Morgunblaðið - 16.09.2017, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2017
Málstofa
Haldin í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins við Suðurgötu
föstudaginn 22. september 2017 milli kl. 12 og 13.30
Á vettvangi Sameinuðu þjóðanna er nú unnið að gerð nýs samnings undir hafréttar-
samningi S.þ. um verndun og sjálfbæra nýtingu líffræðilegs fjölbreytileika hafsins utan
lögsögu ríkja (BBNJ). Gert er ráð fyrir að gildissvið samningsins verði mjög rúmt og að
hann muni hugsanlega ná til alls lífs á úthafinu og á alþjóðlega hafsbotnssvæðinu.
Fjölmörgum spurningum er enn ósvarað, svo sem:
• Mun hinn nýi samningur ná til fiskveiða á úthafinu?
• Hvaða reglur munu gilda um nýtingu verðmætra erfðaauðlinda utan lögsögu ríkja?
Eftirfarandi erindi verða flutt í málstofunni:
• Tómas H. Heiðar, forstöðumaður Hafréttarstofnunar Íslands: Hvað er BBNJ?
• Matthías G. Pálsson, lögfræðingur í utanríkisráðuneytinu, formaður sendinefndar
Íslands á fundum undirbúningsnefndar um BBNJ: Staða málsins og áherslur Íslands.
• Stefán Ásmundsson, skrifstofustjóri í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu:
Fiskveiðar og BBNJ.
Málstofustjóri er Tómas H. Heiðar. Að loknum fyrirspurnum og umræðum
verður boðið upp á léttar veitingar.
Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir.
Nýr hafréttarsamningur?
Líffræðilegur fjölbreytileiki hafsins
utan lögsögu ríkja
Fyrir nokkru varð mikill hávaðivegna skipunar dómara í
Landsrétt. Mats-
nefnd, sem starfa
átti með faglegum
hætti, skilaði til-
lögum en dóms-
málaráðherra
breytti þeim til-
lögum í nokkrum
atriðum og hafði til
þess stuðning
þingsins. Og raunar var það svo að
fyrir lá að án breytinga hefði ekki
fengist stuðningur á Alþingi við
málið, ekki síst vegna þess að
ójafnvægi var á milli kynja í til-
lögum matsnefndar.
Einhverjir umsækjenda sættusig ekki við niðurstöðuna og
höfðuðu mál en höfðu ekki erindi
sem erfiði. Fyrst vísaði Hæstirétt-
ur aðalkröfunni frá og í gær var
sýknað af því sem eftir stóð.
Athygli vekur að hin fagleganefnd fær mikla gagnrýni í
dómnum í gær, en í róti gærdags-
ins týndist sú staðreynd að mestu.
Á venjulegum degi hefði hún verið
stórfrétt.
Í dómnum kemur fram að mæli-kvarðar nefndarinnar, sem
stillt var upp í Excel-skjali, hafi
orðið til þess að matið hafi verið
skakkt.
Skort hafi á efnislegt mat ástarfsreynslu umsækjenda og
meðal annars þess vegna verði að
„fallast á málsástæður stefnda [rík-
isins] um að umsögn dómnefnd-
arinnar frá 19. maí 2017, hafi verið
haldin efnislegum annmörkum.“
Í seinni tíð hefur verið töluverðtilhneiging til að taka mat fag-
legra nefnda sem óumdeilanlegan
sannleika. Ætli þessi dómur dugi
til að sýna fram á að „faglegar“
nefndir eru ekki alltaf óskeikular?
Sigríður
Andersen
Faglegt mat?
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 15.9., kl. 18.00
Reykjavík 12 skýjað
Bolungarvík 16 skýjað
Akureyri 15 skýjað
Nuuk 6 rigning
Þórshöfn 9 skýjað
Ósló 15 léttskýjað
Kaupmannahöfn 13 léttskýjað
Stokkhólmur 12 skúrir
Helsinki 12 léttskýjað
Lúxemborg 12 léttskýjað
Brussel 14 léttskýjað
Dublin 13 skúrir
Glasgow 14 skýjað
London 13 skúrir
París 14 skúrir
Amsterdam 13 skúrir
Hamborg 16 skúrir
Berlín 14 skýjað
Vín 16 léttskýjað
Moskva 12 skýjað
Algarve 26 heiðskírt
Madríd 21 léttskýjað
Barcelona 14 rigning
Mallorca 20 alskýjað
Róm 24 heiðskírt
Aþena 28 heiðskírt
Winnipeg 10 alskýjað
Montreal 20 heiðskírt
New York 25 léttskýjað
Chicago 23 heiðskírt
Orlando 29 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
16. september Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 6:55 19:51
ÍSAFJÖRÐUR 6:58 19:58
SIGLUFJÖRÐUR 6:40 19:41
DJÚPIVOGUR 6:24 19:21
Maður fórst í eldsvoða á sveitabæ á
Fljótsdalshéraði á fimmtudag.
Slökkvilið var kallað að bænum rétt
fyrir hádegi en íbúðarhúsið var þá
alelda og fannst maðurinn þar lát-
inn.
Samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglunni á Austurlandi þarf kennsla-
nefnd ríkislögreglustjóra að stað-
festa hver maðurinn er, en miklar
líkur eru taldar á að hann sé íbúi
hússins. Árangurslaus leit var gerð
að honum á fimmtudag að því er seg-
ir í tilkynningu lögreglu. Þar kemur
einnig fram að á þessari stundu sé
ekki hægt að upplýsa um nafn
mannsins. Tæknideild lögreglunnar
á höfuðborgarsvæðinu hafi þá farið
austur og rannsaki vettvang brun-
ans ásamt rannsóknardeild lögregl-
unnar á Austurlandi.
Maður fórst
í eldsvoða
Óheimilt er að
nota fullyrðingar
þess efnis að
kjúklingar á ís-
lenskum markaði,
hvort sem eru
ferskir eða frosn-
ir, séu lausir við
salmonellu. Þetta
er álit Matvæla-
stofnunar (MAST) sem segir borið
hafa á slíkum merkingum á frosnum
dönskum kjúklingum í verslunum
hér á landi. Slíkar fullyrðingar séu
villandi og gefi í skyn sérkenni sem
ekki séu til staðar.
Óheimilt er skv. reglugerð að
setja á markað kjúkling sem í hefur
greinst salmonella og eftirlit með
framleiðslu kjúklinga hér á landi
tekur mið af því að koma í veg fyrir
að slíkir kjúklingar berist á markað.
Í því skyni eru tekin sýni úr öllum
eldishópum og greinist salmonella er
þegar gripið til ráðstafana. Greinist
salmonella í sláturhópum leiðir það
til innköllunar. Að sama skapi er
þess krafist að opinbert vottorð fylgi
innfluttum kjúklingum um að þeir
séu lausir við salmonellu.
Villandi
merkingar