Morgunblaðið - 16.09.2017, Page 10
Skógarskýli Notalegri og góðri aðstöðu
hefur verið komið upp í Brynjudal.
Í dag, laugardag, verður skóg-
ræktarsvæðið í Brynjudal í Hval-
firði opnað undir heitinu Opinn
skógur. Af því tilefni er klukkan
14 í dag boðið til fjölskylduvænnar
dagskrár á svæðinu, hvar er
skemmtilegt útivistarsvæði með
þrautbraut, berjalöndum og fal-
legum gönguleiðum.
Brynjudalur er 16. staðurinn á
landinu sem opnaður er undir
merkjum Opinna skóga. Það var
árið 2002 sem Daníelslundur við
Svignaskað í Borgarfirði var opn-
aður sem slíkur og síðan þá hafa
fjórtán svæði bæst við. Það er
Skógræktarfélag Íslands sem
stendur að þessu verkefni, meðal
annars með stuðningi frá Ice-
landair Group.
„Markmiðið með verkefninu Op-
inn skógur er að opna skógrækt-
arsvæði við alfaraleiðir, sem eru í
umsjón skógræktarfélaga. Áhersla
er lögð á að aðstaða og aðgengi
verði til fyrirmyndar og á að
miðla upplýsingum og fræðslu um
lífríki, náttúru og sögu, svo að al-
menningur geti nýtt sér Opinn
skóg til áningar, útivistar og
heilsubótar,“ segir á vef Skóg-
ræktarfélags Íslands.
Meðal skógarsvæða á landinu
sem nú eru almenningi opin eru
Snæfoksstaðir í Grímsnesi, Hofs-
staðaskógur á sunnanverðu Snæ-
fellsnesi, Tunguskógur innan við
Ísafjarðarkaupstað og Laugalands-
skógur á Þelamörk í Hörgárdal.
Opinn skógur í Brynjudal í Hvalfirði
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2017
Húnbogi Þorsteinsson,
fyrrverandi sveitarstjóri
í Borgarnesi og ráðu-
neytisstjóri í félags-
málaráðuneytinu, er lát-
inn, 82 ára að aldri.
Hann lést á Landspít-
alanum síðastliðið
fimmtudagskvöld, 14.
september.
Húnbogi fæddist á
Oddsstöðum í Miðdölum
í Dalasýslu 11. október
1934. Hann lauk lands-
prófi frá Héraðsskól-
anum í Reykholti árið
1956 og samvinnuskóla-
prófi frá Bifröst 1958. Eftir það starf-
aði Húnbogi á vettvangi sam-
vinnuhreyfingarinnar, sem
skrifstofustjóri Kaupfélags Ísfirð-
inga, kaupfélagsstjóri Kaupfélags
Grundfirðinga og loks kennari við
Samvinnuskólann á Bifröst 1965 til
1968. Það ár var Húnbogi ráðinn
sveitarstjóri í Borgarnesi og gegndi
því starfi til 1985. Í krafti sveit-
arstjórastarfsins gegndi hann ýms-
um nefndar- og trún-
aðarstörfum, bæði
heima í héraði og á
sameiginlegum vett-
vangi sveitarstjórna í
landinu.
Árið 1985 hvarf
Húnbogi til starfa í fé-
lagsmálaráðuneytinu
og var þar skrif-
stofustjóri til starfs-
loka 2002. Þar sinnti
hann einkum mál-
efnum sveitar-
félaganna, svo sem
sameiningu þeirra,
tekjuöflun og fleiru. Þá
var Húnbogi settur ráðuneytisstjóri
um hríð árið 1993 og fráí júní 1996
fram í október 1999.
Utan starfsins tók Húnbogi þátt í
ýmsum félagsmálum, var lengi félagi
í Rótarý og umdæmisstjóri íslenska
rótarýumdæmisins 1985-1986.
Eftirlifandi eiginkona Húnboga er
Erla Ingadóttir hjúkrunarfræðingur.
Börn hans og stjúpbörn eru þrjú, afa-
börnin sex og langafabörnin fimm.
Andlát
Húnbogi ÞorsteinssonGreiðsluáskorun
Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur eftirtalinna
gjalda að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi innan 15 daga frá
dagsetningu áskorunar þessarar:
Gjöldin eru: Staðgreiðsla tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds sem fallið hefur í
eindaga til og með 15. september 2017, virðisaukaskattur sem fallið hefur í eindaga til og
með 5. september 2017 og önnur gjaldfallin álögð gjöld og ógreiddar hækkanir er fallið
hafa í eindaga til og með 15. september 2017, á staðgreiðslu tekjuskatts, útsvars og
tryggingagjalds, virðisaukaskatti, virðisaukaskatti í tolli, vanskilum launagreiðenda á gjöldum
í og utan staðgreiðslu, fjármagnstekjuskatti á skilaskylda aðila, áfengisgjaldi, bifreiðagjaldi,
úrvinnslugjaldi, olíugjaldi, kílómetragjaldi, gistináttaskatti, fjársýsluskatti, vinnueftirlitsgjaldi,
vörugjaldi af innlendri framleiðslu, vörugjaldi af ökutækjum, eftirlitsgjöldum, árgjöldum,
aðflutningsgjöldum, skilagjaldi á umbúðir, fasteignagjöldum, skipulagsgjaldi, skipagjöldum,
jarðarafgjaldi, sektum skattrannsóknarstjóra, ofgreiddri uppbót á eftirlaun, eftirlitsgjaldi
Fjármálaeftirlitsins, árgjaldi handhafa markaðsleyfis, veiðigjaldi og álögðum þing- og
sveitarsjóðsgjöldum, sem eru:
Tekjuskattur og útsvar ásamt álagi á ógreiddan tekjuskatt og útsvar, útvarpsgjald,
gjald í framkvæmdasjóð aldraðra, slysatryggingagjald vegna heimilisstarfa,
auðlegðarskattur og viðbótar auðlegðarskattur, fjármagnstekjuskattur ásamt álagi á
ógreiddan fjármagnstekjuskatt, ógreiddur tekjuskattur af reiknuðu endurgjaldi ásamt
álagi, búnaðargjald, sérstakur fjársýsluskattur, sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki,
jöfnunargjald alþjónustu, ofgreiddar barnabætur og ofgreiddar vaxtabætur.
Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara að þeim tíma liðnum fyrir vangoldnum eftirstöðvum
gjaldanna ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði, sem af innheimtu skuldarinnar kann að
leiða, á kostnað gjaldenda.
Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjárnám í för með sér verulegan kostnað fyrir
gjaldanda. Fjárnámsgjald í ríkissjóð er allt að 19.100 kr. fyrir hvert fjárnám. Þinglýsingargjald
er 2.000 kr. auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Eru gjaldendur hvattir til að gera full skil sem
fyrst til að forðast óþægindi og kostnað.
Þá mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, staðgreiðslu tryggingagjalds, vörugjald,
afdreginn fjármagnstekjuskatt, áfengisgjald, fjársýsluskatt, gistináttaskatt og virðisaukaskatt,
búast við því að starfsemi þeirra verði stöðvuð án frekari fyrirvara, þeir gjaldendur er skulda
bifreiðagjöld og kílómetragjald mega eiga von á að skráningarnúmer verði tekin af ökutækjum
þeirra án frekari fyrirvara og þeir gjaldendur sem skulda gjöld þar sem lögveð fylgir mega
búast við að send verði út sérstök greiðsluáskorun fyrir gjaldföllnum kröfum. Greiðsluáskorunin
hefur ekki áhrif á þessi innheimtuúrræði þannig að fyrrgreindur 15 daga frestur frá dagsetningu
áskorunar þessarar gildir ekki í þessum tilvikum.
Reykjavík, 16. september 2017
Tollstjóri
Sýslumaðurinn á Vesturlandi
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum
Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra
Sýslumaðurinn á Austurlandi
Sýslumaðurinn á Suðurlandi
Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum
Sýslumaðurinn á Suðurnesjum
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Baldur Guðmundsson
Anna Lilja Þórisdóttir
Ólöf Ragnarsdóttir
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í gær íslenska
ríkið af kröfum lögmannanna Ástráðs Haraldssonar
og Jóhannesar Rúnars Jóhannssonar vegna skipan
dómsmálaráðherra í Landsrétt. Stjórnsýslumeðferð
ráðherra var að mati dómsins hins vegar ekki í sam-
ræmi við lög. Telst meðferð ráðherra hafa brotið í
bága við ákvæði laga nr. 50/2016, sem og skráðar og
óskráðar reglur stjórnsýsluréttarins.
Í niðurstöðu dómsins kemur fram að fallist sé á
þau sjónarmið íslenska ríkisins að mat dómnefndar
hafi verið haldið efnislegum annmörkum og það
verði því ekki lagt til grundvallar niðurstöðu dóms-
ins. Ennfremur segir að stefnanda hafi ekki tekist að
sýna fram á að hann hefði verið skipaður dómari við
Landsrétt hefði meðferð málsins verið í samræmi við
ákvæði laga.
„Veruleg gagnrýni á dómnefndina“
Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra sagðist, í
samtali við mbl.is, fegin því að ríkið hefði verið sýkn-
að af öllum kröfum og það væri aðalatriðið í þessu
máli. Jafnframt telur hún að í niðurstöðum dómsins
felist veruleg gagnrýni á dómnefndina þar sem að
nokkru leyti sé fallist á það sjónarmið ráðherra að
efnislegir annmarkar hafi verið á mati nefndarinnar.
Sigríður sagði einnig að í niðurstöðu dómsins væri
ekki tekið tillit til málshraða en í lögum væri gengið
út frá því að ráðherra tæki afstöðu til tillögu dóm-
nefndarinnar á tveimur vikum. Þar væri þó miðað við
anda hefði ekki tekist að sýna fram á að hann hefði
beðið tjón vegna þessara brota. Þessum þætti málsins
hefur Ástráður ákveðið að áfrýja til Hæstaréttar en
hann fór fram á eina milljón króna í miskabætur.
Hefði átt að kalla eftir nýju mati nefndar
Í dómi héraðsdóms segir að stjórnsýslumeðferð
dómsmálaráðherra hafi brotið í bága við ákvæði laga
um dómstóla. Samkvæmt lögum um dómstóla nr. 15/
1998 skal nefnd meta hæfni umsækjenda um emb-
ætti dómara við Landsrétt og láta ráðherra í té um-
sögn um umsækjendur, sem var gert 19. maí. Nið-
urstaða þeirrar dómnefndar var að bæði Ástráður og
Jóhannes Rúnar væru á meðal þeirra 15 umsækj-
enda sem nefndin taldi hæfasta.
Jafnframt kemur fram í dómnum að það að hafa
ekki borið saman reynslu og hæfni umsækjenda telj-
ist brot gegn dómstólalögum og reglum stjórnsýslu-
réttar. Því teljist að ekki séu forsendur til þess að
fullyrða að ráðherra hafi valið 15 hæfustu einstak-
lingana í Landsrétt.
Að því er kemur fram í dómi héraðsdóms ber
dómsmálaráðherra að kalla eftir nýju áliti nefndar-
innar telji hann annmarka á niðurstöðu hennar. Það
gerði dómsmálaráðherra ekki en 4 af þeim 15 ein-
staklingum sem hún lagði til að skipaðir yrðu í emb-
ætti dómara voru ekki á meðal þeirra sem nefndin
áleit hæfasta. Þar sem fram kemur í dómnum að fall-
ist hafi verið á það sjónarmið að á upphaflegu mati
dómnefndar hafi verið efnislegir annmarkar er ekki
hægt að fullyrða að stefnendur séu í hópi þeirra 15
hæfustu.
Annmarkar á mati nefndar og
meðferð dómsmálaráðherra
Íslenska ríkið sýknað af kröfum lögmanna Ástráður hyggst áfrýja dómnum
Ástráður
Haraldsson
Sigríður Á.
Andersen
Jóhannes Rúnar
Jóhannsson
Skipun í Landsdóm
» Innanríkisráðuneytið auglýsti til um-
sóknar 15 embætti dómara við Landsrétt
10. febrúar sl. og alls voru 33 umsækj-
endur.
» Í lok maí afhenti dómsmálaráðherra for-
seta Alþingis tillögu sína að skipun dómara
en hún var frábrugðin tillögu dómnefndar.
» Ástráður og Jóhannes, sem voru á með-
al þeirra sem dómnefnd taldi hæfasta, voru
ekki skipaðir og stefndu ríkinu vegna
ákvörðunar dómsmálaráðherra.
að verið væri að skipa einn dómara en hún hefði verið
að skipa 15 dómara.
Samkvæmt niðurstöðum dómsins var talið að stefn-