Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2018, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2018, Blaðsíða 45
menning 454. maí 2018 Eldjökull (e. The Terror Nobody Could Pronounce) Íslendingar eiga enga stórslysamynd þótt nægur efniviður sé í boði. Tveir atburðir í Íslandssögunni koma þar sterk- lega til greina. Eldgosið í Eyjafjallajökli yrði auðveldlega spennuþrungin stórslysamynd í höndum Baltasars Kor- máks eða Darrens Aronofsky. Fólk sagðist hata Ísland og úti um allan heim vafðist fólki tunga um tönn við að reyna að bera fram eldfjallið óg- urlega sem stöðvaði flugumferð með ógnvekjandi öskuskýi. Myrkrið helltist ekki aðeins yfir sveitina, heldur myndaði öskufallið einnig myrkur í sál okkar Íslendinga sem voru enn að melta hrunið, enda vissum við ekki þá að þetta yrði ein besta auglýsing sem landið gæti fengið. Um alla Evrópu voru flugfarþegar strandaglópar. Blessunarlega varð enginn mannskaði í náttúruhamför- unum en það er ekki nógu gott fyrir kvikmyndaframleið- endur. Handritshöfundar gætu því þurft að krydda söguna en geta þess þó að myndin væri byggð á sönnum atburð- um. Mögulega væri hægt að flétta atburði úr Skaftáreld- um, þar sem bæði menn og dýr létust í kjölfarið á móðu- harðindunum, sem áttu einnig hlutverk í því að ýta af stað frönsku byltingunni. Þá byltingu væri hægt að færa til nú- tímans þar sem verkalýðurinn er hvort sem er að fá upp í kok af auðjöfrum heimsins. Það færi vel á því að færa eld- klerkinn Jón Steingrímsson til nútímans og sýna hann í dramatískri senu stöðva gosið í Eyjafjallajökli með ákalli til æðri máttarvalda. Fannbreiðan og Fagranes (e. The Ice Inferno) Snjóflóðið í Súðavík myndi einnig ganga upp sem sögu- svið átakanlegrar stórslysamyndar, enda munu sár íslensku þjóðarinnar seint gróa vegna atburðarins. Þann 16. janú- ar 1995 féll snjóflóð á þorpið sem stendur við Álftafjörð. Af þeim tuttugu og fimm húsum á svæðinu urðu átján íbúðar- hús fyrir flóðinu. Björgunarlið, sjálfboðaliðar, lögreglu- menn og læknar voru flutt sjóleiðis og spilaði djúpbáturinn Fagranes stóran þátt í því. Fjórtán manns létust í snjóflóð- inu og tíu slösuðust, en sá síðasti sem fannst á lífi var tólf ára gamall drengur sem hafði legið í húsarústum í tæpan sólarhring. Örlög fólksins sem lenti í flóðinu og þeirra sem fyrstir voru á vettvang er efni í magnþrungna sögu sem ekki þarf á neinu kryddi frá Hollywood að halda. Hreint hjarta og „Hú“-llumhæ (e. Clap Like a Viking) Sigursögur lítilmagna þykja oft vera hollar fyrir sálina, jafn- vel þegar svonefndir sigurvegarar komast ekki alla leið, Því væri ekki óviðeigandi að kvikmynda söguna af landsliði Íslands í knattspyrnu á Evrópumeistaramótinu árið 2016. Myndin hefði alla burði til þess að verða að stórsmelli, en eflaust ekki í Bretlandi. Ef til vill gæti Michael Bay útfært eitthvað dramatískt með fótboltasenunum. Líklega þarf þó að krydda aðeins bakgrunn aðalpersóna. Gylfi Sigurðsson er til dæmis aðeins of fullkomið eintak til þess að það geti verið sannfærandi. Gylfi þyrfti helst að vera skrifaður sem drykkfelldur atvinnumaður sem er við það að leggja skóna á hilluna út af meiðslum og sífelldum agabrotum. Hann er kominn með pláss á togara og dreymir um að stofna eigin útgerð. Röð tilviljana leiðir til þess að hann fær eitt tæki- færi hjá glaðlegum landsliðsþjálfara með fullkomnar hvítar tennur og endar með því að leiða þjóð sína á HM. Sítt að aftan með söng í hjarta (e. The Mullets Conquer Europe) Það er löngu orðið tímabært að áhugi Íslendinga á Eurovision-söngvakeppninni rati á hvíta tjaldið með ein- hverjum hætti. Því er eflaust sterka sögu hægt að segja af því þegar Pálmi Gunnarsson fór, ásamt Eiríki Hauks- syni og Helgu Möller, með fyrsta framlag Íslands í keppn- ina. Atburðarásin yrði vissulega léttgeggjuð og hjartnæm saga um drauma, sítt að aftan, sönggleði og teymisvinnu hljómsveitarinnar. Ekki kæmi annað til greina en að útfæra þetta sem söngleik. Seinna meir væri hægt að skoða hug- myndina að sjálfstæðri framhaldsmynd, ef Ísland lendir einhvern daginn í fyrsta sæti í Eurovision. Til vonar og vara mætti alveg fylgja þessu eftir með kómedíu um Silvíu Nótt og þátttöku hennar í keppninni. Trúður í valdastóli (e. Clown-in-Chief) Pólitískir farsar hitta oft í mark hjá áhorfendum og væri þar tilvalið að útfæra leikna kvikmynd um framboð Jóns Gnarr til borgarstjórnar og sigurinn sem fylgdi í kjölfar baráttu hans og Besta flokksins. Lars von Trier gæti unnið ýmislegt úr þessu, jafnvel Oliver Stone. Það hafa furðulegri hlutir orðið til. Frumkvöðull í forsetann (e. First Lady) Á móti er hægt að segja sláandi brautryðjendasögu af fram- boði Vigdísar Finnbogadóttur til forseta, fyrstu konunni sem bauð sig fram og var kosin til að gegna hlutverki þjóð- höfðingja í lýðræðislegum kosningum. Jafnvel má tvinna saman sögu af ævi, lífi og feril Vigdísar við snjóflóðin á Súðavík og Flateyri, en það ár er talið hafa verið það erfið- asta á embættisferli hennar. Með framúrskarandi leikkonu í aðalhlutverkinu og beittu handriti væri verðlaunaefni hér á ferð. Pirraðir baunar, þorskastríðin og nekt í búri Sambandsslitin við Dani og stofnun lýðveldis 1944 er eitthvað sem gæti verið sniðugt að kanna með rándýru búningadrama. Hvað með að fjalla um þorskastríðin í dýnamískum þríleik frá Ridley Scott með Christopher Plu- mmer fremstan? Svo má alltaf snúa að smærri striga af gjörningi Almars Atlasonar myndlistarnema, sem dvaldi í glerkassa í Listaháskóla Íslands í heila viku, allsnakinn og borðandi það sem gestir gáfu honum. Úr þessu gæti orðið hress ádeila eða abstrakt, íslensk útgáfa af Cast Away. Möguleikarnir á efniviðum eru takmarkalausir, en nektin óneitanlega selur. Hófí (e. Memoirs of an Icelandic Beauty) Í öðru sviðsljósi má nefna Hólmfríði Karlsdóttur þegar hún tók þátt í keppninni Ungfrú heimur árið 1985 og vann stóra titilinn. Hún var þar fyrst íslenskra kvenna, en fleiri fylgdu á eftir. Helst er að nefna að aðeins þremur árum síðar hlaut Linda Pétursdóttir sama heiður og sannaði þá enn frem- ur fyrir öllum heiminum að margar af fallegustu konum heimsins kæmu frá Íslandi. Það er dramatík fólgin í því að á hátindi frægðar sinnar hafi Hófí dregið sig alfarið í hlé.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.