Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2018, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2018, Qupperneq 24
24 sport 4. maí 2018 Þ að var frábært að byrja tímabilið svona, á tveim- ur mörkum og góðum sigri. Það er bara frábært,“ sagði Sveinn Aron Guðjohnsen, tvítugur framherji Breiðabliks þegar blaðamaður settist nið- ur með honum á Kópavogsvelli í vikunni. Hann skoraði tvö mörk í sigri Blika á ÍBV í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar. Stundum hefur hann verið þekktari fyrir að vera sonur Eiðs Smára Guðjohn- sen, slíkt tal á ekki við lengur, hann er auðvitað sonur hans en hann er nú að skapa sitt eig- ið nafn í íslenskum knattspyrnu- heimi, hann fer áfram á eigin verðleikum og allt tal um föður hans og afrek hans eru óþarfi, með hæfileiks Sveins eru honum allir vegir færir. Sveinn ólst upp erlendis, fyrst í London og síðan í Barcelona með stuttu stoppi í Grikklandi. Hann ákvað að flytja heim til Íslands 17 ára gamall, hér eru vinirnir og hér virðist honum líða best. Hann gekk í raðir Breiðabliks síðasta sumar eftir fá tækifæri hjá Val. „Það var frábært að fá traustið í fyrsta leik, ég var talsvert á bekkn- um á undirbúningstímabilinu en var samt alveg að skora. Ég kom með sjálfstraust inn í mótið, geggjað að fá traustið frá þjálfar- anum og liðinu. Þetta fyrsta heila undirbúningstímabil með Blik- unum var mjög fínt, það er geggj- að að vera inni í Fífu yfir veturinn. Frábær aðstaða hérna, mér líður mjög vel í Breiðabliki. Ég er mjög ánægður hérna, mjög ánægð- ur með þennan hóp hérna. Þetta eru mjög skemmtilegir strák- ar, mjög gaman að spila fótbolta með þeim. Ég tel alveg að við get- um gert eitthvað í sumar, það eru mikil gæði í þessu liði. Við höfum allir trú á hver öðrum, við spilum ekki fyrir okkur sjálfa, við spilum fyrir hver annan og höfum gaman af því að spila saman. Það er gott, ég hef mikla trú á því að við get- um gert eitthvað.“ Hefur lært að spila sem framherji Við byrjum á að ræða um hvar Sveini líður best innan vallar, hann hefur oftar en ekki spilað sem kantmaður en í dag horf- ir hann á sig sem framherja og á því eru Ágúst Gylfason og Guð- mundur Steinarsson, þjálfarar Breiðabliks. ,,Ég veit ekki alveg af hverju ég fór að horfa á mig sem framherja, á tímabili leið mér betur á hægri kantinum. Þar sem ég fékk ekki mann í bakið, held- ur fékk að snúa og keyra á menn. Síðan fór ég að læra að fá boltann með mann í bakið, sem Gústi Gylfa og Gummi Steinars hafa hjálpað mér mjög mikið með. Þá fór mér að líða bara betur sem fremsti maður, þetta er allt ann- að en að vera úti á kanti. Mað- ur er alltaf fyrir framan mark- ið, það er geggjað. Það voru ekki bara mörkin í þessum fyrsta leik sem ég var ánægður með, líka bara hvernig ég var að fá bolt- ann í lappir og koma honum frá mér. Ég var mjög ánægður með frammistöðuna hjá okkur öllum í þessum fyrsta leik.“ Ólst upp í stærsta félagi í heimi Átta ára gamall fluttist Sveinn til Barcelona og fékk þá samn- ing hjá Barcelona, þar eru ungir leikmenn teknir inn og eftir hvert tímabil er staðan skoðuð. Margir eru látnir fara og nýir leikmenn eru teknir inn. Barcelona er eitt allra stærsta knattspyrnufélag í heimi. „Það var náttúrlega al- veg frábært, ég áttaði mig ekki á því hversu stórt þetta væri þegar ég var í Barcelona. Mér fannst þetta bara eins og ég væri að leika mér í fótbolta, mér leið alveg eins þarna og þegar ég var að koma heim á sumrin og æfa með HK. Mér fannst þetta svipað, ég átt- aði mig ekki á því hvað þetta var stórt, sem var bara kannski betra. Ég var það ungur, það var ekki fyrr en að ég fór þaðan að ég átt- aði mig á því hvað þetta var allt stórt og í raun afrek að komast þarna inn,“ sagði Sveinn og sjá má að hann horfir á þennan tíma sem frábærar minningar. Þegar hann hélt síðan heim til Íslands á sumrin lék hann alltaf með HK. Hver var ástæðan fyrir því? „Ég bjó í Álfatúni sem er hjá Fagralundi, ég fór bara þang- að því það var næst mér. Ég valdi ekkert að fara í HK, þetta var bara einfaldast. Ég fór þangað og eign- aðist vini, sem varð til þess að ég var alltaf í HK bara þegar ég var heima. Maður var alltaf hrikalega spenntur að komast heim, hitta strákana og fara á þessi mót bæði í Eyjum og á Akureyri.“ „Áttaði mig ekki á því hvað það var stórt að vera í Barcelona“ n Sveinn Aron Guðjohnsen byrjar sumarið frábærlega n Hefur lifað við pressu frá unga aldri Hörður Snævar Jónsson hoddi@433.is „Ég hef aldrei pælt neitt í því að það sé einhver pressa sem fylgir Guðjohnsen-nafn- inu en ég get alveg skilið þegar fólk býst við miklu. „Ég tók því alveg ágætlega, ég var ekkert uppi í rúmi að grenja í marga daga
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.