Morgunblaðið - 16.09.2017, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2017
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Íslensk stjórn-mál eru kom-in í miklar
ógöngur. Flokkum
hefur fjölgað á
þingi og nýliðunin
orðin slík að varla
er nokkur reynsla eftir í þing-
húsinu. Þetta reynsluleysi
bætist ofan á nýja og óburðuga
flokka sem taka ákvarðanir
um veigamikil mál sem varða
mikla hagsmuni almennings
án þess að ræða þau til hlítar.
Alræmdur kvöldfundur
Bjartrar framtíðar, haldinn í
skyndi og að hluta til á netinu,
er nýjasta og versta dæmið um
þetta. Nokkur hópur kemur
saman í mikilli geðshræringu
kvöld eitt og ákveður að flokk-
ur slíti stjórnarsamstarfi. Það
er ekki rætt við samstarfs-
flokka eða þá sem bornir eru
þungum sökum, en þess í stað
send út tilkynning eftir mið-
nætti. Þá tekur annar rík-
isstjórnarflokkur við og fund-
ar fram á morgun og ályktar í
óðagoti.
Allt er þetta með miklum
ólíkindum, ekki síst þegar haft
er í huga að þetta fólk hefur
kallað á vönduð vinnubrögð og
mikilvægi þess að samtöl eigi
sér stað á milli manna.
Í stað þess að ræða málin er
hlaupið upp til handa og fóta
um miðjar nætur og samstarfi
slitið. Þegar dagur rennur og
efnislegar umræður hefjast
um það sem olli slitunum má
öllum vera ljóst að engin efni
voru til slita. En þá er allt um
seinan. Þá standa menn
frammi fyrir orðnum hlut,
vanhugsuðum augljóslega, en
orðnum engu að síður. Og þá
er farið að réttlæta
endaleysuna með
því að bæta í.
Viðreisn-
armegin er því
haldið fram að ef
Björt framtíð hefði
ekki slitið um nóttina þá hefði
Viðreisn gert það daginn eftir.
Og Björt framtíð setur fram
þá kröfu að tveir af ráðherrum
samstarfslokks verði að segja
af sér.
Almenningur á betra skilið
en þau upplausnarstjórnmál
sem endurspeglast í orðum og
gjörðum þessara tveggja
flokka. Og það eru raunar ekki
aðeins þessir flokkar sem
þjóðin á ekki skilið. Leiðtogi
Pírata, enn eins upplausn-
arflokksins, úrskurðaði fyrir
nokkrum mánuðum að ekki
kæmi til álita að vinna með
Framsóknarflokknum. Nú
hefur sami foringi lýst því yfir
að sama gildi um Sjálfstæð-
isflokkinn.
Auðvitað er það svo að á
meðan slíkir flokkar og for-
ystumenn hafa það vægi sem
raun ber vitni í íslenskum
stjórnmálum þá er hætt við að
hér verði viðvarandi upplausn-
arástand í stjórnmálunum. Þá
eru líkur á að engar rík-
isstjórnir haldi og að sífellt
verði kosið til að þjóna hvik-
lyndi veikburða flokka sem
engan áhuga hafa á stjórn-
festu en nærast á upplausn-
inni.
Nú stefnir í kosningar.
Miklu skiptir að þá aukist
vægi þeirra flokka sem treyst-
andi er fyrir setu í ríkisstjórn
en að hinum verði veitt verð-
skuldað frí.
Almenningur á betra
skilið en þau stjórn-
mál sem hann hefur
þurft að horfa upp á}
Ógöngur
Tímamót urðu ísögu geimvís-
indanna í gær þeg-
ar Cassini-
geimfarið lauk
ferðalagi sínu og
hvarf inn í lofthjúp Satúrn-
usar, næststærstu reiki-
stjörnu sólkerfisins. Tuttugu
ár eru liðin frá því að leið-
angur geimfarsins hófst og um
sjö árum síðar settist það á
sporbaug um Satúrnus.
Frá því í júlí 2004 hefur
Cassini-farið tekið ógrynni
mynda og gagna af Satúrnusi
og umhverfi reikistjörnunnar,
og bætt gríðarlega miklu við
þekkingu mannkynsins. Þökk
sé Cassini-leiðangrinum vitum
við til að mynda mun meira um
hringina frægu, sem eru
helsta einkenni Satúrnusar,
auk þess sem geimfarið hefur
opnað augu okkar fyrir þeim
aðstæðum sem
ríkja á tunglum
plánetunnar.
Geimfarið tók til
dæmis ljósmyndir
af stærsta tungli
Satúrnusar, Títan, og sendi til
jarðarinnar, en Títan er eina
tungl sólkerfisins sem er með
lofthjúp. Gögnin frá Cassini
leiddu í ljós að „stöðuvötn“
finnast á Títan, og er tunglið
eini staðurinn utan jarðar þar
sem vitað er til að vökvi finnist
á yfirborðinu. Meðal annars
þess vegna hefur Títan vakið
athygli sem staður, þar sem líf
gæti mögulega þrifist.
Nú hefur Cassini lokið hlut-
verki sínu. Leiðangurinn þykir
hafa heppnast með eindæmum
vel og verður eflaust horft til
hans í framtíðinni sem eins af
þeim merkari sem menn hafa
lagt í við könnun alheimsins.
Cassini-geimfarið
breytti skilningi
okkar á Satúrnusi}
Merku ferðalagi lokið
U
ppreist æru. Hvernig mál hafa
þróast má í besta falli rekja til
stórkostlegs dómgreindar-
skorts. Að engum sem kvittaði
upp á æruveitingarnar hafi dott-
ið í hug að lögin væru úrelt; að ferlið væri mein-
gallað. Að dómsmálaráðherra hafi fengið upp-
lýsingar um gæðavottun föður
forsætisráðherra fyrir iðrunarlausan barnaníð-
ing og segja honum en engum öðrum frá. Að
samflokksmenn beggja hafi ekki viljað kynna
sér málin. Að nefndarformaður skuli ekki hafa
upplýst að hann hafi varið umræddan níðing.
Er nema von að menn velti því fyrir sér
hvort um hafi verið að ræða kerfisbundna
þöggun? Að því hafi e.t.v. verið hvíslað að út-
völdum að það borgaði sig ekki að vita. Plaus-
ible deniability heitir það á útlensku. Það má í
besta falli segja að það hafi ekki verið fyrsta viðbragð að
leggja öll spilin á borðið; opinbera gögn, ræða málin á opn-
um fundum, draga það fram í dagsljósið sem orkað gæti
tvímælis ef það hvíldi áfram í skugganum. Fyrsta við-
bragð, þegar umræðan um uppreist æru fer af stað, virðist
hafa verið að pakka í vörn, fela sig á bak við lög og reglur
og bera við prinsippum.
Lögin og reglurnar reyndust heldur betur gagnslaust
skjól. Það mátti greinilega og átti að veita þær upplýs-
ingar sem óskað var eftir. Dómsmálaráðherra og formað-
ur allsherjar- og menntamálanefndar neyddust til að gefa
eftir. Yfirlýsingar formanns stjórnskipunar- og eftirlits-
nefndar um ófrávíkjanlegan trúnað reyndust
ekki eiga við rök að styðjast. Var það
dómgreindarskortur eða leyndarhyggja sem
réð för? Er nema von að menn spyrji?
Ímyndaðu þér að eiga fimm ára barn, bauð
einhver á samfélagsmiðlum. Ímyndaðu þér að
það sé misnotað kynferðislega á hverjum degi í
meira en áratug. Ímyndaðu þér að níðingurinn
sé laus úr fangelsi innan fárra ára og fái upp-
reist æru. Ímyndaðu þér að faðir forsætisráð-
herra votti ágæti viðkomandi að óathuguðu
máli og að ráðherra og kollegar hans greini
ekki frá því á meðan almenningur öskrar á
upplýsingar. Hvernig myndi þér líða?
Á blaðamannafundi í gær sagðist forsætis-
ráðherra hafa verið djúpt snortinn vegna
þeirra sem stigið hefðu fram. En enn var vísað
í lög og reglur; ráðherra sagðist ekki hafa mátt
greina frá aðkomu föður síns. Það er eftiráskýring. Hann
hefði vel getað fengið heimild hjá pabba til að segja frá.
Það stendur hvergi að þeir sem veita dæmdum mönnum
heilbrigðisvottorð séu skyldugir til að þegja um það. Það
má lesa út úr viðbrögðum þingmanna Sjálfstæðisflokksins
að þeir eru ekki alveg með á nótunum, að þeir fatti ekki að
fólk er búið að fá nóg. Það vill manneskjulega nálgun. Þess
vegna er kjánalegt að ásaka Bjarta framtíð um kæruleysi
vegna stjórnarslitanna. Björt framtíð axlaði ábyrgð með
ákvörðun sinni. Í því felst umtalsverð áhætta fyrir flokk-
inn; áhætta sem þeir sem vilja umfram allt halda völdum
myndu aldrei taka. holmfridur@mbl.is
Hólmfríður
Gísladóttir
Pistill
Þagnarmúrinn rofinn
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Erna Ýr Öldudóttir
ernayr@mbl.is
Ekkert land, af þeim 200sem könnuð voru, er lík-legt til að ná markmiðiSameinuðu þjóðanna (SÞ)
um útrýmingu á nýgengi berklasýk-
inga árið 2030, samkvæmt alþjóðlegri
heilsufarsskýrslu sem birt var sl.
miðvikudag á Allsherjarþingi SÞ í
New York.
Singapúr, Ísland og Svíþjóð
voru efst hvað varðar sjálfbær þróun-
armarkmið lýðheilsu, en Sómalía,
Mið-Afríkulýðveldið og Afganistan
lentu neðst. Bandaríkin voru í 24.
sæti með mikið af sjálfsvígum, kyn-
ferðislegu ofbeldi á börnum, áfeng-
ismisnotkun og morðum á meðan
Kína var í 74. sæti með mikla loft-
mengun, umferðarslys, eitranir og
reykingar.
Indland var svo í 127. sæti með
mikla loftmengun, slakt hreinlæti og
bráða vannæringu barna.
Innan við fimm prósent af lönd-
unum eru líkleg til að ná markmiðum
SÞ um að draga úr sjálfsvígum, um-
ferðarslysum og offitu barna og að-
eins sjö prósent eru líkleg til að út-
rýma nýgengi HIV-smita fyrir 2030.
Á heildina litið er aðeins líklegt
að fimmtungur af 37 heilsuverndar-
markmiðum sem sett voru fram í
heildarmarkmiði SÞ verði uppfyllt.
Sum markmiðanna óraunhæf
„Nokkur markmiðanna voru
óraunhæf í flestum landanna,“ segja
höfundar skýrslunnar.
Áætlanirnar „leggja áherslu á
hraða framvindu mála til að bæta lýð-
heilsu, draga úr áhættuþáttum og
auka nauðsynlega heilsugæslu fyrir
öll lönd,“ segir jafnframt í skýrslunni.
Gert er ráð fyrir að rík lönd geti
mætt um 38 prósent af lýð-
heilsumarkmiðum SÞ, samanborið
við þrjú prósent fyrir fátæk lönd, en
þau voru ekki að takast á við sömu
vandamálin en fátæk lönd komu illa
út úr mæðra- og ungbarnadauða,
malaríu og umhverfisáhættu sem eru
nánast óþekkt í ríkum löndum.
Ríkari lönd komu verr út úr lífs-
stílstengdum heilsubresti, t.d.
Bandaríkin sem komu illa út úr
sjálfsvígum, áfengismisnotkun og
morðum.
Ef horft til framtíðar í skýrsl-
unni sést að viðleitni til að útrýma
malaríu og draga úr mæðra- og ung-
barnadauða væru á meðal þeirra
markmiða sem voru líklegust til að
nást en meira en 60 prósent af lönd-
unum áætluðu að mæta þeim.
„Á grundvelli núverandi þróun-
ar var áætlað að Kasakstan, Timor-
Leste, Angóla, Nígería og Svasíland
mundu ná mestum heildar-
umbótum,“ sagði rannsóknarhóp-
urinn í yfirlýsingu.
Umbæturnar skýrðust af
minnkun barnadauða og betra að-
gengi að heilbrigðisþjónustu, getn-
aðarvörnum og fæðingaraðstoð.
Lönd sem dragast aftur úr mið-
að við offitu barna og áfengis-
misnotkun voru Srí Lanka, Vene-
súela, Serbía og Úkraína.
Í skýrslunni voru Kína og Kam-
bódía nefnd sem meðal- og lág-
tekjulönd sem hljóta „viðurkenningu
fyrir að bæta líf borgaranna“.
Sömu lönd ásamt Rúanda, Mið-
baugs-Gíneu, Laos og Tyrklandi
skráðu mestu umbætur í alhliða
heilsugæslu milli áranna 2000 og
2016, sem skiluðu sér í hærra bólu-
setningarhlutfalli, auk minni barna-
dauða og færri malaríutilfella.
Bandaríkin voru með Lesótó og
Mið-Afríkulýðveldinu á meðal landa
sem sýndu „lágmarksbata“ í alhliða
heilsugæslu.
Langt í að lýðheilsu-
markmið SÞ náist
AFP
Markmið Bætt aðgengi að heilsugæslu eykur lýðheilsu.
Í september 2015 setti allsherjarþing Samein-
uðu þjóðanna (SÞ) sjálfbær þróunarmarkmið
fyrir aðildarríkin sem miðað er við að eigi að
nást fyrir árið 2030.
Í markmiðunum í heild eru 17 alhliða mark-
mið, 169 markmið og 230 vísbendingar til við-
miðunar fram til ársins 2030.
Rannsókn sem birt var í Lancet komst að því
að Ísland, Svíþjóð og Singapúr væru heilbrigðustu löndin í heiminum
samkvæmt sjálfbærum þróunarmarkmiðum SÞ um lýðheilsu.
Í rannsókninni voru 188 lönd metin með hliðsjón af þáttum eins og
dánartíðni, mengun, hreinlæti, vatnsgæðum og sjúkdómum ásamt lýð-
fræðilegum vísbendingum, svo sem fátækt og menntun.
SJÁLFBÆR LÝÐHEILSUMARKMIÐ SÞ TIL 2030
Ísland meðal efstu á lista