Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2018, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2018, Blaðsíða 62
62 fólk 4. maí 2018 „Heimskur hlær að eigin fyndni er mitt mottó“ Ef þú þyrftir að breyta, hvað myndirðu vilja heita annað en Sigríður og vera ann- að en spákona og skemmtikraftur? Ég er búin að breyta, ég hét Sigríður Klingenberg og heiti núna Sigga Kling. Ég er himinlifandi með þá breytingu og finnst að fólk eigi að breyta nafninu sínu ef það er að einhverju leyti pirrað út í nafnið af því að það breytir oft lífi fólks. Það skiptir öllu máli hvað fyrirtækið heitir. Ég hef hins vegar aldrei hugsað út í hvað ég ætti annað að gera. Ef ég þyrfti að breyta myndi ég vilja vera hrafn og fljúga út um allt. Hverjum líkist þú mest? Ég vil líkjast Röggu Gísla, en er líkari Roseanne Barr. Hvað halda margir um þig sem er alls ekki satt? Að ég sé opin og alltaf til í að koma í partí. Hvað finnst þér að eigi að kenna í skólum sem er ekki kennt þar núna? Mannleg samskipti, krakkar í skólum eiga að fara inn á elliheimili og aðra staði að kynna sér þá og fá einkunnir út á mannleg samskipti. Þegar þú ert 8–9 ára geturðu byrjað í þessu og ef þú færð 10 í mannlegum samskiptum, þá er þér borgið. Ef þú þyrftir að eyða 100 þúsund kalli á klukkutíma, í hvaða verslun færirðu? Apple. Það er svo auðvelt samt, ég myndi hafa þetta milljón ef ég væri með þessa spurningu, þetta er allt of lítil upphæð. Ef það væri milljón færi ég í Pennann, þeir eru með einhverjar lífsstílsvörur. Hvað viltu að standi skrifað á legstein- inum þínum? Burn Motherfucker Burn. Ég ætla ekki að hafa legstein, ég ætla að biðja dóttur mína að fara með öskuna að Hvaleyrarvatni og það verður löngu dottið úr tísku að setja þessa steinsteypuklumpa á leiði. Mín skoðun er sú að eftir að ég dey þá verði ég alls staðar og þá þarf ég ekki að vera undir einhverjum steini. Hvernig myndirðu lýsa litnum gulur fyrir blindum manni? Hiti. Ef þú mættir velja eitt lag sem yrði alltaf spilað um leið og þú gengir inn í herbergi, allt þitt líf, hvaða lag myndirðu velja? Þemalagið úr Dallas, það er yfirleitt spilað í Partíbingóinu. Hvað var í tísku þegar þú varst yngri en er það ekki lengur? Útvíðar buxur, græn Millet-úlpa og allir eins. Yfir hverju getur þú alltaf hlegið? Yfir og að sjálfri mér. Heimskur hlær að eigin fyndni er mitt mottó. Hvert er versta hrós sem þú hefur fengið? Sigga, þú lítur svo svakalega vel út svona sjötug, ég skil ekki hvernig þú ferð að þessu. Heilsarðu frægum Íslendingum úti á götu, þótt þú þekkir þá ekki persónu- lega? Ég heilsa þeim alltaf af því ég man ekki hvort ég þekki þá eða ekki. Ég heilsa öllum, brosi og segi góðan daginn. Ég ætla ekkert að setja undir mig hausinn, mér finnst óþægilegt þegar fólk lítur undan þegar það hittir mann. Og ég hrósa yfirleitt fólki í leiðinni fyrir eitthvað. Ég er lengi með: Gleðilegt sumar og Gleðileg jól. Ég æfi mig í að brosa og segja eitthvað af því mér líður betur og það kastast á mig aftur. Hvaða ósið hefur þér reynst erfið- ast að hætta? Flest allt sem ég geri er ósiður. Ég hef ekki hætt neinum ósið. Hvað í hegðun hins kynsins ruglar þig mest? Að karlmenn nenni að „tjatta“ á Facebook: „Hvað ertu að gera?“ Ég hugsa bara; Guð minn góður. Hvaða einstakling finnst þér þú þekkja, þótt þú hafir aldrei hitt hann? Donald Trump, ég veit allt um hann. Hvaða viðburð sérðu mest eftir að hafa misst af? Þegar David Bowie kom til Íslands. Hvað er löglegt í dag en verður það lík- lega ekki eftir 25 ár? Skotvopnaeign. Hver er versta vinnan sem þú hefur unnið? Að raða grænubaunadósum upp í hillu. Í hvaða íþróttagrein finnst þér að keppendur ættu að taka þátt ölvaðir? Í sem flestum. Hvaða teiknimyndapersónu myndirðu vilja eiga sem vin? Tomma í Tomma og Jenna. Hvað ættu allir að prófa að minnsta kosti einu sinni í lífinu? Vera á sviði fyrir framan tíu milljón manns. Nú labbar mörgæs með kúrekahatt inn um dyrnar hjá þér. Hvað segir hún og af hverju er hún þarna? „Ég hef villst (hvar býr hún annars?)… geturðu bent mér á hvar norðurpóllinn er?“ Hvað er fram undan um helgina? Það er fullt af gleðskap úti um allt sem ég er ráðin í. Sigga Kling, spákona og gleðigjafi, spáir fyrir landsmönnum, heldur partíbingó á Sæta svíninu öll sunnudagskvöld og er vinsæll skemmti- kraftur og fyrirlesari. Sigga sýnir lesendum DV á sér hina hliðina. hin hliðin Bókin á náttborði Guðrúnar „Ég var að ljúka við The Idiot eftir Elif Batuman, sem ég mæli ein- læglega með. Miranda July, sem er annar höfundur sem ég hrífst mjög af, hrósar bókinni á kápu: Og það er vitnað í GQ sem segir þetta eina skemmtilegustu bók sem þau hafi lesið á árinu. Ég get tekið undir það. Í næstu viku fer ég til Ítalíu, Tórínó, en þar verður tilkynnt um úrslit hinna virðulegu Strega-verðlauna, sem Auður Ava Ólafsdóttir er tilnefnd til, fyrir skáldsögu sína Ör. Af því tilefni er ég að lesa aftur uppáhaldskaflana mína úr Ör – og úr Dögum höfnunar, eftir Elenu Ferrante, til þess að komast í ítalskan fíling.“ Árleg Vorgleði Gullkistunnar verður á Kringlukránni um helgina, föstudags- og laugardagskvöld. Þar munu félagarnir í Gullkistunni stíga á svið ásamt góðum gestum og skemmta gestum með gullaldar- tónlist. Þ etta er sjöunda árið í röð hjá okkur,“ seg- ir Óttar Felix Hauks- son. „Það er regla hjá okkur að fyrstu helgina í maí er vorgleði, þá er páskahretið búið.“ Gullkistuna ásamt Ótt- ari Felix skipa Gunnar Þórðarson, Ásgeir Óskars- son og Jonni Ólafs. Sérstakir heiðursgestir á laugardags- kvöld eru Magnús Kjartans- son og Birgir Hrafnsson. „Það eru alltaf góðir gest- ir hjá okkur, í fyrra var Björg- vin Halldórsson og það er topp aðsókn hjá okkur. Fólk á öllum aldri sem hefur gam- an af sígildri 60´s tónlist, Bítlunum og fleiri góðum, en það eru margir sem heillast af þeirri tónlist.“ Magnús Kjartanson lék með Gunnari Þórðarsyni í hljóm- sveitinni Trúbrot og er einn af okk- ar ástsælustu dægurlagahöfund- um. Hann samdi meðal annars Lítill drengur, To be grateful og My friend and I. Birgir Hrafnsson lék með Gunnari Þórðarsyni í Hljóm- um sumarið 1973 auk þess að hafa leikið með Pops, Ævintýri, Svan- fríði og fleirum. Árleg vorgleði Gullkistunnar – Magnús og Birgir heiðursgestir S öngkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir hef- ur heillað landsmenn frá því hún hóf að syngja. Nú sýnir hún hæfileika sína á nýju sviði, dansinum, í þættinum Allir geta dansað. DV heyrði í móður Jóhönnu, Margréti Steindórsdóttur, og spurði: Hvað segir mamma um dótturina? „Það kemur mér ekki á óvart að Jóhönnu gangi vel í þættinum, því hún er með keppnisskap og gerir mikl- ar kröfur til sín, er metnaðar- full og gerir allt vel sem henni er falið. Henni finnst hún oft geta gert eitthvað „aðeins bet- ur“ sem er gott en krefjandi um leið. Hún er traust, hugul- söm og úrræðagóð og gott að eiga hana að. Jóhanna er ákveðin í framkomu en sanngjörn og hikar ekki að við að segja sína skoðun og standa með sjálfri sér. Nokkuð sem er ómetan- legt í þeim bransa sem hún lifir og hrærist í. Hún er sveitakona í sér, er dýravinur og náttúrubarn. Hún hefur átt hunda frá barn- æsku og stundaði hesta- mennsku og vann við ferða- mennsku í hestabransanum sem unglingur. Held að hún hafi líkamlegan styrk sinn meðal annars vegna þess. Jóhanna er mikil fjöl- skyldukona og fagurkeri, finnst gaman að hafa heimilið sitt fallegt og elskar falleg föt. Hún er yndisleg móð- ir og dóttir og við mæðgurn- ar erum miklar vinkonur, töl- umst við á hverjum degi og hittumst oft í viku.“ Hvað segir mamma Ragna Gestsdóttir ragna@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.