Morgunblaðið - 30.09.2017, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 30.09.2017, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2017 „Þeir hafa ekki konung, aðeins lög“ RNH vekur athygli á: Hagfræðideild, Lagadeild og Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands halda málstofu með prófessor David D. Friedman, höfundi margra fræðibóka um lög og hagfræði og skáldsagna um miðaldir, en hann hefur m. a. sett fram frumlegar kenningar um íslenska þjóðveldið. Dr. Birgir Þór Runólfsson hagfræðidósent er fundarstjóri. Prófessor Jesse Byock, höfundur margra bóka um íslenska þjóðveldið, bregst við erindinu. Stofa 202 í Odda í Háskóla Íslands Kl. 16–17 mánudaginn 2 október Aðgangur ókeypis og allir velkomnir SVIÐSLJÓS Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Helsta verkefni fólks sem í gær stóð vaktina í stjórnstöð Björgunarfélags Hornafjarðar var að skipuleggja flutninga frá Höfn í sveitirnar við Vatnajökul, sem nú eru luktar vötn- um í vestri og austri svo þangað er ófært til og frá. Tvær þyrlur Land- helgisgæslunnar hafa verið notaðar í þessum flutning- um, og fóru alls sautján ferðir í gær. Milli Steina- vatna í Suðursveit í vestri og Hólmsár á Nesjum í vestri eru um 25 kílómetrar, hvar eru 73 íbúar á 16 bæjum. „Ferðir inn á svæð- ið hafa miðast við að halda uppi grunnþjónustu við íbúana og að sjá til þess að öll aðstoð berist, svo sem mat- ur og lyf, að fólk komist til sín heima og svo framvegis,“ sagði Elín Freyja Hauksdóttir, læknir á Höfn sem jafn- framt er í svæðisstjórn björgunar- sveita á svæðinu. Í gær var á Hala í Suðursveit, sem eru rétt vestan við Steinavötn, kom- inn nokkur hópur fólks sem ætlaði með strætisvagni til Reykjavíkur fyr- ir hádegi í dag. Á Hala var fólkið flutt með þyrlu og lýsir það vel að púsla þarf mörgu saman svo samgöngur haldist, þó ekki sé nema lágmarkið. Senn fullt í Flatey Á Mýrum er stærsta kúabú lands- ins, Flatey, þar sem eru alls 220 mjólkandi kýr. Birgir Ragnarsson bústjóri segir allt verði í góðum mál- um sé orðið fært inn á svæðið fyrir mjólkurbíl um miðjan sunnudaginn, en þá verða 20 þúsund lítra mjólkur- tankar í Flatey orðnir fullir. Allt stefni raunar í að vegasamgöngur verði komnar í lag fyrir þann tíma. Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar, segir heildarmynd afleiðinga náttúruham- faranna, sem fóru af stað eftir mikið vatnsveður sl. miðvikudag, orðna skýra. Brýr og vegir hafi laskast og lönd bænda spillst. Þá hafi tvær göngubrýr sem eru við rætur Vatna- jökuls, ekki langt frá Höfn, skemmst og þriðju göngubrúna, sem er yfir Hólmsá við Fláajökul, tók af. „Eftir þessar hamfarir bíða mörg verkefni hér úrlausnar, en efst á blaði er að að- stoða íbúana eins og þarf. Annars hefur fólk hér tekið þessu öllu rólega, þar kemur fram jafnaðargeðið sem margir segja Skaftfellinga hafa,“ segir bæjarstjóri. Stóri skellurinn í flóðunum í sveit- um Vatnajökuls eru annars skemmd- irnar á brúnni yfir Steinavötn. Vatns- elfur gróf undan einum stöpli brúarinnar, svo hann skekktist og sprungur eru í brúargólfinu. „Við- gerð yrði dýr og flókin,“ segir Hreinn Haraldsson vegamálastjóri sem vill ekki gefa út afdráttarlaust að brúin sé ónýt en telur það þó líklegt. Og þá þyrfti að byggja nýja sem áætla megi að kosti 500-700 milljónir króna. Fyrsta mál á dagskrá sé því að reisa bráðabirgðabrú sem gæti tekið eina viku. Framgangur ráðist þó af veðri, en rigning er í kortunum á þessu svæði næstu daga. Almannavarnir sendu í gærkvöldi frá sér tilkynningu þar sem fólk er varað við því að vera nærri spenni- stöðvum, dreifiskápum og búnaði sem hefur flætt að. Leitt geti út frá honum með hættu á raflosti. Grunnþjónustu púslað saman Morgunblaðið/Eggert Kynnisferð Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri ásamt fleirum í gær á vettvangi flóðasvæðanna við Vatnajökul.  Samgöngur tryggðar  Ný brú gæti kostað 700 milljónir  Íbúar sýna jafnaðargeð  Verkefni bíða Steinavötn Fyllt að stöplum brúarinnar sem er talsvert skemmd. Elín Freyja Hauksdóttir Umferðin á Hornafirði var í gær aðeins á hálfum snúningi miðað við hvað gerist á meðaldegi. „Eins og staðan er núna eru ferðamenn hér varla sjáanlegir, þetta datt alveg niður á fimmtudaginn. Vonandi rætist úr þessu fljótt en þegar samgöngur rofna eins og núna sést vel hvað ferðaþjónustan skiptir miklu fyrir atvinnu og verslun hér í bænum,“ sagði Páll Róbert Matthíasson, umboðsmaður Olís á Höfn í Hornafirði. Páll Róbert segir að lokun brúarinnar yfir Steinavötn sýni að dýrkeypt sé að sinna ekki viðhaldi samgöngumannvirkja eins og vera ber. Nauðsynlegt sé líka að breikka þær fjölmörgu einbreiðu brýr sem eru á þessum slóðum. „Þegar keðjan rofnar og hringvegurinn lokast færumst við áratugi aftur í tímann. Ástandið er svipað og var fram til 1974, eða fram að þeim tíma að brúin kom yfir Skeiðará og þar með hringtenging umhverfis landið.“ Keðjan rofin og áratugir til baka Páll Róbert Matthíasson Þegar samgöngur bresta raskast flest. Flutningabíll Íslandspósts fer jafnan nátt- fari austur á land um suðurströndina til Eg- ilsstaða með viðkomu á Höfn. Vegna lok- unar brúarinnar yfir Steinavötn þarf nú að fara norður og austur um land til þess að koma pósti til Hornfirðinga. Venjulega er póstbíllinn á Höfn fyrri hluta nætur en í gær kom hann þangað um hádegi. „Póstþjónustan er þannig að allt þarf að ganga upp,“ sagði póstbílstjórinn Benjamín Alian. Hann kom til móts við þann bílstjóra sem ók bílnum norður um. Sá fór af á Egilsstöðum, þangað sem Benjamín kom með flugi að sunnan, ók bílnum til Hafnar og aftur upp á Hérað – og ætlaði svo að fljúga aftur suður með Egilsstaðavélinni í gærkvöldi. Er sú ferðalýsing ágætt dæmi um hvernig margir þurfa nú að breyta ferðaplön- um sínum svo allt komist á áfangastað, fólk, nauðsynjar, afurðir framleið- enda og svo auðvitað bréfin og bögglar. Auðvitað er talsverð þraut á stund- um og vandamál, en allir eru sammála um að láta hlutina ganga upp. Póstbíllinn fer norðurleiðina Benjamín Alian

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.