Morgunblaðið - 16.09.2017, Side 16
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Alger óvissa er komin upp um fram-
gang fjölmargra mála eftir fall ríkis-
stjórnarinnar sem reiknað hafði verið
með að ráðherrar myndu leggja fyrir
Alþingi í haust og vetur. Eins og fram
kom í Morgunblaðinu í gær eru sam-
tals 188 stór og smærri mál á þing-
málalista ríkisstjórnarinnar. Ekkert
þeirra er þó komið fram á Alþingi, að
fjárlagafrumvarpinu undanskildu.
Verði þing rofið og efnt til kosninga
í haust eða byrjun vetrar falla öll óaf-
greidd þingmál niður þegar þinginu
verður slitið.
Fjárlagafrumvarp ársins 2018 er
skammt á veg komið á þinginu, fyrsta
umræða hófst sl. fimmtudag og það er
ekki enn gengið til nefndar en það
„lifir“ engu að síður svo lengi sem
þetta þing stendur. Ríkisfjármála-
áætlunin sem samþykkt var á síðasta
þingi er þó áfram í fullu gildi þar til
nýr fjármálaáætlun verður samþykkt
á næsta þingi. Næsta ríkisstjórn sem
tæki við eftir kosningar er ekki bund-
in af gildandi fjármálaáætlun við gerð
nýs fjárlagafrumvarps sem leggja ber
fram og henni er skylt í upphafi ferils-
ins skv. lögum um opinber fjármál að
leggja fram bæði nýja ríkisfjármála-
stefnu og fjármálaáætlun samkvæmt
upplýsingum Helga Bernódussonar,
skrifstofustjóra Alþingis.
Gæti komið í hlut starfsstjórnar
Hver sem pólitíska atburðarásin
verður á næstu mánuðum, hvort tekst
að mynda nýja ríkisstjórn eftir kosn-
ingar eða starfsstjórn situr næstu
mánuði, þá ber skv. stjórnarskránni
að afgreiða fjárlög næsta árs fyrir
áramótin. Þá kann lítill tími að vera til
stefnu en sambærileg staða var þó
uppi eftir kosningarnar í fyrra. Þá
dróst að mynda ríkisstjórn allt til 11.
janúar og kom það í hlut Bjarna
Benediktssonar, þáverandi fjármála-
ráðherra, að leggja fram fjárlaga-
frumvarp fyrir hönd starfsstjórnar í
desember. Kom fram í máli hans að
það var í fjórða skipti í lýðveldissög-
unni sem fjárlagafrumvarp var samið
og lagt fram af starfsstjórn en áður
var það gert á árunum 1945, 1947 og
1950.
Þó að þing verði rofið og boðað til
kosninga, eins og Bjarni Benedikts-
son forsætisráðherra ætlar að leggja
til við forseta Íslands í dag, þá rofnar
ekki umboð þingmanna fyrr en á kjör-
degi og þingið gæti setið að störfum í
nokkrar vikur. Ef atburðarásin fyrir
kosningarnar í fyrra er höfð til hlið-
sjónar þá gaf forseti út forsetabréf 20.
september um að þing yrði rofið 29.
október og að almennar kosningar til
Alþingis færu fram sama dag. Alþingi
starfaði þó áfram í nokkrar vikur og
var því svo slitið 13. október 2016.
Þar sem ekki tókst að mynda nýja
ríkisstjórn var fjáragafrumvarp fyrir
árið 2017 lagt fram 6. desember og
tókst þingmönnum að afgreiða það
sem lög 22. desember.
Fjöldi mála í körfuna
og óvissa um fjárlög
Öll óafgreidd þingmál falla niður þegar þingi verður slitið
Morgunblaðið/Eggert
Í þingsal Aðeins fjórir dagar eru frá þingsetningu og ekki varð af boðuðum
þingfundi í gær eftir að ljóst varð að ríkissjórnarsamstarfið var sprungið.
16
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2017
Ríkisstjórnin fallin
Nýjar vörur frá geoSilica
Kísill Íslenskt kísilsteinefni
Recover Fyrir vöðva og taugar
Renew Fyrir húð, hár og neglur
Repair Fyrir bein og liði
Fæst í öllum helstu apótekum, heilsuvöruverslunum,
Hagkaupum, Nettó, Fjarðarkaupum og vefverslun geoSilica.
Nánari upplýsingar má finna á www.geosilica.is
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Aðdragandi þess að boðað var til
óformlegs stjórnarfundar í Bjartri
framtíð á heimili formannsins Óttars
Proppé við Garðastræti á fimmtu-
dagskvöld var skammur. Flokks-
menn höfðu rætt saman í Facebook-
hóp þá um daginn og kvöldið og lýst
óánægju með stöðu mála.
Um 50 manns mættu til fundar,
bæði almennir flokksmenn úr bak-
landinu, þingmenn Bjartrar fram-
tíðar og framkvæmdastjórn. Þar var
ákveðið að slíta stjórnarsamstarfinu
með Sjálfstæðisflokki og Viðreisn.
Innan Bjartrar framtíðar eru þó
margir þeirrar skoðunar að rík-
isstjórnarsamstarfið hafi að mestu
gengið bærilega. Þarna hafi verið
ólíkir flokkar saman í stjórn og fólk
hafi því ekki alltaf verið sammála.
„Auðvitað tekst fólk á, það er bara
hollt og gott,“ sagði einn heimildar-
manna blaðsins.
Hins vegar hafi meðferð mála er
snúa að uppreist æru og „leynd-
arhyggja“ um aðkomu föður for-
sætisráðherra að einu slíku verið
kornið sem fyllti mælinn fyrir
flokksmenn.
„Það var bara alger skortur á auð-
mýkt. Líklega er rétt að allt hafi
staðist lagalega séð en þegar fólk
veit eitthvað í tvo mánuði og situr á
því þá er trúnaðarbresturinn alger,“
sagði einn viðmælenda.
Samstarfið gekk ágætlega
Stjórnarsamstarfið hafði gengið
ágætlega þar til á fimmtudag, að
mati heimildarmanna Morgunblaðs-
ins innan Sjálfstæðisflokksins, og
ekkert benti til stjórnarslita. Vissu-
lega hafi verið skiptar skoðanir um
ýmis mál en þau ágreiningsefni sem
upp komu hafi öll verið þess eðlis að
hægt væri að leysa þau.
„Fólk gat talað sig niður á nið-
urstöðu,“ sagði einn viðmælenda.
„Maður hafði trú á að þannig yrði
það áfram.“
„Menn veittu því reyndar athygli í
eldhúsdagsumræðunum á miðviku-
dag að talsmenn Bjartrar framtíðar
og sumir talsmenn Viðreisnar voru
meira að halda ræður fyrir hönd
sinna flokka en fyrir stjórnina í
heild. En við mátum það þannig að
það væri fyrst og fremst af því þetta
eru nýir flokkar,“ sagði annar.
Viðreisn hefði viljað samtal
Ástandinu í Viðreisn er lýst þann-
ig að „gargandi óánægja“ hafi verið í
baklandinu eftir að fréttir um föður
forsætisráðherra spurðust út. Marg-
ir hafi viljað bregðast við með mun
harðari hætti en forysta flokksins.
Viðmælendur blaðsins viðurkenna
að nokkurrar óánægju hafi gætt í
flokknum með að Björt framtíð hafi
ekki rætt við Viðreisn áður en
ákveðið var að slíta stjórnarsam-
starfinu.
„Mér hefði þótt eðlilegt og heið-
arlegt að taka samtalið áður en þú
slitir samstarfinu,“ sagði einn við-
mælenda blaðsins en eins og kunn-
ugt er voru formenn Bjartrar fram-
tíðar og Viðreisnar mjög samstiga í
öllum aðgerðum við myndun rík-
isstjórnarinnar. „En þetta er
kannski bara munurinn á flokki og
hópi fólks.“
Innan Viðreisnar var búist við því
að veturinn yrði stjórnarsamstarf-
inu erfiður. Er þar til að mynda vís-
að til fyrirhugaðra aðgerða í land-
búnar- og sjávarútvegsmálum. Óvíst
hafi verið talið að eins manns meiri-
hluti stjórnarinnar myndi duga þeg-
ar reyndi á þau mál.
„Eðlilegt og heiðarlegt“ að ræða málin
Innanbúðarmenn í Viðreisn ósáttir við upphlaup Bjartrar framtíðar Bjartri framtíð lýst sem
hópi fólks, en ekki flokki Trúnaðarbresturinn alger, að mati Bjartrar framtíðar 87% vildu slíta
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Ósætti Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, á tali við fjölmiðla í
þinghúsinu í gær, eftir að ljóst var að ríkisstjórnarsamstarfinu var slitið.
Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórn-
arformaður Bjartrar framtíðar,
segir að eindregin afstaða hafi
komið fram í máli fundarmanna.
„Fundirnir okkar eru þannig
að fólk situr saman í hring og
svo er gengið á hringinn og fólk
talar í mínútu eða eina og hálfa.
Það var gert og tók einn og hálf-
an tíma. Fólki fannst mikilvægt
að fá skýra afstöðu stjórn-
arinnar fljótt og vel. Því
ákváðum við í framkvæmda-
stjórninni, sem var öll á staðn-
um, að hafa rafræna kosningu.
Niðurstaðan var afgerandi og
87% af þeim sem tóku afstöðu
vildu slíta stjórnarsamstarf-
inu,“ segir Guðlaug
„Þetta er sá háttur sem við
höfum haft á við atkvæða-
greiðslur. Þetta er fjölbreyttur
hópur sem dreifður er úti um
allt og mikilvægt að allir getið
tekið þátt í atkvæðagreiðslum.“
87% vildu
stjórnarslit
ÖRLAGARÍKUR FUNDUR
Viðræður 17 aðildarfélaga BHM við samninganefnd rík-
isins um gerð nýrra kjarasamninga eru komnar í bið-
stöðu eftir að slitnað hefur upp úr stjórnarsamstarfi
ríkisstjórnarflokkanna. Fundi forystumanna BHM með
fjármálaráðherra í gær var aflýst og aðeins eitt félag
átti fund með viðsemjendum sínum í gærmorgun um
sérmál þess. Óvissa er um framhaldið þar til fyrir liggur
hvert samningsumboð samninganefndar ríkisins er í
viðræðunum.
„Við erum eins og aðrir eiginlega bara að bíða eftir
því að það komi í ljós hvað verður og hvað stjórn-
málamennirnir ákveða og hvaða umboð fjármálaráðuneytið hefur til
áframhaldandi samningaviðræðna. Þetta tvennt þurfum við að fá að vita,“
segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM.
Biðstaða í viðræðum BHM og ríkisins
STJÓRNARSLIT HAFA ÁHRIF Á KJARAVIÐRÆÐUR
Þórunn
Sveinbjarnardóttir
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsókn-
arflokksins og fv. forsætisráðherra, segir atburði gær-
dagsins sýna að upplausnarástand sé í íslenskum stjórn-
málum. Það sem gerst hafi í gær sé að mörgu leyti
framhald atburðarásar sem hófst í fyrravor og ákvörð-
unar um að flýta síðustu kosningum. Íslensk stjórnmál
séu í upplausn og ekki sjái fyrir endann á því. Hann
hyggur á framboð fyrir flokkinn í Norðausturkjördæmi í
komandi kosningum. Útlit er fyrir að kosið verði til
þings á komandi vikum. Spurður hvort Framsóknar-
flokkurinn muni ganga sameinaður til þeirra kosninga
segir Sigmundur Davíð það verða að koma í ljós. „Það er
þó ekki hægt að neita því að flokkurinn myndi mæta talsvert sterkari til
leiks ef búið væri að gera upp ýmis mál sem komið hafa upp,“ segir Sig-
mundur og á þar við brotthvarf sitt sem forsætisráðherra og formanns-
kjörið í kjölfarið. Nánar er rætt við Sigmund á mbl.is. annalilja@mbl.is
Sigmundur Davíð áfram í sínu kjördæmi
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhann-
esson, hefur boðað formenn stjórn-
málaflokkanna á sinn fund á Bessa-
staði í dag. Forsetinn fundar fyrst
með Bjarna Benediktssyni, for-
sætisráðherra og formanni Sjálf-
stæðisflokksins, kl. 11.00. Klukkan
13.00 fundar forseti með Katrínu
Jakobsdóttur, formanni Vinstri
grænna, klukkan 13.45 á hann fund
með Birgittu Jónsdóttur, formanni
þingflokks Pírata, kl. 14.30 er fund-
ur forseta með Sigurði Inga Jó-
hannssyni, formanni Framsókn-
arflokksins, kl. 15.15 á forseti fund
með Benedikt Jóhannessyni, for-
manni Viðreisnar, kl. 16.00 hefst
fundur með Óttari Proppé, for-
manni Bjartrar framtíðar, og loks
kl. 16.45 á forseti fund með Loga
Má Einarssyni, formanni Samfylk-
ingarinnar.
Fundaröð formanna hjá forsetanum í dag