Morgunblaðið - 30.09.2017, Side 11

Morgunblaðið - 30.09.2017, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2017 Fæst í apótekum, heilsubúðum og stórmörkuðum. Frábært til að bæta hormónajafnvægi fyrir konur á öllum aldri Heilbrigðari og grennri Rannsókn sýna að konur sem hafa mikið lignans i blóðinu eru að meðaltali með 8,5 kg minni fitumassa en þær konur sem skortir eða hafa lítið af Lignans.** * Howel AB Journal of the American Medical Associaton june 2002 287:3082 ** British Journal of Nutrition(2009), 102: 195-200 Cambridge University. 1 kúfuð teskeið á dag - 40 daga skammtur Mulin hörfræ - rík af Lignans Trönuberjafræ Kalk úr hafþörungum CC FLAX • Regluleg inntaka stuðlar að kjörþyngd • Omega 3- ALA • Fjölbreyttar trefjar NÝJAR UMBÚÐIR SLEGIÐ Í GEGN Í VINSÆLDUM - FRÁBÆR -ÁRANGUR PREN TU N .ISEngjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is MARGIR LITIR VERÐ 29.980 gisting.dk 499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími) Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900 Kaupmannahöfn Opið í dag 11-16 Bæjarlind 6, sími 554 7030 Við erum á facebook Kr. 9.800 Str. S-2XL Nýjar túnikur FLOTTAR HAUSTYFIRHAFNIR Fylgdu okkur á facebook.com/laxdal.isSkoðið laxdal.is/yfirhafnir Skipholti 29b • S. 551 4422 • laxdal.is Persónuvernd hefur komist að þeirri niðurstöðu að birting Hæstaréttar á dómi frá árinu 1999 hafi ekki sam- rýmst lögum um skráningu og með- ferð persónuupplýsinga. Í umrædd- um dómi er kvartandi nafngreindur auk þess sem þar er að finna upplýs- ingar um sjúkrasögu og fjármál við- komandi. Dómur Hæstaréttar varð- aði skaðabótakröfu Páls Sverrissonar gegn vátryggingafélagi vegna um- ferðarslyss. Áður úrskurðað Páli í vil Páll hefur áður tjáð sig um baráttu sína fyrir því að fá persónuupplýsing- ar máðar úr dómum, en í júní sl. úr- skurðaði Persónuvernd að vinnsla Héraðsdóms Reykjaness og Héraðs- dóms Reykjavíkur á persónuupplýs- ingum um Pál við birtingu dóma á ár- unum 2013 og 2016 hefði ekki samrýmst lögum. Þá dæmdi Hæstiréttur ríkið til að greiða Páli 200 þúsund krónur í miskabætur í apríl sl. vegna þess að upplýsingar úr sjúkraskrá hans voru birtar opinberlega. Afmáning raski ekki gildi Í úrskurði Persónuverndar um hæstaréttardóminn frá 1999 segir m.a. að þrátt fyrir að í lögum sé kveð- ið á um birtingu hæstaréttardóma, þá feli lögin ekki í sér heimild til birt- ingar viðkvæmra persónuupplýsinga á borð við upplýsingar um heilsuhagi. Með vísan til persónuverndarlaga og núgildandi reglna um nafnleynd í útgáfu hæstaréttardóma komst Per- sónuvernd að þeirri niðurstöðu að Hæstarétti bæri að afmá persónu- greinanlegar upplýsingar um kvart- anda úr þeirri útgáfu dómsins sem birtist á heimasíðu réttarins, þar á meðal meðfylgjandi héraðsdómi. Í úrskurðarorðum kom fram að Persónuvernd sæi ekki tilefni til að kæra málið til lögreglu líkt og kvart- andi fór fram á. Birting í trássi við persónuverndarlög  Bar að afmá viðkvæmar upplýsingar Afsláttur á fasteignaskatti ellilífeyr- is- og örorkuþega í Hafnarfirði mun aukast umtalsvert á komandi ári, samkvæmt tillögu sem samþykkt var einróma í bæjarstjórn Hafnar- fjarðarbæjar á fundi síðastliðinn miðvikudag. Breytingarnar munu taka gildi 1. janúar næstkomandi. Tekjuviðmið verða hækkuð og fleiri njóta afsláttar, samkvæmt fréttatilkynningu frá bænum. ,,Með þessum aðgerðum er verið að gera fleiri eldri borgurum í Hafnarfirði kleift að búa lengur í eigin húsnæði en ella og tel ég að sveitarfélagið sé að sýna ákveðna forystu í þeim efnum“, er haft eftir Rósu Guðbjartsdóttur, formanns bæjarráðs Hafnarfjarðar, í tilkynn- ingunni. Afsláttur eykst umtalsvert Gert er ráð fyrir að hækkun við- miða verði um 30% umfram 11,4% hækkun á launavísitölu árið 2016. Hækkunin leiðir til þess að hjón mættu hafa allt að 6.405.500 í heild- arlaun til að njóta 100% afsláttar. Samanlögð laun hjóna mættu nema allt að 6.851.500 til að fá 75% af- slátt, allt að 7.297.700 til að fá 50% afslátt og allt að 7.742.300 til að fá 25% afslátt. Afsláttur fyrir einstaklinga er veittur þeim sem hafa heildartekjur að upphæð 5.013.000 (100% afslátt- ur) að 5.347.200 (25% afláttur). ,,Það er ánægjulegt að í ljósi bættr- ar afkomu og árangurs af hagræð- ingaraðgerðum undanfarin ár, sé með þessum hætti hægt að láta bæjarbúa njóta þess og mun breyt- ingin án efa koma mörgum vel,“ segir Rósa. Fulltrúar VG og Samfylkingar í bæjarstjórn lögðu fram bókun þar sem tillögunum er fagnað. Lögðu þau jafnframt fram ósk um að bæj- arstjóra yrði falið að útbúa grein- ingu á áhrifum breytinga á viðmið- unum, meðal annars með tilliti til þess hvernig dreifing þeirra verði á milli tekjuhópa, einstaklinga og hjóna. athi@mbl.is Fasteignaskattur eldri borg- ara í Hafnarfirði lækkar  Geri eldri borgurum kleift að búa lengur í eigin húsnæði Hvað er í bíó? mbl.is/bio SMARTLAND Fimm manna stjórn Framsóknar- félags Norður-Þingeyjarsýslu - Austan heiðar, sagði af sér í gær- kvöldi. „Ástæðan er óánægja með vinnubrögð forystu flokksins gagn- vart Sigmundi Davíð Gunnlaugs- syni,“ segir Aðalbjörn Arnarsson, formaður félagsins. „Menn voru t.a.m. ósáttir við það hvernig Sig- mundur var settur út á flokksþingi o.fl.“ segir hann. Að sögn Aðalbjarnar lýstu fjórir af fimm stjórnarmönnum því yfir í gær að þeir myndu ganga til liðs við nýjan flokk Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrv. formanns Framsóknarflokksins, Miðflokkinn, og segja sig úr Framsóknar- flokknum. „Það er engum ljúft að gera þetta, en mönnum finnst þeir þurfa að svara þessum vinnubrögð- um. Þetta er eina leiðin,“ segir Að- albjörn sem bætir því við að margir hafi leitað til hans og beðið um að þeir yrðu skráðir úr flokknum. Heil stjórn sagði sig úr Framsókn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.