Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2018, Page 28
28 fólk - viðtal 4. maí 2018
frá ofbeldi framleiðandans Har-
vey Weinstein og annarra manna.
Þá bauð aðstoðarmaður borgar-
stjórans í Stokkhólmi henni inn í
sænskan #metoo-hóp og hún sá
að þær ætluðu að gera sínar sög-
ur opinberar. Hún vissi hvern-
ig landið lá á Íslandi og einnig að
margir gerðu sér ekki grein fyrir
hversu útbreidd mismununin og
ofbeldið var.
Því ákvað Heiða einn föstu-
daginn að stofna hóp fyrir ís-
lenskar stjórnmálakonur, sem
hún segir hafa verið mikla áhættu
en viðbrögðin komu henni mjög á
óvart.
„Þetta var eins og flóðbylgja.
Konurnar og sögurnar hrúguð-
ust inn í hópinn, hundruð tals-
ins, úr öllum flokkum, frá hægri
til vinstri, ungar og gamlar, og á
þriðjudeginum vorum við komn-
ar í Kastljós. Það var mjög mikill
órói í samfélaginu og ég fann að
sumir kollegar mínir urðu óróleg-
ir. Ég þekki karla sem hafa hluti á
samviskunni og margir lásu allar
sögurnar til að leita að sér.“
Heiða er augljóslega snortin
þegar hún lýsir traustinu sem hún
fékk en hún sá um að taka við
sögunum og taka persónugrein-
anlegar upplýsingar úr þeim fyrir
birtingu.
„Trúnaðurinn og traustið
sem ég fékk frá konum úr öðr-
um flokkum fannst mér sérstak-
lega aðdáunarverður. Þarna ríkti
algjör samstaða. En ég sá líka
margar sögur, kannski frá ólík-
um tímum og landshlutum, sem
voru nákvæmlega eins. Þarna er
ákveðið mynstur sem skapast og
ekki endilega auðvelt að breyta
því. Við vissum að við vorum að
taka áhættu og því hittumst við
nokkrar konur úr ólíkum flokkum
og ræddum saman fyrir þennan
Kastljósþátt. Við vissum alveg að
framtakið var ekki líklegt til að afla
okkur vinsælda innan flokkanna.“
Heiða segir að það hefði ver-
ið hægt að nafngreina karl-
ana í sögunum en þá hefði um-
ræðan hvarfast um þá og þeirra
mál. Birtingin hefði litið út sem
persónuleg árás á þá menn. En
byltingin var gerð til þess að opna
umræðuna og breyta hugsunar-
hætti fólks almennt.
„Ég veit hins vegar að ákveðn-
ir menn hafa misst sinn sess inn-
an flokka vegna sagnanna og
oft voru ólíkar konur að tala um
sama mann. Sögurnar voru auð-
vitað misalvarlegar og sumir hafa
gagnrýnt framtakið fyrir að blanda
þessu öllu saman. En sögurnar
eru allar alvarlegar og þær sýna
hvernig valdastrúktúrinn er í sam-
félaginu. Þetta er allt birtingar-
mynd af sama vandamáli, það er
að sumir telja sig hafa völd yfir
öðru fólki og beita þessum með-
ulum til þess. Mismunun, áreitni
og ofbeldi. Valdamiklir karlar hafa
alltaf haft rétt yfir konum öld-
um saman og því þarf að breyta.
Vissulega eru til dæmi um hið
gagnstæða en þau tilvik eru í mikl-
um minnihluta.“
Hræðilegar sögur
heimilisofbeldis
Eftir að stjórnmálakonurnar stigu
fram fylgdu listakonur, síðan pró-
fessorar, dómarar, prestar og fleiri
stéttir. En raddir verkakvenna
heyrðust ekki. Þessu vildi Heiða
og samstarfskonur hennar breyta
og því hefur orkan undanfarna
mánuði farið í að aðstoða þær. Í
dag eru hóparnir orðnir 33 tals-
ins en Heiða segir að sumar kon-
ur, til dæmis í viðskiptalífinu, hafi
ekki enn treyst sér til að segja sín-
ar sögur. Heiðu er mikið niðri fyrir
þegar hún segir:
„Nú er ég að skila af mér hópi
sem fjallar um heimilis- og fjöl-
skylduofbeldi og þetta er búið að
vera mjög þungt og erfitt. Þegar ég
var byrjuð hugsaði ég að kannski
þyrfti einhver sem væri sér-
menntaður í þessum málum
að taka við þessu. Margar
af þessum sögum eru svo
hræðilegar og þetta getur
endað mjög illa. Konur
eru í langmestri hættu heima hjá
sér.“
Hefur þú sjálf orðið fyrir of-
beldi?
„Já, en ég hef enga þörf fyrir að
ræða mín mál en ég hef unnið úr
því og notað kraftinn til að standa
með þolendum ofbeldis því að ég
veit að það er ofboðslega erfitt að
komast yfir þetta. En það er hægt
og að tala um það er fyrsta skrefið.“
Heiða heldur áfram og segir: „Við
þurfum að fræða fólk um þetta og
koma vitneskjunni inn í skólana.
Margt sem unglingar eru að horfa
á í dag, til dæmis í myndböndum
og klámmyndum, er ekkert annað
en hreinræktað kynferðisofbeldi
en þeir halda að þetta sé eðlilegt.
Lögreglan hefur til dæmis sagt að
strákar sem hafa verið handtekn-
ir fyrir að nauðga ungum stelpum
virðast ekki gera sér grein fyrir því
að þeir hafi framið glæp.“
Hverju hefur #metoo-byltingin
skilað?
„Hún hefur skilað miklu nú
þegar. Fólk er meðvitaðra um
vandamálið, lögum hefur ver-
ið breytt og ýmsar sam-
þykktir og aðgerðir í
borginni farið í gegn.
En þetta er algjör-
lega í okkar
höndum og
við verð-
um að
sjá til hvort alvöru breytingar verði
á samfélaginu.“
Sumum hefur sárnað að allir
karlar séu settir undir sama hatt
og gerðir ábyrgir. Hvað segir þú við
því?
„Allt samfélagið er ábyrgt. Það er
enginn að segja að karlar séu vond-
ir og konur góðar. Það eru til kon-
ur sem eru stækustu varðhundar
feðraveldisins og öflugir femínistar
sem eru karlar. Í þessu samfélagi
hafa karlar aftur á móti völd yfir
konum. Þessu verðum við að breyta
og flestir karlar eru sammála því.
#metoo er áskorun kvenna til karla
um að breyta samfélaginu því við
gerum það ekki einar.“
Stríð við Karlalistann
Allt stefnir í að framboð til borg-
arstjórnar verði sautján talsins og
eitt þeirra virðist sprottið af reiði
í garð Heiðu Bjargar og Höllu
Gunnarsdóttur, ráðgjafa Katrín-
ar Jakobsdóttur forsætisráðherra,
vegna ummæla inni í lokuðum
Facebook-hóp um forsvarsmenn
svokallaðra feðrahreyfinga sem
berjast fyrir réttindum
umgengnisforeldra.
Karlalistinn heitir fram-
boðið og Gunnar Krist-
inn Þórðarson stjórn-
sýslufræðingur fer þar
fremstur í flokki og hann
hefur deilt hart á Heiðu.
Hún virðist gáttuð þegar
framboðið ber á góma.
„Ég skil ekki hvern-
ig þetta framboð varð til og
finnst það sorglegt að karl-
ar fari í slíka vörn fyrir réttindi
feðra að þeir þurfa að ráðast á
konur og rægja nafngreindar kon-
ur hvar sem þeir kona. Það hef-
ur aldrei verið skortur á karl-
mönnum og karlkyns viðhorfum
í pólitík. Konur hafa aldrei ver-
ið í meirihluta á Alþingi og í póli-
tík, aldrei. Þeir halda ábyggilega
að þeir fái einhverja athygli út á
þessa þráhyggju af mér og Höllu.
Þeir hafa kallað það aðför að
feðrahreyfingum að ég hafi sett
„like“ við einhver ummæli í lok-
uðum hópi en mér finnst það ansi
langt seilst.“
Heiða segist hafa fulla sam-
úð með umgengnisforeldrum og
þeim sem verða fyrir tálmunum
en fráleitt að fólk geti notað þetta
sem vopn gegn femínistum. Þetta
séu tveir algjörlega ólíkir hlutir.
„Börn eiga að sjálfsögðu rétt
á að þekkja foreldra sína en ef
að barnið er í hættu þá verð-
um við að horfa á hlutina út
frá réttindum þess og ég
trúi þolendum þegar þeir
segja frá. Femínisminn
gengur út frá að jafna
rétt kynjanna, líka inni
á heimilunum og það
á við eftir skilnað líka.
Ég hefði haldið að við
og forsvarsmenn um-
gengnisforeldra vær-
um bandamenn í
þessari baráttu og
nær væri að beina
kröftum okkar fyrst
og fremst í að koma
í veg fyrir hvers
kyns ofbeldi gegn
börnum.“n
„Ég veit hins
vegar að
ákveðnir menn
hafa misst sinn
sess innan flokka
vegna sagnanna.