Morgunblaðið - 16.09.2017, Qupperneq 47
MENNING 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2017
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
„Skjóttu, þú hefur tvær mínútur!“
segir Páll Óskar Hjálmtýsson, popp-
kóngur Íslands, þegar blaðamaður
hringir í hann á föstudagsmorgni og
spyr hvort hann hafi tíma fyrir ör-
stutt viðtal. Páll Óskar er vægast
sagt önnum kafinn því hann heldur
tvenna stórtónleika í dag í Laugar-
dalshöll og verður öllu tjaldað til
þegar kemur að búningum, sviðs-
mynd, ljósum og dönsurum. Fyrri
tónleikarnir hefjast kl. 14.45 með
upphitun Áttunnar og Páll Óskar
stígur á svið kl. 15. Á seinni tónleik-
unum hefst upphitun kl. 20 og tón-
leikar Páls Óskars kl. 21.
„Stóóórkostlega,“ svarar Páll
Óskar þegar hann er spurður að því
hvernig æfingar hafi gengið. „Það er
allt klárt, allt hefur gengið framar
björtustu vonum og það eina sem ég
þarf að hugsa um núna er að röddin
sé í lagi og að ég sé sætur og svo
þarf ég bara að fara upp á svið og
elska að troða upp.“
–Hvað eru margir að vinna fyrir
þig á tónleikunum?
„Á tónleikadegi eru um 200 manns
í vinnu og núna hafa um 100 manns
verið að leggja lokahönd á sviðið í
alla nótt (fyrrinótt), ljósabúnaðinn,
tæknibúnaðinn og allt þetta. Þetta
er heljarinnar verkefni og heilmikil
áskorun fyrir alla sem koma að
þessu.“
Hver þáttur hefur sitt þema
Páll Óskar mun skarta mörgum
glæsilegum búningum á tónleik-
unum og hófst saumavinnan í mars
sl. en tónleikarnir eru í sex þáttum,
hver þáttur hefur sitt þema, sína
hönnun og liti og þ.a.l. sína búninga,
að hans sögn. „Ég skipti tónleik-
unum upp í sex þætti en ég dreifi
þessum lögum, frá 1991 til dagsins í
dag, mjög jafnt yfir tónleikana.
Þannig að lögin eru ekki flutt í sér-
stakri tímaröð,“ útskýrir hann.
–Ég hef fylgst með Facebook-
færslunum þínum frá æfingum og sú
síðasta var af LED-ljósadansi, þar
varstu að dansa og syngja innan um
unga menn sem héldu á LED-ljósa-
pípum. Hvernig gengur þér að ein-
beita þér að söngnum þegar svona
mikið er að gerast á sviðinu?
„Mér tekst að syngja því ég hef
verið syngjandi á fullu á öllum dans-
æfingunum, það var eina leiðin til að
gera þetta. Við fundum það strax að
það borgaði sig ekki að æfa dansana
í þögn vegna þess að um leið og ég
fór að syngja gleymdi ég dansspor-
unum. Þannig að eina leiðin var að
syngja sig í gegnum dansæfingarnar
og þá fer þetta í skrokkinn,“ svarar
Páll Óskar.
„Þessir tónleikar eru með risa-
stórt hjarta og það skiptir mestu
máli. Þetta er ofsalega fallegur boð-
skapur og falleg saga sem er sögð,
flott tónlist sem er löngu búin að öðl-
ast eigið líf og fallegir textar. Þess
vegna ítreka ég bara að það eina
sem ég þarf að gera núna er að gera
mig sætan, fara upp á svið og elska
að vera þar,“ segir Páll Óskar að lok-
um um tónleikana. 4.500 miðar eru í
boði á hvora tónleika og fer miðasala
fram á tix.is og í Laugardalshöll.
Heljarinnar verkefni
„Allt hefur gengið framar björtustu vonum,“ segir Páll
Óskar um æfingar fyrir stórtónleika hans í Laugardalshöll
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fagmaður Páll Óskar á generalprufu sem haldin var fyrir tónleikana í Laugardalshöll í gær.
Fjöldi viðburða verður á vegum
listahátíðarinnar Cycle í Gerð-
arsafni um helgina. Í dag kl. 13
verður listamannaspjall með
bandaríska listamanninum Andrew
Ranville þar sem hann ræðir inn-
setningu sína „Austur er vestur og
vestur er austur“, sem saman-
stendur af fánum smáríkja sem
hafa reynt og mistekist að öðlast
sjálfstæði.
Gjörningaklúbburinn, Ensemble
Adapter og tónskáldið Juliana
Hodkinson vinna á Cycle að nýju
þverfaglegu sviðsverki sem sam-
anstendur af tónlist, sviðsmynd og
áhorfendum – hugsanlega óperu.
Unnið verður að gerð verksins fyrir
opnum dyrum í Gerðarsafni í dag
og á morgun, sunnudag. Gestum er
velkomið að líta inn á framvindu, en
verkinu lýkur með gjörningi á
morgun kl. 15.
Vinnustofan Á síðasta snúningi
verður haldin í dag milli kl. 14 og
16. Sigurjón Baldur Hafsteinsson
stýrir umræðum og þátttakendur
eru Ásmundur Ásmundsson, Berg-
sveinn Þórsson, Erin Honeycutt,
Hannes Lárusson, Hildur Jørgen-
sen og Tinna Grétarsdóttir.
Alexander Koch sýningarstjóri
kynnir framtakið Bandamenn
listanna í fyrirlestri á morgun kl.
13. Bandamenn listanna er yfirlýs-
ing og aðferðafræði sem miðar að
lýðræðisvæðingu listanna. Mark-
miðið er að tengja listafólk með
beinum hætti við hvers kyns þarfir
eða úrlausnarefni samfélagsins.
Fjöldi viðburða á Cycle
Fánar Verk Ranville, Austur er
vestur og vestur er austur.
Alda Villiljós opnar í dag kl. 16 sýn-
inguna Kynusla í Galleríi 78 hjá Sam-
tökunum 78, á Suðurgötu 3 í Reykja-
vík.
„Ef kyn er einfaldlega gjörningur,
af hverju erum við alltaf að takmarka
valið á leikmununum?“ er ein af mörg-
um spurningum sem Alda Villiljós
veltir upp í sýningunni, að því er fram
kemur í tilkynningu en á sýningunni er
sjónum beint að einstaklingum undir
hinsegin regnhlífinni sem brjóta þær
ósýnilegu reglur samfélagsins sem
varða kyn og kyntjáningu.
Alda Villiljós hefur vakið nokkra at-
hygli fyrir hinsegin mannréttinda-
baráttu síðustu ár og þá sérstaklega
þegar kemur að málefnum trans- og
kynsegin fólks. „Samhliða baráttumál-
unum hefur hán unnið sem ljósmynd-
ari og hefur meðal annars unnið mikið
með hinsegin og trans upplifun í verk-
um sínum,“ segir í tilkynningu.
Við fyrstu sýn gæti áhorfandinn
fundið lítið samræmi í verkum Öldu,
enda séu myndefnin af fjölbreyttum
toga en þegar kafað sé dýpra megi sjá
bæði samspil og togstreitu milli sjálfs-
ins og hins (e. the Other). „Þannig fá
einstaklingar úr minnihlutahópum að
njóta sín í klassískum portrettum;
ójarðneskar og töfrakenndar tískufyr-
irsætur lifa í sínum eigin heimi;
draumkenndar náttúrumyndir og
borgarlandslög flæða hvert inn í annað
og gera skilin milli minninga og heim-
ilda óskýr; og inn á milli koma alger-
lega pólitísk verk sem ögra viðmiðum
og reglum samfélagsins,“ segir um
verk Öldu.
„Sjónrænt sæki ég mikinn inn-
blástur í þjóðsögur, ævintýri, goðsagn-
ir og vísindaskáldskap en efnislega
sæki ég innblásturinn aðallega í bar-
áttu manneskjunnar til að finna sér
stað í heiminum,“ segir Alda um verk
sín.
Alda lauk BA-prófi í listljósmyndun
frá Kingston University árið 2011 og
myndir háns hafa birst í ýmsum miðl-
um auk þess sem hán hefur haldið
einkasýningar og tekið þátt í samsýn-
ingum bæði á Íslandi og Englandi.
Ljósmynd/Alda Villiljós
Kynusli Alda Villiljós hefur unnið
mikið með hinsegin og trans upp-
lifun í listaverkum sínum.
Kynusli í Galleríi 78
SÝND KL. 8
SÝND KL. 8, 10.20 SÝND KL. 4, 6, 8, 10
SÝND KL. 2, 4, 6
SÝND KL. 2SÝND KL. 10.30SÝND KL. 2, 4, 6
Miðasala og nánari upplýsingar
5%
Tíska &
förðun
Fylgir Morgunblaðinu
föstudaginn 6. október
Í Tísku og förðun verður fjallað um
tískuna haust / vetur 2017 í förðun,
snyrtingu og fatnaði, fylgihlutum auk
umhirðu húðarinnar, dekur og fleira
PÖNTUN AUGLÝSINGA:
Til kl. 16 mánudaginn 2. október
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105 kata@mbl.is
SÉRBLAÐ
–– Meira fyrir lesendur