Morgunblaðið - 16.09.2017, Page 12

Morgunblaðið - 16.09.2017, Page 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2017 Byggjumvon umbetra líf Það er erfitt að meta nákvæmlega hversu margir einstaklingar búa við heimilisofbeldi á Íslandi. Staðreyndin er samt sú að á síðasta ári dvöldu 116 konur hjá Kvennaathvarfinu. Stór hluti þeirra neyddist til að snúa aftur heim í ofbeldið. Á allra vörum safnar nú fyrir byggingu nýs langtímahúsnæðis sem hjálpar konum að taka næstu skref í átt að sjálfstæðri búsetu með von um betra líf. Leggðu átakinu lið og kauptu varasett á aallravorum.is Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Gleði Hilmar brosmildur í hvíldardvöl í Álfalandi. Gleði barnanna og litlu sigrarnir eru gefandi, að sögn Margrétar Lísu, forstöðumanns Álfalands. Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Álfaland er fyrst ogfremst heimili þar sembörnum, foreldrum ogstarfsfólki líður vel. Það á að vera betra að vera en fara í Álfa- landi,“ segir Margrét Lísa Stein- grímsdóttir, þroskaþjálfi og for- stöðumaður Álfalands frá upphafi. Fyrir 30 árum hóf Álfaland starfsemi sína sem skammtímadvöl fyrir fötluð börn í heimilislegu húsi í Álfalandi í Smáíbúðahverfinu í Reykjavík. „Við erum heppin með nágranna. Það er ekki sjálfgefið,“ segir Margrét Lísa. Að sögn hennar geta börn sem falla undir sérstakan umönnunar- flokk sótt um hvíldardvöl. Kostn- aður við vistunina er greiddur af Reykjavíkurborg. „Við höfum alltaf átt stuðning Reykjavíkurborgar vís- an og átt í góðu sambandi við vel- ferðarsvið sem metur Álfaland mik- ils. Velferðarsvið hefur skilning á nauðsyn skammtímaþjónustu og styður ráðstefnu sem ISBA, al- þjóðleg grasrótarsamtök um skammtímaþjónustu fyrir allan ald- ur, halda á Íslandi haustið 2018,“ segir Margrét Lísa sem er í forsvari fyrir ISBA. Margrét Lísa segir að Álfaland eigi marga hauka í horni sem komið hafi færandi hendi. „Hringskonur hafa verið ótrúlega stórtækar. Einu sinni kom hópur nemenda úr Há- skólanum í Reykjavík færandi hendi og gaf sjónvarp með innbyggðum DVD-spilara. Þau áttu afgang úr sjóði og söfnuðu styrkjum til þess að geta fært Álfalandi nýtt sjónvarp.“ Margrét segir að daglegt líf í Álfalandi litist af því að staðurinn sé ígildi heimilis. Þar gera börnin allt það sem þau gera heima hjá sér. Þau séu sótt í skóla eða leikskóla og keyrð heim að þeim loknum. Þá taki við einhver dagskrá eða kósíheit fram að kvöldmat. „Allur matur er eldaður heima af starfsmönnum heimilisins sem sjá líka um þrif, garðinn og allt það sem þarf að gera á venjulegu heimili.“ Fánar, popp og partí Margrét Lísa segir að um helg- ar gefist tækifæri til að gera fleiri skemmtilega hluti. „Ef það er lands- leikur þá er mikil stemning, fánar, popp og partí. Börnin fá líka kósíbað og nudd. Þau geta líka legið og lesið bók ef það er það sem þau langar að gera.“ Margrét Lísa segir starfs- mannaveltu í Álfalandi sama sem enga og meðalstarfsaldur starfs- manna sé sá hæsti á velferðarsviði. „Ég þakka það samstarfsfólk- inu sem allt leggur sig fram um að gera vinnustaðinn góðan þannig að öllum líði vel. Börnum, starfsfólki og foreldrum. Við höfum lagt ríka áherslu á að vinnuumhverfið sé í lagi. Við erum sem dæmi með raf- drifin baðkör og í öllum herbergjum eru lyftur og hækkanleg rúm.“ Margrét Lísa segir að foreldrar nýti sér skammtímadvöl í Álfalandi til þess að hvíla sig og fjölskylduna. Fá pössun þegar þau þurfa að kom- ast út, því erfitt sé að fá pössun fyrir börn með flogaveiki eða miklar hegðunartruflanir til dæmis. Börnin dvelji allt frá einum sólarhring og upp í fimm. „Það er ótrúlegt að við skulum eiga 30 ára afmæli eins og við erum ung öll og lítum vel út,“ segir Mar- grét Lísa og hlær. „Við erum líka að halda upp á það í dag að viðbygg- ingin okkar er tilbúin. Það verður mikið um dýrðir. Hoppukastali, and- litsmálun, grillaðar pylsur og kaka.“ Allir þeir sem hafa verið í Álfa- landi í gegnum tíðina og ættingjar þeirra eru velkomnir. „Það væri gaman að sjá þau öll,“ segir Margrét Lísa og bætir við að hún sé mjög þakklát fyrir að hafa kynnst öllum þeim sem dvalið hafa í Álfalandi. „Við höfum þurft að sjá á eftir mörg- um og það er erfitt en það er gefandi að veita börnunum þjónustu sem lætur þeim líða betur.“ Margrét Lísa segir það ein- kenna fötluð börn hversu fölskva- laus og einlæg þau séu. „Þau eru mörg mjög erfið og geta verið hættuleg sjálfum sér og öðrum. „Það á að vera betra að vera en fara“ Álfaland, skammtímadvöl fyrir fötluð börn, fagnar 30 ára afmæli á þessu ári. Starfsemi Álfalands miðar að því að veita foreldrum og systkinum fatlaðra barna hvíld. Henni er líka ætlað að hjálpa börnum sem nýta sér dvölina til þess að leika sér í frítíma og kynnast öðrum börnum utan leikskóla og skóla. Meðan á dvöl stendur er lögð áhersla á að börnunum líði eins og heima hjá sér. Ánægðar Harpa Dís Úlfarsdóttir, móðir Bryndísar Emmu, með Margréti Lísu Steingrímsdóttur, þroskaþjálfa og forstöðumanni Álfalands til 30 ára. Heimilislegt Guðfinnur í stofunni í Álfalandi, þar er áhersla lögð á að börn- in séu eins og heima hjá sér og að aðstaða fyrir þau og starfsmenn sé góð. Að dansa er ekki aðeins bráðhollt og gott fyrir líkamann, heldur bætir það geðið svo um munar, það vita allir sem dansað hafa úr sér hverskonar leiðindi. Nú er heldur betur lag að liðka liðinn stirða, teygja sinn kropp og toga í allar áttir, hnykkja til mjöðmunum, brosa hringinn og læra ný dansspor og dansstíla, því í dag, laugardag, kl. 13 ætla Íbúasamtök miðborgar og Kramhúsið að bjóða upp í dans í Spennistöðinni, sem er félags- og menningarmiðstöð mið- borgarinnar við Austurbæjarskóla í Reykjavík og stendur á Skólavörðu- holtinu. Í tilkynningu kemur fram að danssmiðja þessi sé liður í verkefni Íbúasamtakanna Heil brú, og er að- gangur ókeypis og heimill fólki á öll- um aldri. Danssmiðjan er einstakt tækifæri fyrir alla í fjölskyldunni til að dansa saman. Öllum íbúum hverfisins gefst þarna tækifæri til að prófa dansa frá Boðið upp á ókeypis danskennslu í dag í Spennistöðinni Bollywood-dansar, Balkandans- ar, breikdans og skapandi dans Morgunblaðið/Ómar Bollywood-dansar Margrét Erla Maack leiðir hér hóp í Bollywood-dansi fyrir nokkrum árum, en slíkir dansar eru sérlega skemmtilegir og gleðjandi og dans- ararnir klæðast gjarnan litríkum indverskum klæðum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.