Morgunblaðið - 16.09.2017, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.09.2017, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2017 2024 SLT L iðLé t t ingur Verð kr 2.790.000 Verð með vsk. 3.459.600 Austurvegur 69 - 800 Selfoss // Lónsbakk i - 601 Akureyr i // Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir Sími 480 0400 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Þessi ríkisstjórn gaf upp öndina einfaldlega vegna þess að límið sem hélt henni saman var mjög veikt frá upphafi – þrír flokkar, tveir þeirra alveg nýir, óreynt fólk, eins manns meirihluti og erfið mál fram undan. Þeir voru því fáir sem veðjuðu á að þessi ríkisstjórn myndi endast út allt kjörtímabilið,“ segir Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur við Háskóla Íslands, við Morgun- blaðið. Vísar hún í máli sínu til ríkis- stjórnar Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, sem óvænt féll seint í fyrrakvöld eftir til- kynningu frá stjórn Bjartrar fram- tíðar, en þar var „alvarlegur trúnað- arbrestur“ innan ríkisstjórnarinnar sagður ástæða slitanna. Stefanía segir það hafa verið dýrt á sínum tíma fyrir Bjarta framtíð að ganga til samstarfs við Sjálfstæðis- flokkinn og Viðreisn. „Þeir misstu að mörgu leyti teng- inguna við þá sem líta á sig sem vinstrimenn,“ segir hún og bætir við að flokkurinn, sem að undanförnu hefur mælst lágt í skoðanakönn- unum, gæti grætt á ákvörðun sinni um að slíta samstarfi. „Þeir gætu þess vegna rokið upp núna,“ segir hún. Á blaðamannafundi sem haldinn var í Valhöll í gær sagðist Bjarni Benediktsson forsætisráðherra vilja boða til kosninga sem fyrst og benti á nóvember nk. í því samhengi. Að- spurð segist Stefanía telja brýnt að forysta Sjálfstæðisflokksins endur- nýi umboð sitt fyrir komandi kosn- ingar, en sjálfstæðismenn munu að óbreyttu halda landsfund 3.-5. nóv- ember. „Ég myndi halda að það væri mikilvægt og þá einnig til að þétta raðirnar,“ segir hún. Ný stjórnmálaframboð hafa að undanförnu skotið rótum og hafa talsmenn sumra þeirra sagst vera klárir í slaginn. Erfitt fyrir litla flokka Baldur Þórhallsson, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Ís- lands, segir það hins vegar vanda- samt verk fyrir minni flokka að ganga til kosninga til Alþingis með skömmum fyrirvara. „Ef kosið verður eftir fáeinar vik- ur þurfa menn í nýjum flokkum heldur betur að hafa hraðar hendur til að ná að bjóða fram,“ segir hann. Þá segir Baldur ljóst að sam- félagsmiðlar hafi haft mikil áhrif á nýliðna atburðarás og að hraði ákvarðanatöku sé mun meiri nú en áður. „Þessi breyting er, að ég tel, svo byltingarkennd að líkja má við þá breytingu sem varð í bandarísk- um stjórnmálum þegar sjónvarpið kom fyrst fram. Að sama skapi eru stjórnmálamenn í meiri tengslum við grasrótina,“ segir hann og bætir við að grasrót stjórnmálaflokka geti þrýst meira og mun fyrr á flokka nú en áður. „Krafan er að hlutirnir ger- ist hratt og það sem skýrir það að mörgu leyti er sá andi sem nú er uppi í samfélaginu.“ 2003 28. október Héraðsdómur Reykjavíkur dæmir Hjalta í 5½ árs fangelsi fyrir brot sín og til þess að greiða stjúpdóttur sinni þrjár milljónir í bætur. 2004 25. mars Hæstiréttur staðfestir dóm Héraðsdóms. Þyngsti dómur sem fallið hafði í kynferðisbrotamáli á þeim tíma. Hjalti afplánaði þrjú og hálft ár í fangelsi. 2017 15. júníMál Roberts Downeys kemst í hámæli þegar Hæstiréttur fellst á beiðni hans um að fá lög- mannsréttindi sín á ný. 16. júní Guðni Th. Jóhannesson, forseti Ís- lands, sem skrifaði undir uppreist æru Downeys, segist vera ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum samkvæmt stjórnarskrá. 18. júlí Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis kemur saman og ræðir regl- ur um uppreist æru. Fyrir nefndina komu fulltrúar dómsmálaráðuneytisins og Lögmannafélags Íslands. 11. ágúst Sig- ríður Andersen dómsmálaráð- herra kynnir frumvarp um endurskoðun laga um uppreist æru. 14. ágúst Fundur í stjórnskipun- ar- og eftirlitsnefnd eftir að hluti nefndarinnar hafði farið fram á gögn um afgreiðslu uppreistar æru Roberts Downeys,m.a. hverj- ir hefðu veitt honummeðmæli. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í nefndinni gengu út af fundi og töldu sig ekki þurfa að sjá gögnin. 25. ágúst Stundin upplýsir að maður, sem nauðgaði stjúpdóttur sinni nánast daglega í 12 ár, hafi fengið upp- reist æru. Síðar kemur í ljós að það var Hjalti. 11. september Bjarni Benedikts- son greinirÓttari Proppé og Benedikt Jóhannessyni frá því að faðir hans,Benedikt Sveinsson, hafi veitt dæmdummanni með- mæli vegna umsóknar um uppreist æru. 12. september Gögn um umsókn Roberts Downeys um uppreist æru birt á vef dóms- málaráðuneytisins í kjölfar niðurstöðu úrskurðarnefndar upplýsingamála og tilkynnt að samskonar gagna væri að vænta um aðra sem fengið hefðu sömumeðferð. 14. september Benedikt Sveinsson sendir fjölmiðlum tölvupóst þar sem hann segist hafa veitt Hjalta meðmæli vegna umsóknar um uppreist æru. Dómsmálaráðherra segir að hún hafi vitað af meðmælumBenedikts frá því í lok júlí og að hún hafi upplýst Bjarna umþað samdægurs. 15. september Skömmu eftir mið- nætti berst fjölmiðlum tölvupóstur frá Guðlaugu Kristjánsdóttur, stjórnarformanni Bjartrar framtíð- ar, um að flokkurinn hafi ákveðið að slíta samstarfi við ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar. Ástæða slitanna er alvarlegur trúnaðar- brestur innan ríkisstjórnarinnar. 1988 eða 1989 MisnotkunHjalta Sigurjóns Haukssonar á stjúpdóttur sinni, sem þá var 5-6 ára, byrjar, samkvæmt því sem fram kemur í dómsskjölum.Ofbeldið stendur yfir á næstum því hverjum degi næstu 12 árin. 2016 16. september Forseti Íslands skrifar undir beiðni Hjalta um uppreist æru. Benedikt Sveins- son, faðir Bjarna Benediktssonar forsætisráð- herra, veitti meðmæli með umsókn hans. Annar dæmdur kynferðisbrotamaður,Robert Downey, sem áður hét Róbert Árni Hreiðarsson, fékk einnig uppreist æru. 14. júlí Sigríður Andersen dóms- málaráðherra segir í viðtali í Morgun- blaðinu að hún hyggist kynna frumvarp um endurskoðun laga um uppreist æru. 13. júlí Bergur Þór Ingólfsson og Þröstur Leó Gunnarsson, feður tveggja fórnarlamba Downeys, hvetja í pistli til þess að hafa hátt. Myllumerkið #höfumhátt verður til. 30. ágúst Bergur Þór Ingólfsson tjáir sig á opnum fundi allsherjar- ogmenntamálanefndar. Áður hafði ÁslaugArna Sigur- björnsdóttir, formaður nefndarinnar, farið fram á það við nefndarmenn að ekki yrði rætt efnislega um uppreist æru Downeys á fundinum. 9. ágúst Brynjar Níelsson, formað- ur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir í samtali við mbl.is að nokkrir einstaklingar, sem hafi brotið alvarlegar á börn- um en Downey, hafi fengið uppreist æru. 2. ágúst Bjarni Bene- diktsson tjáir sig um uppreist æru í facebook- færslu og segir að breytt viðhorf kalli á að framkvæmdin verði tekin til endurskoðunar. Atburðarás sem leiddi til falls ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórnin veik frá upphafi  Stjórnmálafræðingur segir fáa hafa veðjað á gott gengi ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar og að samstarfið hafi reynst Bjartri framtíð dýrt  Samfélagsmiðlar og hraði samfélagsins áhrifavaldar Morgunblaðið/Árni Sæberg Stjórnarflokkur Nokkrir þingmenn og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins þungir á brún á blaðamannafundi forsætisráðherra í Valhöll í gær. Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri og faðir eins brotaþola Róberts Dow- ney, segir atburðarás síðustu daga eitthvað sem ómögulegt væri að ímynda sér. „Þetta er eitthvað sem maður hefði aldrei getað ímyndað sér, frekar en annað, síðustu þrjá mánuði,“ segir Bergur. „Eins fárán- legt og það er. Af því að þarna eru samflokksmenn fráfarandi for- sætisráðherra, sem ganga mjög hart gegn því að við fáum upplýs- ingar.“ Lög um uppreist æru gölluð „Ég er á því að flest lög í landinu virka en ekki þau um uppreist æru. En það voru þarna lög sem virkuðu þannig að við fengum að sjá þessar upplýsingar og þetta kemur í ljós. Þetta er algjörlega …,“ segir hann og þegir stutta stund. „Ég hafði ekki ímyndunarafl til að sjá að þetta væri ástæðan fyrir þessu öllu saman.“ Margir hafa þakkað Bergi fyrir framgöngu hans og jafnvel viljað eigna honum að sprengja ríkis- stjórnina. Sjálfur segist hann telja að fólk sé einfaldlega búið að fá nóg. „Ég hef náttúrlega stigið fram og verið andlit fyrir dóttur mína og fjölskylduna og brotaþola Róberts Downey, og ég er þakklátur fyrir öll þessi skilaboð sem fólk er að senda mér. En ég held að þetta sé deigla og ég held að nýfemínisminn sé stór hluti af þessu; það að stelpur eru að rífa kjaft og rífa niður akkúrat það sem ég var að tala um áðan, þennan menningarkima hrútanna. Þær hafa oft hlotið bágt fyrir en það er alveg satt að það er risastór þáttur í þessu máli,“ segir Bergur Þór Ing- ólfsson. Menningarkimi hrútanna  Bergur Þór þakkar nýfemínistum og stelpum sem „rífa kjaft“ fyrir að opnað umræðuna  Fólk er búið að fá nóg Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Hefur hátt Bergur telur að fólk sé einfaldlega búið að fá nóg. Ríkisstjórnin fallin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.