Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2018, Qupperneq 41
fólk - viðtal 414. maí 2018
„Ég verð svo hrærður við það að
lýsa þessu, því þetta sat svo rosa-
lega í mér, að sjá bróður minn, fyr-
irmyndina mína, sem er núna elsti
bróðir minn, hvað hann grét,“ bæt-
ir Sveinn við: „Mér fannst þetta
svo sárt, ég gat ekki gert neitt og ég
var bara barn. Ég var samt þannig
barn að ég gerði mér grein fyrir því
að svona væri sorgin.“
Guðfinnur settist fyrir framan
son sinn og sagði: „Sveinn minn,
hann Einar bróðir þinn, hann er
dáinn.“ „Ég hugsaði með mér:
„Ókei, dáinn … hvað þýðir það?“
Ég man að ég var svolítill kjáni,
ég stend upp, lyfti hægri hönd og
blessa eins og prestar gera en ég
vissi aldrei að prestar gerðu þetta.
Ég gaf þeim svona krossmark,
báðum, tíu ára gamall og gaf bæði
pabba og Sigga bróður mínum
blessun og segi: „Pabbi, þegar ég
verð stór ætla ég að verða prestur“
og svo labba ég út.“
Sveinn bætir við að seinna um
daginn gerði hann dálítið sérstakt.
En þá teiknaði hann myndir af at-
burðarásinni og átti móðir hans
þær teikningar í mörg ár. Þá hafði
enginn greint Sveini frá því hvað
hafði átt sér stað um borð. Kveðst
hann ekki geta útskýrt það.
„Þarna vissi ég að sorgin væri
grátur, að sorgin væri hiti, blóm
eða kertaljós og eitthvað sem
enginn þorir að segja eða tala um.
En ég settist niður og teiknaði flug-
vélina sem var komin með þrjár
kistur. Það létust tveir og ann-
ar þeirra var talinn af. Ég teikn-
aði tvær kistur, menn og rosalega
margt annað sem hafði átt sér
stað. Þá eiginlega áttaði mamma
og pabbi sig á því að ég væri of-
boðslega næmur. Mamma sagði
oft hvað ég væri líkur bróður mín-
um, með göngulag og vaxtarlag og
ýmislegt. Það var stundum erfitt
að bera það og heyra það. Ég kæmi
aldrei í stað fyrir Einar, en það
breyttist svo margt. Það breyttist
allt.“
Breyttist mikið á heimilinu eftir
bróðurmissinn?
„Algjörlega. Þessi missir
myndi ég segja að hafi rústað fjöl-
skyldunni. Við tókumst öll hvert
og eitt á við vandamál en fengum
ekki hjálp við það. Mamma fékk
enga hjálp.“
Sveinn Hjörtur bætir við:
„Þegar ég kom í skólann eftir þetta
var þögnin skerandi. Krakkarn-
ir vissu ekkert hvað átti að segja,
kennarinn ráðvilltur. Ég hefði get-
að skilað af mér auðri blaðsíðu og
fengið tíu í einkunn. Vinir mínir
vissu ekki neitt hvað átti að gera
og ég var bara út undan. Það lék
enginn við mann, en svo hægt og
rólega var farið að ræða við mann.
Svo var þetta í fjölmiðlum, sem var
erfitt. Þetta var alls staðar og það
vissu allir hvað gerðist. Þetta var
svo erfitt fyrir foreldra til að bera í
svona litlu samfélagi.“
Afdrifaríkt símtal
Seinna átti þessa sára reynsla eftir
að nýtast Sveini í starfi. Hann vann
um tíma hjá Neyðarlínunni og sér-
hæfði sig í sjálfsvígsmálum. Þá sér-
hæfði hann sig í áfallahjálp. Hann
átti eftir að koma að öðru máli sem
einnig skók íslenska þjóð. Forsíð-
ufrétt Fréttablaðsins þann 1. júní
árið 2004 var svohljóðandi: „Ell-
efu ára stúlka stungin til bana.“
Morguninn áður hafði móðir
Einars Zeppelin Hildarsonar myrt
litlu systur hans og reynt að drepa
hann. Einar tjáði sig í áhrifaríku
viðtali við Fréttablaðið árið 2015
um harmleikinn. Sveinn Hjörtur
var sá sem tók á móti símtalinu frá
móður vinar Einars.
„Á nokkrum mínútum varð
allt dimmara og dimmara og um-
fangsmeira. Frásagnir þeirra sem
voru á vettvangi, að heyra í þeim
lýsa tóminu í augum móðurinnar.
En þennan tíma hafði ég svo mikl-
ar áhyggjur af stráknum og í mörg,
mörg ár. Þetta var eina málið sem
virkilega sat í mér. Ég ákvað að
stíga til hliðar og hugsaði með mér
að þetta væri orðið of mikið.
Veikindi móta skoðanir
Sveinn er óvirkur alkóhólisti og
hefur verið án áfengis í tæplega
sex ár. Hann er fráskilinn faðir
þriggja barna. Hann er mikið með
börnin og birtir reglulega myndir á
samskiptamiðlum af sér og börn-
unum. Barátta hans við áfengi og
kynni hans af öðrum sem hafa tek-
ist á við sambærileg veikindi hafa
mótað skoðanir hans. Þannig lagði
hann mikla áherslu á það í stefnu
Miðflokksins að hlúð væri að með-
ferðarúrræðum og betrun fanga.
„Fangar koma oft út með einn
snjáðan plastpoka með eigum sín-
um. Þeir hafa engin réttindi. Það
er skelfileg staða. Við eigum öll að
fá tækifæri í lífinu.“
Hvenær byrjaðir þú í pólitík?
„Ég hef alltaf haft áhuga á póli-
tík. Ég tók fyrst þátt í starfi Fram-
sóknarflokksins. Þegar við fórum
af stað með Miðflokkinn áttaði ég
mig á því að það er miklu meira
frelsi í Miðflokknum og örugglega
öðrum flokkum líka til að láta gott
af sér leiða.“
Þú og Sigmundur Davíð, hver
eru ykkar tengsl?
„Við erum góðir félagar. Sig-
mundur er mjög góður maður. Ég
hef aldrei heyrt hann tala illa um
neinn. Hann er auðvitað umdeild-
ur en er hugsuður. Mér líkar hugs-
uðir.“
Af hverju ákvaðst þú að færa þig
yfir í Miðflokkinn?
„Mér blöskraði vinnubrögðin í
Framsókn. Ég var búinn að reyna
að útskýra fyrir laganefnd flokks-
ins og allt hvernig vinnubrögðin
væru, en flokkurinn mun aldrei
lagast. Ég treysti ekki Framsóknar-
flokknum með þeim formanni
sem er í dag.“
Þú ákvaðst að ganga til liðs við
flokk þar sem er að finna líklega
tvo af umdeildustu stjórnmála-
mönnum landsins, þá er ég að tala
um Sigmund og Vigdísi Hauks-
dóttur, oddvita Miðflokksins í
Reykjavík.
„Vigdís er gríðarlega mikill leið-
togi. Hún er góður stjórnandi og
veit alveg hvað hún er að gera. Það
er niðurnjörvað það sem hún er að
segja og hún fer yfir málin. Þetta er
allt útpælt hjá henni. Það er gam-
an að vinna með henni.“
Hverju viljið þið breyta?
„Það er svo margt. Ég hef áhuga
á velferðarmálum. Við þurfum að
breyta húsnæðismálum, málefn-
um öryrkja og heimilislausra, það
er mitt hjartans mál. Ég er að fara í
jarðarför í næstu viku hjá tveimur
einstaklingum þar sem alkóhól-
isminn tók líf og einmanaleikinn
sem fylgir félagskerfinu eins og
það er í dag getur sett fólk í gröf-
ina. Kerfið er gallað og virkar ekki
sem skyldi og einangrar fólk sem
byggði upp þetta samfélag. Það á
betra skilið.
Það er gríðarlega mikilvægt að
fólk gleymi því ekki hvernig þetta
er búið að vera, hvernig gatnakerf-
ið er, hvernig félagslegt húsnæði
er gjörsamlega í molum. Við erum
með fullt af tækifærum. Hvar ætl-
um við að enda eftir tíu til fimmt-
án ár ef það skyldi verða annað
hrun, ætlum við að búa á hótel-
um?
Ef við gerum þetta ekki núna,
þá verðum við með næstu fjögur
ár borgarstjórn sem heldur áfram
ákveðinni spillingu, eins og með
Valssvæðið og Hlíðarenda, flug-
vallarmálin og alls konar mál sem
eru algjör hneyksli. Það er óá-
sættanlegt að þessi borgarstjórn
haldi áfram. Við höfum þetta val,
það eru kosningar. Menn hugsa
kannski að þetta séu bara inn-
antóm loforð, en ég er búinn
að berjast við þetta kerfi enda-
laust og það eina sem það ger-
ir, það gerir mig sterkari. Þess
vegna er ég í pólitík í dag, mér
blöskrar og ég vil breytingar,“
segir Sveinn og hverfur svo
mörg ár aftur í tímann og er
aftur lítill ljóshærður strákur
með pabba sínum.
„Einu sinni á að-
fangadag
vöknuð-
um við snemma og pabbi er að
græja sig og segir við mömmu
að hann ætli að fara í smá hring.
Hann spyr hvort ég vilji koma
með. Pabbi var hljóður, það var
kalt, alveg ofboðslega, og pabbi
keyrir í rólegheitum á nokkra staði
og ég uppgötvaði ekki fyrr en eft-
ir á hvað hann var að gera. Hann
var að kíkja eftir utangarðsmönn-
um sem sváfu úti og hann hafði
áhyggjur af þeim, hvar þeir yrðu á
aðfangadag, var þeim kalt? Borða
þeir? Af pabba lærði ég að ef mað-
ur hefur á föt sem maður er hættur
að nota, að þá gefur maður þau.
Í Orðskviðunum stendur, 17.
kafla, 17. vers, „Vinur elskar ætíð
og í nauðum er hann sem bróðir“
og ég hef haft þetta sem leiðarljós.
Kannski er ég í einfeldni minni
að trúa þessu. En ég trúi því að á
meðan ég get hjálpað einhverjum,
vini mínum eða hvaða manneskju
sem er, ef ég get hjálpað henni
eins og ég væri bróðir hennar, þá
er það alveg nóg fyrir mig. Ég hef
tileinkað mér þetta og ég reyni eft-
ir mesta megni, hvern einasta dag,
að gera það. Stundum get ég ekki
alltaf gert það, geri ég það samt
sem áður með einhverju móti.
Þess vegna er ég í framboði og fái
ég tækifæri mun
ég reyna að
bæta okkar
litla fallega
samfélag,
og sól-
in kemur
alltaf upp
að lokum.“
n
Sveinn Hjörtur Guðfinnsson
„Hann leit fram starandi, tryllingslegu augna-
ráði. Ég hugsaði nú um það eitt að forða mér
og hljóp upp í brú og tilkynnti fyrsta stýrimanni hvað
gerst hafði.“
„Það breytist
svo margt.
Það breyttist allt
„Við erum góðir
félagar. Sig-
mundur er mjög
góður maður. Ég
hef aldrei heyrt
hann tala illa
um neinn.