Morgunblaðið - 16.09.2017, Síða 33

Morgunblaðið - 16.09.2017, Síða 33
33Aldarminning MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2017 Þú áttir söngva og sól í hjarta er signdi og fágaði viljans stál. Þeir þurftu ekki um kulda að kvarta, er kynni höfðu af þinni sál. (Grétar Fells) Í dag hefði okkar kæri frændi og góði vinur orðið 100 ára. Einstakur maður, er átti fáa sína líka. Ávallt kátur, jákvæður, hafsjór fróðleiks um menn og náttúru. Sjálfmenntaður steina- og jarðfræðingur. Silfurnámuverka- maður sem mundi tímana tvenna og endalaust gaman að hlusta og reyna að lifa sig inn í þessa tíma. Hreint óskiljanlegt hvernig þeir fóru að og yrði sennilega ekki leikið eftir í dag. Honum voru Hoffellsfjöllin mjög kær og þekkti þau mjög vel og ótrúlegt hve hann hafði sér- staklega gott minni fram á það Gísli Arason ✝ Gísli Arasonfæddist 16. september 1917. Hann lést á Hjúkr- unarheimilinu Skjólgarði 21. júlí 2017. Útför Gísla fór fram 31. júlí 2017. síðasta. Hvert sam- félag þyrfti að eiga mann eins og Gísla, sem fræðir og bætir allt í kringum sig. En fyrst og síðast var hann mikill fjöl- skyldumaður, stolt- ur og hamingjusam- ur með hópinn sinn, sem umvafði hann alla tíð og hann þau. Frændrækinn og okkur mikill fjölskylduvinur traustur og einlægur, sem er og mun ávallt verða sárt saknað. Djúp og varanleg vinátta er dýrmætari en veraldlegar viðurkenningar, og allt heimsins gull og silfur. Henni þarf ekki endilega alltaf að fylgja svo mörg orð heldur gagnkvæmt traust og raunveruleg umhyggja. Kærleikur, sem ekki yfirgefur. (Sigurbjörn Þorkelsson) Við minnumst vinar með kær- leika og þökk. Yljum okkur við minningarnar, sem ávallt munu lifa í hjörtum okkar. Þrúðmar (Dúddi) og Ingibjörg. Elsku Obba, Sigrún Björnsdótt- ir, er farin. Mín trygga vinkona frá því að við vorum pínulitlar. Við ólumst upp næstum hlið við hlið, Obba í Helgamagra og ég við Þingvall- astræti. Obba var góð og rétt- lát, sagði sína meiningu og frá- bær vinkona, stálminnug, mundi næstum öll símanúmer á Akureyri enda vann hún á sím- stöðinni sálugu lengi og ekki vöfðust fyrir henni flestir af- mælisdagar, vítt og breitt um landið – ýki líklega aðeins. Við vorum samferða í Barnaskóla, í sama bekk og þegar honum lauk fórum við beint í Mennta- skólann á Akureyri, það var svo flott. Eftir MA fór Obba í sveit og ég til Danmerkur en við héldum alltaf sambandi. Svo kom að því að við Kalli fluttum til Akureyrar, þá var þráðurinn Sigrún Björnsdóttir ✝ Sigrún Björns-dóttir fæddist 23. ágúst 1940. Hún lést 21. ágúst 2017. Útför Sigrúnar var gerð 1. sept- ember 2017. tekin upp aftur, Valgeir og Kalli urðu bestu vinir, enda líkir karakt- erar. Við vorum heimalningar hjá hvort öðru, sem ég met mikils. Viðar, yngsti sonur Obbu og Valgeirs, og Tinna okkar voru eins og samlokur. Þetta var góður tími. Þau komu til okkar til Lúx með Viðar og það voru fagnaðarfundir hjá krökkunum. Við fórum í tívolí í grenjandi rigningu og á ég mynd af því þegar við komum heim, öll regn- og veðurbarin, settumst bara á barinn, börn og full- orðnir, og drukkum gos og kaffi, held ég. Obba og Rósa, systurnar, mínar bestu vinkon- ur eru nú báðar farnar. Helga- magra 3 var góður staður, stórt heimili, og alltaf var maður vel- komin þar. Elsku Valgeir, Arn- ar, Ingvar, Viðar og fjölskyldur ykkar, Jófí og allir bræðurnir, ég sendi ykkur mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Ég mun alla tíð sakna vinkonu minnar. Ingibjörg Sigurðardóttir. Mig langar til að minnast hans Jonna með nokkrum fá- tæklegum orðum. Hann Jonni var annar helmingurinn í tvíeykinu Lillu og Jonna. Svo samrýnd og samtaka hjón að ég man varla eftir að aðeins annað þeirra hafi verið nefnt á nafn, alltaf talað um Lillu og Jonna sem eina heild. Þau hjónin mörkuðu mörg fal- leg spor í minni æsku. Sumrin mín í Borgarnesi hjá ömmu og afa eru mér ógleymanleg og áttu þau stóran þátt í þeim heimsókn- um. Lilla frænka og Jonni komu í bæinn til þess að sækja litlu frænku og keyra hana til ömmu og afa svo að litla stýrið þyrfti nú ekki að taka rútuna í sveitina. Þær ökuferðir voru mjög skemmtilegar og þóttist litla skvettan þá vera svolítið merki- leg fyrst að þau kæmu nú til höf- uðborgarinnar og sæktu hana með þennan líka fallega og eld- rauða sleikjó í nesti. Jón Helgi Einarsson ✝ Jón Helgi Ein-arsson fæddist 21. maí 1938. Hann lést 26. ágúst 2017. Útför Jóns Helga fór fram 1. sept- ember 2017. Ekki var nú verra að fá að fara í bíltúr með honum Jonna á mjólkurbílnum í uppsveitir Borgar- fjarðaar, ógleyman- leg reynsla fyrir litla skottið. Alls staðar var tekið vel á móti okkur og hlaðborð af veiting- um í boði nánast á hverjum bæ, spjall- að var um daginn og veginn. Held ég nú að það hafi gert mig að betri manneskju að hafa fengið að upplifa þessa margrómuðu gestrisni í sveitinni og hlustað á spjall fullorðna fólksins. Alls staðar var hann Jonni vel liðinn og tekið vel á móti honum enda með eindæmum góður maður, ró- legur og traustur. Alltaf var notalegt að koma á Þórólfsgötuna til þeirra hjóna og hlýjar sú minning manni um hjartarætur. Ég er viss um að hann pabbi hafi tekið vel á móti þér hinum megin og jafnvel á hestbaki með annan hest til reið- ar fyrir þig. Elsku frænka, missir þinn er mikill en minning um góðan mann lifir. Guð geymi þig, Jonni minn. Kær kveðja, Alda Þorsteinsdóttir. Árið 1994 gekk Kópavogur til sam- starfs við Golf- klúbb Garðabæjar og til varð GKG, Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar. Þá komu margir góðir kylf- ingar úr Kópavogi í GKG, þar á meðal Hrefna og Ragnar eig- inmaður hennar. Hrefna var enginn byrjandi í golfi enda áttu þau hjónin sumarhús í Öndverðarnesi þar sem er golf- völlur og höfðu þau greinilega nýtt sér hann vel. Við Hrefna spiluðum golf saman í mörg ár. Hrefna var inni í öllum golf- reglunum sem var ekki slæmt fyrir næstum byrjanda í golfi eins og mig. Við fórum saman í margar golfferðir með Kvennaklúbbi GKG á flesta golfvelli í ná- grenni Reykjavíkur og ekki má gleyma öldungamótunum sem við tókum þátt í en á einu slíku vann Hrefna bikarinn. Við fór- um líka saman til Spánar með klúbbfélögunum en síðasta kvöldið í þeirri ferð var eft- irminnilegt, sameiginlegt borð- hald, ræðuhöld og stiginn dans. Flottara danspar hafði ég ekki séð en þegar Hrefna og Ragnar dönsuðu saman þetta kvöld á Spáni. Allar stundir sem við áttum saman í golfinu verða mér ógleymanlegar. Blessuð sé minningin um Hrefnu. Sigríður Jóna Árnadóttir. Það er stutt stórra högga á milli. Það eru aðeins þrír mán- uðir síðan Ragnar lést og nú er Hrefna látin. Kristín Hrefna Kristjánsdóttir ✝ Kristín HrefnaKristjánsdóttir fæddist 27. desem- ber 1932. Hún lést 3. september 2017. Útför Kristínar Hrefnu Kristjáns- dóttur var gerð 15. september 2017. Ég hrekk við þegar svona gerist því að ég vissi ekki hvað Hrefna var veik; hún leyndi því og hugsaði bara um að styðja Ragnar í veikind- um hans. Síðustu vikur voru Hrefnu dýrmætar, hún komst vestur að Látrum og hitti fólk og kvaddi Látra. Í síðasta samtali okkar töluðum við um ferðalög sem við fórum um há- lendið með Múrarafélaginu og Hrefna sagði: „Það var gaman.“ Já, það var gaman; þá vorum við ungar. Hrefna var prúð kona. Hún var sanngjörn í garð annarra, ljúf í viðmóti; þess vegna var gott að vera í návist hennar. Hrefna ólst upp hjá foreldrum sínum í stórum systkinahópi á Látrum í Rauðasandshreppi. Þar var frændfólk hennar og margt fólk, því þar voru mörg býli. Hún sagði mér að þegar hún var stelpa og það var verið að smala, þá hljóp hún heim til ömmu sinnar og sagði henni að hún væri komin niður úr skón- um. Þá sagði Halldóra amma hennar henni að nú yrði hún að vera berfætt, því hún væri búin að ganga niður úr þrennum roðskóm þennan dag. Og Hrefna hljóp berfætt. Hrefna er eina manneskjan sem ég hef kynnst sem hefur gengið á roðskóm. Þetta lýsir breyttum tíma. Hrefna hafði gaman af ætt- fræði og hélt utan um sitt fólk og lífshlaup þess. Því ættfræði er saga fólksins. Ragnar og Eggert maðurinn minn unnu saman í múrverki nokkuð lengi. Þannig kynntist ég Hrefnu og hefur vinátta okkar staðið lengi. Nú kveð ég og sendi börnum hennar og tengdabörn- um og niðjum þeirra samúðar- kveðjur. Vertu blessuð, Hrefna mín. Hólmfríður Gísladóttir. ✝ Jóhanna BirnaHrólfsdóttir fæddist að Kol- gröf, Lýtingsstað- arhreppi, 2. júní 1942. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 6. sept- ember 2017. Foreldrar henn- ar voru Hrólfur Jóhannesson og Ingibjörg Björns- dóttir, bændur í Kolgröf. Hún var gift Eggerti Jóhannssyni og bjuggu þau í Felli í Sléttuhlíð. Eignuðust þau þrjú börn og af- komendurnir eru orðnir ellefu tals- ins. Útför Jóhönnu fer fram frá Sauð- árkrókskirkju í dag, 16. sept- ember 2017, kl. 14. Jarðsett verð- ur sama dag í Fellskirkju- garði. Allt var kyrrt og allt var hljótt miður dagur varð sem nótt sorgin bjó sig heiman að englar himins grétu í dag, í dag (KK) Elsku amma mín, þessi texti er fastur í höfðinu á mér en samt hef ég ekki ennþá lagt í að hlusta á þetta fallega lag þar sem ég er hrædd um að ég muni sakna þín ennþá meira ef ég geri það. Mér þykir svo sárt að þú sért farin en ég veit að þú ert hvíld- inni fegin þar sem þér leið ósköp illa undir það síðasta. Ég er svo þakklát fyrir það að hafa átt þig sem ömmu og það sem betra er, að hafa átt þig sem vinkonu líka. Ég hef oft sagt við fólk að hún amma mín í Felli sé ein af mínum bestu vinkonum og mér finnst svo leitt að eiga ekki þessa góðu vinkonu lengur. Ég var ekki stórt stýri þegar ég byrjaði að hringja í ykkur afa til að spjalla smá þar sem það var ansi langt fyrir litla ömmu- stelpu að skreppa til ykkar í sveitina og þá varð síminn oft að duga. Ég man eftir mörgum sím- tölum sem við áttum og sérstak- lega símtalinu þegar ég festi tunguna á mér við klakann í frystinum á meðan ég talaði við þig. Eftir að pabbi náði að leysa mig frá frystinum þá grét ég í símann þar sem tungan var ansi aum, en þú sagðir mér hvernig væri best fyrir mig að fara að og hvernig ég gæti reynt að borða klakann án þess að meiða mig næst. Svona hefurðu alltaf gefið mér góð ráð og leiðbeint mér þegar ég hef þurft á því að halda. Það var ansi dýrmætt að eiga ömmu sem var alltaf tilbúin til að hlusta og vera. Ég vildi að ég gæti spólað nokkur ár aftur í tímann og bara í seinasta skiptið tekið rútuna til ykkar afa, skroppið með ykkur í húsin, horft á „Aumingja mömmu“ á vídeóspólu og fengið heimsins besta hangikjöt með majónesi. Ég mun líka sakna þess að fá stóran pappakassa sendan til okkar rétt fyrir jólin, með hangikjöti og smákökum – þegar kassinn frá Felli kom, þá komu jólin. Elsku amma mín og vinkona, ég er þér þakklát fyrir svo margt, þú varst hlý og góð og þið afi voruð svo góð hvort við annað og miklir vinir. Ég veit að það kemur að því að ég get farið að hugsa til þín og tala um þig án þess að tárast og þá á ég mikið af góðum minn- ingum um þig sem ég get leitað í. Ég veit að þú fylgist með okkur og passar upp á okkur og við, fólkið þitt, munum hugsa um og passa upp á hvert annað. Guð geymi þig, amma mín. Þín Jóhanna Birna. Jóhanna Birna Hrólfsdóttir Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Okkar ástkæra SIGURLAUG HALLA ÓLAFSDÓTTIR lést á Hrafnistu í Reykjavík mánudags- kvöldið 4. september. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fyrir hönd aðstandenda, Vilborg Lofts Halla Björk Ásgeirsdóttir Ásgeir Kári Ásgeirsson Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSTA GUÐMUNDA ÁSGEIRSDÓTTIR, Skarðsbraut 19, Akranesi, andaðist 7. september. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Hlini Eyjólfsson og fjölskylda Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts móður okkar, MAGNEU G. HANNESDÓTTUR WAAGE. Edda Vilborg Guðmundsd. Elías Sv. Sveinbjörnsson Ágúst Guðmundsson Elísabet Waage Kristín Waage Reynir Þór Finnbogason barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.