Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2018, Blaðsíða 42
42 4. maí 2018
Sakamál
Var hún Stóra SyStirin frá helVíti?
n Nauðgaði og myrti þrjár unglingsstúlkur n Vildi fá meydóm í jólagjöf n Tóku ofbeldið upp á myndband n Engin sönnunargögn til staðar
A
ðfangadagur 1990
var hörmulegur dag-
ur fyrir foreldra Tammy
Homolka, 15 ára, sem bjó
í St. Catharines í Kanada. Um
miðja nótt vöknuðu foreldrarn-
ir við að elsta dóttir þeirra, Karla,
sem var 19 ára, og unnusti henn-
ar, Paul Bernardo, 25 ára, hr-
ingdu í neyðarlínuna og sögðu að
Tammy hefði kafnað í eigin ælu.
Þegar sjúkraflutningamenn komu
á vettvang var Tammy látin. Rétt-
armeinafræðingar slógu því föstu
að um slys hefði verið að ræða.
Foreldrarnir, Dorothy og Karel
Homolka, reyndu að sætta sig við
þetta og komast í gegnum lífið eft-
ir þessa erfiðu lífsreynslu.
Þau vissu ekki að Karla og
Paul höfðu gefið Tammy ban-
væna blöndu af áfengi og deyfi-
lyfi sem Karla hafði stolið á dýra-
læknastofunni sem hún starfaði
hjá. Þegar Tammy hafði misst
meðvitund nauðguðu Paul og
Karla henni og tóku óhugnaðinn
upp á myndband.
Ástæðan fyrir ofbeldinu var
að Paul vildi fá meydóm Tammy
í jólagjöf. Hann var ósáttur við að
Karla var ekki hrein mey þegar
þau kynntust tveimur árum áður.
Til að reyna að bæta fyrir það
kom Karla því til leiðar að Paul
fengi draum sinn uppfylltan, kyn-
líf með hreinni mey, 15 ára systur
hennar.
Buðu til kvöldverðar – Lík 14
ára stúlku í kjallaranum
Um miðjan júní 1991 rændi Paul
14 ára stúlku, Leslie Mahaffy, og
fór með hana heim til sín og Körlu
en þau bjuggu í Port Dalhousie.
Eins og með Tammy þá tóku þau
óhugnaðinn upp á myndband
þegar þau misþyrmdu Leslie kyn-
ferðislega og pyntuðu.
Þau bundu Leslie fasta og
bundu fyrir augu hennar. Þau gáfu
henni síðan sömu eiturblöndu og
Tammy og drápu hana.
Skömmu síðar buðu þau for-
eldrum Körlu og systur hennar,
Lori, í kvöldmat. Í kjallaranum var
lík Leslie.
Að kvöldmatnum loknum
ákváðu Karla og Paul að losa sig
við líkið og hluta það í sundur.
Paul fór í byggingarvöruverslun
og keypti sement.
Þau settu líkamshlutana í
steypu og hentu í Gibson-vatn
sem er um 18 km frá heimili
þeirra.
Þann 29. júní gengu skötuhjúin
í hjónaband. Þennan sama dag
fundu veiðimaður og sonur hans
steypuklumpana. Tennur Leslie
fundust í steypunni og því var
hægt að bera kennsl á líkið.
Enn eitt morðið
Í apríl 1992 rændu Karla og Paul 15
ára stúlku, Kristen French, á bíla-
stæði við kirkju í St. Catherines.
Þau sáu Kristen á gangi og Karla
lokkaði hana að bíl þeirra með
því að spyrja hana til vegar. Þegar
þær komu að bílnum dró Paul
upp hníf og ógnaði Kristen með
og fékk hana þannig inn í bílinn.
Foreldrar Kristen höfðu sam-
band við lögregluna þegar hún
skilaði sér ekki heim. Umfangs-
mikil leit hófst strax. Annar skór
hennar fannst á bílastæðinu og
mörg vitni höfðu séð þegar hún
var numin á brott. En því miður
gátu vitnin ekki lýst Körlu og Paul
vel eða bíl þeirra.
Þau héldu Kristen fanginni
í tvær vikur og pyntuðu hana á
sama hátt og hinar tvær stúlkurn-
ar. Þau neyddu hana til að drekka
mikið magn áfengis og gáfu
henni deyfilyf eins og hinum
stúlkunum. Þau tóku ofbeldið
oft upp á myndband.
14 dögum eftir að Krist-
en var rænt fannst lík henn-
ar í skurði við Burlington sem
er um 45 km frá þeim stað þar
sem henni var rænt.
FBI kom til aðstoðar
Lögreglan hafði ekki margar vís-
bendingar í málunum. Árið 1988,
tveimur árum áður en Tammy
var myrt, hafði óþekktur maður
ráðist á margar konur og nauðg-
að í Scarborough sem er nærri
Toronto. Árásirnar áttu sér stað
á kvöldin og vegna myrkurs gátu
konurnar ekki gefið greinargóða
lýsingu á manninum. Hann var
þó sagður hávaxinn, ljóshærður
og myndarlegur.
Kanadíska lögreglan setti sig
í samband við bandarísku alrík-
islögregluna, FBI, vegna mál-
anna og Gregg McCrary rann-
sóknarlögreglumaður var sendur
til aðstoðar. Hann útbjó prófíl af
árásarmanninum, sem var kall-
aður The Scarborough Rapist
(Scarborough-nauðgarinn). Fjöl-
miðlar birtu myndir og lýsingar
á ofbeldismanninum og í kjölfar
þess settu nokkrir vinir Paul sig í
samband við lögregluna og sögðu
að teikningin gæti vel verið af
honum.
Paul var tekinn til yfirheyrslu í
nóvember 1990. Einnig var DNA-
sýni tekið úr honum. Á þessum
tíma var DNA-tæknin alveg ný og
ekki var unnt að fá niðurstöður
DNA-rannsókna fljótt eins og nú
er hægt.
Á meðan sýnið var til rann-
sóknar fluttu Paul og Karla frá
Scarborough til foreldra hennar í
St. Catharines en um eins og hálfs
„Hvernig myndi þér líða ef þú vissir
að barnið þitt umgengst raðmorðingja?
Doktor frá Harvard skaut þrjá til bana
Þann 12. febrúar 2010 fundaði starfsfólk líffræðideildar háskólans í Alabama. Um ósköp venjulegan starfsmannafund var að ræða sem 12 einstaklingar sátu. Skyndilega stóð kvenkyns prófessor,