Morgunblaðið - 16.09.2017, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 16.09.2017, Qupperneq 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2017 ✝ Guðný Bjarna-dóttir fæddist í Vestmannaeyjum 25. apríl 1931. Hún lést á Hraunbúðum í Vestmannaeyjum 27. ágúst 2017. Foreldrar henn- ar voru Bjarni Eyjólfsson frá Skipagerði á Stokkseyri, f. 2.nóvember 1904, d. 30. janúar 1985, og Guðrún Guðjónsdóttir frá Ekru á Rangárvöllum, f. 10 ágúst 1898, d. 16 ágúst 1983. Systk- ini Guðnýjar voru Elín Lofts- dóttir, f. 1922, d. 2005, og Bjarni Guðjón Bjarnason, f. 1926, d. 2015. Hinn 24. júní 1953 giftist Guðný eftirlifandi eiginmanni sínum, Leifi Ár- sælssyni frá Vestmannaeyjum, f. 10. júlí 1931. Foreldrar hans voru Ársæll Sveinsson, f. 31. desember 1893, d. 14. apríl 1969, og Laufey Sigurð- ardóttir, f. 2. september 1895, d. 16. ágúst 1962. Börn þeirra eru: 1) Guðrún Birna Leifsdóttir f. 1951, maki Bjarni Guðjón Samúelsson, f. 1950. Börn þeirra eru a) Guðný Bjarnadóttir, f. 1971, maki Kári Höskuldsson, f. eru a) Grettir Jóhannesson, f. 1982. b) Leifur Jóhannesson, f. 1985, sambýliskona Gígja Ósk- arsdóttir, f. 1991. Barn þeirra er Eva Laufey, f. 2014. c) Guð- rún Ósk Jóhannesdóttir, f. 1992. Guðný ólst upp í Vest- mannaeyjum og bjó þar alla tíð, ef undan er skilið rúmt ár sem hún bjó í Reykjavík vegna Vestmannaeyjagossins. Hún gekk í Barna- og gagnfræða- skóla Vestmannaeyja, hluta úr vetri fór hún í Húsmæðraskóla Reykjavíkur. Hún starfaði mik- ið að félagsmálum, keppti m.a. í handbolta fyrir Íþróttafélagið Þór, var í Kvenfélaginu Líkn og Kvenfélagi Landakirkju, söng í kirkjukór Landakirkju í mörg ár og var virk í Félagi eldriborgara í Vestmanna- eyjum. Starfaði í versluninni Bjarma áður en hún fór að búa. Starfaði hjá tengdafor- eldrum sínum sem voru með vertíðarfólk. Þegar börnin komu var hún mest heimavinn- andi, fór af og til í síld og salt- fisk. Eftir að börnin fóru að heiman fór hún að vinna á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja. 1955 byggðu hjónin sér ein- býlishús að Túngötu 18, Vest- mannaeyjum en árið 1995 fluttu þau að Helgafellsbraut 23c, síðustu árin bjó hún að Hraunbúðum. Útför Guðnýjar fer fram frá Landakirkju í Vestmanna- eyjum í dag, 16. september 2017, og hefst klukkan 14. 1973. Börn þeirra eru Höskuldur Rafn, andvana fæddur 2002, Leif- ur Rafn, f. 2003, Magnús Rafn, f. 2006, og Guðrún Birna, f. 2009. b) Samúel Sveinn Bjarnason, f. 1975, maki Elín Jóhanns- dóttir f. 1979. Börn þeirra eru Bjarni Guðjón, f. 2002, Svan- hvít Birna, f. 2006, og Krist- ófer, f. 2008. c)Margrét Bjarnadóttir, f. 1981, sambýlis- maður Einar Bjarni Hall- dórsson, f. 1979. Barn þeirra er Esther Birna, f. 2016. 2) Leifur Ársæll Leifsson, f. 1955, d. 2013, maki Jóna Björgvinsdóttir, f. 1957. Börn þeirra eru a) Birgir Þór Leifs- son, f. 1976, maki Fríða Björk Sandholt, f. 1978. Börn þeirra eru Bjarki Þór, f. 2006, Steinar Örn, f. 2008, og Brynja Maren, f. 2011. b) Ívar Örn Leifsson, f. 1983, sambýliskona Linda Rak- el Jónsdóttir, f. 1988. Barn þeirra er Ólöf Braga, f. 2015. c) Rakel Ýr Leifsdóttir, f. 1994. 3) Elín Laufey Leifsdóttir, f. 1958, maki Jóhannes Óskar Grettisson, f. 1958. Börn þeirra Að missa tökin á tímanum kemur upp í hugann þegar við minnumst seinustu áranna hjá þér elsku mamma mín og tengda- mamma. Alzheimersjúkdómur- inn tók þig frá okkur, en eftir lifa árin á undan sem voru yndisleg með hjartahlýjustu konu í heimi sem vildi allt fyrir okkur gera. Hún hugsaði svo vel um pabba, okkur og börnin okkar, en börnin eiga margar og góðar minningar um ömmu sína; hún fór í alls kon- ar leiki með þeim, sem þau gleyma aldrei og geyma í hjarta sínu. Á Hraunbúðum, dvalar- heimili aldraðra í Vestmannaeyj- um, dvaldi hún sín síðustu æviár umvafin kærleika allra, sem við erum ævinlega þakklát fyrir. Þegar einhver fellur frá fyllist hjartað tómi en margur síðan mikið á í minninganna hljómi. Á meðan hjörtun mild og góð minning örmum vefur þá fær að hljóma lífsins ljóð og lag sem tilgang hefur. Ef minning geymir ást og yl hún yfir sorgum gnæfir því alltaf verða tónar til sem tíminn ekki svæfir. (Kristján Hreinsson) Elsku mamma og tengda- mamma, hafðu þökk fyrir allt og allt. Innilegar samúðarkveðjur til þín, elsku pabbi. Elín Laufey og Jóhannes. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Elsku amma, elsku elsku amma. Hvar skal byrja? Á þakklæti. Þakklæti og hlýja fer um hjörtu okkar þegar við systkinin hugsum til þín. Einstök amma þar sem góðmennskan skein skýrt í gegn, því tærasta gull kemst varla að því sem hjartað þitt var úr. Allar stundirnar með þér í leik, bæði á Túngötunni og Helgó, eru jafn einstakar og þú. Þú umvafðir okkur ást og kær- leika. Allt var leyfilegt í ömmuhúsi. Við máttum borða hvað sem var, hvenær sem var, og ef það var ekki til var amma ekki lengi að redda því, þrátt fyrir að það hafi ekki verið merkilegur hlutur. Við máttum leika hvar sem var í hús- inu, við hvað sem var, enda gerð- um við það með virðingu. Veiði- leikirnir á Túngötunni, útileguleikirnir hvar sem var, snyrtileikirnir sem eflaust skemmdu þó nokkrar lagning- arnar, augnskuggana og varalit- ina. En ef það færði okkur bros var það þess virði hjá henni. Amma átti alltaf nóg af frostp- innum, ísblómum og harðfiski sem við, oftar en ekki, gæddum okkur saman á, kúrðum og horfð- um á Tomma og Jenna. Sunnu- dagskaffið og allar þær yndislegu hefðir sem við áttum með þér, all- an ársins hring, eru okkur dýr- mætar. Eins og sést eigum við ótelj- andi margar og yndislegar minn- ingar um þig en það er óhætt að segja að stundirnar með þér við píanóið að spila og syngja saman eigi sérstakan sess í hjarta okkar. Takk amma fyrir að sýna okk- ur hvað það er að vera góð. Takk amma fyrir að sýna okkur hvað umburðarlyndi er og hvernig skal sýna það. Takk amma fyrir allar stundirnar okkar saman, sem einkennast af hlátri, gleði og öllu því góða. Aldrei labbaði mað- ur út frá þér og afa nema saddur og sæll, bæði af mat og ást þinni og umhyggju. Takk fyrir að vera amma okk- ar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Elsku afi, innilegar samúða- kveðjur til þín. Þín barnabörn, Grettir, Leifur og Guðrún Ósk. Elsku hjartans amma okkar, nú er kallið komið. Allar þær dásamlegu minningar sem við eigum um þig, bestu ömmuna, ylja okkur um hjartað nú þegar við þurfum að kveðja þig. Þú varst alltaf til í að leika við okkur, að okkar mati bakaðir þú bestu kökur bæjarins og eldaðir besta matinn. Fyrstu tóna tón- listarinnar lærðum við hjá þér, eigum við öll þá minningu þegar þú settist við píanóið með okkur og spilaðir og söngst, það var mikið glamrað á píanóið í gegn- um árin, fyrst börnin þín, barna- börn og loks langömmubörn. Þú varst svo hlý, ljúf og góð við alla, alltaf svo vel tilhöfð og glæsi- leg kona. Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau er heitast unnu þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni. Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra. Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá í hljóðri sorg og ástarþakkir færa. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Minning um góða konu, ömmu okkar, lifir í hjörtum okkar allra, við munum sakna þín. Guðný, Samúel Sveinn, Margrét og fjölskyldur. Hún var síðust þriggja systk- ina að kveðja þetta jarðlíf hún Guðný frænka. Líf hennar einkenndist af kát- ínu og góðmennsku enda var hver sem hana heimsótti ríkari af gleði að heimsókn lokinni. Hún giftist æsku ástinni sinni honum Leifi Ársælssyni ung að árum og má með sanni segja að þar leiddust saman tvær eintak- lega góðar manneskjur, sannir mannvinir. Guðný var yngst þriggja barna Guðrúnar Guðjónsdóttur og Bjarna Eyjólfssonar en hin voru Elín og Bjarni Guðjón. Það sem einkenndi þessi systkini meðal annars var góðmennska og ein- sök þörf til að taka vel á móti gestum og veita vel og hitt sem vert er að geta er hin einstaklega væntumþykja þeirra um hvert annað. Guðný var söngelsk, spilaði á píanó, söng í kirkjukór Landa- kirkju. Guðný var ekki bara músíkölsk, hún var líka einstak- ur listamaður, hún málaði t.d. á striga og keramik og framköll- uðust þar hin fallegustu mál- verk. Stundum er sorgin létt og stundum þung og svo er þegar Guðný Bjarnadóttir kveður okk- ur, þá lítum við með gleði og líka söknuði til baka. Hún var ynd- isleg manneskja sem vildi öllum vel, höfðingi heim að sækja sem naut þess að bera veitingar á borð. Guðný og Leifur áttu gott líf saman en auðvitað var það ekki alltaf auðvelt eins og gengur og gerist. Þau misstu einkason sinn Leif í bílslysi fyrir nokkrum ár- um. Eftir það má segja að al- gleymið hafi hafið innreið sína með Alzheimer-sjúkdómnum sem að endingu lagði okkar kæru frænku að velli 27. ágúst síðast- liðinn. Um leið og við þökkum Guð- nýju einstaklega góða samfylgd vottum við eftirlifandi eigin- manni Leifi Ársælssyni, börnum og barnabörnum innilega samúð okkar, megi góður guð styrkja ykkur í sorginni. Engilbert Gíslason og Bryndís Hrólfsdóttir. Elskuleg frænka, Guðný Bjarnadóttir, er nú farin á betri stað. Ég minnist þess hversu gaman var að koma í heimsókn til þín þegar þú bjóst á Túngötunni og fá að fara að leika uppi á lofti. Það var alltaf ævintýralegt. Elsku frænka, þú varst alltaf yndisleg, hjartahlý og góð. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa fengið að hafa þig í lífi mínu. Ég veit að það verður vel tekið á móti þér á nýjum stað og þar mun þér líða vel. Blessuð sé minning þín. Kristín Engilbertsdóttir. Á örfáum árum hafa þær týnt tölunni vinkonur mínar og ná- grannakonur í kringum Túngöt- una, samstarfskonur, söngfélag- ar og saumaklúbbssystur. Stundum finnst mér að ég sé orð- in ein eftir. Sú síðasta er Guðný Bjarna- dóttir sem við kveðjum í dag. Hún var glæsileg og falleg kona yst sem innst og vildi öllum gott gera, en varð fyrir því óláni að veikjast af þeim sjúkdómi, sem allir hræðast, Alzheimers. Guðný var mjög listræn í sér, málaði og bjó til myndir úr gleri fyrir utan allan saumaskap og kökugerð. Á sínum bestu árum vann hún mikið fyrir kvenfélagið Líkn, skreytti tertur einstaklega smekklega og súkkulaðið sem hún bjó til þótti afbragð. Hún vann líka heilmikið fyrir Kven- félag Landakirkju. Við sungum saman í kór Landakirkju og fór- um ásamt mökum í margar skemmti- og söngferðir innan- lands og utan. Tók hún þá oft í pí- anó ef það var á staðnum og allir tóku undir. Þetta voru dásamleg- ir tímar, sem við eldra fólkið (sem þá vorum á besta aldri) gleymum ekki og rifjuðum oft upp á góðum stundum. Síðast var hún svo farin að syngja með kór eldri borgara. Þó að hún gæti lítið tjáð sig þá gat hún samt sungið ljóð og lög ef einhverjir kórar eða söngfólk kom í heimsókn á Hraunbúðir. Hún var mikil fjölskyldu- manneskja og ófá voru boðin þar sem fjölskyldan kom saman. Hún giftist jafnaldra sínum og æskuvini, Leifi Ársælssyni út- gerðarmanni frá Fögrubrekku, og eignuðust þau þrjú börn; Guðrúnu Birnu, f. l951, Leif Ár- sæl, f. l955, og Elínu Laufeyju, f. l958, en urðu fyrir þeirri sáru sorg að missa Leif Ársæl í bíl- slysi árið 2013. Öll eru börnin mesta myndarfólk og eiga falleg börn og barnabörn. Þessi síðustu ár hafa verið erf- iður tími hjá Leifi og börnunum, en hann hefur dvalið á sjúkrahúsi frá því að Guðný veiktist. Við Guðjón sendum þeim öll- um innilegar samúðarkveðjur og þökkum áralanga vináttu. Elsku Guðný, vertu Guði falin. Hólmfríður Ólafsdóttir. Máltækið að hafa hjarta úr gulli á vel við hana Guðnýju Bjarnadóttur. Guðný var einstök kona, kona sem eru forréttindi að hafa kynnst þótt árin hafi einung- is verið rúmlega sjö. Á hverjum sunnudegi buðu Guðný og Leifur, eiginmaður hennar, til veislu á heimili sínu á Helgafellsbrautinni, þar svignaði borðstofuborðið undan kræsing- um frá húsmóðurinni. Ég var svo heppin að fá að upplifa þessar stundir hjá þeim með tengdafjöl- skyldu minni áður en þau hjónin fluttust á Hraunbúðir. Rækjubrauðtertan hennar Guðnýjar er eitthvað sem allir brauðtertuunnendur hefðu þurft að fá að smakka og rækjubrauð- tertu mun ég alltaf tengja við hana. Þegar heimsókninni lauk fylgdi Guðný gestum sínum út og stóð þar og veifaði og veifaði þangað til gestirnir voru farnir úr augsýn. Guðný var einstaklega barn- góð kona og fékk litla dóttir okk- ar Leifs, barnabarns hennar, að kynnast því. Eva Laufey og langamma náðu vel saman þótt veikindi Guðnýjar tækju sinn toll. Ekki er langt síðan þær sátu saman í bílaleik í sólskálanum á Hraunbúðum og léku sér saman og gleðin skein úr andlitum þeirra beggja. Elsku fjölskylda, mínar inni- legustu samúðarkveðjur til ykk- ar. Gígja Óskarsdóttir. Guðný Bjarnadóttir Elskuleg dóttir mín, systir okkar, mágkona og frænka, LILJA SIGURRÓS EINARSDÓTTIR, Stigahlíð 54, Reykjavík, lést laugardaginn 9. september á Land- spítalanum í Fossvogi. Útför hennar fer fram frá Seljakirkju miðvikudaginn 20. september klukkan 13. Aðalheiður Magnúsdóttir Magnús Einarsson Katrín Bárðardóttir Sesselja Einarsdóttir Óli Ólafsson Guðmundur Einarsson Elísabet Þorvaldsdóttir Gunnlaugur Einarsson Esther Gísladóttir Guðrún Einarsdóttir Þorsteinn Garðarsson Kristín Einarsdóttir Finnur Hreinsson og frændsystkini Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir, stjúpfaðir og afi, ERLENDUR GUÐMUNDSSON, fv. flugstjóri hjá Icelandair, Úthlíð 8, 105 Reykjavík, lést á heimili sínu fimmtudaginn 14. september eftir skammvinn veikindi. Jarðarförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 22. september klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Minningarsjóð líknardeildar og heimahlynningar Landspítalans. Ingunn Erna Stefánsdóttir Kristín Vala Erlendsdóttir Karl Thoroddsen Gunnlaugur P. Erlendsson Carsten Duvander Guðmundur Kr. Erlendsson Þóra H. Þorgeirsdóttir Stefán Árni Þorgeirsson Tristan E. Gribbin Halla Sólveig Þorgeirsdóttir Björn Gunnarsson Auður Rán Þorgeirsdóttir Hermann Karlsson barnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURBJÖRG HLÖÐVERSDÓTTIR frá Djúpavogi, Þingvallastræti 34, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju mánudaginn 18. september klukkan 13.30. Jón Hlöðver Áskelsson Sæbjörg Jónsdóttir Freyr Áskelsson Friðbjörg K. Hallgrímsdóttir Rósa Áskelsdóttir Hogne Steinbakk Aðalbjörg Áskelsdóttir Gísli Már Ólafsson Hörður Áskelsson Inga Rós Ingólfsdóttir Gunnhildur Áskelsdóttir Knut Jarbo Lúðvík Áskelsson Aðalheiður Ósk Sigfúsdóttir tuttugu barnabörn og þrjátíu og átta barnabarnabörn Yndisleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA JÓNA JENSDÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður til heimilis að Lyngbergi 39b, Hafnarfirði, lést á Hrafnistu laugardaginn 9. september. Útför hennar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 19. september klukkan 11. Hrafnhildur Óskarsdóttir Jens Þórisson Hafdís Óskarsdóttir Khalil Semlali Helena Óskarsdóttir Robert Scobie Helga Óskarsdóttir Christof Wehmeier Valdimar Óskarsson Lovísa Traustadóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.