Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2018, Síða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2018, Síða 56
56 4. maí 2018fréttir - eyjan Á tíma kalda stríðsins var stundum grínast með að sókn sovéska hersins í gegnum Vestur-Evrópu myndi stöðvast þegar skriðdrek- arnir kæmu að stóru gatnamót- unum á þýsku hraðbrautunum. Þá myndi öll umferðin stöðvast og allt fara í hnút. Eins og staðan er í dag á þessi brandari vel við en hins vegar í hina áttina því nú á hann við um hernaðartól NATO. Umferðarmannvirki á meginlandi Evrópu eru einfaldlega ekki í stakk búin til að taka við umferð skrið- dreka, fallbyssna og hermanna og koma þessari umferð hratt og ör- ugglega á áfangastað. En það er ekki nóg með að umferðarmann- virkin geti seinkað för hernað- artóla NATO í austurátt, til að verj- ast Rússum, því landamæraeftirlit og skriffinnska er ekki til að hraða för hernaðartólanna. Þessu fengu liðsmenn frægustu skriðdrekasveitar Bandaríkjahers að kynnast á eigin skinni þann 18. júlí á síðasta ári. Þá tafðist löng lest ökutækja frá 2. riddaradeild á landamærum NATO-ríkjanna Rúmeníu og Búlgaríu. Í vefritinu Defense One er haft eftir Pat- rick Ellis, ofursta og stjórnanda deildarinnar, að í hálfan annan tíma hafi deildin setið föst á landa- mærunum í brakandi sólskini og beðið eftir að einhverjir skriffinnar stimpluðu skjölin þeirra. Í nýrri leynilegri NATO-skýr- slu, sem margir alþjóðlegir fjöl- miðlar hafa vitnað í, kemur fram að auk skriffinna á landamærum Evrópuríkja séu umferðarmann- virki ein stærsta hindrunin þegar kemur að hröðum flutningi her- liðs. Margir vegir og brýr, sem þarf að fara um, geta ekki borið þung farartækin og mikla skotfæra- flutninga. Sem dæmi má nefna að þýskur Leopard 2 skriðdreki vegur 64 tonn og því enginn hægðarleik- ur að koma slíku farartæki á milli staða ef umferðarmannvirkin eru ekki nægilega traust. Það eru aðallega Eystrasaltsrík- in sem NATO og ESB hafa áhyggj- ur af. Í kjölfar innlimunar Krím- skaga í Rússland telja Eistland, Lettland og Litháen sig vera í skot- línu Rússa. NATO hefur sent fjórar herdeildir til þessara ríkja og Pól- lands en þær eru ekki í stakk bún- ar til að hrinda rússneskri árás. Ef Rússar byrja að ógna Eystrasalts- ríkjunum þarf NATO að bregðast við með miklum hergagnaflutn- ingum og flutningi á hermönnum. Til þess að það verði unnt þarf að leysa úr vandanum með umferð- armannvirkin og tafir á landa- mærum. Efasemdir um að hægt verði að mæta rússneskri árás Í skýrslunni koma fram ákveðnar efasemdir um hvort það sé raun- verulegt að halda að hersveitir NATO geti brugðist við rússneskri árás, til dæmis á Eystrasaltsrík- in, nægilega hratt og árangursríkt eins og kveðið er á um í sáttmála NATO. NATO myndi ekki geta komið liðsauka nægilega hratt á áfanga- stað segir í skýrslunni, brýr myndu hrynja undan þungum skriðdrek- um og aðrar væru ekki nægilega háar til að herbílar gætu ekið und- ir þær. Göng væru of þröng. Þá segir að flutningar með járnbraut- arlestum væru áhættusamir. Við þetta bætist síðan skrif- finnska á borð við þá sem fyrr er getið. Eins og staðan er í dag þurfa allir hergagnaflutningar að fá samþykki í hvert sinn sem farið er yfir landamæri. Fylla þarf út fjölda skjala í hverju ríki þar sem skrá þarf raðnúmer allra skriðdreka og annarra ökutækja. Der Spiegel hafði nýlega eftir Steven Shapiro, hershöfðingja og yfirmanna birgðamála bandaríska hersins í Evrópu, að þótt að stríð brjótist út hafi það ekki sjálfkrafa í för með sér að allar þessar kröfur á landamærunum leggist strax af. Framkvæmdastjórnin skoðar málið Framkvæmdastjórn ESB ætl- ar nú að láta skoða þessi mál ofan í kjölinn. Markmiðið er að búa til einhvers konar hernað- arlegt Schengen-svæði þar sem hermenn og hernaðartól NATO geta farið nær hindrunarlaust yfir landamæri. Staðla á pappírs- vinnuna og draga úr henni. Einnig á að hrinda í fram- kvæmd umfangsmikilli greiningu á umferðarmannvirkjum sem get- ur þurft að nota við hraða flutn- inga vopna, hermanna og birgða í austurátt. Þessari greiningu á að ljúka á næsta ári. 2020 á síðan að hefjast handa við að betrumbæta umferðar- mannvirkin og það mun hafa í för með sér mikil fjárútlát úr sjóð- um ESB. Einnig á að hafa flutn- ing hernaðartóla meira í huga við hönnun umferðarmannvirkja í framtíðinni. Allt þetta er einnig liður í fyrir- ætlunum um að mynda evrópskt varnarbandalag sem á að starfa með NATO. 25 aðildarríki ESB taka þátt í þessu samstarfi, sem nefnist Pesco, en Danmörk stendur utan þess. n n ESB hugar að úrbótum NATO getur ekki brugðist nægilega hratt við innrás Rússa Kristján Kristjánsson ritstjorn@dv.is Rússneskir hermenn á Krímskaga. Mynd GEtty Steven Shapiro, hershöfðingi og yfir- manna birgðamála bandaríska hersins í Evrópu. Þýskur Leopard 2 skriðdreki á æfingu. Mynd GEtty Kanadískir hermenn á æfingu í Litháen 2016. Mynd GEtty Íslendum fjölgar – barneignum fækkar Í vikunni var greint frá því að Íslendingar væru orðnir 350 þúsund talsins. Egill bend- ir á að þegar hann fæddist hafi Íslendingar verið um helmingi færri og þjóðin afar einsleit. Innflytjendur hafi verið nánast óþekktir í æsku hans. Sá veruleiki hefur held- ur betur breyst, um 40 þús- und erlendir ríkisborgarar voru búsettir hér á landi um síðustu áramót. Öllu alvarlegri er sú stað- reynd að fæðingum barna virðist fækka hratt. Egill vís- ar í tölur sem Ágúst Ólaf- ur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, birti en þar kemur fram að í dag séu barnsfæðingar á Íslandi um 4.000 talsins. Fyrir sex árum voru þær 4.500 en 4.900 árið 2010. Telur Ágúst að hluta ástæðunnar megi rekja til erfiðs húsnæðismarkað- ar, skertra barnabóta og „ströggls“ sem ungt fólk á Ís- landi þarf að standa í. Stjórn- málin geri ekki nógu mikið fyrir ungt fólk. Egill telur þó að ástæðurn- ar séu ekki síður þær að fólk í vestrænum samfélögum er sífellt að kjósa að fresta barn- eignum, vegna náms, vinnu og einfaldlega vegna þess að fólk upplifir sig ungt miklu lengur en áður. Silfur Egils í vikunni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.