Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2018, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2018, Blaðsíða 35
Grillsumarið 4. maí 2018 KYNNINGARBLAÐ Kryddin frá okkur eru ómissandi í matreiðsluna hjá ykkur POTTAGALDRAR VIÐ GRILLIÐ Í ALLT SUMAR Þjóðvegaborgarinn í ekta sveitastemningu Hamborgarar skipa veglegan sess á matseðli Litlu kaffi-stofunnar og eru mjög vin- sælir og hefur Litla kaffistofan feng- ið mjög góða dóma fyrir þá. Í boði eru ostborgari, grandborgari með beikoni og eggi, beikonborgari og vegan-borgari. Fiskur og franskar eru líka vinsæll réttur af grillinu. „Ég held að fólk sæki hingað meðal annars til að losna við áreiti og þann stanslausa eril sem er á flestum stöðum í borginni. Hér er engin tónlist og engir myndskjáir. Þetta er dálítið eins og að koma í heimsókn í sveitina og gæða sér á einhverju þjóðlegu, brauði með síld, flatkökum með hangikjöti og svo framvegis. Við höfum kappkostað að varðveita þennan heimilislega og þjóðlega karakter sem ávallt hefur verið yfir Litlu kaffistofunni,“ segir Katrín Hjálmarsdóttir, sem hefur rekið Litlu kaffistofuna við Suður- landsveg síðan 1. nóvember árið 2016. „Við höldum í þetta gamla hér og erum til dæmis með kjötsúpuna og heimabakað brauð áfram. En við höfum líka bætt við tertum og kökum sem eru bakaðar á staðnum og tekið upp þann sið að vera með heimilismat í hádeginu alla virka daga ásamt súpu dagsins.“ „Í vondu veðri finnst fólki gott að gera hlé á ferðinni, setjast hérna og hvíla sig. Fjölskyldufólki finnst líka gott að koma hingað og fá sér heitt súkkulaði og vöfflu eða kaffi og með því. Þá spillir ekki fyrir að verðið er hagstætt,“ segir Katrín. Erlendum ferðamönnum fer mjög fjölgandi á Litlu kaffistofunni að hennar sögn en Íslendingar eru áfram í miklum meirihluta. Litla kaffistofan er opin frá 7 til 18 virka daga og 8 til 18 um helgar. Sjá nánar á www.facebook.com/Litla- Kaffistofan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.