Morgunblaðið - 16.09.2017, Síða 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2017
BÆJARLÍFIÐ
Sigurður Ægisson
Siglufjörður
Alþjóðleg ráðstefna um ljós-
tækni fór fram á Siglufirði fyrr á
þessu ári, nánar tiltekið í maí.
Hún bar yfirskriftina Dinamo 2017
og hana sóttu um 70 sérfræðingar
alls staðar að úr heiminum. Ný-
sköpunarmiðstöð Íslands hafði veg
og vanda af undirbúningi hennar
og skipulagningu.
Fyrsta skemmtiferðaskip
sumarsins kom til Siglufjarðar
snemma morguns 19. maí. Það var
Ocean Diamond sem lagðist að
Óskarsbryggju. Komur skemmti-
ferðaskipa hingað urðu á fjórða
tuginn í sumar.
Sama dag kom Sólberg ÓF 1
til hafnar á Siglufirði. Það var
hannað af fyrirtækinu Skipstekn-
isk í Noregi og smíðað í Tersan-
skipasmíðastöðinni í Tyrklandi.
Það er tæpir 80 metrar að lengd,
15,4 metrar á breidd og alls 3.720
brúttótonn. Rými er fyrir allt að
1.200 tonn af afurðum á brettum í
1.900 rúmmetra frystilest. Auk
þess er fullkomin mjölverksmiðja
um borð, smíðuð í Héðni hf. Skip-
inu var formlega gefið nafn við há-
tíðlega athöfn daginn eftir.
Tvær framtakssamar göngu-
konur, þær Hulda Jakobína Frið-
geirsdóttir og Gróa María Þórð-
ardóttir, tóku sig til og komu fyrir
gestabók í Hvanneyrarskál í byrj-
un sumars. Hún var sett í plast-
kassa við tröppur á suðurvegg
gula hússins sem þar stendur. Öll
þau sem leið áttu og eiga í skálina
voru og eru hvött til að rita nöfn
sín í bókina.
Fimmtudaginn 8. júní af-
hentu Bjarni og Jónas Sigurjóns-
synir Síldarminjasafninu bátinn
Kríu í minningu afa síns, Jónasar
Jónssonar Long frá Ólafsfirði. Nú
eru alls varðveittir tólf bátar í
Bátahúsinu og Krían sá langelsti.
Á þjóðhátíðardegi Íslendinga
hófst flutningur íslenskra þjóðlaga
úr turni Siglufjarðarkirkju. Tek-
inn var upp sami háttur og í
fyrrasumar þegar spilaðar voru
tvisvar á dag upptökur af söng fé-
laga úr Kvæðamannafélaginu
Rímu í Fjallabyggð. Sá flutningur
mæltist vel fyrir meðal margra og
skýr hvatning kom fram um að
þessu yrði haldið áfram. Sjón-
armiðið var að þessi alþýðutónlist
færi vel í bæ sr. Bjarna Þorsteins-
sonar þjóðlagasafnara og úr kirkj-
unni sem hann átti svo mikinn
þátt í að byggð var. Hvert lag tek-
ur nálægt einni mínútu í flutningi
kl. 12.30 og aftur kl. 18.15. Flytj-
endur eru Gústaf Daníelsson,
Svanfríður Halldórsdóttir, Sig-
urður Hlöðversson, Margrét Ás-
geirsdóttir, Þorgeir Gunnarsson,
Örlygur Kristfinnsson og nýir
þátttakendur, Haukur Orri Krist-
jánsson og Hrafn Örlygsson, taka
saman eina stemmu á föstudögum.
Þessi verður haldið áfram út sept-
ember.
Þann 11. júlí síðastliðinn sást
ránþerna (Hydroprogne caspia) í
Siglufirði, hélt meðal annars til við
Langeyrartjörnina. Um er að
ræða stærstu þernutegund í
heimi, sem aldrei áður hafði sést á
Íslandi, svo vitað sé. Í útliti og at-
ferli minnir hún á kríu, fyrir utan
það að fætur eru svartir, en ekki
rauðir. Stærðin er hins vegar í lík-
ingu við silfurmáf, lengdin 48-60
cm og vænghafið 127-145 cm.
Þetta er sumsé mikið flikki.
Þann 18. júlí í fyrra náðist
grjótkrabbi (Cancer irroratus) hér
framan við Óskarsbryggju/
Öldubrjót, sá fyrsti sem vitað er
um í Siglufirði. Um var að ræða
norður-ameríska tegund sem varð
fyrst vart við Íslandsstrendur árið
2006, í Hvalfirði. Ísland er nyrsti
og jafnframt eini þekkti fund-
arstaður hans í Evrópu til þessa.
Annar náðist svo hér við bryggju
17. júlí á þessu ári, hinn þriðji 8.
ágúst og síðan hafa fjórir bæst
við: 24. ágúst, 25. ágúst, 27. ágúst
og 31. ágúst. Tegundin er því ekk-
ert á förum héðan, að því er virð-
ist.
Vegurinn um Siglufjarð-
arskarð var lagfærður í ágúst og
þá var loksins hægt að aka þar
alla leið yfir, sem margur hafði
þráð í nokkur ár, enda útsýni það-
an mikið og sérstök upplifun að
vera þar. Var hann þó og er ein-
ungis fær vel útbúnum bifreiðum
og reyndum ökumönnum, enda
merktur sem torleiði beggja
vegna.
Mánudaginn 28. ágúst átti
Siglufjarðarkirkja 85 ára vígsluaf-
mæli. Þann 16. maí 1931 hófust
byggingarframkvæmdir og 29. júlí
var steypuvinnu lokið á veggjum
og lofti og ráðist í að steypa turn-
inn. Hinn 15. ágúst 1931 var horn-
steinninn lagður með viðhöfn en
þá var kirkjan nær fokheld. Þegar
svo Jón Helgason biskup vígði
húsið, 28. ágúst 1932, var risin hér
stærsta kirkja á Íslandi í þá daga,
að Kristskirkju í Landakoti und-
anskilinni, sem hafði verið reist
1929.
Það gránaði í efstu brúnir
siglfirsku fjallanna aðfaranótt
mánudags, 11. september, einkum
í austri og suðri. Annars hafði all-
an snjó tekið upp í Nesnúp þetta
sumarið, sem ekki er algengt, og í
Skollaskál var síðasti skaflinn við
það að hverfa, sem óvíst er að
verði úr þessu.
Siglufjörður á 100 ára kaup-
staðarafmæli 20. maí á næsta ári.
Af því tilefni verður Norræna
Strandmenningarhátíðin haldin
hér dagana 4.-8. júlí. Strandmenn-
ingarhátíðin hefur verið haldin ár-
lega frá árinu 2011 og hafa Norð-
urlöndin skipt með sér hlutverki
gestgjafa.
Á afmælisárinu er jafnframt
ráðgert að taka í notkun nýjan og
glæsilegan golfvöll í Hólsdalnum,
sem verið hefur í byggingu síðan
2012. Er um að ræða 9 holu völl,
sem mun m.a. teygja sig inn í
Skarðdalsskóg, nyrsta skóg á Ís-
landi.
Sólberg kom-
inn til hafnar
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Siglufjörður Þar er haustsvipur enda komið fram yfir miðjan september.