Morgunblaðið - 30.09.2017, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 30.09.2017, Qupperneq 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2017 Loftkæling Funahöfða 7, 110 Reykjavík, s. 577 6666 og varmadælur Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Reykjavíkurborg hefur gengið frá samkomulagi við Skeljung um að rífa afgreiðsluskála bensín- afgreiðslu og sambyggða skrifstofu bílaleigu, sem leyfð hafði verið tímabundið við Umferðarsmiðstöð- ina. Þá mun Skeljungur einnig fjar- lægja bensíntanka úr jörðu og skila ómengaðri lóð. Verði ákveðið í deiliskipulagi að hafa orkusölu á svokölluðum U-reit þar sem seldir yrðu orkugjafar svo sem lífelds- neyti, metan, vetni eða rafmagn, fær Skeljungur forkaupsrétt bygg- ingarréttar á markaðsverði. Borg- arráð hefur staðfest samkomulagið við Skeljung. Þá hefur borgarráð skipað starfshóp til að skoða tilhögun bíla- stæða og mögulega gjaldskyldu á U-reitnum, lóðarfrágang, göngu- stíga og opin svæði. Skeljungur mun rífa tvo skúra á reitnum inni. Það var niðurstaða skýrslu vinnuhóps frá 2013 að U-reitur væri nægilega stór til að rúma sam- göngumiðstöð og athafnasvæði hennar auk umtalsverðs bygging- armagns til viðbótar. Hins vegar setur nálægðin við Reykjavíkur- flugvöll skorður hvað hæð bygginga varðar. Í drögum keppnislýsingar vegna fyrirhugaðrar samkeppni kemur m.a. fram að gera þurfi ráð fyrir þeim möguleika til framtíðar að tengja lest milli alþjóðaflugvallar (Keflavík) og Reykjavíkur við sam- göngumiðstöð. Skipulagstillögur þurfi að taka tillit til þess. Sam- kvæmt upplýsingum frá aðilum sem vinna að athugun á lest milli Reykjavíkur og Keflavíkur sé á frumstigi þess verkefnis miðað við að brautarpallur endastöðvar lest- arinnar við samgöngumiðstöð á U- reit verði neðanjarðar. Brautar- pallur neðanjarðar þurfi að vera um 200 metra langur og með spor beggja vegna sem sameinast í eitt spor í jarðgöngum sem liggja undir byggð og suður fyrir Straumsvík. Breidd á pallinum verði 8-10 metrar auk tvöfaldrar breiddar lestarspors. Að/frá brautarpalli ferðist lestar- farþegar með rúllustigum og lyftum upp á yfirborð. Miða á við að lestar- farþegar komi þar upp í viðbygg- ingu við samgöngumiðstöð eða í byggingu sem standi sem næst henni. Ný miðstöð verði sambæri- leg við aðallestarstöðvar  Brautarpallur fluglestarinnar á að vera neðanjarðar í Vatnsmýrinni Ljósmynd/Reykjavíkurborg/Sigurður Ó. Sigurðsson U-reiturinn Á þessu svæði er stefnt að því að rísi samgöngumiðstöð til framtíðar. Umferðarmiðstöðin verður þunga- miðjan en stefnt er að frekari uppbyggingu á svæðinu. Nálægðin við flugvöllinn setur skorður við hæð bygginga. FRÉTTASKÝRING Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Efnt verður til samkeppni um deili- skipulag og þróun samgöngu- miðstöðvar þar sem Umferðar- miðstöðin (BSÍ) er núna og á nærliggjandi svæði. Borgarráð ákvað á fundi sínum nýlega að stofna tvo starfshópa til að fylgja þessu verkefni eftir. Markmiðið er að samgöngumiðstöð í Reykjavík verði lifandi og áhugaverður við- komustaður, sambærilegur við aðal- lestarstöðvar í miðborgum erlendis. Gert er ráð fyrir að samgöngu- miðstöðin taki við af Hlemmi sem helsta tímajöfnunarstöð Strætó, auk þess að vera endastöð áætlanaleiða út á land og flugrútu. Flutningur tímajöfnunar frá Hlemmi yfir á BSÍ krefjist ekki mikilla breytinga. Í greinargerð um þróun sam- göngumiðstöðvar og nánasta um- hverfis er sett fram sú framtíðarsýn að á U-reit verði samgöngumiðstöð Reykjavíkur og tengipunktur við landið allt. Samgöngumiðstöðin þjóni samgöngum á landi: verði meginskiptistöð almennings- samgangna innan höfuðborgarsvæð- isins (Strætó, borgarlína), upphafs- og endastöð almenningssamgangna út fyrir höfuðborgarsvæðið, upp- hafs- og endastöð fjölda hópferða- bifreiða og tengipunktur við aðra ferðamáta (hjólreiðar, skyndibílar, leigubílar, gangandi umferð, einka- bílar). 7-9 þúsund farþegar á dag Fram kemur að miðað við þekktar tölur megi ætla að samanlagt verði fjöldi farþega almennings- samgangna og ferðaþjónustu sem fari um samgöngumiðstöð á venju- legum degi við opnun hennar af stærðargráðunni 7-8 þúsund talsins. Í ljósi spár um aukna hlutdeild al- menningssamgangna og áætlana um fjölgun íbúa á svæðinu megi gera ráð fyrir að farþegafjöldinn 2035 verði um 15 þúsund farþegar á dag. „U-reitur (Umferðarmiðstöðvar- reitur) er hluti flatlendis í nágrenni stærstu og fjölmennustu vinnustaða landsins og miðborgar Reykjavíkur. Þar gefst því einstakt tækifæri til að flétta saman almenningssamgöngur, hjólreiðar og 12 vistvæna sam- göngumáta. Mikilvægt er að göngu- og hjólaleiðir að og frá miðstöðinni verði mjög góðar og þar verði þegar í upphafi boðið upp á hjólageymslur og hjólaleigu,“ segir í greinargerð- Í mati Minjastofnunar Íslands á varðveislugildi Umferðarmið- stöðvar BSÍ við Vatnsmýrarveg frá janúar 2014 kemur fram að stofn- unin mun leggjast gegn því að hús- ið verði rifið, komi slík tillaga fram. Hins vegar mæli ekkert á móti því að byggingin verði endurnýjuð og stækkuð, mögulega sem hluti af stærri byggingarheild líkt og hug- myndir voru um í upphafi. Matið er hluti af samkeppnis- gögnum. Þar segir ma. að Umferð- armiðstöðin sé gott dæmi um framsækna húsagerðarlist í anda módernisma og að æskilegt sé að húsið verði endurbætt og stækkað í samræmi við upphaflega hönnun þess. Um bensín- og þjónustustöð N1 á svæðinu segir Minjastofnun að varðveislugildi sé ekki mikið og byggingin í ósamræmi við nálæga byggð. Við skipulag reitsins hafi frá upphafi verið gert ráð fyrir að þjónustustöð N1 við Hringbraut víki í nálægri framtíð. „Í tillögum má því gera ráð fyrir að sam- göngumiðstöð eða önnur byggð rísi þar eða að þar verði rými til stækkunar á lóð samgöngu- miðstöðvar til að taka við framtíð- arbreytingum og nýjungum.“ Byggingin verði ekki rifin MINJASTOFNUN UM UMFERÐARMIÐSTÖÐINA Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, segir að fyrirhugaðar aðgerðir vegna slæmrar stöðu sauðfjárbænda hafi allar strandað við stjórnarslitin. „Það er að sjálfsögðu ekkert að ger- ast í pólitíkinni, þetta virtist allt sigla í strand,“ segir Oddný spurð um hver staða þeirra mála væri hjá stjórnvöldum. Áður en til stjórnar- slita kom var verið að ræða aðgerðir til að minnka framleiðslu en hún seg- ir að slíkar aðgerðir hafi kallað á breytingar á regluverki. „Allar slík- ar aðgerðir þurfa breytingar á regluverki og það strandaði allt þegar stjórnmálin urðu óvirk.“ Oddný segir að samskipti sam- takanna við land- búnaðarráðuneyt- ið snúist að mestu um að vinnu ráðu- neytisins á úttektum um stöðu sauð- fjárbænda verði haldið áfram. „Við höfum ýtt á að það sé áfram hugað að úttektum sem viljum að verði unnið að af hálfu ráðuneytisins.“ Spurð um hvað þetta aðgerðaleysi þýði fyrir sauðfjárbændur, segir hún að ástandið sé slæmt. „Það er rosalega slæmt að engar aðgerðir hafi farið í gang á sínum tíma. Við vitum að forsendur fyrir rekstrinum eru hæpnar eins og stað- an er núna. Það nálgast mjög stórir gjalddagar hjá sauðfjárbændum í október og nóvember en þá er greitt fyrir áburð og fleiri rekstrarliði. Þannig er skipulagið í búrekstrin- um,“ segir Oddný og bætir við að margir sauðfjárbændur sjái ekki fram á að geta innt þessar greiðslur af hendi og muni þurfa að skuldsetja sig með einhverjum hætti. „Strandaði allt þegar stjórnmálin urðu óvirk“  Engar stjórnvaldsaðgerðir í sjónmáli hjá sauðfjárbændum Oddný Steina Valsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.