Morgunblaðið - 30.09.2017, Síða 16

Morgunblaðið - 30.09.2017, Síða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2017 Málstofa umSmugudeiluna Haldin í Sjávarútvegshúsinu, Skúlagötu 4, mánudaginn 9. október milli kl. 12 og 13.30 Í tilefni af útgáfu bókar Arnórs Snæbjörnssonar sagnfræðings um Smugudeiluna gangast Hafréttarstofnun Íslands og Bókaútgáfan Sæmundur fyrir málstofu í Sjávarútvegshúsinu að Skúlagötu 4, Reykjavík, fyrirlestrasal á 1. hæð, mánu- daginn 9. október 2017 kl. 12 - 13.30. Í upphafi málstofunnar flytur forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson, stutt ávarp en Arnór Snæbjörnsson flytur síðan erindi og kynnir bók sína. Að loknum fyrirspurnum og umræðum áritar höfundur bók sína og boðið verður upp á léttar veitingar. Málstofustjóri er Tómas H. Heiðar, forstöðumaður Hafréttarstofnunar Íslands. Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Flutningaskipið Delphins Bothnia kom til hafnar í Sundahöfn í gær- morgun. Erindið hingað er að taka tóma gáma sem hafa safnast upp á athafnasvæði Eimskips undanfarna mánuði. Að sögn Ólafs Hand, upplýsinga- fulltrúa Eimskips, tekur Delphins Bothnia 1.900 gámaeiningar og mun skipið taka 800 til 900 gáma eftir því hvernig raðast í það. Þetta er blanda af 20 til 40 feta gámum. Gámarnir verða fluttir til Rotterdam. Gámafjöldinn hefur verið mismik- ill á athafnasvæði Eimskips, getur verið á bilinu 3.000 til 5.000 eftir dögum. Vegna þrengsla hefur þurft að stafla gámunum upp, allt að fimm hæðir sums staðar. Mikill innflutningur til landsins er ástæða þess að svona margir gámar hafa verið hér undanfarið. Innflutn- ingurinn hefur verið meiri en út- flutningurinn. Ójafnvægið var sér- staklega mikið þann langa tíma sem sjómannaverkfallið stóð yfir í byrjun ársins. „Það er ekki alltaf þannig að gám- ur kemur og fer strax út aftur,“ seg- ir Ólafur aðspurður hvers vegna tómu gámarnir séu ekki sendir út með skipum í venjulegum áætlunar- ferðum. Ólafur segir að viðskipta- vinurinn sé jafnvel með gáminn í einhvern tíma og svo komi kannski margir gámar til baka á sama tím- anum og það sé ekki pláss vegna þess að skipið sé fullt í næstu ferð. „Svo er jafnvel samsetning gámanna í skipinu þannig að það nýtist ekki eins út og heim. Það er oftast þannig að skipin eru full að þyngd áður en þau verða full af gámum. Það er því þyngd gámanna sem segir til um hvernig er lestað í skipið og hvað komast margir gámar í hverja ferð. Hitt er svo að skipin koma við á nokkrum stöðum á leið sinni til Evr- ópu og það þarf að vera pláss í þeim til að taka fragt frá þeim höfnum líka. Þetta eru mikil og flókin fræði,“ segir Ólafur. Skip sækir tóma gáma í Sundahöfn  Fer með 800-900 tóma gáma til Rotterdam  Gámar safnast upp vegna þess hve mikið er flutt inn Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sundahöfn Unnið er að því að setja tóma gáma um borð í Delphins Bothnia í gær. Skipið lætur úr höfn í dag. Gámafjöldi Í Sundahöfn eru gámar þar sem hægt er að koma þeim fyrir. Delphins Bothnia, sem sæk- ir tómu gámana, er mjög líkt þeim skipum sem Eim- skip er að láta smíða í Kína. Skipið er 177 metrar á lengd og 30 metrar á breidd en skipin sem Eim- skip er að láta smíða eru 180 metrar á lengd og 31 metri á breidd. Þau taka að- eins fleiri gáma eða 2.150 gámaeiningar. Eimskip í samvinnu við Royal Arctic Line í Græn- landi vinnur nú að smíði þriggja gámaskipa. Tvö þeirra munu sigla á vegum Eimskips. Stefnt mu n að því að fyrsta skipið verði afhent í apríl 2019. Delphins Bothnia er splunkunýtt, smíðað í Kóreu árið 2016. Það siglir undir flaggi Hong Kong. Skipið er 25.715 brúttótonn en til samanburðar verða hin nýju skip Eimskips 26.500 tonn. Skipið heldur af stað til Rotterdam í dag klukkan 13. Líkt skipum Eimskips DELPHINS BOTHNIA Baldur Arnarson baldura@mbl.is Yfirfæranlegt tap íslenskra fyrir- tækja lækkaði um samtals 1.822 millj- arða króna á árunum 2010-2016. Þetta kemur fram í skýrslu fjármála- og efna- hagsráðherra um skatttekjur, skatt- rannsóknir og skatteftirlit. Langstærstur hlutinn, eða 1.635 milljarðar, er frá árinu 2014. Skúli Eggert Þórðarson, ríkis- skattstjóri, segir til skýringar að þeg- ar fyrirtæki eru rekin með tapi komi það til lækkunar á framtíðarskatt- greiðslum. Af því leiðir að þegar yfirfæranlegt tap er lækkað af hálfu skattayfirvalda er komið í veg fyrir að hægt sé að lækka skattgreiðslur með slíku tapi. Jafnframt kemur fram að skatta- breytingar hafi skilað 58,48 milljörð- um árin 2010-2016. Framtölin yfirfarin Skúli segir þetta árangur skattaeft- irlits og endurskoðunar á skattfram- tölum. „Þessar skattbreytingar eru vegna aðgerða sem ríkisskattstjóri grípur til við yfirferð framtala áður en lagt er á þau, eða eftir að álagning hefur átt sér stað. Þarna er verið að leiðrétta framtölin og skattgreiðslur,“ segir Skúli Eggert. „Þarna er um að ræða vantaldar tekjur, offærðar frátekjur og ýmsar skattalegar ráðstafanir sem ríkis- skattstjóri telur að standist ekki lög. Þessu má skipta í þrennt. Í fyrsta lagi einstaklinga utan atvinnurekstrar, þ.e. almenna launþega. Þá er oftast nær um að ræða vantaldar tekjur og offærðan frádrátt vegna dagpeninga og annarra frádráttarliða. Í öðru lagi er um að ræða einstaklinga í rekstri, þá einnig vantaldar rekstrartekjur. Í þriðja lagi er um að ræða lögaðila, eða félög, af ýmsum toga. Þar er fjöl- breytt flóra á ferð.“ Skattinum ekki rétt skilað „Dæmi um atriði sem gerðar eru athugasemdir við hjá tveimur síðast- töldu hópunum eru gjaldfærsla rekstrarkostnaðar, hækkaðar tekjur og endurákvarðaður virðisaukaskatt- ur, sem ekki hefur verið rétt skilað til ríkissjóðs.“ Skúli Eggert segir að almennt séu framtöl nú orðin réttari en áður. Tek- ist hafi að bæta gagnaskilin. Þá hafi forvarnaraðgerðir skilað árangri, þótt ekki skili það jafnmiklum beinhörðum fjármunum í ríkiskassann og skatta- breytingarnar. Tekjustofnar breikka mikið Í umræddri skýrslu er rakið hvern- ig tekjuskattsstofnar hafa þróast á ár- unum 2010-2016. Dæmi um breytingar er að stofninn fasteignaviðskipti fer úr 10.063 millj- ónum 2010 í 17.107 milljónir árið 2016, sem er um 70% aukning á nafnvirði. Þá fer tekjuskattsstofn fjármála- og vátryggingastarfsemi úr 65.082 millj- ónum 2010 í 116.617 milljónir 2016, sem er 79% aukning. Þá fer liðurinn upplýsingar og fjar- skipti úr 5.814 milljónum í 8.857 millj- ónir, sem er 52% aukning. Liðurinn rekstur gististaða og veitingarekstur fer úr 3.641 milljón í 6.868 milljónir, sem 88,6% aukning. Loks má nefna að liðurinn leigu- starfsemi og ýmis sérhæfð þjónusta fer úr 4.387 milljónum í 7.625 millj- ónir, sem er 73,8% aukning. Tölur eru á verðlagi hvers árs. Eftirlit skilar tugum milljarða í sköttum  RSK lækkar yfirfæranlegt tap félaga um 1.822 milljarða Dæmiumbreytingar áopinberumgjöldum Milljónir kr. Heimild: Skýrsla fjármála- og efnahagsráðherra um skatttekjur, skattrannsóknir og skatteftirlit Ár Skatta- breytingar Breytingar á yfirfæranlegu tapi 2010 5.831 -4.188 2011 7.530 -101.735 2012 9.102 -3.106 2013 8.989 -59.246 2014 12.333 -1.635.479 2015 8.669 -7.821 2016 6.026 -10.612 Alls 58.480 -1.822.187 Skúli Eggert Þórðarson Morgunblaðið/Ófeigur Eftirlit Ríkisskattstjóri enduráætlar skatta ef tekjur eru vantaldar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.