Morgunblaðið - 16.09.2017, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 16.09.2017, Qupperneq 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2017 ✝ Högni Skafta-son fæddist í Sigtúni á Fá- skrúðsfirði 30. mars 1946. Hann lést á heimili sínu á Fáskrúðsfirði 7. september 2017. Foreldrar hans voru Skafti Þór- oddsson, f. 6. jan- úar 1923, d. 24. apríl 2013, og Kristín Þórlindsdóttir, f. 16. febrúar 1923, d. 15. janúar 2008. Systkini Högna eru Arnþór Atli, f. 1947, Gunnþóra Arndís, f. 1950, Erla, f. 1954, Magnús Hafsteinn, f. 1958, og Kristján Birgir, f. 1965. Högni kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Ingeborgu Eide Hansdóttur, f. 14. júní 1947, hinn 12. september 1971 og börn þeirra eru: 1) Kristín, f. 20. f. 2014, og Haukur Berg, f. 2016. Högni og Ingeborg hófu sinn búskap í Ártúni á Fáskrúðsfirði og fluttu þaðan í hús sitt í Hlíð- argötu 18 árið 1976 og hafa búið þar síðan. Lífsstarf Högna var sjó- mennska en hana hóf hann 12 ára gamall með föður sínum. Hann hlaut skipstjórnarréttindi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1965 og við tók lang- ur og farsæll sjómannsferill þar sem Högni var lengst af skip- stjóri á togaranum Hoffelli SU 80 sem gerður var út frá Fá- skrúðsfirði. Frá 1996 til 2010 starfaði Högni í landi, fyrst sem skipaskoðunarmaður og síðar hjá álveri Alcoa á Reyðarfirði. Sjómennskan togaði ávallt í Högna og gerði hann út sinn eigin bát, Sæberg SU 112, síð- ustu æviár sín. Högni verður jarðsunginn frá Fáskrúðsfjarðarkirkju í dag, 16. september 2017, og hefst at- höfnin klukkan 14. júní 1971. Sambýlis- maður hennar er Jón Finnbogason. Börn Kristínar og Garðars Grét- arssonar eru Inge- borg Eide, f. 1996, og Arnar Eide, f. 2001. 2) Elín, f. 30. júní 1973, gift Val- geiri Hilmarssyni, f. 1967. Dætur þeirra eru Natalía, f. 2001, Kristey, f. 2003, og Heiður Helga, f. 2010. 3) Hjörv- ar Sæberg, f. 12. desember 1974, giftur Svövu Kristínu Þór- isdóttur, f. 1974. Börn þeirra eru Högni Sæberg, f. 2003, Sandra Rós, f. 2005, og Hilmir Örn, f. 2013. 4) Katrín, f. 2. apríl 1982, gift Björgvini Steinari Friðrikssyni, f. 1979. Börn þeirra eru Daníel Friðrik, f. 2005, Freyja, f. 2011, Elínborg, Elsku pabbi kvaddi okkur 7. september eftir hetjulega baráttu við krabbamein sem hann greind- ist með í sumarbyrjun. Þessi tími hefur verið afar erfiður en að sama skapi svo dýrmætur. Að fá tíma með honum í sumar, ná að spjalla við hann um það sem okk- ur lá á hjarta og geta orðið mömmu að liði, en pabbi var heima allan tímann að hans ósk. Það verður skrítið að koma á Hlíðargötuna, þar sem pabbi tók alltaf á móti okkur, annaðhvort á tröppunum eða beið í glugganum. Það lifnaði alltaf yfir honum þegar við mættum, sérstaklega þegar afabörnin voru með. Í sumar hafði hann ætlað sér að eyða tíma með þeim á trillunni sinni úti á firð- inum og veiða, en það voru hans mestu ánægjustundir. Það var svo ótrúlegt að þegar hann hitti börn- in var hann ávallt með klink í vös- unum, þurfti að losna við það og spurði hvort þau ættu ekki bauk. Pabbi var alltaf til staðar og ef eitthvað bjátaði á var hann fyrstur til að bjóða okkur systkinunum aðstoð. Það var gott að leita til hans og vildi hann allt fyrir okkur gera. Fyrir það verðum við hon- um ævinlega þakklát. Þó að við vissum í hvað stefndi voru fréttirnar af andláti pabba óbærilega erfiðar. Það er svo erf- itt að sleppa takinu en um leið mikill léttir að þurfa ekki lengur að horfa upp á þjáningar hans. Mamma er kletturinn okkar og munum við í sameiningu takast á við missinn og sorgina. Við mun- um halda minningu pabba á lofti, margs er að minnast. Þegar við systkinin hittumst getum við rifj- að upp hversu mikill húmoristi hann var, hann glataði ekki glettninni í veikindum sínum og gat slegið á létta strengi fram á síðustu stundu. Gott verður að geta brosað gegnum tárin. Hvíldu í friði, elsku pabbi. Kristín, Elín, Hjörvar og Katrín. Þakklæti er það sem kemur fyrst upp í hugann þegar ég sest niður og hugsa til þín. Frá því að ég hitti þig fyrst hef ég alltaf verið hluti af fjölskyldunni ykkar, eins og þú sagðir við mig eitt sinn, ein af stelpunum þínum. Þú hafðir góða nærveru, varst traustur og ávallt hægt að leita til þín. Jafnan var stutt í húmorinn og eigum við margar góðar minningar saman, ekki síst þegar þið Ingeborg vor- uð að koma til okkar þegar við bjuggum í London. Það varð okk- ur öllum mjög dýrmætur tími, ekki síst krökkunum. Það verður erfitt að geta ekki sest niður með þér, spjallað og fengið sér einn kaldan, eins og svo oft var gert í ferðunum ykkar úti. Við Hjörvar munum einn daginn koma við á uppáhaldsstað þínum, á Hvíta svaninum við Thames-ána, og þá verður skálað fyrir þér! Eftirminnileg er Spánarferðin okkar þar sem einn dagur var tek- inn í vatnsrennibrautagarði. Þú fórst með barnabörnunum í flest- ar brautirnar og hafðir ekki síður gaman að öllu saman og gast svo hlegið að vitleysunni í sjálfum þér. Þú varst svo stoltur af bátnum þínum, sem þú máttir líka vera, enda búinn að nostra við hann frá því að þú fékkst hann fyrir nokkr- um árum. Barnabörnin áttu margar góðar stundir með þér á honum að veiða fisk. Við hefðum öll viljað fá meiri tíma með þér en ég veit að þér líð- ur betur þar sem þú ert núna. Ég er þakklát fyrir allar góðu stund- irnar og mun rifja þær upp reglu- lega með börnum okkar. Þín verður sárt saknað, þykir vænt um þig og Guð geymi þig. Svava Kristín. Elsku Högni afi. Takk fyrir að vera alltaf góður við okkur. Þegar við hugsum um þig kemur strax upp í hugann hvað það var gaman að fá að fara með þér á bátinn að veiða fisk og það var líka rosalega gaman að labba inn á flugvöll og skoða sel- inn. Við erum svo heppin að eiga margar myndir og myndbönd af okkur saman að gera eitthvað skemmtilegt og við ætlum alltaf að geyma þessar myndir í hjart- anu. Það er sko alveg rétt það sem Elínborg sagði: „Allir í þessu húsi sakna svo mikið í afa.“ Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson) Okkur þykir svo vænt um þig, elsku afi. Daníel Friðrik, Freyja, Elínborg og Haukur Berg. Mikill öndvegisdrengur er horfinn sjónum okkar eftir harða og grimma glímu við þann vágest sem svo allt of oft eirir engu. Þá glímu háði hann af hugdirfð og krafti en enginn má sköpum renna. Kær vinur okkar og bróð- ursonur Hönnu kvaddi okkur svo alltof snemma, þessi harðgerði og kappsami drengur, hugljúfur öll- um um leið. Högni var nemandi minn fyrsta kennsluárið mitt, þá á fyrsta skólaári sínu, það var glað- ur og umfram allt góður hópur sem þar hóf sína skólagöngu. Högni var afar góðum námsgáf- um gæddur, næmur og fljótur að hugsa og bregðast við, kostir sem reyndust honum heldur betur vel í sínu ábyrgðarstarfi þar sem allir hans eðlisþættir fengu ævinlega notið sín. Sjómannseðlið var hon- um í blóð borið svo sem hann átti ætt til og það kom aldrei annað til greina en að læra til þess að verða skipstjóri, farsæll reyndist hann þar og einkar vel látinn í hvívetna. Hann var hress í lund og gam- ansamur, sagði mjög skemmti- lega frá rétt eins og faðir hans, hann og þau hjón var sérlega gott heim að sækja. Síðustu árin stundaði hann strandveiðar og fiskaðist vel og dæmigert fyrir þennan góða dreng var að hverju sinni sem hann kom að landi með afla sinn hringdi hann í aldraðan föður sinn til að gleðja hann með fregnum af sjónum. Hann Högni gat litið stoltur yfir farinn veg í sínu lífsstarfi og því láni sem ætíð fylgdi sæfaranum, aðeins var æv- in of stutt og það er okkur harms- efni. Það var honum dýrmætast að eiga að förunaut sína yndislegu eiginkonu, hana Ingeborg sem var húsmóðir af beztu gerð, myndvirk svo af bar, stóð með honum í þessari bitru baráttu af einstakri elsku. Börnin þeirra og barnabörnin voru hans lífsgleði mest, enda hvert öðru gjörvu- legra. Við Hanna syrgjum góðan frænda og vin, Hanna sendir sér- stakar kveðjur til Ingeborgar og alls síns frændfólks, undir þær kveðjur skal heils hugar tekið og samfylgd þökkuð af alhug. Inni- legar samúðarkveðjur sendir einnig allt okkar fólk. Högni Skaftason átti svo sannarlega skilið að vera nefndur hetja hafs- ins og sem slíkur er hann kvaddur í dag. Dugnaður, kappsemi og dreng- lund sönn prýddu hann ævina á enda. Blessuð sé hin hugljúfa minningamynd um Högna Skafta- son. Megi hann alls hins bezta njóta á ókunnum eilífðarvegum. Helgi Seljan. Högni Skaftason Leiðir okkar Friðþjófs lágu fyrst saman árið 1965, en það ár hóf ég nám í kjötiðnaði hjá Afurðasölu SÍS en þar var Friðþjófur fyrir í námi. Þarna vann einnig glaðlynd stúlka, Jakobína Óskarsdóttir, sem síðar varð eiginkona Frið- þjófs. Ekki leið á löngu uns það tókst með okkur góð vinátta sem varði alla tíð, þótt sambandið væri slitrótt um tíma vegna fjarlægðar. En Friðþjófur og Bína bjuggu meðal annars á Akranesi, í Sví- þjóð og á Selfossi þar sem þau bjuggu til margra ára. Síðan lá leiðin til Noregs, þar sem Frið- þjófur rak bifreiðaverkstæði um tíma. En nú þegar komið er að leið- arlokum vil ég þakka þér, kæri vinur, fyrir allar góðu samveru- stundirnar sem við höfum átt saman ásamt eiginkonum okkar á liðnum áratugum, hér heima og Friðþjófur Daníel Friðþjófsson ✝ FriðþjófurDaníel Frið- þjófsson fæddist 29. maí 1947. Hann lést 18. ágúst 2017 á líknardeild Land- spítalans. Útförin hans fór fram í kyrrþey 28. ágúst 2017. erlendis. Þegar rýnt er í gengin spor koma upp í hugann ótal minningar sem ylja og gleðja. Já, minningar um góðan dreng sem gott var að eiga að. Þær voru margar kvöldstund- irnar sem við áttum saman hin síðari ár, með tilheyrandi kaffidrykkju og hnallþórum. Það var á þessum stundum sem málefni líðandi stundar voru krufin til mergjar og misgáfulegar lausnir fengnar í hverju máli. Þá var og farið yfir gömlu góðu dagana, þegar ekið var um holótta malarvegi, þá ým- ist verið að fara í veiði eða í annars konar útileguferðir norður í land. Þetta voru ævintýraferðir sem við nutum til fullnustu. Síðasta ferðin okkar saman var til Tenerife fyrir einu ári, en hún er afar minnis- stæð fyrir þær sakir að þótt þú værir þá orðinn illa haldinn af veikindum þínum, þá sat gleðin ætíð við völd og góðra stunda var notið til fullnustu. Já, þrátt fyrir skerta orku varstu alltaf tilbúinn að vera þátttakandi í því sem við tókum okkur fyrir hendur, ekkert gefið eftir. Það var alltaf aðdáun- arvert að fylgjast með baráttu þinni við þennan illvíga sjúkdóm sem Parkisonsveikin er, en ég fullyrði að þar hafi þrjóskan í þér fengið að njóta sín til fullnustu. Þú ætlaðir til hinstu stundar að hafa betur í þessu stríði. Friðþjófur var einstaklega handlaginn og skipti þá ekki máli hvort um var að ræða bílaviðgerðir, trésmíðar eða hvaðeina annað sem hann tók sér fyrir hendur. Handlagni og út- sjónarsemi voru honum í blóð bor- in og alltaf var hann óragur að reyna nýja hluti. Fyrir um 10 ár- um byggðu þau hjónin fallegt heimili á sælureit fjölskyldunnar við Suðurlandsveg. Við þessa framkvæmd nutu þau dyggrar að- stoðar einkasonarins Friðþjófs Arnar. Má fullyrða að Arnar hafi passað upp á að sá gamli hefði úr nægu að moða þarna heima við. Þar hafði verið sköpuð góð að- staða fyrir hin ýmsu verkefni sem áhugi Friðþjófs beindist að og kraftar leyfðu hverju sinni. Kæri vinur, þú hefur lagt frá þér verkfærin í hinsta sinn og í vanmætti og hryggð horfum við á eftir góðum vini og samferða- manni. Við þess háttar kringum- stæður getum við aðeins þakkað fyrir það sem að baki er og óskað þess að aftur verði fagnaðarfund- ir. Góði vinur, far þú í friði og takk fyrir öll árin sem við Anna mátt- um eiga þig að sem vin og gleði- gjafa. Elsku Bína, Arnar og fjöl- skylda, við hjónin sendum ykkur öllum okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Gísli Helgi Árnason. Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, BJÖRK FRIÐFINNSDÓTTIR, Sjafnarvöllum 17, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sunnudaginn 10. september. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 21. september klukkan 13. Jón Óskar Hauksson Jóhann Þór Jónsson Ásdís Ágústsdóttir Ólafur Geir Jónsson Lára Margrét Ragnarsdóttir og barnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA TORFHILDUR ÓLAFSDÓTTIR, Lella, Laugarásvegi 53, Reykjavík, lést á Droplaugarstöðum fimmtudaginn 7. september. Útför hennar fer fram frá Fossvogskapellu mánudaginn 18. september klukkan 15. Ólafur Garðarsson Þórir Garðarsson Þorsteinn Garðarsson Guðrún B. Einarsdóttir ömmubörn og langömmubörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN ALFÍFA GÍSLADÓTTIR, Leynisbraut 34, Akranesi, lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands fimmtudaginn 14. september. Útförin fer fram frá Reykholtskirkju í Borgarfirði föstudaginn 22. september klukkan 14. Lilja Leifsdóttir Jens Ágúst Jónsson Gísli Björnsson Kristín Hallsdóttir Helga Björnsdóttir Óli Öder Magnússon barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og fallegar kveðjur við andlát ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, ömmu og langömmu, ÖNNU SOFFÍU JÓNSDÓTTUR, Hólavegi 29, Sauðárkróki. Guð blessi ykkur öll. Jósep Þóroddsson Ólöf Jósepsdóttir Sigurgísli E. Kolbeinsson Jón Þór Jósepsson Matthildur Ingólfsdóttir Birgir Heiðar Jósepsson Halla Kristín Árnadóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.