Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2018, Page 35

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2018, Page 35
Grillsumarið 4. maí 2018 KYNNINGARBLAÐ Kryddin frá okkur eru ómissandi í matreiðsluna hjá ykkur POTTAGALDRAR VIÐ GRILLIÐ Í ALLT SUMAR Þjóðvegaborgarinn í ekta sveitastemningu Hamborgarar skipa veglegan sess á matseðli Litlu kaffi-stofunnar og eru mjög vin- sælir og hefur Litla kaffistofan feng- ið mjög góða dóma fyrir þá. Í boði eru ostborgari, grandborgari með beikoni og eggi, beikonborgari og vegan-borgari. Fiskur og franskar eru líka vinsæll réttur af grillinu. „Ég held að fólk sæki hingað meðal annars til að losna við áreiti og þann stanslausa eril sem er á flestum stöðum í borginni. Hér er engin tónlist og engir myndskjáir. Þetta er dálítið eins og að koma í heimsókn í sveitina og gæða sér á einhverju þjóðlegu, brauði með síld, flatkökum með hangikjöti og svo framvegis. Við höfum kappkostað að varðveita þennan heimilislega og þjóðlega karakter sem ávallt hefur verið yfir Litlu kaffistofunni,“ segir Katrín Hjálmarsdóttir, sem hefur rekið Litlu kaffistofuna við Suður- landsveg síðan 1. nóvember árið 2016. „Við höldum í þetta gamla hér og erum til dæmis með kjötsúpuna og heimabakað brauð áfram. En við höfum líka bætt við tertum og kökum sem eru bakaðar á staðnum og tekið upp þann sið að vera með heimilismat í hádeginu alla virka daga ásamt súpu dagsins.“ „Í vondu veðri finnst fólki gott að gera hlé á ferðinni, setjast hérna og hvíla sig. Fjölskyldufólki finnst líka gott að koma hingað og fá sér heitt súkkulaði og vöfflu eða kaffi og með því. Þá spillir ekki fyrir að verðið er hagstætt,“ segir Katrín. Erlendum ferðamönnum fer mjög fjölgandi á Litlu kaffistofunni að hennar sögn en Íslendingar eru áfram í miklum meirihluta. Litla kaffistofan er opin frá 7 til 18 virka daga og 8 til 18 um helgar. Sjá nánar á www.facebook.com/Litla- Kaffistofan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.