Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2018, Qupperneq 52
52 fólk 4. maí 2018
KETO er í raun útgáfa af lágkolvetna mataræði en gengur enn lengra og eykur þannig enn frekar líkur á ár-
angri. Markmið KETO er alveg á kristaltæru
– Það er að léttast og stórbæta heilsuna.
„Allt prógrammið er sett upp með þetta í
huga og ég reyni að hafa þetta mjög einfalt
og aðgengilegt. Bæði fróðleikshlutann
en líka uppskriftahlutann og tekur 10–30
mínútur að útbúa hverja uppskrift (korter
í flestum tilvikum) og alger lágmarksfjöldi
hráefna,“ segir Gunnar.
Hér er ein uppskrift úr 21 dags áskoruninni,
en allar frekar upplýsingar má fá á heima-
síðunni: habs.is
Athugaðu að uppskriftin er nokkuð rífleg því
ætlunin er að nota afgangana sem hluta af
uppskrift fyrir næsta dag.
Ætlað fyrir 2
Eldunartími: 20 mínútur
8 grömm af kolvetnum í einum skammti
Hitaðu ofninn í 180 gráður á blæstri.
Innihald:
n 600 g úrbeinuð læri
n kjúklingakrydd að eigin vali
n 600 g kúrbítur, skorinn í spagettí-strimla
n 1 msk. smjör
n salt og pipar
n 1 krukka grillaðar paprikur í krukku
(Jamie’s eru frábærar, fást í Krónunni)
n 1 peli rjómi
n Salt
Aðferð:
1. Byrjaðu á að steikja kjúklinginn á pönnu
í klípu af smjöri eða olíu og kryddi þar til
hann hefur brúnast vel. Skelltu honum í
eldfast mót og í 10 mínútur inn í ofninn
og kláraðu restina af réttinum á
meðan. (Athugaðu að þú þarft að
geyma um 1/3 af kjúklingnum fyrir
morgundaginn).
2. Veiddu paprikuna úr krukkunni
og settu hana í matvinnsluvél
eða blandara í 10 sekúndur. Settu
maukið á vel heita pönnu, bættu
rjómanum við og láttu
sósuna malla þangað
til kjúklingurinn er
tilbúinn. Smakkaðu til
með salti.
3. Skerðu kúrbítinn
niður með járninu,
þerraðu með eld-
húspappír og steiktu
hann síðan eldsnöggt
á pönnu í 1 mínútu í olíu
eða smá smjöri þegar
þegar kjúklingurinn er
tilbúinn. (Athugaðu að
þú þarft að geyma um
1/3 af kúrbítnum fyrir
morgundaginn)
4. Hafðu kúrbítinn neðst,
kjúklinginn þar ofan á og
sósan toppar svo.
S
jöfn Þórðardóttir, verk-
efnastjóri, ráðgjafi, blaða-
maður og formaður
menningarnefndar Sel-
tjarnarness, er einstaklega skipu-
lögð og kemst yfir margt í dagsins
önn. Við fengum Sjöfn til að deila
með okkur sínum bestu hús- og
sparnaðarráðum.
„Besta hús- og sparnaðarráð
sem ég hef tileinkað mér gegnum
ævina er gott skipulag, hvort sem
það er á heimilinu eða í vinnunni,
hvort sem það á við uppröðun í
skápum, ísskáp, matseld, veislu-
höldum, innkaupum, bókhaldi,
eða hvað eina sem þarf að huga að
á báðum vígstöðvum. Með góðu
skipulagi er allt hægt, þú gengur
að hlutunum vísum, þú ferð bet-
ur með hlutina, þú nýtir tímann
betur, kaupir aðeins það sem þig
vantar nauðsynlega og umfram
allt er það sparnaður,“ segir Sjöfn.
„Til að mynda er ég með
ákveðið skipulag hvernig ég raða
inn í skápa heimilisins, á matar-
innkaupum, tímabókunum og
bókhaldi svo dæmi séu tekin. Ég
held ávallt dagbók og skrái niður
alla dagskrárliði hvort sem það á
við vinnu, heimilisverk, viðburði,
útréttingar, líkamsrækt eða ann-
að sem til fellur og skipulegg tí-
mann minn vel. Þannig kemst ég
yfir meira en ella. Ég er til dæmis
í félagsstörfum, sit í stjórnum og
nefndum, er sjálfstætt starfandi
verkefnastjóri og á fjölskyldu og
vini sem ég nýt þess að verja góð-
um samverustundum með og það
tekur tíma að sinna þessu öllu.
Það tekst með því að halda gott
skipulag og hafa yfirsýn yfir tíma-
bókanir. Það skiptir líka máli að
forgangsraða og gera gátlista yfir
það sem þú ætlar að gera hverju
sinni.“
Innkaupalisti mikilvægur og að
fá tilboð í verk
„Mikilvægt er að gera innkaupa-
lista áður en þú ferð að kaupa inn
í matinn, með því er hægt að spara
heilmikið og enginn óþarfi keypt-
ur inn. Einnig er mikilvægt að
huga vel að öllum kostnaði sem
fylgir því að reka heimili eða við
annan rekstur og mikilvægt að fá
tilboð í öll þau verk sem þarf að
sinna. Meðal annars að fá tilboð í
tryggingar, ávallt að leitast eftir því
að hafa viðskipti við þann sem er
með hagkvæmustu tilboðin.
Eitt af mínum áhugamálum er
að elda ljúffengan mat og halda
veislu og þá er mikilvægt að huga
að öllu og er lykilatriði að vera
með góðan gátlista þegar góða
veislu skal gjöra. Það er líka mik-
ilvægt að huga að heilsunni við
matarinnkaupin og matargerðina
því slæmir ávanar og matarvenj-
ur auka líkurnar á kostnaði vegna
heilsubrests til lengri tíma litið,
það er því mikilvægt að vera
ekki skammsýnn.“
Velur gæði frekar en
magn við fatakaup
„Þegar kemur að fata-
kaupum er ég mjög
vandlát, kaupi einung-
is það sem mig vantar,
ég vel gæðin fram yfir
magnið og er iðin við
að raða saman flík-
um. Ég á það til að
kaupa mér nýja flík
sem ég veit að passar
líka við aðrar flíkur sem
ég á. Stíllinn minn er stíl-
hreinn, kvenlegur og fág-
aður og ég eltist ekki við tískuna
hverju sinni heldur það sem klæð-
ir mig vel.“ n
Hjálpa þér að halda öllu í skorðum í skúffum. Einnig
sjálflímandi filt til að klæða skúffur og filt með verjandi
efni svo ekki falli á silfur og silfurplett. Við eigum líka
fægilög, fægiklúta og ídýfulög til að hreinsa.
Sjálflímandi hnífaparaskorður
Frakkastíg 10 | Sími 551 3160 | gullkistan@vortex.is | www.thjodbuningasilfur.is
Sendum í póSt-
kröfu
Sjöfn Þórðar:
Ragna Gestsdóttir
ragna@dv.is
Bestu sparnaðarráðin mín
Uppskrift úr KETO áskorun Gunnars Más:
Úrbeinuð kjúklingalæri með paprikusósu og kúrgettí
KETO 21 dags áskorun er mataræði fyrir heila viku
sem einkaþjálfarinn Gunnar Már Kamban hefur sett
saman. KETO mataræðið hefur orðið geysilega vin-
sælt síðustu árin og verður sífellt vinsælla.
6 einföld ráð til að
halda heimilinu
snyrtilegu alla daga
Morgnar:
1Ekki fara að heiman án þess að búa um rúmið.
2Ekki skilja óhreint leirtau eftir í vaskinum. Þvoðu leirtauið sem notað
er í morgunmatnum eða skolaðu það og
settu í uppþvottavélina.
3Þurrkaðu af eldhús- og baðher-gisborðum, vöskum og krönum.
Burstaðu jafnvel klósettskálina með
klósettburstanum.
Eftirmiðdagur/kvöld:
1 Moppaðu létt yfir eldhús- og stofugólf. Það er líka snilld að eiga handryksugu
til að grípa til.
2Gakktu um með körfu og hreinsaðu upp dótið sem liggur hér og þar.
Þegar karfan er orðin full, gakktu þá frá
hlutunum á sinn stað.
3Hafðu skólatöskur og aðrar töskur tilbúnar, hús- og bíllykla, föt – allt
sem gerir morgnana auðveldari. Hengdu
upp fatnað, yfirhafnir og handklæði
sem notuð hafa verið yfir
daginn.