmu fyrir andlát hennar.
Þar átti hún yndislega stund með
föður sínum, systur og öðrum
nánum aðstandendum. Í samtali
við DV segist hún reyna að líta líf-
ið jákvæðum augum en hún hafi
verið lengi að átta sig á fráfalli
feðginanna.
Hélt að pabbi sinn væri í
vinnunni
„Ég var svolítið lengi að átta mig
á þessu fyrst og er eiginlega bara
nýbúin að því. Það er næstum því
ár síðan Ester dó og hálft ár síð-
an pabbi kvaddi. Í tilfelli Esterar
þá var smá aðdragandi að and-
láti hennar. Hún veiktist í janú-
ar og dó síðan í júní. Við pabbi
fórum út til hennar í maí og vor-
um alveg hjá henni síðustu þrjár
vikurnar. Það var enginn aðdrag-
andi í tilfelli pabba. Hann fékk
skyndilegt hjartaáfall og dó strax.
Ég áttaði mig einhvern veginn
ekki alveg á því, ég hélt bara að
hann væri í vinnunni.“
Sara segist hafa átt um sárt að
binda í upphafi en að hún hafi
fengið mikla hjálp frá fjölskyldu
og ættingjum til þess að komast
yfir mestu sorgina.
„Ég er búin að tala við prest
sem sérhæfir sig í sorgarferli fyr-
ir ungt fólk og hann er búinn að
hjálpa mér mjög mikið. Ester og
pabbi voru bæði ótrúlega jákvæð
og horfðu alltaf bjartsýnum aug-
um fram á veginn. Ég reyni því
að tileinka mér þessa jákvæðni
þeirra. Það má segja að ég sé að
reyna að gera það í minn-
ingu þeirra af því að ég veit
að ef ég geri það, þá eru þau
ánægð. Ég held að þetta geri
manni gott því enginn veit
hvað gerist á morgun.“
Á afmælisdegi föður
Söru þann 2. maí síðast-
liðinn ákvað Sara að setja
inn hjartnæmt myndband
úr brúðkaupi Esterar sem
haldið var á spítalanum
einungis þremur dögum
áður en hún lést. Þá var
ljóst í hvað stefndi en Est-
er og barnsfaðir hennar,
Spencer, ákváðu að gifta
sig áður en hinsta stund
hennar rann upp.
„Það voru allir á
deildinni sem hjálpuðu
okkur að gera brúðkaup-
ið eins flott og eftirminni-
legt og hægt var. Starfs-
fólkið reddaði köku og kampavíni
og þau tóku allt út úr einni stof-
unni til þess að setja upp borð
og myndir af brúðhjónunum. Við
vissum ekkert af því að þau væru
að gera þetta til þess að hjálpa
þeim og þau komu okkur á
óvart. Þetta var allt svo ótrú-
lega fallegt. Það þekktu hana
líka allir á deildinni, hún var
alltaf svo góð við alla og þetta
var virkilega erfitt fyrir alla
sem voru viðstaddir.“
Getur ekki beðið eftir að
hitta þau aftur
Við að rifja upp minningarn-
ar segist Sara vilja óska þess að
hún gæti varið afmælisdegin-
um með föður sínum en hún
huggi sig við þá tilhugsun að
systir hennar sjái um að gera
daginn góðan fyrir hann.
„Hver dagur án þeirra er svo
tómlegur og ég get ekki beðið
eftir að hitta þau aftur hinum
megin. Ég hef ekki treyst mér í
það að deila þessu persónulega
myndbandi með almenningi en
í tilefni dagsins ákvað ég að sýna
það af því að þessi dagur var svo
merkilegur, bæði fyrir pabba og
fyrir systur mína. Í þessu mynd-
bandi sést hvað lífið getur verið
ósanngjarnt en fallegt á sama tíma
og ég vona að það láti alla hugsa
hversu dýrmætt lífið er.“
Ester skildi eftir sig eiginmann-
inn Spencer og synina tvo, Óðin
Alexander og Viktor Þór, sem
voru einungis þriggja ára og níu
mánaða þegar móðir þeirra lést. n
Stofnaður var styrktarreikningur
í nafni föðursystur Esterar en hún
heitir Svanhildur Gunnarsdóttir.
Reikningurinn verður notaður sem
skólastyrkur fyrir drengina hennar
þegar þeir verða eldri.
Kennitala: 271152-5749
Reikningur: 0142-05-570531
EstEr lést 3 dögum
Eftir brúðkaup sitt
„Í þessu myndbandi sést hvað lífið getur verið ósanngjarnt en fallegt á sama tíma“
Aníta Estíva Harðardóttir
anita@pressan.is
Sara
með
föður
sínum.
Feðgin Söru Dís
þykir afar vænt
um minningarnar
úr brúðkaupinu